Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Bústaðakirkja. Starf eldri borgara. Kl. 13– 16.30. Handavinna, spilað, föndrað. Gest- ur Þorvaldur Halldórsson. Þeir sem óska eftir að láta sækja sig fyrir samverustund- irnar látið kirkjuverði vita í síma 553 8500. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Létt- ur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyr- irbænum í síma 520 9700. Grensáskirkja. Samverustund aldraðra kl. 14. Biblíulestur, bænagjörð, kaffi og spjall. Hallgrímskirkja. Morgunmessa kl. 8. Hug- leiðing, altarisganga, léttur morgunverður. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10– 12. Samverustund fyrir 6 ára kl. 14.30. Samverustund fyrir 7–9 ára kl. 15.30. Sam- verustund fyrir 10–12 ára kl. 17. Tólf sporin – andlegt ferðalag: Kynningarfundur kl. 20. Háteigskirkja. Bænaguðsþjónusta kl. 11. Súpa og brauð í Setrinu kl. 12. Brids í Setr- inu kl. 13–16. Kvöldbænir kl. 18. Langholtskirkja. Kl. 12.10 Kyrrðarstund og bænagjörð með orgelleik og sálmasöng. Kl. 12.30 Súpa og brauð (kr. 300). Kl. 13– 16 Opið hús eldri borgara. Söngur, tekið í spil, upplestur, föndur, spjall, kaffisopi o.fl. Allir eldri borgarar velkomnir. Þeir sem ekki komast á eigin vegum geta hringt í kirkjuna og óskað eftir því að verða sóttir. Síminn er 520 1300. Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10 undir stjórn Aðalbjargar Helgadóttur. Nýjar mömmur velkomnar með börnin sín. Gönguhópurinn Sólarmegin leggur af stað frá kirkjudyrum kl. 10.30 alla miðvikudags- morgna. Kirkjuprakkarar kl. 14.10. Starf fyrir 1.–4. bekk. Umsjón Aðalheiður Helga- dóttir, hjónin Kristjana H. Þorgeirsdóttir Heiðdal og Geir Brynjólfsson auk sr. Bjarna. Fermingartími kl. 19. Unglingakvöld Lauga- neskirkju kl. 20 (8. bekkur). Neskirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12. Fræðsla: Svefn og svefnvenjur barna. Kaffi og spjall. Umsjón Elínborg Lárusdóttir. 7 ára starf kl. 14.30. Sögur, söngur, leikir og föndur. Uppl. og skráning í síma 511 1560. Opið hús kl. 16. Kaffi og spjall. Biblíulestur kl. 17. Lesnir verða kaflar úr Opinberunar- bók Jóhannesar. Umsjón sr. Frank M. Hall- dórsson. Fyrirbænamessa kl. 18. Prestur sr. Frank M. Halldórsson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund í hádeg- inu kl. 12. Altarisganga. Léttur hádegis- verður eftir stundina. Allir velkomnir. Fríkirkjan í Reykjavík. Í hádegi er fólki boð- ið til bænastunda í kapellu safnaðarins á annarri hæð í safnaðarheimilinu. Sérstök áhersla er lögð á bæn og íhugun, en einnig flutt tónlist og textar til íhugunar. Koma má bænarefnum á framfæri áður en bæna- stund hefst. Árbæjarkirkja. Kl. 12 kyrrðarstund í hádeg- inu. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu að stundinni lokinni. Kl. 13–16 opið hús í safnaðarheimilinu. Þorvaldur Halldórsson kemur í heimsókn fyrsta miðvikudag hvers mánaðar. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Kirkjuprakkarar, starf fyrir 7–9 ára börn kl. 16.30. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17.30. Æskulýðsstarf á vegum KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Digraneskirkja. Unglingastarf KFUM og KFUK kl. 20–21.45. Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Fyr- irbænir og altarisganga. Boðið er upp á létt- an hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Allir velkomnir. KFUM fyrir drengi á aldrinum 9–12 ára kl. 17.30–18.30. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10. TTT (10–12 ára) starf kl. 17. Tólf spora nám- skeið kl. 20. Lindakirkja í Kópavogi. Unglingadeild KFUM og K í Lindasókn í safnaðarheimilinu, Húsinu á sléttunni kl. 20. Allir krakkar í 9. og 10. bekk velkomnir. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjartanlega vel- komnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkj- unni í síma 567 0110. SELA eldri deild kl. 20–22. