Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2003 35 Frímerki - seðlar - mynt Í tengslum við norrænu frímerkjasýning- una NORDIA, sem haldin verður á Kjar- valsstöðum dagana 16.-19. október, verða sérfróðir menn frá uppboðsfyrirtækinu Thomas Höiland Auktioner A/S í Kaup- mannahöfn hér á landi í leit að efni á næstu uppboð. Leitað er eftir frímerkjum, gömlum umslög- um og póstkortum, heilum söfnum og lager- um svo og gömlum seðlum og mynt. Boðið er uppá góða, vaxtalausa fyrirfram- greiðslu, sem þýðir að eigandi uppboðsefnis- ins nýtur í senn kosta uppboðsfyrirkomulags- ins og getur jafnframt fengið reiðufé við af- hendingu efnisins. Tekið er á móti áhugasömum á sýningunni, kynningarbás nr. 19, ofangreinda daga og ennfremur á Hótel Reykjavík miðvikudaginn 15. okt. kl. 17:30-19:30. Nánari upplýsingar veitir Össur Kristinsson í síma 5554991 eða 6984991 um helgar og eftir kl. 17:00 á virkum dögum. Thomas Höiland Auktioner A/S Frydendalsvej 27, DK-1809 Frederiksberg C Sími 45 33862424 - Fax 45 33862425. ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Starfsmaður óskast Áreiðanlegur og þjónustulipur starfsmaður óskast á Sólbaðsstofuna Smart, Grensásvegi 7, frá kl. 8-12 virka daga. Þarf að geta unnið sjálfstætt. Umsóknareyðublöð á staðnum. Umsóknum ekki svarað í síma. Staða lyfjafræðings laus til umsóknar á Dalvík Lyf og heilsa óskar eftir að ráða lyfjafræðing til starfa á Dalvík. Viðkomandi gegnir stöðu leyfishafa og þarf að hafa öll réttindi til að upp- fylla þær kröfur samkvæmt lögum. Hæfniskröfur:  Háskólapróf í lyfjafræði (cand pharm).  Reynsla af sambærilegum rekstri æskileg.  Hæfni í mannlegum samskiptum.  3ja ára starfsreynsla.  Búseta á Dalvík eða næsta nágrenni æskileg. Umsóknareyðublöð liggja á heimasíðu Lyf og heilsu (www.lyfogheilsa.is). Umsóknarfrestur er til 15. október nk. og allar nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri Hjalti Sölvason (hjalti@lyfogheilsa.is) í síma 522 5800. R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Allsherjaratkvæða- greiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjarat- kvæðagreiðslu við kjör fulltrúa til setu á árs- fundi Alþýðusambands Íslands, sem haldið verður á Nordica hótel 23. til 24. október 2003. Kosnir verða 6 fulltrúar og 6 til vara. Listi með frambjóðendum ásamt tilskildum fjölda meðmælenda skilist til kjörstjórnar Fé- lags íslenskra rafvirkja fyrir kl. 12.00 þann 16. október 2003. Stjórn Félags íslenskra rafvirkja. Stofnfundur Grafarholts- sóknar í Reykjavík Á Kirkjuþingi haustið 2000 var tekin ákvörðun um stofnun Grafarholtssóknar í Reykjavíkur- prófastsdæmi eystra. Grafarholtssókn var stofnuð 1. janúar 2001. Grafarholtsprestakall verður stofnað 1. júlí 2004. Fram að þeim tíma nýtur Grafarholtssókn þjónustu frá Árbæjar- prestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Mörk sóknarinnar eru: Mörk Mosfellsbæjar og Reykjavíkur að norðan, Reynisvatn/Nónás og Reynisvatnsheiði að austan og suðaustan, mörk golfvallar Reykjavíkur að sunnan og suð- vestan og Vesturlandsvegur að vestan. Hér með er boðað til stofnfundar sóknarinnar miðvikudaginn 22. október nk. kl. 20 í sal Ing- unnarskóla í Grafarholti. Dagskrá stofnfundar verður í samræmi við 11. gr. starfsreglna um sóknarnefndir nr. 732/1998, sbr. og ákvæði til bráðabirgða í sömu reglum: 1. Gerð grein fyrir aðdraganda að stofnun sóknarinnar. 