Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ LÖGFRÆÐINGUR fjölskyldu breska vopnasérfræðingsins Davids Kellys sakaði í gær bresku stjórnina um að hafa misnotað vald sitt gróf- lega og Geoff Hoon varnarmálaráð- herra um að hafa logið að nefndinni sem rannsakar tildrög þess að vopnasérfræðingurinn fyrirfór sér. Lögfræðingurinn, Jeremy Gomp- ertz, flutti lokayfirlýsingu sína fyrir rannsóknarnefndinni í gær og sagði að breska stjórnin ætti einkum sök á dauða Kellys þar sem hún hefði notað hann sem „peð í pólitískri baráttu hennar við BBC“. Lík Kellys fannst í júlí eftir að breska varnarmálaráðuneytið stað- festi að hann væri heimildarmað- urinn á bak við ásakanir breska rík- isútvarpsins um að stjórnin hefði vísvitandi látið ýkja hættuna af vopnum Íraka í skýrslu sem birt var fyrir ári. Lögfræðingur Kelly-fjölskyld- unnar sagði að hún vildi fyrst og fremst að rannsóknarnefndin af- hjúpaði „tvískinnung“ og „kerfis- bundnar ávirðingar“ stjórnarinnar í málinu. „Aldrei aftur ætti starfs- maður hennar að njóta jafnlítils stuðnings á slíkum hættutímum,“ sagði hann. Gompertz sakaði stjórnina um að hafa af ásettu ráði nefnt Kelly sem heimildarmanninn á bak við ásak- anir BBC þótt vopnasérfræðingur- inn hefði haldið því fram á þeim tíma að ekki hefði verið haft rétt eftir honum. „Þannig misnotaði hún vald sitt gróflega og verðskuldar þyngstu mögulegu fordæmingu.“ Lögfræðingurinn sagði að stjórn- in hefði hvorki beðist afsökunar né viðurkennt misgerðir sínar öfugt við BBC sem hefði verið „tilbúið að við- urkenna mistök sín og taka gagn- rýni“. Lögfræðingurinn sagði að út- drættir úr dagbók Alastairs Camp- bells, fyrrverandi fjölmiðlaráðgjafa Tony Blairs forsætisráðherra, leiddu í ljós að Hoon varnarmála- ráðherra hefði logið að nefndinni þegar hann hefði neitað því að stjórnin hefði af ásettu ráði nefnt Kelly sem heimildarmann BBC. „Útdrættirnir leiða reyndar í ljós að Hoon studdi ákaft þá tillögu að nafn Kellys yrði gert opinbert í þessu sambandi.“ Átti ekki rétt á nafnleynd Lögfræðingur stjórnarinnar, Jon- athan Sumption, sagði að afstaða Kelly-fjölskyldunnar í málinu væri „algerlega óréttlætanleg“. „Þau ganga út frá því sem gefnu að Kelly hafi átt rétt á því að nafni heimild- armannsins yrði leynt – en það er rangt. Í stjórnarskránni er ekkert ákvæði um að opinberir starfsmenn eigi rétt á nafnleynd.“ Vinsældir Blairs hafa snarminnk- að frá því að rannsóknin á máli Kel- lys hófst og um 60% Breta eru nú óánægð með frammistöðu hans í embætti forsætisráðherra ef marka má skoðanakönnun sem dagblaðið Guardian birti í gær. Hoon varnarmálaráð- herra sakaður um lygar Reuters Jeremy Gompertz, lögfræðingur fjölskyldu Davids Kellys. Fjölskylda Kellys kennir stjórninni um dauða hans London. AFP. SJÓNVARPSKAPPRÆÐUR fimm helstu frambjóðendanna í rík- isstjórakosningunum í Kaliforníu leystust fljótlega upp í hróp og köll í fyrrakvöld og varð umsjónarmað- urinn hvað eftir annað að þagga niður í frambjóðendunum fimm og minna þá á að halda sig við efnið. Þetta voru einu opinberu kapp- ræðurnar sem kvikmyndaleik- arinn og repúblíkaninn Arnold Schwarzenegger hefur fallist á að taka þátt í, og hlaut hann sinn skammt af aðdróttunum keppi- nauta sinna, sem m.a. sökuðu hann um að hafa stutt tilraun, fyrir níu árum, til að koma á lögum sem hefðu komið í veg fyrir að börn ólöglegra innflytjenda nytu op- inberrar þjónustu. Demókratinn Cruz Bustamente var átalinn fyrir að hafa þegið milljónir dollara frá spilavítum, og sett var ofan í við repúblíkanann Tom McClintock fyrir að fara rangt með staðreyndir um efna- hagsmál. Arianna Huffington, sem er óháður frambjóðandi, hlaut bágt fyrir að hafa greitt litla sem enga skatta. Orðasennan á milli Schwarzen- eggers og Huffingtons náði há- marki þegar sá fyrrnefndi greip fram í fyrir Huffington og hún sagði: „Svona kemurðu fram við konur, við þekkjum það.“ Schwarzenegger svaraði: „Ég man það núna að ég get boðið þér hlut- verk sem hentar þér vel í [kvik- myndinni] Tortímandinn 4.