Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 43
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2003 43 FÓLK KARL-Heinz Rummenigge, forseti Bayern München, neitar því að það sé missæti milli sín og þýska knattspyrnusambands- ins vegna vals á þýska landsliðinu sem mætir Íslendingum í Hamborg á laugar- daginn. Rummenigge varð fyrir vonbrigðum þegar Michael Ballack var valinn í hópinn þar sem hann taldi leikmanninn þurfa á hvíld að halda vegna ökklameiðsla. „Það eru engin vandamál milli mín og þýska knattspyrnusambandsins og hvað þá heldur hjá mér og landsliðsþjálfaranum Rudi Völler. Við erum góðir vinir og ef hann óskar eftir leikmanni frá okkur í lið- ið þá verðum við við þeirri beiðni. Völler nýtur fulls stuðnings frá okkur,“ sagði Rummingge í viðtali við þýska sjónvarps- stöð. „Völler nýtur fulls stuðnings“ JÓHANN B. Guðmundsson, knattspyrnumað- ur hjá Lyn í Noregi, fer í uppskurð í dag en þrálát meiðsli í hásin hafa gert honum lífið leitt undanfarin misseri. Jóhann hefur ekkert leikið síðan í lok ágúst og meiðslin setja veru- legt strik í reikninginn hjá honum hvað fram- tíðarplönin varðar enda er þriggja ára samn- ingur hans við Óslóarliðið að renna út. „Læknar segja að ég verði frá í sex vikur allt upp í þrjá mánuði en það fer eftir því hversu hásinin er illa farin. Ég er búinn að eiga í þessum meiðslum í eitt og hálft ár svo það varð að gera eitthvað,“ sagði Jóhann B. Guðmundsson við Morgunblaðið. Jóhann segir óvíst hvað taki við hjá sér eftir tímabilið. Hann hafnaði nýjum samningi við Lyn í sumar og segir líkurnar vera 95% að hann fari frá liðinu. „Þetta er erfið staða þegar maður er meiddur svo framtíð mín hvað fótboltann varðar er afar óviss.“ Í gær er svo haft eftir AlgimatasLiubinskas, landsliðsþjálfara Litháa, í Daily Record að hann ætli að sjá til þess að Vogts verði rekinn úr starfi landsliðsþjálfara Skota en Liubinskas trúir því að ósigur á móti hans mönnum komi til með að kosta Vogts starfið. Vogts tók ósigrinum á móti Lith- áum í Kaunas afar illa en hann sagði leikmenn Litháa hafi gert í því að blekkja dómarann með því að láta sig falla og vítaspyrnan sem réð úr- slitum í leiknum hafi orðið til á þann hátt. „Við stundum ekki neinn leik- araskap. Það er greinilega mikil pressa á Berti og til að reyna koma henni af sér reynir hann að gera lítið úr andstæðingunum. Ef Skotland vinnur ekki þá er ljóst að Berti á undir högg að sækja og það sama er að segja um mig en ég er þó ekki undir sömu pressu og Berti. Leik- urinn er gríðarlega mikilvægur fyrir Skota og eðlilega er meiri pressa á þeim og það ætti að gefa okkur möguleika,“ segir Liubinskas. Takist Litháum að sigra í Glasgow ná þeir þriðja sætinu í riðlinum en Skotar falla í það fjórða. Um leið yrðu Íslendingar öruggir með annað tveggja efstu sætanna.Berti Vogts, þjálfari Skota. Þjálfari Litháen ætlar sér að fella Berti Vogts TAUGASTRÍÐ fyrir lokaleikina í riðlakeppni Evrópumótsins í knatt- spyrnu, sem leiknir verða um næstu helgi, er komið í fullan gang og ekki síst í riðli okkar Íslendinga. Berti Vogts, landsliðsþjálfari Skota, sendi Litháum tóninn fyrir skömmu en þjóðirnar eigast við á Hampden Park í Glasgow á laugardaginn og þar verða Skotar að vinna sigur til að komast í aukakeppni um laust sæti í úrslitakeppn- inni í Portúgal. GUÐNI Kjartansson, þjálfari unglingalandsliðs karla, undir 19 ára, tilkynnti í gær 18 manna hóp sem tekur þátt í undanriðli Evr- ópumótsins 17.–21. október. Rið- illinn er leikinn í Moldavíu og auk heimamanna leikur íslenska liðið við Hollendinga og Ísraelsmenn, tvær firnasterkar þjóðir í þessum aldursflokki. Markverðir eru Lúðvík Andr- eas Lúðvíksson frá IFK Malmö og Gunnar Líndal frá Þór. Aðrir leikmenn eru Gunnar Örn Jóns- son og Steinþór Þorsteinsson úr Breiðabliki, Tómas Leifsson úr FH, Ívar Björnsson úr Fjölni, Gunnar Þór Gunnarsson og Kristján Hauksson úr Fram, Eyj- ólfur Héðinsson og Kjartan Ágúst Breiðdal úr Fylki, Ágúst Örlaug- ur Magnússon úr ÍA, Andri Ólafs- son úr ÍBV, Kjartan Finnbogason og Ólafur Páll Johnson úr KR, Jón Guðbrandsson úr Selfossi, Baldur Sigurðsson úr Völsungi og þeir Hjálmar Þórarinsson og Kári Ársælsson úr Þrótti R. Guðni tilkynnir Moldavíufarana Í greininni segir meðal annars:„Ferguson sá Michael Owen meiðast í leiknum við Arsenal um helgina