Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2003 39 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake VOG Afmælisbörn dagsins: Þú hefur gott skopskyn og mikið ímyndunarafl. Þú býrð yfir hæfni, en í þér býr einn- ig rómantík og þú myndir gefa allt fyrir ástina. Miklar breytingar eru framundan og þær eru jákvæðar. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Ekki loka á óvænt samtöl við nána vini eða félaga. Dagurinn gæti komið skemmtilega á óvart, en þú þarft að vera á varðbergi. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nýjar og óhefðbundnar leið- ir til að afla peninga gætu opnast. Þá gæti ný tækni, sem kynnt verður í vinnunni, orðið þér til fram- dráttar. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ný ást gæti lífgað upp á daginn. Fólk sem er ólíkt þér verður skyndilega aðlað- andi og eitthvað gæti slegið þig út af laginu. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Eitthvað óvenjulegt mun lífga upp á heimilið. Það gæti tengst sjónvarpi, tölvu eða tækni, sem gerir að verkum að þér finnst þú vera með á nótunum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þér gæti leiðst að þurfa að ganga í gegnum hina dag- legu hringekju í dag. Þú þarft á tilbreytingu að halda. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Skyndigróði eða óvænt tækifæri gætu komið sér vel. Gott er að vera opin/n fyrir því að nálgast hlutina með nýjum hætti. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú mátt búast við einhverju spennandi í lífi þínu í dag. Eitthvað óvænt og örvandi mun gera daginn ánægju- legan. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Ef þú ert opin/n fyrir nýjum leiðum til að höndla ham- ingjuna gæti það valdið þáttaskilum í því hvernig þú hugsar. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Platónskir vinir gætu orðið elskhugar í dag. Samband getur myndast við ólíkleg- asta fólk. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Óvænt hól eða jafnvel launa- hækkun gæti beðið þín í dag. Mikilvægt fólk er ánægt með það hvað þú ert úrræðagóð/ur. Ekki óttast nýjar hugmyndir. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Best er að hlusta með opn- um huga á málflutning ann- arra í dag. Þú átt auðvelt með að finna til samkenndar með öðrum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú gætir fengið óvæntar gjafir í dag. Aðrir gætu nú reynst þér rausnarlegir og þú átt að grípa tækifærið. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. HEIMURINN OG ÉG Þess minnist ég, að mér og þessum heimi kom misjafnlega saman fyrr á dögum. Og beggja mál var blandið seyrnum keimi, því báðir vissu margt af annars högum. Svo henti lítið atvik einu sinni, sem okkur, þessa gömlu fjandmenn sætti: að ljóshært barn, sem lék í návist minni, var leitt á brott með voveiflegum hætti. Það hafði veikum veitt mér blessun sína og von, sem gerði fátækt mína ríka. Og þetta barn, sem átti ástúð mína, var einnig heimsins barn og von hans líka. - - - Steinn Steinarr LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 80 ÁRA afmæli. Í dag,8. október, er áttræð Stella Stefánsdóttir, Lækj- argötu 22a, Akureyri. Eig- inmaður hennar er Gunnar Konráðsson. Þau taka á móti ættingjum og vinum í dag á Fiðlaranum, 4. hæð, milli klukkan 18 og 21. Blóm og gjafir eru vinsamlegast afþakkaðar. 50 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 8. október, er fimmtugur Ei- ríkur Jónsson, stuðlastjóri Íslenskra getrauna, Álf- hólsvegi 10a, Kópavogi. Eiginkona hans er Hulda Björk Nóadóttir. Þau hjón- in hafa þegar haldið fagnað með ættingjum og vinum. 