Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FÉKK TÓG Í SKRÚFUNA Litlu mátti muna að illa færi þeg- ar Fossá ÞH fékk tóg í skrúfuna um tvær sjómílur út af Langanesi um klukkan 19 í gærkvöldi. Skipið rak stjórnlaust að landi en náði að festa akkeri um mílu frá landi. Skylduaðild ekki heimil Ekki eru lagalegar forsendur fyr- ir því að meina verslunar- og skrif- stofufólki að greiða iðgjöld til ann- arra lífeyrissjóða en Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Þetta má lesa út úr lögfræðiáliti sem unnið var fyrir Samtök atvinnulífsins. Gjöld á bíleigendur hækka Útgjöld bíleigenda hækka að með- altali um 8–12 þúsund krónur á ári vegna hækkunar annars vegar á al- mennu vörugjaldi af bensíni og hins vegar sérstöku vörugjaldi af bensíni. Fjármálaráðherra segir hækkunina vera tæplega helming þess sem al- mennt verðlag hefur hækkað frá árinu 1999. Tyrkir sendi herlið til Íraks Þing Tyrklands samþykkti í gær með 358 atkvæðum gegn 183 beiðni stjórnarinnar um að senda þúsundir hermanna til friðargæslu í Írak. Mikil andstaða er þó meðal almenn- ings í Tyrklandi við þessi áform stjórnarinnar og hermt var að íraska framkvæmdaráðið í Bagdad hefði hafnað því að Tyrkir tækju þátt í friðargæslunni. Sharon sagður vilja styrjöld Forseti Sýrlands, Bashar al- Assad, sakaði í gær Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, um að hafa reynt að draga Sýrlendinga og fleiri arabaþjóðir inn í átök Palest- ínumanna og Ísraela og hefja nýja styrjöld í Mið-Austurlöndum. Shar- on sagði að Ísraelar myndu ekki hika við að ráðast á hryðjuverka- menn hvar sem þeir væru í Mið- Austurlöndum til að vernda ísr- aelska borgara. Þrír fá Nóbelsverðlaun Þrír vísindamenn, Alexei Abriko- sov, Vitaly L. Ginzburg og Anthony J. Legget, hljóta Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði í ár fyrir rannsóknir á sviði skammtafræði, svo sem á of- urleiðni og ofurflæði.  DUCATI REYNSLUEKIÐ AUKNAR ÁLÖGUR IVECO STRALIS DEMANTS LINCOLN  Á SILVERSTONE  DÍSIL EÐA BENSÍN  FORD MONDEO MEÐ 170 HESTAFLA V6 VÉL FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI SÍMI 555 6025 • www.kia.is KIA ÍSLAND Bílar sem borga sig! Láttu flér ekki ver›a kalt! Fjarstart með eða án þjófavarnar. Hlýleg tilhugsun. S u ð u r l a n d s b r a u t 2 2 S í m i 5 4 0 1 5 0 0 w w w. l y s i n g . i s LÝSING Alhliða lausn í bílafjármögnun Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 30 Viðskipti 14 Umræðan 30/31 Erlent 15/17 Minningar 32/34 Heima 18 Kirkjustarf 34 Höfuðborgin 19 Bréf 36 Akureyri 20 Dagbók 38/39 Suðurnes 21 Sport 40/43 Landið 22 Fólk 44/49 Daglegt líf 23 Bíó 46/49 Listir 24/25 Ljósvakamiðlar 50 Forystugrein 26 Veður 51 * * * * 5 línur, tilboðið gildir til 31. desember 2003 Smáauglýsing á aðeins 500 kr.* Alltaf á laugardögum Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 500 kr.* Almennt verð er 1.689 kr. Pantanafrestur er til kl. 12.00 á föstudögum. Hafðu samband! Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is inga hafi náð tilskildum 70% meirihluta. Málið dæmdu hæstaréttardómararnir Markús Sigubjörnsson, Árni Kolbeinsson og Gunnlaugur Claessen. Lögmaður Móa var Sigmundur Hann- esson hrl. og lögmaður Hamars og Reykjagarðs Jóhann H. Níelsson hrl. Dómurinn áfall fyrir Móa Kristinn Gylfi Jónsson, stjórnarformaður Móa hf., segir dóm Hæstaréttar áfall fyrir félagið, en að allra ráða verði leitað til að verja hagsmuni félags- ins og kröfuhafa þess. „Við munum skoða alla möguleika, en við höfum unnið ötullega og sam- kvæmt lögum að því að ná fram fjárhagslegri end- urskipulagningu félagins,“ segir hann. „Við höfum haft trú á starfsemi félagsins til framtíðar litið og munum leita allra leiða til þess að forða því frá gjaldþroti.“ HÆSTIRÉTTUR hnekkti í gær dómi Héraðs- dóms Reykjavíkur með því að fallast á kröfu lán- ardrottna fuglabúsins Móa hf. um að hafna stað- festingu nauðasamnings Móa við lánardrottnana, sem voru Hamar ehf. og Reykjagarður. Í nauða- samningnum var gert ráð fyrir 70% eftirgjöf af samningskröfum. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður staðfest nauðasamninginn en Hæsti- réttur taldi að frumvarp Móa að nauðasamningi hefði í raun verið fellt þegar það var borið upp á fundi með kröfuhöfum í júní því 30,5963% atkvæða hefðu verið andvíg en 70% atkvæða þurftu að sam- þykkja frumvarpið. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu, að niðurstaða atkvæðagreiðslu um staðfestingu nauðasamnings Móa hefði verið sú, að eftir kröfu- fjárhæðum hefðu 70,38% fallið til samþykkis nauðasamningafrumvarpinu og 109 greitt því at- kvæði, eða meira en 70% atkvæða, bæði eftir kröfufjárhæðum og höfðatölu. Tollstjórinn í Reykjavík var meðal kröfuhafa og var krafa hans 48,6 milljónir króna eða 6,759% af heildarkröfunum. Fulltrúi tollstjóra mætti ekki á fundinn, þar sem atkvæði voru greidd um nauða- samningsfrumvarpið en þar gerði fulltrúi Móa at- hugasemdir við kröfu tollstjóra sem umsjónar- maður með nauðasamningsumleitunum féllst á og lækkaði fjárhæð samningskröfu tollstjóra í 25,5 milljónir þannig að vægi atkvæðis hans eftir kröfufjárhæð taldist 4,4049%. Hæstiréttur telur hins vegar að umsjónarmann- inum hafi borið að virða að vettugi athugasemdir Móa við kröfu tollstjórans í Reykjavík og láta hana standa óbreytta í skrá um samningskröfur með fjárhæðinni 48,6 milljónir. Þegar það er virt telur Hæstiréttur ekki að frumvarpið um nauðasamn- Móar hf. fá ekki nauða- samning sinn staðfestan ÁTTA hjúkrunarfræðingar úr svo- kallaðri greiningardeild slysa- og bráðamóttökunnar í Fossvogi, sem er send á vettvang ef stórt hópslys verður, æfði í gærdag sig úr þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-SIF. Ellen Björnsdóttir var nýstigin út um dyr þyrlunnar í 30 til 40 metra hæð þegar ljósmyndari smellti af. „Ég gæti ekki unnið mér það til lífs að stökkva út úr flugvél með fallhlíf og þegar ég var send í þetta í dag fékk ég ærlegan hnút í magann. En þegar ég var kominn í þessar að- stæður með þessum mönnum sem ég hef séð að störfum áður þá setti ég allt mitt traust á þyrluáhöfnina,“ sagði Ellen eftir sigið. „Það er bara verst að ég er hræðilega lofthrædd líka svo þetta var ákveðinn sigur að geta gert þetta. Það kom mér eig- inlega á óvart hversu ótrúlega skemmtilegt þetta reyndist vera.