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12 með Nönnu Guðrúnu í Vídalínskirkju. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj- unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrirbæn- ir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljósbroti Strandbergs. Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund í dag kl. 12. Góður kostur fyrir þá sem vilja taka frá kyrrláta og helga stund í erli dagsins til að öðlast ró í huga og frið í hjarta. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Boðið er upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu að kyrrðarstund lokinni. Opið hús fyrir eldri borgara í dag kl. 13. Verið velkomin í viku- legar samverur í safnaðarheimili kirkjunnar í spil, spjall, góðar kaffiveitingar og fleira. Bessastaðasókn. Miðvikudagur er dagur kirkjunnar í Haukshúsi. Foreldramorgnar eru frá kl. 10–12. Þar koma saman foreldr- ar ungra barna á Álftanesi með börnin og njóta þess að hittast og kynnast öðrum for- eldrum sem eru að fást við það sama, upp- eldi og umönnun ungra barna. Opið hús eldri borgara er síðan frá kl. 13:00–16:00. Dagskráin verður fjölbreytt í hlýlegu um- hverfi. Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar í dag kl. 10–12. Lágafellskirkja. AA-fundur kl. 20.30 í Lága- fellskirkju. Unnið í 12 sporunum. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í Kapellu von- arinnar kl. 12.10. Samverustund í Kirkju- lundi kl. 12.25. Súpa, salat og brauð á vægu verði. Allir aldurshópar. Umsjón Ólaf- ur Oddur Jónsson. Æfing hjá Barnakór Keflavíkurkirkju kl. 16–17. Æfing Kórs Keflavíkurkirkju frá kl. 19–22.30. Stjórn- andi Hákon Leifsson. Sóknarnefndarfundur kl. 17.30. Njarðvíkurkirkja (Innri-Njarðvík). Foreldra- morgunn í Safnaðarheimilinu miðvikudag- inn 8. okt. kl. 10.30 í umsjá Kötlu Ólafs- dóttur og Petrínu Sigurðardóttur. Fyrsta skiptið á vetrinum. Sauðárkrókskirkja. Kyrrðarstund kl. 21. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl.. 16.20 TTT yngri og eldri saman. 9–12 ára krakkar í kirkjunni. Sr. Fjölnir Ásbjörnsson og leiðtog- arnir. Kl. 20 opið hús hjá Æskulýðsfélagi og KFUM&K í félagsheimili KFUM&K. Borð- tennis og skemmtileg stemmning. Hugað verður að landsmóti og þeir sem ætla sér að fara setji sig í samband við leiðtoga, prest eða æskulýðsfulltrúa. Hulda Líney Magnúsdóttir, æskulýðsfulltrúi, sr. Fjölnir Ásbjörnsson og leiðtogarnir. Akureyrarkirkja. Mömmumorgunn kl. 10– 12. Opið hús, kaffi og spjall, safi fyrir börn. Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30 Bænahópar í heimahúsum. Uppl. í síma565 3987. Kefas. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Lofgjörð, lestur orðsins, fróðleikur og samvera. Allt ungt fólk velkomið. Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58. Samkoma í kvöld kl. 20. Fullkomið öryggi. Lúk. 4.46–49. Ræðumenn Irene og Salom- on. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Safnaðarstarf SMÁAUGLÝSINGAR TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur, Síðumúla 31, s. 588 6060. Miðlarnir, spámiðlarnir og hug- læknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen, Ingibjörg Þeng- ilsdóttir, Erla Alexanders- dóttir, Katrín Sveinbjörns- dóttir, Matthildur Sveins- dóttir, tarrot-lesari og Garðar Björgvinsson, michael-miðill, starfa hjá félaginu og bjóða félagsmönnum og öðrum upp á einkatíma. Upplýsingar um félagið, starf- semi þess, einkatíma og tíma- pantanir eru alla virka daga árs- ins frá kl. 13—18. Utan þess tíma er einnig hægt að skilja ef- tir skilaboð á símsvara félagsins. Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur starfar í nánum tengslum við Sál- arrannsóknarskólann á sama stað. SRFR. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 18  1841088  I.O.O.F. 7  184100871/2  FI. I.O.O.F. 9  1841087½  Rk.  