1. e4 g6 2. d4 Bg7 3. Rc3 c6 4. Rf3 d6 5. Be3 b5 6. Bd3 Rf6 7. Dd2 Rg4 8. Bg5 h6 9. Bh4 O-O 10. h3 Rf6 11. O- O-O Da5 12. Kb1 b4 13. Re2 Be6 14. Rc1 Rbd7 15. Hhe1 Hfb8 16. Rb3 Dc7 17. g4 a5 18. g5 hxg5 19. Rxg5 Rf8 20. f4 a4 21. Rc1 c5 22. d5 Bxd5 23. e5 b3 24. cxb3 axb3 25. a3 c4 26. Bf1 Taflfélagið Hellir sendi lið í karla – og kvennaflokk í Evrópukeppni taflfélaga sem fram fór á Krít og lauk fyrir skömmu. Staðan kom upp í fyrstu umferð mótsins þar sem Mikhail Krasenkov (2585) hafði svart gegn Sigurbirni Björnssyni (2302). 26... Hxa3! 27. bxa3 Hvítur yrði óverjandi mát eftir 27. exf6 Ha1+! 28. Kxa1 Da7+ 29. Kb1 Ha8. Eftir textaleikinn er taflið einnig gjörtapað. 27... c3 28. Dd3 c2+ 29. Kb2 cxd1=D 30. Dxd1 dxe5 31. fxe5 Re4! og hvítur gafst upp. Þetta var eina tap Sig- urbjörns í keppninni en ár- angur hans í henni samsvar- aði áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. SUÐUR spilar fjóra spaða og fær á sig þægilega vörn í byrjun. En það eru holur á veginum framundan. Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♠ KD98 ♥ ÁK108 ♦ 64 ♣G62 Suður ♠ ÁG1042 ♥ 7432 ♦ ÁD ♣D5 Vestur Norður Austur Suður 1 tígull Dobl Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Vestur tekur tvo fyrstu slagina á ÁK í laufi og spilar því þriðja. Austur fylgir lit. Tígulkóngurinn er ábyggi- lega hjá opnaranum í vestur og því virðist rökrétt er að henda tíguldrottningu í lauf- gosa. Eða hvað? Það er auðvitað í lagi ef hjartað liggur 3-2 (eða ef vestur á fjórlit). En það liggur ekkert á að koma tíguldrottningunni fyrir – hún getur eins farið niður í fríhjarta síðar. Því er ná- kvæmara að henda hjarta í laufgosann og halda þannig opnum þeim möguleika að spila vestri inn á tígulkóng. Sá möguleiki verður virkur í þessari legu: Norður ♠ KD98 ♥ ÁK108 ♦ 64 ♣G62 Vestur Austur ♠ 75 ♠ 63 ♥ 6 ♥ G95 ♦ KG1032 ♦ 9875 ♣ÁK1094 ♣873 Suður ♠ ÁG1042 ♥ 7432 ♦ ÁD ♣D5 Sagnhafi tekur tvisvar tromp, leggur niður hjarta- ás, fer heim á tromp og spil- ar hjarta að blindum með því hugarfari að láta tíuna ef vestur fylgir smátt. En vest- ur hendir tígli. Þá er drepið á hjartakóng, tígulás tekinn og vestur síðan sendur inn á tígulkóng. Hann verður að spila út í tvöfalda eyðu og þá hverfur tapslagurinn á hjarta heima. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 40 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 8. október, er fertugur Karl Th. Birgisson, fram- kvæmdastjóri Samfylking- arinnar. Hann og Katrín Ösp Bjarnadóttir bjóða vin- um og vandamönnum til fagnaðar á BSÍ laugardag- inn 11. október kl. 21. FRÉTTIR ÁGÚST Georgsson, deildarstjóri sjóminjasafns Þjóðminjasafns Ís- lands, hefur sent Morgunblaðinu athugasemd vegna ummæla Sig- rúnar Magnúsdóttur, formanns undirbúningshóps um stofnun sjó- minjasafns í Reykjavík. Haft er eftir Sigrúnu í Morgun- blaðinu 2. október sl.: „Að sögn Sig- rúnar hefur verið rætt við Þjóð- minjasafnið um að nýja sjóminja- safnið í Reykjavík fái til vörslu alla reykvíska muni aftur, en margir gripanna voru upphaflega í eigu borgarinnar þegar sjómenn settu upp vísi að sjóminjasafni á Hall- veigarstöðum á sínum tíma.“ Í athugasemd Ágústar segir: „Þessar upplýsingar eru ekki alls kostar réttar og hljóta að byggjast á misskilningi. Vísir að sjóminja- safni hefur aldrei verið settur upp á Hallveigarstöðum og ekki er heldur um það að ræða að tilteknar sjó- minjar í vörslu Þjóðminjasafnsins hafi upphaflega verið í eigu Reykja- víkurborgar. Það sem valdið getur þessum misskilningi er að árið 1939 var haldin sjávarútvegssýning í Mark- aðsskálanum í Reykjavík, að hluta til söguleg, en hann stóð þar sem nú eru Hallveigarstaðir. Sýningin var á vegum sjómannadagsráðs en það hafði stofnun sjóminjasafns í mörg ár á stefnuskrá sinni. Í kjölfar sýn- ingarinnar var skipuð opinber nefnd til þess að vinna að söfnun sjóminja og sjóminjamálum. Matt- hías Þórðarson þáverandi þjóð- minjavörður var formaður nefndar- innar. Það sem nefndinni hafði áskotnast var að lokum afhent Þjóðminjasafni Íslands til eignar og varðveislu. Munir þessir mynduðu síðan uppistöðuna í sjóminja- sýningu á neðstu hæð safnsins en þar með hafði þessum minjaflokki verið gert verulega hátt undir höfði í sýningum safnsins.