Morgunblaðið - 26.09.2003, Síða 14

Morgunblaðið - 26.09.2003, Síða 14
ERLENT 14 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ LÖGFRÆÐINGUR fjölskyldu breska vopnasérfræðingsins Davids Kellys sakaði í gær bresku stjórnina um að hafa misnotað vald sitt gróf- lega og Geoff Hoon varnarmálaráð- herra um að hafa logið að nefndinni sem rannsakar tildrög þess að vopnasérfræðingurinn fyrirfór sér. Lögfræðingurinn, Jeremy Gomp- ertz, flutti lokayfirlýsingu sína fyrir rannsóknarnefndinni í gær og sagði að breska stjórnin ætti einkum sök á dauða Kellys þar sem hún hefði notað hann sem „peð í pólitískri baráttu hennar við BBC“. Lík Kellys fannst í júlí eftir að breska varnarmálaráðuneytið stað- festi að hann væri heimildarmað- urinn á bak við ásakanir breska rík- isútvarpsins um að stjórnin hefði vísvitandi látið ýkja hættuna af vopnum Íraka í skýrslu sem birt var fyrir ári. Lögfræðingur Kelly-fjölskyld- unnar sagði að hún vildi fyrst og fremst að rannsóknarnefndin af- hjúpaði „tvískinnung“ og „kerfis- bundnar ávirðingar“ stjórnarinnar í málinu. „Aldrei aftur ætti starfs- maður hennar að njóta jafnlítils stuðnings á slíkum hættutímum,“ sagði hann. Gompertz sakaði stjórnina um að hafa af ásettu ráði nefnt Kelly sem heimildarmanninn á bak við ásak- anir BBC þótt vopnasérfræðingur- inn hefði haldið því fram á þeim tíma að ekki hefði verið haft rétt eftir honum. „Þannig misnotaði hún vald sitt gróflega og verðskuldar þyngstu mögulegu fordæmingu.“ Lögfræðingurinn sagði að stjórn- in hefði hvorki beðist afsökunar né viðurkennt misgerðir sínar öfugt við BBC sem hefði verið „tilbúið að við- urkenna mistök sín og taka gagn- rýni“. Lögfræðingurinn sagði að út- drættir úr dagbók Alastairs Camp- bells, fyrrverandi fjölmiðlaráðgjafa Tony Blairs forsætisráðherra, leiddu í ljós að Hoon varnarmála- ráðherra hefði logið að nefndinni þegar hann hefði neitað því að stjórnin hefði af ásettu ráði nefnt Kelly sem heimildarmann BBC. „Útdrættirnir leiða reyndar í ljós að Hoon studdi ákaft þá tillögu að nafn Kellys yrði gert opinbert í þessu sambandi.“ Átti ekki rétt á nafnleynd Lögfræðingur stjórnarinnar, Jon- athan Sumption, sagði að afstaða Kelly-fjölskyldunnar í málinu væri „algerlega óréttlætanleg“. „Þau ganga út frá því sem gefnu að Kelly hafi átt rétt á því að nafni heimild- armannsins yrði leynt – en það er rangt. Í stjórnarskránni er ekkert ákvæði um að opinberir starfsmenn eigi rétt á nafnleynd.“ Vinsældir Blairs hafa snarminnk- að frá því að rannsóknin á máli Kel- lys hófst og um 60% Breta eru nú óánægð með frammistöðu hans í embætti forsætisráðherra ef marka má skoðanakönnun sem dagblaðið Guardian birti í gær. Hoon varnarmálaráð- herra sakaður um lygar Reuters Jeremy Gompertz, lögfræðingur fjölskyldu Davids Kellys. Fjölskylda Kellys kennir stjórninni um dauða hans London. AFP. SJÓNVARPSKAPPRÆÐUR fimm helstu frambjóðendanna í rík- isstjórakosningunum í Kaliforníu leystust fljótlega upp í hróp og köll í fyrrakvöld og varð umsjónarmað- urinn hvað eftir annað að þagga niður í frambjóðendunum fimm og minna þá á að halda sig við efnið. Þetta voru einu opinberu kapp- ræðurnar sem kvikmyndaleik- arinn og repúblíkaninn Arnold Schwarzenegger hefur fallist á að taka þátt í, og hlaut hann sinn skammt af aðdróttunum keppi- nauta sinna, sem m.a. sökuðu hann um að hafa stutt tilraun, fyrir níu árum, til að koma á lögum sem hefðu komið í veg fyrir að börn ólöglegra innflytjenda nytu op- inberrar þjónustu. Demókratinn Cruz Bustamente var átalinn fyrir að hafa þegið milljónir dollara frá spilavítum, og sett var ofan í við repúblíkanann Tom McClintock fyrir að fara rangt með staðreyndir um efna- hagsmál. Arianna Huffington, sem er óháður frambjóðandi, hlaut bágt fyrir að hafa greitt litla sem enga skatta. Orðasennan á milli Schwarzen- eggers og Huffingtons náði há- marki þegar sá fyrrnefndi greip fram í fyrir Huffington og hún sagði: „Svona kemurðu fram við konur, við þekkjum það.“ Schwarzenegger svaraði: „Ég man það núna að ég get boðið þér hlut- verk sem hentar þér vel í [kvik- myndinni] Tortímandinn 4.