HELGAFELL 6003100819 VI  GLITNIR 6003100819 III Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Í dag kl. 18.00 Barnakór. Öll börn hjartanlega velkomin. Kl. 20.00 Hjálparflokkur í Garðastræti 38. Allar konur velkomnar. Myndasýning 8. október kl. 20. Fyrsta myndakvöld vetrarins verður haldið í FÍ-salnum í Mörk- inni 6. Björn Ingvarsson frá Eg- ilsstöðum sýnir myndir sem hann tók á Ammassalik-eyju á Austur-Grænlandi 1999 og 2002. Aðgangseyrir er aðeins 500 kr. með kaffi og meðlæti. Allir vel- komnir. Sunnudaginn 12. október verður gengið frá Kolviðarhóli að Lykla- felli. Brottför frá BSÍ kl. 10 með viðkomu í Mörkinni 6. Verð kr. 1.600/1.800. Hallgrímskirkja – Tólf sporin SÍÐASTI opni fundurinn í tólf spora námskeiði vetrarins verður í kvöld, miðvikudag, kl. 20 í Hallgríms- kirkju. Gengið inn um suðurdyr. Námskeiðið Tólf sporin – andlegt ferðalag er ætlað þeim sem í ein- lægni vilja bæta tilfinningalega og andlega líðan sína og leita styrks í kristinni trú. Allir velkomnir. Biblíulestrar í Neskirkju Í DAG, miðvikudaginn 8. október, kl. 16 verður opið hús, spjall og kaffiveitingar í safnaðarheimili Nes- kirkju. Klukkan 17 hefst röð biblíulestra. Lesnir verða kaflar úr Opinber- unarbók Jóhannesar og mun sr. Frank M. Halldórsson leiða lest- urinn. Trú og tilgangur FIMMTUDAGINN 9. október hefjast biblíulestrar á vegum Leikmanna- skólans og Reykjavíkurprófasts- dæmis eystra í Breiðholtskirkju und- ir leiðsögn dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar héraðsprests. Tilgangur biblíulestranna er að reyna að draga fram þá mynd sem Biblían gefur af Guði. Í tengslum við það verður farið í umfjöllun manna um tilvist Guðs. Gerð verður grein fyrir sönnunum sem lagðar hafa verið fram fyrir tilvist Guðs. Einnig verður skoðuð gagnrýni á guðssann- anir í nútímanum, t.d. úr ritum Nietzches og Freuds. Í tengslum við þessa umfjöllun verður farið í valda texta úr Biblí- unni og ritum Lúthers. Endað verð- ur á að fara í texta jólaguðspjallanna úr Jóhannesarguðspjalli og Lúk- asarguðspjalli. Námskeiðið hefst 9. október kl. 20 og verður kennt í Breiðholtskirkju í Mjódd. Skráning fer fram í síma 535 1500 eða á vef Leikmannaskól- ans, www.kirkjan.is. Morgunblaðið/Jim Smart Hallgrímskirkja. KIRKJUSTARF ✝ Alma Ásmunds-dóttir fæddist í Reykjavík 6. septem- ber 1921. Hún lést á Líknardeild Land- spítalans, Landakoti, föstudaginn 26. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ásmundur Gestsson kennari í Reykjavík, f. 17. júní 1873, d. 11. febrúar 1954, ættaður frá Borgarfirði og kona hans Helga Helga- dóttir húsmóðir, f. 22. júní 1891, d. 11. september 1944, ættuð frá Flateyri við Ön- undarfjörð. Alsystkini Ölmu eru: Selma, f. 24. febrúar 1915, d. 12. nóvember 1997, Halldór Magnús Ásmundsson, bifvélavirki, f. 21. ágúst 1916, d. 26. janúar 1984 og Andrés Ásmundsson, f. 11. ágúst 1924, d. 4. júní 2002. Hálfsystkin Ölmu, börn Ásmundar og seinni konu hans, Sigurlaugar Pálsdótt- ur, eru: Páll Gestur Ásmundsson læknir, f. 23. febrúar 1934 og Guðrún Gerður Ásmundsdóttir leikkona, f. 19. nóvember 1935. Hálfsystir sammæðra: Guðrún Ásmundsdóttir, f. 21. maí 1927, d. 2. september 1980. Alma giftist 18. maí 1958, Guð- geiri Þorvaldssyni mótasmið, f. 27. apríl 1926, d. 21. desember 1988. Foreldrar hans voru Þor- valdur Jónsson, f. 25. apríl 1984, d. 19. október 1955, og kona hans Mál- fríður Einarsdóttir, f. 16. mars 1898, d. 19. júlí 1978. Börn Ölmu eru: 1) Bára Benediktsdóttir snyrtifræðingur, f. 2. ágúst 1946, faðir hennar var Bene- dikt Helgason, f. 17. júlí 1923, d. 26. jan- úar 1979. Hún gift- ist Guðbirni Hjart- arsyni, f. 12. júlí 1944, d. 1. janúar 1999. Þau skildu. Dóttir þeirra er Guðrún, f. 15. nóvember 1970. 2) Þorbjörg Edda Guðgeirsdóttir sjúkraliði, f. 18. maí 1957. Hún giftist Kristni Ómari Kristinssyni, f. 1. febrúar 1957. Þau skildu. Dætur þeirra eru: Kolbrún, f. 23. nóvember 1978 og Sylvía, f. 9. ágúst 1986. 