Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 18
MARGSKIPTAR LINSUR • Hentar flestum sem eru með aldursfjarsýni • Hægt að sjá bæði nær og fjær án gleraugna • Hægt að lesa án gleraugna • Bæði fyrir þá sem eru með fjarsýni eða nærsýni • Bæði til sem mánaðar- eða dagslinsur FRÁBÆR LAUSN FYRIR ÞÁ SEM ERU KOMNIR MEÐ ALDURSFJARSÝNI EN VILJA EKKI NOTA GLERAUGU CONTACTLINSUDEILDIN SJÓNVERND - ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ www.sjonvernd.is - ÞVERHOLTI 14 - S. 511 3311 Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund skapti@mbl.is Fjölmenningarbraut | Þessa dagana er unnið að undirbúningi fjölmenning- arbrautar við Menntaskólann á Ísafirði og hefst kennsla þegar á vorönn, skv. frétt Bæjarins besta á Ísafirði. Á fréttavef bb segir: „Þetta verður al- menn námsbraut fyrir nýbúa og hugsuð sem undirbúningur fyrir hefðbundið fram- haldsskólanám, að sögn Valdimars Hall- dórssonar, umsjónarmanns brautarinnar. Hann segir námsbrautina ætlaða fólki af erlendum uppruna á aldrinum 16 til 45 ára. Ef næg þátttaka fæst verða sjö greinar í boði í fyrstu. Þær eru íslenska, tölvunotkun, stærðfræði, lífsleikni, enska og íþróttir, auk áfanga í samfélagsfræði sem fjallar um íslenskt samfélag og rétt- indi og skyldur þeirra sem búa hér á landi. Valdimar segir stefnt að því að hefja kennslu á brautinni 5. janúar en kennt verður á milli kl. 16 og 21. Kynning- arfundur fyrir alla nýbúa sem hafa hug á að kynna sér möguleika á að stunda nám við skólann verður haldinn í Mennta- skólanum á Ísafirði kl. 19.30 fimmtudag- inn 23. október. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Veður og sjólag | Á Skagastrand- arhöfn hefur verið komið upp veð- urathugunarstöð sem mælir bæði veður og sjólag. Upplýsingar frá stöðinni birt- ast á vefsíðu Siglingastofnunar www.sigl- ing.is og þar er hægt að sjá upplýsingar um vindátt, vindhraða, hitastig, loft- þrýsting og ölduhæð. Veðurstöðin mælir í raun líka sjávarföll en þeim upplýs- ingum hefur ekki verið komið fyrir á vefnum enn. Í athugun er hvort mögu- legt er að birta upplýsingarnar beint á skagastrond.is en það hefur ekki verið leyst enn. Frá þessu er greint á skaga- strond.is. Bæjarstjórn Akra-ness og nokkrirembættismenn fóru nýlega í heimsókn til SÁÁ þar sem starfsemi stofnunarinnar var kynnt og rætt um forvarnarmál. Í lok heimsóknarinnar af- henti formaður bæjarráðs, Guðmundur Páll Jónsson, SÁÁ styrk að fjárhæð 350.000 krónur vegna þess starfs sem SÁÁ hefur stað- ið fyrir og þess að samstarf milli bæjarins og SÁÁ í for- varnarmálum verði aukið. Fram kemur á heima- síðu Akraness að Þórarinn Tyrfingsson hafi tekið á móti hópnum ásamt nokkr- um starfsmönnum, kynnt gestunum starfsemina og þróunina síðustu ár. Styrkja SÁÁ um 350.000 Skeifárfoss á Tjörnesi er einn af þeim fallegu foss-um sem finna má í Þingeyjarsýslum. Hann erekki í alfaraleið, þar sem hann fellur niður Skeif- árgilið á sjávarbökkunum milli Hringvers og Tungu- valla, en gönguferð að honum er vel þess virði því nátt- úrufegurðin er slík á þessum slóðum. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Skeifárfoss á Tjörnesi Hreiðar Karlssonvekur máls á þvíað gert hafi ver- ið við þinghúsið fyrir 25 milljónir. Svo leki allt saman, jafnvel þingmenn. Þingið dugar illa enn, engin von það batni. Jafnvel okkar æðstu menn ekki halda vatni. Kristján Bersi Ólafsson rifjar upp að undir benni- vínstunnunum í gömlu krambúðunum var trog til að taka við því sem rann framhjá þegar fyllt var á kútana og var það kallað lekabytta. Sagt var að sumir við- skiptavinir hefðu lagst flatir við lekabyttuna og lapið úr henni þegar skotsilfur þeirra var þrotið (eða í sparnaðar- skyni). Sekir gerast sumir um leka, sólgnir í það að kjafta frá. En lekinn gerir þá líka seka sem lekabyttunum nærast á. Þeir leka Borgarnesi | Færst hefur í vöxt að foreldrar heimsæki skóla og segi frá störfum sínum eða öðru sem nemendur hafa áhuga á. Gunnar Gauti Gunn- arsson dýralæknir heimsótti 1. og 2. bekk