“ Áheyrendur í sjónvarpssal hlógu, en umsjónarmaður kapp- ræðnanna setti ofan í við Schwarzenegger fyrir þessi orð. AP Frambjóðendurnir Arnold Schwarzenegger, Tom McClintock, Peter Camejo, stjórnandinn Stan Statham, Arianna Huffington og Cruz Bustamante. Hróp og köll í sjónvarpskappræðum AKILA al-Hashimi, ein þriggja kvenna í svonefndu framkvæmdaráði Íraks, lést í gærmorgun af sárum sem hún hlaut þegar skotárás var gerð á hana fyrir fimm dögum. Til stóð að hún sæti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, sem sett var á þriðjudag í New York, en búist var við að hún yrði skipuð sendiherra Íraks hjá SÞ. Al-Hashimi starfaði í utanríkis- ráðuneyti Íraks í stjórnartíð Saddams Husseins, fyrrum forseta landsins, og var eini embættismaðurinn úr þeirri stjórn sem skipaður var í 25 manna framkvæmdaráð er Bandaríkin komu á fót í Írak. Skipan hennar var um- deild, enda starfaði hún á sínum tíma náið með Tariq Aziz, aðstoðarforsæt- isráðherra, og ferðaðist oft með hon- um til útlanda í embættiserindum. Hún stjórnaði áætluninni um matvæli fyrir olíu í utanríkisráðuneytinu, en samkvæmt þeirri áætlun heimiluðu SÞ Írak að nota hagnað af olíusölu til að kaupa matvæli og lyf. Al-Hashimi var lögfræðingur og lauk einnig doktorsprófi í frönskum bókmenntum. Hún leit á sig sem bar- áttumann fyrir réttindum kvenna í Írak. Sex menn sátu fyrir bílalest hennar nærri heimili hennar í Bagdad um liðna helgi og hófu ákafa skothríð er bifreið al-Hashimi fór hjá. Með dauða al-Hashimi hafa tveir þekktir Írakar verið myrtir að því er talið er vegna samstarfs við hernáms- lið Bandaríkjamana. Framkvæmdaráð Íraks Al-Hashimi látin Bagdad. AFP. PER Olof Svensson, sem sænska lögreglan hafði í haldi í viku, grun- aðan um morðið á utanríkisráðherra landsins, sagði í viðtali sem birtist í gær, að hann væri að hugleiða að kæra fjölmiðla og sænsk yfirvöld vegna þess sem hann hafi orðið að þola. Öllum grun var létt af Svensson á miðvikudaginn, en hann sagði enn- fremur í viðtalinu, sem birtist í blaðinu Expressen, að hann vonaði að maðurinn sem nú er grunaður yrði ekki látinn ganga í gegnum það sama, og lýsti reynslu sinni sem „súrrealískri“. „Ég sagði við sjálfan mig, þetta getur ekki verið satt. Halda þeir virkilega að ég sé maðurinn á þess- um myndum?“ sagði Svensson eftir að hann var látinn laus. Hann var handtekinn 16. september, fimm dögum eftir að Lindt lést af hnífstungusárum er hún hlaut degi áður, þegar hún var í verslun í Stokkhólmi. Sum sænsk dagblöð sögðu að Svensson hefði verið handtekinn samkvæmt ábendingu frá föður hans, eftir að lögreglan birti mynd úr innanhússmyndbandsvél í NK- stórversluninni þar sem Lindt varð fyrir árásinni. „Þú líkist þeim grunaða,“ sagði lögreglumaðurinn sem handtók Svensson við hann. Farið var með hann inn í lögreglubíl og hrópuðu lögregluþjónarnir að þeir hefðu náð þeim sem leitað var að. „Hávaxinn lögreglumaður í einkennisbúningi ýtti mér inn í lögreglubílinn og sagði: Morðingjaskítur!“ Svensson fór ennfremur ófögrum orðum um „hýenublaðamenn“ sem greint hefðu frá handtökunni og dregið nafn sitt í svaðið í dagblöð- unum sem fangaverðirnir lásu. Að sögn lögmanns Svenssons kann hann að fara fram á 100 til 500 þús- und sænskar krónur, eða eina til fimm milljónir íslenskra króna, í bætur frá tilteknum dagblöðum, auk þess að krefjast bóta frá sænska ríkinu fyrir ólöglega hand- töku. Hann getur þó aðeins vænst þess að fá sem svarar 50 þúsund íslensk- um krónum í bætur frá hinu op- inbera fyrir að hafa verið hnepptur saklaus í varðhald. Hugleiðir kæru á hendur fjölmiðlum og sænska ríkinu Stokkhólmi. AFP. VEGNA fréttar um lokun spjallrása MSN sem birtist á síðum þessum í gær skal tekið fram að ekki mun standa til að loka MSN Messenger heldur MSN Chat. MSN Messenger er mun meira notaður hérlendis en inn- an þess kerfis skiptast notend- ur á skilaboðum á lokuðum eða afmörkuðum svæðum. Í MSN Messenger, sem á ensku kallast „peer to peer“ eða „maður á mann“, býr fólk til svæði sem það ræður hverjir komast inn á. MSN Chat svipar meira til irk- isins svokallaða þar sem fólk fer inn á opnar (miðlægar) spjallrásir og hver sem er kemst inn á. Deilt er um ákvörðun Micro- soft að loka spjallrásunum. Fram kemur í fréttum erlendra miðla að meira hangi á spýtunni hjá fyrirtækinu en að koma í veg fyrir misnotkun spjallrás- anna, m.a. að þær skili litlum sem engum arði. Sömu aðilar benda á að samkeppnisaðilar Microsoft, þ.á m. AOL, Yahoo og Freeserve (í Bretlandi) hafi ekki uppi áform um að loka sín- um spjallrásum þannig að óvíst sé að lokun spjallrása Microsoft skili tilætluðum árangri. Fólk rói þá einfaldlega á önnur mið. MSN Chat lokað

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.