Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ SAMKEPPNI meðal sveitarfélaga um rafrænt samfélag lauk í gær er Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, tilkynnti hvaða sveitarfélög hefðu verið valin til þátt- töku í þessu þróunarverkefni til næstu þriggja ára. Tveir hópar sex sveitarfélaga voru valdir; annars vegar eru það Árborg, Hveragerði og Ölfus undir heitinu „Sunnan 3“ og hins vegar Húsavík, Aðaldælahrepp- ur og Þingeyjarsveit er nefna verk- efni sitt „Virkjum alla“. Valgerður upplýsti m.a. að fram- lag ríkisins til þessara verkefna yrði 120 milljónir sem ættu að fara til framkvæmda á þriggja ára tímabili. Framlag sveitarfélaganna yrði nokkru hærra, eða um 180 milljónir, þannig að verðmæti verkefnanna væri um 300 milljónir króna í heild. Valgerður sagði að í ljósi kannana, sem hefðu sýnt að notkun upplýs- ingatækni á landsbyggðinni væri talsvert á eftir höfuðborgarsvæðinu, hefði verið lagt til við gerð byggða- áætlunar að ráðast í þetta verkefni. Í upphafi þessa árs tóku 13 byggð- arlög þátt í forvali og síðan voru fjög- ur þeirra valin til þátttöku í sam- keppninni. Fékk hvert þeirra 1,6 milljónir til að fullvinna hugmyndir sínar. Sérstök valnefnd fór yfir verk- efnin og valdi þau tvö sem áfram hljóta stuðning. Hin tvö voru Snæ- fellsbær og Grundarfjörður. Verkefnið „Sunnan 3“ skiptist í fjögur undirverkefni sem ná til allra íbúa sveitarfélaganna þriggja, sem eru um 10 þúsund talsins. Í fyrsta lagi er um að ræða rafrænt þjónustu- torg fyrir íbúana. Í öðru lagi á að stuðla að rafrænu atvinnulífi þar sem m.a. verður byggt upp svonefnt „skrifstofuhótel“ til að koma til móts við þarfir íbúa svæðisins sem starfa t.d. á höfuðborgarsvæðinu en vilja vinna nokkra daga í viku í heima- byggð. Í þriðja lagi á að vinna að skil- virkari stjórnsýslu með aukinni sam- vinnu sveitarfélaganna og loks er markmiðið hjá „Sunnan 3“ að auka samkennd meðal barna og unglinga á svæðinu og styrkja forvarnarstarf með rafrænum lausnum. Samkvæmt viðskiptaáætlun er fylgdi umsókn Árborgar, Hvera- gerðis og Ölfuss er talið að heildar- ábati verkefnisins geti numið um 223 milljónum króna þegar til lengri tíma er litið. Aðdragandi sameiningar í S-Þingeyjarsýslu? Sveitarfélögin Aðaldælahreppur, Húsavíkurbær og Þingeyjarsveit ákváðu að vinna í sameiningu að uppbyggingu á rafrænu samfélagi og stuðla þannig að eflingu þekkingar og menntunar sem lið í atvinnuþróun og bættum lífsgæðum. Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík, útilokaði ekki á blaðamannafundi í gær, aðspurður, að verkefnið gæti verið „ágætur aðdragandi“ að því að skoða sameiningu þessara sveitarfé- laga á næstu árum. Þingeyingar ætla að setja upp raf- ræn samfélagstorg með því að efla þjónustuveitur sveitarfélaganna, koma á fræðsluveitu fyrir skólana, þjónustuveitur heilsugæslu með t.d. fjarlækningum og útgáfu rafrænna lyfseðla, verkefninu er ætlað að brúa kynslóðabilið og koma á af stað sjálf- stæðum lykilverkefnum. Rafrænt samfélag í sex sveitarfélögum Morgunblaðið/Jim Smart Fulltrúar sigurvegaranna, Reinhard Reynisson, bæjarstjóri Húsavíkur, og Orri Hlöðversson, bæjarstjóri Hveragerðis, hlýða ásamt Valgerði Sverris- dóttur á umsögn Sveins Þorgrímssonar, formanns valnefndar. TENGLAR ..................................................... www.vidskiptaraduneyti.is