“ Ellen segir að þessi æfing muni eflaust hjálpa mikið ef þær að- stæður koma upp að hún eða aðrir starfsmenn þurfa að síga úr þyrl- unni við störf sín á vettvangi. „Ég held að við séum bara vel í stakk búnar til að takast á við eitthvað svona,“ „Við vorum að kynna okkur starfsemi þyrlusveitar Landhelg- isgæslunnar, við erum að taka á móti sjúklingum sem koma með þyrlunni, og svo gæti það komið til að við þyrftum að fara á vettvang. Við vorum því í allsherjar kynning- arheimsókn hjá þeim.“ Setti allt traust á áhöfnina Morgunblaðið/Árni Sæberg Hjúkrunarfræðingar æfa með Landhelgisgæslunni HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi þrítugan karlmann í tveggja ára fangelsi í gær fyrir að nauðga tveimur tvítugum konum á heimili sínu í Reykjavík í janúar sl. Not- færði hann sér að þær gátu ekki spornað við kynferðisbrotunum sök- um ölvunar og svefndrunga. Ákærði krafðist sýknu í málinu og að miskabótakröfum kvennanna yrði vísað frá dómi. Hann játaði að hafa haft mök við konurnar en sagði það hafa verið með þeirra sam- þykki. Konurnar þekktu manninn og báru fullt traust til hans, enda var hann yfirmaður þeirra á vinnustað, en þær fóru heim til hans síðla næt- ur eftir að hafa skemmt sér í mið- borg Reykjavíkur og neytt áfengis. Hélt ákærði því fram að þær hefðu átt frumkvæði að því að hefja um- ræðu og athafnir til kynlífs við sig og samfarir hafi síðan farið fram af fúsum og frjálsum vilja allra. Konurnar sögðust hins vegar hafa sofnað í íbúðinni, önnur í sófa og hin í svefnherbergi. Sú fyrrnefnda vaknaði við að maðurinn hafði við hana samræði. Mun hann þá áður hafa komið fram vilja sínum við hina konuna en hún ekki orðið neins vör. Var það mat dómsins að fram- burður ákærða um það hvað honum og konunum fór á milli eftir að þær komu á heimili hans hafi verið ótrú- verðugur. Fengi hann heldur enga stoð í vitnisburði stúlknanna, sem þótti stöðugur, trúverðugur og í góðu innbyrðis samræmi. Auk fangelsisdómsins var ákærði dæmdur til að greiða konunum 500 þúsund krónur hvorri í miskabætur auk alls sakarkostnaðar. Dæmdur í fangelsi fyrir nauðgun TVÆR bílveltur urðu við vestari Héraðsvatnabrúna í Skagafirði milli kl. 17 og 18 í gær. Fólksbíll og jeppi eru gjörónýtir eftir velturnar, sam- kvæmt upplýsingum lögreglunnar á Sauðárkróki, en bílbeltin forðuðu ökumönnunum frá meiðslum. Slysin má rekja til ísingar er myndaðist skyndilega í slydduéljum. Upp úr klukkan fimm fór fólksbíll á austurleið út af veginum við brúna og valt út í ós Héraðsvatna. Bíllinn endaði á hjólunum í grunnu vatninu og gat ökumaðurinn stigið út ómeiddur. Er verið var að koma bíln- um upp úr ósnum rúmum hálftíma síðar valt jeppinn út af skammt frá. Tvær bílveltur á sama tíma HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 6,1 milljónar kr. sektar fyrir brot á lögum um virðisaukaskatt, lögum um tekju- og eignaskatt og bókhaldsbrot. Ákærði játaði brot sín fyrir dómi, en þau voru framin á ár- unum 1998 og 1999. Efnahagsbrota- deild ríkislögreglustjóra hafði málið til rannsóknar og ákærði manninn, sem var framkvæmdastjóri iðnfyrir- tækis. Var hann ákærður fyrir að stinga undan 2,1 milljón króna sem hann átti að standa Tollstjóranum í Reykjavík skil á sem virðisauka- skatti. Þá var hann sakaður um und- anskot upp á rúmar 900 þús. kr. í formi tekjuskatts. Sjö mánaða fangelsi fyr- ir skattsvik ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.