Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2003 25 FYRSTU tónleikar Stórsveitar Reykjavíkur á þessu starfsári fara fram á Kaffi Reykjavík í kvöld kl. 21. Þá stýrir sveitinni einn af fremstu djasstrompetleikurum heimsins, Tim Hagans frá New York. Hann mun stjórna sveitinni í eigin verkum auk þess að leika á trompet. Hagans hefur leikið með stór- sveitum Stan Kenton, Woody Her- man, Thad Jones og Ernie Wilkins, svo einhverjir séu nefndir. Hann hefur einnig leikið í minni hljóm- sveitum með þekktustu nöfnum djasstónlistar nútímans, s.s. saxó- fónleikaranum Joe Lovano. Hagans er listrænn stjórnandi Norrbotten- stórsveitarinnar í Svíþjóð, en hún er önnur tveggja atvinnustórsveita þar í landi. Tim Hagans er fyrrum prófessor við Berklee Collega of music í Boston. Tónlist Tim Hagans er sögð nú- tímastórsveitadjass í hæsta gæða- flokki. Þess má geta að geisladiskar hans eru gefnir út af Blue Note- útgáfunni í New York. Hagans hef- ur verið tilnefndur til Grammy- verðlaunanna fyrir tónlist sína. Tim Hagans með Stórsveitinni Morgunblaðið/Sverrir Trompetleikarinn Tim Hagans á æfingu með Stórsveit Reykjavíkur fyrir tónleikana á Kaffi Reykjavík í kvöld. NÝ HEIMASÍÐA fræðsludeildar Þjóðleikhússins var opnuð í gær á Smíðaverkstæðinu af Önnu Flosa- dóttur sem kennir leiklist í Hlíða- skóla og Benedikt Gröndal, nem- anda í Kvennaskólanum. Að sögn Vigdísar Jakobsdóttur, deildarstjóra fræðsludeildarinnar, er þetta fyrsti alhliða gagnabankinn um leiklist sem kennurum og öðrum áhugasömum um leiklist stendur til boða. „Fræðsludeild Þjóðleikhússins var stofnuð fyrir tæpum tveimur árum með stuðningi Menningar- sjóðs Íslandsbanka. Fræðsludeildin hefur frá upphafi lagt kapp á að eiga gott samstarf við kennara bæði á grunn- og framhaldsskólastigi, með það að markmiði að efla leik- listarstarf í íslenskum skólum. Heimasíðunni, www.fd.leikhusid.is, er ætlað að efla enn frekar þessi góðu samskipti við kennara. En al- menningur ætti ekki síður að njóta góðs af, því heimasíðan er hafsjór upplýsinga um allt sem gerist bak- við tjöldin í leikhúsinu, og veitir að- gang að miklu efni um leiklist úr ýmsum áttum,“ segir Vigdís. Til að gera heimsókn á heimasíðuna enn skemmtilegri þá er það leikhúsálf- urinn sem leiðbeinir gestum um efni síðunnar. Opna bakdyrnar upp á gátt „Með heimasíðunni stígur fræðsludeildin mjög ákveðið skref í að gera leikhúsið og leiklistina að- gengilega, og þar með að því að uppfylla markmið sín. Þar er m.a. að finna lýsingar á störfum bak- sviðs, upplýsingar um sögu Þjóð- leikhússins, leiklistaræfingar og leiki, skjámyndir og skemmtiefni, viðtöl við leikara, ítarefni og fræðsluefni tengt sýningum í hús- inu, svo fátt eitt sé nefnt.“ Vigdís kveðst þess fullviss að leiðin fram á við fyrir leikhúsið sé að opna bakdyrnar upp á gátt. „Al- menningur og ungt fólk hefur mik- inn áhuga á því sem fer fram bak- sviðs og öllu starfinu í leikhúsinu og ég tel að áhuginn eflist með því að auka upplýsingarnar. Á heimasíð- unni munum við því leggja áherslu á viðtöl við leikara í þeim sýningum sem eru í gangi, alls kyns ítarefni tengt sýningunum og upplýsingar um starfið sem unnið er að tjalda- baki. Dagbók aðstoðarleikstjóra í leikritinu Pabbastrák er t.d. þegar komið á heimasíðuna og fleira slíkt efni mun bætast við og endurnýjast jafnóðum og starfinu fleygir fram.“ Vigdís segir hlutverk fræðslu- deildarinnar vera að búa til efni fyr- ir kennara, halda námskeið og flytja inn leiðbeinendur til að halda námskeið um leiklist í skólum og leiklist sem kennsluaðferð. Mikill áhugi meðal kennara Vigdís segir að í samanburði við aðrar listgreinar sé þáttur leiklist- arinnar rýr í íslenskum skólum. „Þrátt fyrir þetta er mikill áhugi hjá kennurum, skólastjórnendum og ekki síst nemendunum sjálfum fyrir því að nota leiklist, bæði sem kennslutæki og sem listform. Þennan áhuga vill fræðsludeild Þjóðleikhússins virkja. Þetta hefur meðal annars verið gert með því að standa fyrir reglulegum námskeið- um fyrir kennara og leikhúslista- fólk sem sinnir kennslu. Í fyrravetur héldum við ein 5–6 námskeið fyrir kennara í grunn- og framhaldsskólum sem öll voru mjög vel sótt. Í vetur höldum við áfram með slík námskeið og bætum einnig við leiksmiðjum fyrir framhalds- skólanema og leikritunarnámskeið- um fyrir kennara sem er ætlað sem eins konar undirbúningur fyrir ör- leikritasamkeppni framhaldsskóla- nemanna. Skólarnir hafa svo mikið sjálfsákvörðunarvald og geta mótað námið að talsverðu leyti eftir eigin höfði. Við getum boðið fagþekk- inguna og miðlað kunnáttunni til að gera kennurunum kleift að kenna þetta og hrinda áhuga sínum í fram- kvæmd í skólunum.“ „Heimasíðan er hafsjór upplýsinga um leiklist“ Morgunblaðið/Jim Smart Vigdís Jakobsdóttir, deildarstjóri fræðsludeildar, og leikhúsálfurinn (Brynhildur Guðjónsdóttir) bregða á leik við opnun heimasíðunnar í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.