“ Sjóminjar Þjóðminjasafns ekki í eigu borgarinnar 60 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 8. október, er sextug Helga Hauksdóttir hárgreiðslu- meistari, Stakkhömrum 11, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Jóhann Örn Guð- mundsson. Ég nenni ekki heldur að fara. En hugsaðu þér bara hvað þau verða ánægð ef við afboðum. Best að koma sér!      Haustferð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík 11. október Efnt verður til árlegrar haustferðar sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík laugardaginn 11. október. Að þessu sinni verður farið um Reykjanes og ýmsir áhugaverðir staðir skoð- aðir. Meðal annars verður farið í Garðskaga- vita, Gunnar Marel Eggertsson sýnir vík- ingaskipið Íslending, Árni Sigfússon, bæjar- stjóri í Reykjanesbæ, tekur á móti hópnum og kynnir uppbygginguna í bænum, komið verður við í Helguvík þar sem gefur að líta mesta landbrot utan virkjana- svæða og smábátahöfnin og bátasafn Gríms Karlssonar verð- ur skoðað. Boðið verður upp á kaffiveitingar í veitingastof- unni Ránni og á heimleiðinni verður skoðað framtíðarsvæði Íslendings og Smithsonian-safnsins. Lagt af stað frá Valhöll kl. 13.00 og er reiknað með að koma til baka um kl. 18.30. Allir eru velkomnir og kostar ferðin 1.000 kr. Umsjón með ferðinni hefur Sjálfstæðisfélagið í Nes- og Melahverfi. Þátttakendur skrái sig í síma 515 1700 fyrir 10. okt. Afmælisþakkir Sendi öllum þeim, sem glöddu mig með kveðj- um, gjöfum og heimsóknum á níutíu ára af- mæli mínu miðvikudaginn 24. september sl. innilegar þakkir og kveðjur. Í Guðs friði. Magnús Jónsson frá Kollafjarðarnesi. STJÓRN Siðmenntar, félags um borgaralegar athafnir, hefur afhent alþingismönnum „Stefnu Siðmennt- ar í trúfrelsismálum“. Stjórn Siðmenntar telur að mark- mið stjórnvalda eigi að vera að tryggja frelsi einstaklinga og vernda rétt þeirra til að lifa samkvæmt þeim lífsskoðunum sem þeir sjálfir kjósa. „Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum um- fram önnur. Þess vegna verður að aðskilja ríki og kirkju. Aðskilnaður ríkis og kirkju felur m.a. í sér að jafna lagalega, fjárhagslega og fé- lagslega stöðu þeirra hópa sem að- hyllast ólíkar lífsskoðanir. Öðruvísi verður trúfrelsi, og þar með frelsi einstaklingsins, ekki tryggt,“ segir í fréttatilkynningu. Samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallups vill meirihluti landsmanna aðskilja ríki og kirkju. Gallup hefur rannsakað viðhorf almennings til að- skilnaðar ríkis og kirkju frá 1993 og hefur meirihluti landsmanna alltaf verið hlynntur aðskilnaði. Fylgið við aðskilnað hefur þó aukist jafnt og þétt og nú vilja 67% landsmanna að ríki og kirkja verði aðskilin. Stjórn Siðmenntar telur kröfuna um aðskilnað ríkis og kirkju vera fyrst og fremst kröfu um frelsi og jafnrétti. Stjórnin telur að ef alþing- ismenn eru hlynntir jafnrétti verði þeir að vera fylgjandi aðskilnaði og því að ólík staða mismunandi lífs- skoðanahópa verði jöfnuð. Félagið þakkar stuðning stjórn- málaflokka sem lýst hafa stuðningi við sjónarmið þess. Siðmennt færir þingmönn- um trúfrelsisstefnu sína

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.