“ Áheyrendur í sjónvarpssal hlógu, en umsjónarmaður kapp- ræðnanna setti ofan í við Schwarzenegger fyrir þessi orð. AP Frambjóðendurnir Arnold Schwarzenegger, Tom McClintock, Peter Camejo, stjórnandinn Stan Statham, Arianna Huffington og Cruz Bustamante. Hróp og köll í sjónvarpskappræðum AKILA al-Hashimi, ein þriggja kvenna í svonefndu framkvæmdaráði Íraks, lést í gærmorgun af sárum sem hún hlaut þegar skotárás var gerð á hana fyrir fimm dögum. Til stóð að hún sæti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, sem sett var á þriðjudag í New York, en búist var við að hún yrði skipuð sendiherra Íraks hjá SÞ. Al-Hashimi starfaði í utanríkis- ráðuneyti Íraks í stjórnartíð Saddams Husseins, fyrrum forseta landsins, og var eini embættismaðurinn úr þeirri stjórn sem skipaður var í 25 manna framkvæmdaráð er Bandaríkin komu á fót í Írak. Skipan hennar var um- deild, enda starfaði hún á sínum tíma náið með Tariq Aziz, aðstoðarforsæt- isráðherra, og ferðaðist oft með hon- um til útlanda í embættiserindum. Hún stjórnaði áætluninni um matvæli fyrir olíu í utanríkisráðuneytinu, en samkvæmt þeirri áætlun heimiluðu SÞ Írak að nota hagnað af olíusölu til að kaupa matvæli og lyf. Al-Hashimi var lögfræðingur og lauk einnig doktorsprófi í frönskum bókmenntum. Hún leit á sig sem bar- áttumann fyrir réttindum kvenna í Írak. Sex menn sátu fyrir bílalest hennar nærri heimili hennar í Bagdad um liðna helgi og hófu ákafa skothríð er bifreið al-Hashimi fór hjá. Með dauða al-Hashimi hafa tveir þekktir Írakar verið myrtir að því er talið er vegna samstarfs við hernáms- lið Bandaríkjamana. Framkvæmdaráð Íraks Al-Hashimi látin Bagdad. AFP. PER Olof Svensson, sem sænska lögreglan hafði í haldi í viku, grun- aðan um morðið á utanríkisráðherra landsins, sagði í viðtali sem birtist í gær, að hann væri að hugleiða að kæra fjölmiðla og sænsk yfirvöld vegna þess sem hann hafi orðið að þola. Öllum grun var létt af Svensson á miðvikudaginn, en hann sagði enn- fremur í viðtalinu, sem birtist í blaðinu Expressen, að hann vonaði að maðurinn sem nú er grunaður yrði ekki látinn ganga í gegnum það sama, og lýsti reynslu sinni sem „súrrealískri“. „Ég sagði við sjálfan mig, þetta getur ekki verið satt. Halda þeir virkilega að ég sé maðurinn á þess- um myndum?“ sagði Svensson eftir að hann var látinn laus. Hann var handtekinn 16. september, fimm dögum eftir að Lindt lést af hnífstungusárum er hún hlaut degi áður, þegar hún var í verslun í Stokkhólmi. Sum sænsk dagblöð sögðu að Svensson hefði verið handtekinn samkvæmt ábendingu frá föður hans, eftir að lögreglan birti mynd úr innanhússmyndbandsvél í NK- stórversluninni þar sem Lindt varð fyrir árásinni. „Þú líkist þeim grunaða,“ sagði lögreglumaðurinn sem handtók Svensson við hann. Farið var með hann inn í lögreglubíl og hrópuðu lögregluþjónarnir að þeir hefðu náð þeim sem leitað var að. „Hávaxinn lögreglumaður í einkennisbúningi ýtti mér inn í lögreglubílinn og sagði: Morðingjaskítur!“ Svensson fór ennfremur ófögrum orðum um „hýenublaðamenn“ sem greint hefðu frá handtökunni og dregið nafn sitt í svaðið í dagblöð- unum sem fangaverðirnir lásu. Að sögn lögmanns Svenssons kann hann að fara fram á 100 til 500 þús- und sænskar krónur, eða eina til fimm milljónir íslenskra króna, í bætur frá tilteknum dagblöðum, auk þess að krefjast bóta frá sænska ríkinu fyrir ólöglega hand- töku. Hann getur þó aðeins vænst þess að fá sem svarar 50 þúsund íslensk- um krónum í bætur frá hinu op- inbera fyrir að hafa verið hnepptur saklaus í varðhald. Hugleiðir kæru á hendur fjölmiðlum og sænska ríkinu Stokkhólmi. AFP. VEGNA fréttar um lokun spjallrása MSN sem birtist á síðum þessum í gær skal tekið fram að ekki mun standa til að loka MSN Messenger heldur MSN Chat. MSN Messenger er mun meira notaður hérlendis en inn- an þess kerfis skiptast notend- ur á skilaboðum á lokuðum eða afmörkuðum svæðum. Í MSN Messenger, sem á ensku kallast „peer to peer“ eða „maður á mann“, býr fólk til svæði sem það ræður hverjir komast inn á. MSN Chat svipar meira til irk- isins svokallaða þar sem fólk fer inn á opnar (miðlægar) spjallrásir og hver sem er kemst inn á. Deilt er um ákvörðun Micro- soft að loka spjallrásunum. Fram kemur í fréttum erlendra miðla að meira hangi á spýtunni hjá fyrirtækinu en að koma í veg fyrir misnotkun spjallrás- anna, m.a. að þær skili litlum sem engum arði. Sömu aðilar benda á að samkeppnisaðilar Microsoft, þ.á m. AOL, Yahoo og Freeserve (í Bretlandi) hafi ekki uppi áform um að loka sín- um spjallrásum þannig að óvíst sé að lokun spjallrása Microsoft skili tilætluðum árangri. Fólk rói þá einfaldlega á önnur mið. MSN Chat lokað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.