Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 1
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra ræddi við George W. Bush Bandaríkjaforseta um stöðu varn- armála Íslands er þeir hittust í boði í tengslum við allsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna í New York. „Ég fór í móttöku hjá Bush Bandaríkja- forseta í gær (þriðjudag) og hann gaf sér góðan tíma til að tala við mig. Við ræddum um varnarmálin og af því samtali er ljóst að hann mun halda áfram að fylgjast með málinu og gerir sér grein fyrir við- kvæmni þess,“ segir Halldór í sam- tali við Morgunblaðið. Halldór hefur einnig rætt við Col- in Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Elizabeth Jones, aðstoðarráðherra í utanríkisráðu- neytinu, sem kom hingað til lands til viðræðna við íslensk stjórnvöld í sumar. „Það liggur fyrir eftir þau samtöl að þetta mál er í eðlilegum farvegi. Það mun taka nokkurn tíma að fjalla um þessi mál og alveg ljóst að Bandaríkjamenn vilja ná niðurstöðu sem er viðunandi fyrir báða aðila. Ég er viss um það að málið mun verða unnið í vinsamlegu andrúmslofti á grundvelli gagn- kvæmrar virðingar en ekki með ein- hliða hætti eins og við vorum af- skaplega ósáttir við,“ sagði Halldór. Hann sagði forsetann fyrst og fremst vilja ná niðurstöðu sem væri byggð á gagnkvæmni. Halldór segir það einnig hafa komið skýrt fram í samtölum við Powell og Jones að forsetinn sé áhugasamur um málið og að fyrir liggi skýr pólitískur vilji af forsetans hálfu að leysa það. Utanríkisráðherra sagði ekkert enn liggja frekar fyrir um efnisat- riði málsins og það væri ljóst að menn væru ekkert að flýta sér neitt sérstaklega. „Það eru að hefjast við- ræður um varnarviðbúnað almennt í Evrópu. Ég á von á að mál er varða Ísland muni tengjast því. Niðurstaða á næsta ári Jafnframt hefur verið ákveðið af hálfu Atlantshafsbandalagsins að setja á laggirnar viðbragðssveitir og það starf er að hefjast. Ég býst við því að allt þetta muni tengjast.“ Halldór segist telja að málið muni taka nokkurn tíma. „Ég sé ekki fyr- ir mér niðurstöðu í þessu máli fyrr en einhvern tímann á næsta ári.“ Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra ræddi varnarmál Íslands við Bush Bandaríkjaforseta Skýr pólitískur vilji að finna lausn Lausn á grunni gagnkvæmrar virðingar Halldór Ásgrímsson ræddi m.a. við George W. Bush, Colin Powell og Elizabeth Jones í Bandaríkjaferð sinni. Hann segist viss um að málið verði unnið „á grundvelli gagnkvæmrar virðingar“. AP Frá fundi olíumálaráðherra OPEC- ríkjanna í Vínarborg í gær. Olíuverð hækkar OPEC minnkar framleiðsl- una um 900.000 föt á dag Vín. AFP. OLÍUVERÐ hækkaði á heimsmarkaði í gær eftir að tilkynnt var að samtök olíu- útflutningsríkja, OPEC, hefðu ákveðið að minnka olíuframleiðsluna um 900.000 föt á dag. Ákvörðunin tekur gildi í byrjun nóv- ember og stefnt er að því að OPEC-ríkin ellefu framleiði þá 24,5 milljónir olíufata á dag. Þessi tíðindi komu á óvart á olíumörk- uðunum og urðu til þess að verðið á Brent- hráolíu úr Norðursjó hækkaði um 1,16 doll- ara í 26,68 dollara á fatið. Verðhækkunin í New York var svipuð. STOFNAÐ 1913 259. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Guðni verðbréfamiðlari og Bryndís eru heima í 5 mánuði Viðskipti 10 Semur fyrir Kylie Kylie Minogue syngur lag eftir Emilíönu Torrini Fólk 50 Glæpasögur áberandi Anna Einarsdóttir og Bókastefnan í Gautaborg Listir 27 Frábært feðraorlof BRÆÐURNIR Hákon Guttormur og Höskuldur upplifðu mikið æv- intýri í sumar ásamt föður sínum, Gunnlaugi Sigurðssyni, þegar stærstu ávextir sem þeir höfðu augum litið tútnuðu út í gróður- húsi þeirra feðga í Kópavoginum, risastór grasker sem orðin eru 30 kg að þyngd. „Þeir höfðu þann starfa piltarnir að sjá um þessar plöntur í sumar og urðu gríðar- lega spenntir, því þeim fannst þetta eitthvað dularfullt sem var að gerast fyrir augunum á þeim. Fyrst komu feikilega áberandi stór blóm og síðan mjög hressileg- ir ávextir. Þeir ætluðu varla að trúa sínum eigin augum að sjá hvað þetta stækkaði mikið,“ segir Gunnlaugur. Nú hyggst fjöl- skyldan hesthúsa graskerin. „Þetta er ágætismatur og Banda- ríkjamenn nota grasker mikið í bökur og súpur. Það tekur vel kryddi og er náskylt kúrbít.“Morgunblaðið/Árni Sæberg Risagrasker í Kópavogi 25 ÁRA karlmaður var handtekinn í Stokkhólmi í gær vegna gruns um að hann hefði myrt Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Sænskir fjölmiðlar sögðu að lögreglan væri sannfærð um að hún hefði náð morðingjanum. Rannsókn á hári af hinum grunaða er sögð hafa komið lögreglunni á sporið. Peter Althin, lögmaður hans, sagði í gærkvöldi að hann neitaði sök. Hálffertugur Svíi, sem áður hafði verið hand- tekinn vegna málsins, var leystur úr gæsluvarð- haldi skömmu síðar og er ekki lengur grunaður um morðið. Yfirsaksóknarinn Agneta Blidberg sagði að handtakan í gær byggðist á traustari forsendum en fyrri handtakan. Hún lagði hins vegar áherslu á að ekki væri hægt að skýra frá sönnunargögn- unum fyrr en á laugardag þegar óskað yrði form- lega eftir því að hinn grunaði yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald. Fréttavefur sænska dagblaðsins Dagens Nyheter kvaðst hafa heimildir fyrir því að hinn handtekni væri alveg eins í útliti og maðurinn á myndunum úr öryggiskerfi NK-verslunarmið- stöðvarinnar í Stokkhólmi þar sem morðið var framið. „Þetta er hann!“ fullyrti heimildarmaður blaðsins í lögreglunni. „Við erum viss um að hafa náð rétta manninum,“ hafði TT-fréttastofan eftir lögreglumanni sem tekur þátt í rannsókninni. Að sögn Dagens Nyheter tókst lögreglunni að tengja hinn grunaða við morðvopnið og húfu sem talið er að morðinginn hafi átt. Blaðið segir að hann hafi farið til hárskera skömmu eftir morðið og lögreglan fengið að rannsaka hárið sem klippt var af. DNA-rannsókn á hárinu hafi staðfest grunsemdir hennar og orðið til þess að skriður komst á rannsóknina. Dagens Nyheter segir að hinn grunaði sé 25 ára, á sakaskrá og búi á Stokkhólmssvæðinu. Hann hafi ánetjast fíkniefnum og eigi við geðræn vandamál að stríða. Hann hafi leitað sér hjálpar á geðsjúkrahúsi eftir morðið en honum hafi verið vísað á dyr þar sem sjúkrahúsið hafi ekki getað annast hann. Sænska lögreglan sögð viss um að hafa náð morðingja Önnu Lindh Hárið kom upp um hann AP Leif Jennekvist lögregluforingi og Agneta Blidberg yfirsaksóknari á blaðamannafundi. GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti og Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, sættust eftir margra mánaða deilur um Írak á fundi þeirra í New York í gær. Bush sagði eftir að hafa rætt við Schröd- er að deilur þeirra um Írak heyrðu nú sög- unni til og þýski kanslarinn tók í sama streng. Þetta var fyrsti fundur leiðtoganna í sextán mánuði og stirt hefur verið á milli þeirra á þeim tíma vegna harðrar andstöðu Schröders við stefnu Bandaríkjastjórnar í Íraksmálinu. Bush og Schröder sættast Sameinuðu þjóðunum. AFP.  Ágreiningurinn/12 ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.