www.husavik.is SVEITARFÉLÖGIN í S-Þingeyj- arsýslu sameinuðust í verkefninu „Virkjum alla“ en þau hafa jafn- framt ákveðið að gefa hinu rafræna samfélagi nafnið „Skjálfandi í faðmi þekkingar“. Er það jafnt vísun til svæðisins sem liggur að Skjálfandaflóa, í þekkinguna sem verður lykilþáttur fyrir samfélagið og myndræn vísun í faðminn, „þá umhyggju sem verk- efnið mun fá hjá íbúum og sveit- arstjórnum byggðarlagsins“, eins og segir í umsókn Þingeyinga til verkefnisstjórnar hins rafræna samfélags. „Skjálfandi í faðmi þekkingar“ „VILTU gera svo vel að tala hægar,“ var fyrsta setn- ingin sem Saul Isac Gutierrez frá Nikaragva lærði þeg- ar hann kom til landsins fyrir rúmu ári. Hann segir það hafa verið þýðingarmikið að biðja fólk um að tala skýrt svo hann gæti bæði skilið það og lært íslensku í dag- legum samskiptum. Eftir að hafa farið á íslensku- námskeið hitti hann Brodda Sigurðsson, upplýsinga- fulltrúa Alþjóðahússins, og skiptust þeir á að tala á móðurmáli sínu við hvor annan; Saul kenndi Brodda spænsku og Broddi kenndi Saul íslensku. Í dag ætlar Alþjóðahúsið að opna formlega verkefnið tungumálaskipti. Fólk sem vill læra nýtt tungumál skráir sig hjá Alþjóðahúsinu eða á heimasíðunni ahus.is og tilgreinir hvaða tungumál það hefur áhuga á. Al- þjóðahúsið leiðir svo fólk saman, því að kostn- aðarlausu. Þá geta Íslendingar kennt útlendingum ís- lensku um leið og þeir æfa sig í að tala erlent mál. Í kvöld verður fyrsta tungumálaskiptakvöldið á Kaffi Kúltúre á Hverfisgötu 18. Þá geta áhugasamir mætt og reynt að finna æfingafélaga eða mælt sér mót við þá sem þeir hafa þegar rætt við. Broddi segir þessa aðferð gefast mjög vel og hann hafi sjálfur lært mikið í spænsku á fundum sínum með Saul. Fólk kvarti oft yfir því að fá ekki næga æfingu í að tala íslensku og þetta sé líka gott tækifæri fyrir það að hitta Íslendinga og spjalla. Þessi aðferð hafi marga kosti og getur rofið einangrun sumra. Það skipti líka sáralitlu máli hversu vel fólk kunni tungumálið sem það vill læra. Ýmsar aðferðir við málanámið Það er undir fólkinu sjálfu komið hvernig þessir fundir fara fram segir Broddi. Sumir kjósa að taka með sér kennslubækur, aðrir lesa saman yfir erlendar frétt- ir eða þá bara æfa sig í daglegum samskiptum. Saul talaði enga ensku þegar hann kom hingað til lands og segir það hafa verið erfitt að fara á íslensku- námskeið þar sem kennarinn talaði bara ensku og ís- lensku. Hann hafi lært mest af því að tala við Íslend- inga og sérstaklega krakka þegar hann vann hjá Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur. Hann segir að Íslendingar eigi ekki að vera feimnir við að tala móð- urmál sitt við útlendinga og hann er þakklátur þegar honum er leiðbeint svo hann geti talað réttar. Broddi segist hafa fræðst mikið um Nikaragva á meðan hann æfði sig í að tala spænsku við Saul. Morgunblaðið/Kristinn Broddi Sigurðsson og Saul Isac Gutierrez segja tungumálaskipti bjóða upp á marga möguleika. Tungumálapörun í Alþjóðahúsinu Tilraun með óhefðbundna aðferð við málanám ÆSKILEGT er að tekið verði upp mismunandi gjald á leikskólum í Reykjavík eftir aldri þeirra enda er dvalarkostnaður yngri barna hærri en eldri barna og því sækist nokkur hópur foreldra barna á einkareknum leikskólum eftir því af fjárhagsleg- um ástæðum fremur en