3) Baldur Guðgeirsson ráðgjafi, f. 11. maí 1959, giftur Björg Krist- insdóttur, f. 10. október 1964, synir þeirra eru Mikael Geir, f. 18. júlí 2000 og Adam Geir, f. 21. apríl 2002. 4) Iðunn Guðgeirs- dóttir, f. 26. apríl 1962, í sambúð með Guðmundi L. Þórssyni, f. 11. júní 1958. Börn þeirra eru Sig- urbjörg Lilja, f. 15. desember 1980, Tryggvi Snær, f. 28. nóv- ember 1990 og Berglind Kara, f. 2. mars 1993. Útför Ölmu var gerð frá Dóm- kirkjunni 7. október. Þú varst sannarlega einstök mann- eskja, góð, falleg og yndisleg kona. Það eru margar góðar minningar sem ég mun aldrei gleyma. Alltaf þótti mér gaman að koma í heimsókn til þín og fá að fara í bað, ég var kannski nýbúin að vera í sundi eða baði en vildi samt alltaf fara í bað hjá þér, það er svo mikið ,,sport“. Þú þreifst alltaf á mér bakið og hárið, þú notaðir alltaf ílát sem þú fylltir af vatni og helltir yfir mig, þetta gerði engin nema þú. Ég fékk líka stundum að gista og fékk alltaf að sofa uppi í hjá þér. Það besta í heimi var þegar þú kitlaðir á mér hendina og andlitið, þangað til ég sofnaði. Það var líka oft sem við sátum og horfðum á sjón- varpið og ég var farin að pikka í þig og sagði: ,,amma, nennirðu að kitla mig pínulítið“ þú gerðir það kannski yfir heila mynd án þess að hvíla þig eða verða þreytt í hendinni. Það var svo margt sem við gerðum saman, fórum niður á Tjörn að gefa fuglunum brauð og þú varst yfirleitt búin að safna brauði eða við fórum saman í næsta bakarí og fengum gamalt brauð. Við löbbuðum oft út í búð og keyptum okkur ís eða fórum í göngutúra. Þú fórst allt fótgangangi eða tókst strætó ef þú þurftir að kom- ast niður í bæ. Ég veit ég gæti skrifað margar blaðsíður um þig og allt sem við gerð- um saman en ég geymi þær minn- ingar í hjarta mínu. Ég veit að amma mun vera fallegur engill og mikilvæg fyrst hún þurfti að yfirgefa okkur. Þú veist ekki hvað ég sakna þín mikið, elsku litla dúllan mín. Þú varst besta amma í öllum heiminum. Ég er svo heppin að hafa fengið að kynnast þér og þær skemmtilegu stundir sem við áttum saman. Guð geymi þig. Ég elska þig. Þín Lilja. Elsku amma. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Þín Kolbrún. Elsku hjartans amma mín. Þar sem þú ert veit ég að þú ert að gera góða hluti, því að þegar þú varst með mér varstu alltaf að gera frábæra hluti. Ég man þegar ég var lítil varstu alltaf að killa á mér bakið, það vita ekki margir hvað það þýðir en þú veist það. Það var æðislegt og þú ein kunn- ir það best, ég elskaði það svo mikið en ég elska þig meira. Ég veit að ég sé þig aftur og það hjálpar mér í gegnum daginn, en það er spurning hvar það verður. Njóttu þess þar sem þú ert þangað til ég sé þig aftur, þá segirðu mér hvað þú hefur verið að gera af þér. Ég mun ávallt hugsa um þig hvar sem ég verð og ég vona að þú munir líka hugsa um mig. Sylvía Kristinsdóttir. Elsku amma, okkur langar til að kveðja þig með fallegum minningum sem við eigum um þig. Alltaf varst þú góð og þolinmóð amma. Fórst oft með okkur niður að Tjörn að gefa fuglun- um brauð. Stundum fórum við í hús- dýragarðinn og löbbuðum yfir í grasagarðinn, þangað sem þú fórst næstum á hverjum degi. Oft máttum við kaupa ís þegar við komum í heim- sókn. Þú varst orðin mjög veik, en samt varst þú alltaf jafngóð, kæra amma. Við kveðjum þig með stórum kossi, okkur þykir vænt um þig, elsku amma, og vitum að þú ert hjá guði. Þín barnabörn, Tryggvi og Berglind. ALMA ÁSMUNDSDÓTTIR AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þrjú erindi. Einn- ig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5– 15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Frágangur af- mælis- og minn- ingargreina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.