í Grunnskólanum í Borgarnesi nýlega og sagði nemendum frá dýralækningum og frá hundinum sínum honum Káti sem hann átti þegar hann var lítill drengur. Kátur varð fyrir bíl og Gunnar jarðaði hann í hrauninu við Bifröst fyr- ir 42 árum. Gunnar útbjó þá kross á leiðið og hefur heimsótt staðinn nokkrum sinnum. Núna er sá kross horfinn en í staðinn ætlar Gunnar að láta nýjan kross sem hann lét smíða og skera út í „Kátur fæddur 1959 dáinn 1961“. Börnin hlustuðu dolfallin á frásögn Gunnars og vildu síðan mörg taka þátt í umræðum. Sum höfðu átt dýr og misst eða þekktu einhvern sem hafði orðið fyrir missi. Heimsókn foreldra í skóla styrkir skólastarfið og eykur fjölbreytni í dagsins önn. Morgunblaðið/Guðrún Vala Sagt frá Káti: Gunnar Gauti Gunnarsson með krossinn og dóttur sína Margréti í fanginu í skólanum. Sagan af Káti heitnum Heimsókn ÞING Alþýðusambands Norðurlands, sem haldið var á Illugastöðum í Fnjóskadal um helgina, fagnar áhuga erlendra aðila á að byggja upp álver við Skjálfanda og hvetur stjórnvöld til að heimila byggingu álversins sem fyrst. Í Þingeyjarsýslum eru miklar orkulindir sem falla vel að uppbyggingu orkufreks iðnaðar. Ljóst er að slík uppbygging hefði veruleg áhrif á atvinnu og búsetuskilyrði á norðaust- urhluta landsins. Samfélagið þarfnast fleiri, stærri og fjölbreyttari atvinnukosta svo að íbúaþróun verði aftur jákvæð á svæðinu. Áhersla á aukinn kaupmátt launa Þingið hvetur viðkomandi sveitarfélög, stjórnvöld og Landsvirkjun til að flýta vinnu við þetta verkefni eins og kostur er, þannig að uppbygging hefjist í samræmi við óskir Atlantsáls árið 2007. Þingið væntir þess, að unnið verði af fullri einurð og festu við þetta mikilvæga mál. Þing Alþýðusambands Norðurlands telur að í komandi kjarasamningum verði að leggja mesta áherslu á aukinn kaupmátt launa, jafnframt því að ná sátt um að lægstu launataxtar taki verulegum hækkunum um- fram aðra. Það átak sem gert hefur verið í að hækka allra lægstu laun í tveimur síðustu kjarasamningum hefur skilað marktækum árangri, ennþá eru dagvinnulaun almenns verkafólks þó allt of lág. Launafólk ber ábyrgðina AN segir að allt frá þjóðarsáttarsamning- unum 1990 hefur launafólk innan ASÍ tekið að sér að bera ábyrgð á stöðugleika í efna- hagslífi þjóðarinnar og oftar en ekki bjargað stjórnvöldum frá stórslysum. Stjórnvöld hafa hinsvegar ekki launað greiðann með verðugum hætti. Launahækkanir til ríkis- starfsmanna í félögum opinberra starfs- manna hafa verið meiri en þekkst hefur á al- menna vinnumarkaðnum. Þessi launaþróun hefur þó ekki náð til ASÍ-félaga í starfi hjá ríkinu. Þeir hafa setið eftir bæði hvað varða launakjör og réttindi í samanburði við vinnufélaga sína í félögum opinberra starfs- manna. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að fjár- málaráðherra hafi lofað aðgerðum til jöfn- unar í samkomulaginu frá 13. des. 2001. Loforðið hefur nú staðið óefnt í tæp tvö ár, þrátt fyrir ítrekaðar áminningar. Þing AN telur að það muni hafa mikil áhrif á framvindu komandi kjarasamninga hvernig stjórnvöldum tekst til að stýra efna- hagsmálum á næstu misserum. Koma verð- ur í veg fyrir að stjórn efnahagsmála verði með þeim hætti að útflutningsgreinar sigli í strand vegna áhrifa af stórvirkjunum og framkvæmdum þeim tengdum. Bygging álvers verði heimiluð sem fyrst mbl.isFRÉTTIR Austurbyggð | Félagsmálaráðuneytið hefur staðfest heiti sveitarfélagsins Aust- urbyggðar. Sveitarfélagið varð til við sameiningu Búðahrepps og Stöðv- arhrepps en kosið var til sveitarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi 20. september síðastliðinn. Á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar var Guðmundur Þorgrímsson kjörinn oddviti og Jónína Óskarsdóttir varaodd- viti. Þá var á fundinum samþykkt að ganga til viðræðna við Steinþór Pétursson um að hann taki að sér starf sveitarstjóra en hann var sveitarstjóri í Búðahreppi þegar sameiningin gekk í gildi.      

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.