2. Framtíðarhugmyndir um kirkjustarf á svæð- inu. 3. Kosning fimm sóknarnefndarmanna og jafn- margra varamanna til 2ja ára. 4. Kosning tveggja skoðunarmanna eða endur- skoðanda og varamanna þeirra til árs í senn. 5. Kosning í aðrar nefndir og ráð. 6. Önnur mál. Allt þjóðkirkjufólk á svæðinu er velkomið. Þeir sem áttu lögheimili í sókninni 1. október 2003 samkvæmt þjóðskrá hafa kosningarétt og kjör- gengi enda hafi þeir náð sextán ára aldri á fundardegi. Gísli Jónasson, prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. TILKYNNINGAR Bryggjuhverfi í Kópavogi Kynning Mánudaginn 13. október nk.verða kynnt drög að skipulagi Bryggjuhverfis í utanverðum Foss- vogi. Kynningin fer fram í Félagsheimili Kópa- vogs, Fannborg 2, og hefst hún kl. 20.00. Skipulagsstjóri Kópavogs. Auglýsing Viðtalstímar um fjárlagafrumvarp 2004 Fjárlaganefnd Alþingis veitir nú, eins og und- anfarin ár, viðtöku erindum frá ríkisstofnunum, félögum, samtökum og einstaklingum er varða fjárlög næsta árs. Viðtöl við fulltrúa stofnana fara fram 28. októ- ber til 4. nóvember nk., en önnur viðtöl verða eftir nánari ákvörðun nefndar. Þeim, sem vilja, er gefinn kostur á því að fylgja erindum sínum eftir á nefndarfundi. Panta ber tíma eigi síðar en 25. okt. nk. í síma 563 0405. ÝMISLEGT SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ Auglýsing um deiliskipulag í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breyt- ingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að deiliskipulagi og breytingum á deiliskipu- lagsáætlunum í Reykjavík: Kjalarnes, Esjumelar. Um er að ræða tillögu að endurskoðuðu deili- skipulagi Esjumela. Húsin verða allt að 3 hæðir. Nýtingarhlutfall allra lóðanna verður 0,5 og landnotkun er í samræmi við aðalskipulag Reykjavíkur. Í tillögunni eru m.a. skilgreindir almennir skil- málar, lóðastærðir, nýtingarhlutfall, húsform, hámarksstærðir, byggingarreitir, byggingar- lýsing, bifreiðastæði og frágangur á lóð og lóðarmörkum. Deiliskipulagið felur í sér endurskoðun á núverandi óstaðfestu deiliskipulagi. Gert er ráð fyrir sveigjanlegum lóðarstærðum og opnum skilmálum til að mæta fjölbreytilegum þörfum atvinnufyrirtækja. Landnotkun er í samræmi við afhafnasvæði A4. Óheimilt verður að reka matvöruverslanir og reisa eða starfrækja íbúðarhús, hótel eða gistiheimili á svæðinu. Nánar vísast í kynningargögn. Klettagarðar 5 og 9. Tillaga lýtur að breytingu á deiliskipulagi lóðanna Klettagarða 5 og Klettagarða 9. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að lóðarmörk milli lóðanna nr. 5 og 9 við Klettagarða verði færð þannig að lóðin Klettagarðar 9 minnkar en Klettagarðar 5 stækki. Gerður er nýr bygg- ingarreitur í suðaustur horni lóðarinnar nr. 9 við Klettagarða. Þar verður heimilt að byggja 6 smærri hús. Nýtingarhlutfall lóðar er 0,5 sbr. almenna skilmála. Gerð er krafa um bílastæði á lóð miðað við lög og reglugerðir þar um en viðmiðun á hafarsvæðum Reykjavíkurhafnar er 1 bílastæði fyrir hverja 100 m2 í vörugeymslum og 1 bílastæði fyrir hverja 50 m í öðru húsnæði. Nánar vísast í kynningargögn. Vesturbæjarsundlaug. Tillaga lýtur að deiliskipulagi fyrir Vesturbæjar- sundlaug sem afmarkast af einbýlishúsum við Einimel til suðurs og vesturs, fjölbýlishúsum við Hagamel til norðurs og Hofsvallagötu til austurs. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að bætt sé við mannvirkjum, gert er ráð fyrir innisundlaug, heilsuræktarstöð á tveimur hæðum, útiað- staða stækkuð og girðinar færðar utar en nú er enda gert ráð fyrir rými fyrir laug með renni- braut og heitum pottum. Aðkoma að laug er bætt með markvissari stígatengingum og bætt við stígum inn á græna svæðið. Á torgi til hliðar við fyrirhugaðan aðalinngang er gert ráð fyrir heimild til reksturs veitingavagns (pylsu- vagns) með niðurrifskvöð. Nánar vísast í kynningargögn. Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur- borgar í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8.20 – 16.15, frá 8. október 2003 til 19. nóvember 2003. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu sviðsins, skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við þær skal skila skriflega til Skipulags- og byggingarsviðs (merkt skipu- lagsfulltrúa) eigi síðar en 19. nóvember 2003. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 8. október 2003. Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.