faglegum að koma börnum sínum að á Leikskól- um Reykjavíkur en þar er gjaldskrá- in lægri. Þá er eðlilegt að fella niður sérstakt námsmannagjald, þ.e. nið- urgreitt gjald, á leikskólum í þeim tilvikum þar sem annað foreldrið er í námi enda ekki fullnægjandi rök fyr- ir því að þessi hópur sé í brýnni þörf fyrir meiri niðurgreiðslu en til að mynda hjón í láglaunastörfum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu starfshóps um end- urskoðun gjaldskrár Leikskóla Reykjavíkur, styrki til einkarekinna leikskóla og niðurgreiðslur vegna daggæslu í heimahúsum. Gjaldskrárflokkum verði fækkað úr ellefu í fjóra Starfshópurinn telur brýnt að sjónarmið á bak við gjaldskrá Leik- skóla Reykjavíkur séu skýr og að hún sé tengd raunkostnaði við vistun barna. Þá telur starfshópurinn nauð- synlegt að fækka verulega gjald- skrárflokkum og leggur til að fæð- isgjald verði lagt á sérstaklega. Lagðar voru fram fjórar mismun- andi tillögur sem allar fela í sér sömu grundvallarbreytingarnar. Í öllum tillögum er gert ráð fyrir niðurfellingu á námsmannagjaldi þar sem aðeins annað foreldrið er í námi og næði sú breyting til tæplega 500 barna námsmanna og hefði í för með sér verulega hækkun gjalda. Í annan stað er gengið út frá því að gjaldflokkum verði fækkað frá því sem nú er eða úr ellefu í fjóra, þ.e. að foreldrar geti valið um fjögurra, sex, átta eða níu stunda vistun. Í þriðja lagi er svo gert ráð fyrir að gjaldskrá verði sundurliðuð með tilliti til kennslu og fæðis en þannig má að mati starfshópsins gera kostn- að við kennslu sýnilegri og auðveld- ara verður að bregðast við breyting- um á fæðiskostnaði án þess að þurfa að hnika til gjaldskránni sjálfri. Í fjórða lagi er gert ráð fyrir að að foreldrar með fötluð börn (1. flokk- ur) fái ekki lengur sömu niður- greiðslur og einstæðir foreldrar en ástæðan er sú að umönnunarbætur frá Tryggingastofnun skerðast ekki lengur ef börn njóta þjónustu á borð við leikskóla. Endurskoðun gjaldskrár leikskóla Mismunandi gjald eftir aldri barna Morgunblaðið/Ómar JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, segist hafa átt góðan fund með forsvarsmönnum Geðhjálpar í gær, en þar var m.a. rætt um það hvernig ráðuneytið gæti stutt við starfsemi Geðhjálpar. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær lýstu forráða- menn Geðhjálpar yfir von- brigðum með þá ákvörðun ráðuneytisins að endurnýja ekki þjónustusamning ráðu- neytisins og Geðhjálpar vegna tveggja stöðugilda iðjuþjálfa. Jón Kristjánsson segir í sam- tali við Morgunblaðið að sá þjónustusamningur hafi átt við um iðjuþjálfa og segir ráðu- neytið hins vegar tilbúið til að veita Geðhjálp fjárhagslegan stuðning með öðrum hætti. Stefnt er að því að forsvars- menn Geðhjálpar hitti embætt- ismenn ráðuneytisins í dag til að fara betur yfir þau mál. Þverfaglegt teymi í undirbúningi Jón segir ennfremur að á fundinum hafi verið farið yfir önnur verkefni sem ráðuneytið standi að á þessum vettvangi. Jón kveðst m.a. hafa gert for- svarsmönnum Geðhjálpar grein fyrir því að ráðuneytið væri að undirbúa stækkun Barna- og unglingageðdeildar LSH. Þá væri verið að koma af stað þverfaglegu teymi, sem hefði það verkefni að aðstoða fólk sem væri að útskrifast af geðdeildum. Áfram stutt við Geðhjálp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.