og hann vonar að það sama muni ekki henda Ruud Van Nistelrooy. Knattspyrnustjóri Manchester United veit að Nist- elrooy verður að vera í formi ef lið hans á að geta verið með í barátt- unni um meistaratitilinn í maí og Ferguson veit það líka að þó svo að Nistelrooy sleppi við alvarleg meiðsli þá þarf hann á framherja að halda á Old Trafford. Þar sem Ole Gunnar Solskjær er meiddur og Manchester United vantar fleiri sóknarmenn þá hef ég lausn fyrir Ferguson þegar leik- mannamarkaðurinn opnast í jan- úar. Hann á einfaldlega að kaupa Eið Smára Guðjohnsen sem ekki fær að spila nægilega mikið hjá Chelsea undir stjórn Claudio Ran- ieris og það er greinilegt á öllu að hann er fjórði í röðinni á eftir Adrian Mutu, Hernan Crespo og Jimmy Floyd Hasselbaink. Það er svo allt annað mál hvort Chelsea vill láta hann frá sér fara. Leikstíll Guðjohnsens er mjög álíka og hjá þremur fyrrverandi leikmönnum Manchester United, Eric Cantona, Dwigth Yorke og Teddy Sheringham, og hjá Man- chester gæti Guðjohnsen leyst þessa stöðu afar vel. Hann mundi ekki aðeins laða það besta fram hjá Nistelrooy heldur mundi hann gera Paul Scholes kleift að komast í sitt besta form. Ég er alveg viss um að Sir Alex Ferguson dembir sér út í pottinn og reynir að fá nýjan framherja en það verður að koma í ljós hvort það dugir til að freista Romans Abramovich, eig- anda Chelsea.“ Morgunblaðið/Kristinn Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði landsliðsins, í leik gegn Þýskalandi á Laugardalsvellinum, 0:0. JOHN Sadler, dálkahöfundur í breska blaðinu The Sun, hvetur Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóra Manchester United, til að kaupa Eið Smára Guðjohnsen frá Chelsea þegar opnað verður fyrir leik- mannakaup í janúar. Jóhann B. Jóhann B. fer í uppskurð á hásin  DAGUR Sigurðsson, þjálfari og leikmaður Bregenz, skoraði eitt mark þegar lið hans vann Raika Gänserndorf, 25:24, á útivelli í aust- urrísku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöldi. Bregenz er í efsta sæti deildarinnar með 12 stig að loknum sex leikjum.  BRYNJAR Björn Gunnarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, lék með varaliði Nottingham Forest í gærkvöld þegar það tapaði, 2:3, fyr- ir Arsenal. Í liði Arsenal var Ólafur Ingi Skúlason, leikmaður 21-árs landsliðsins, og spiluðu þeir báðir allan leikinn en þeir fara í dag til Þýskalands vegna landsleikjanna þar á föstudag og laugardag.  DENISE Lewis, ólympíumeistari í sjöþraut kvenna, hefur slitið sam- starfi við þýska þjálfarann Ekkart Arbeit, en hann hefur þjálfað hana á þessu ári. Lewis hefur verið harð- lega gagnrýnd vegna samstarfsins við Arbeit sem var einn helsti þjálf- ari austur-þýskra frjálsíþrótta- manna á níunda áratug síðustu ald- ar og verið bendlaður við skipulagða lyfjanotkun íþróttamanna þar í landi á sinni tíð. Charles van Commenee, sem þjálfaði Lewis áð- ur en hún gekk til samstarfs við Ar- beit, hefur á ný tekið við þjálfun ól- ympíumeistarans.  ADRIANO Galliani, varaforseti ítölsku Evrópumeistaranna AC Mil- an, upplýsti í samtali við íþróttadag- blaðið Gazzetta dello Sport í gær að félagið hefði neyðst til að kaupa brasilíska kantmanninn Kaka í sum- ar vegna mikils ágangs frá Chelsea. AC Milan fékk hinn 21 árs gamla Kaka frá Sao Paulo en til stóð að hann kæmi til félagsins sumarið 2004.  GALLIANI lýsti yfir ánægju með afstöðu forráðamanna Sao Paulo, sagði að þeir hefðu ekki látið stjórn- ast af fégræðgi heldur staðið við orð sín gagnvart AC Milan. Sama væri að segja um Kaka sem hefði fengið hærri laun hjá enska félaginu. „Kaka á eftir að verða einn besti leikmaður heims,“ sagði Galliani en pilturinn er þegar farinn að láta til sín taka með AC Milan.  LEIKMAÐUR enska úrvalsdeild- arliðsins Leeds United var í gær handtekinn við annan mann vegna meints gruns um kynferðislega áreitni gegn tvítugri konu í miðborg Leeds í gærkvöldi. Nánari upplýs- ingar hafa ekki verið gefnar af lög- reglu í Leeds en félagið hefur heitið lögreglu fullri samvinnu við rann- sókn málsins.  ANDERS Dahl-Nielsen hefur framlengt samning sinn við danska handknattleiksliðið Skjern og stýrir því út tímabilið 2005. Aðstoðarþjálf- ari hans, fyrrv. landsliðsmaðurinn René Boeriths, hættir hins vegar að þessu tímabili loknu. Anders Dahl þjálfaði lið KR fyrir 20 árum síðan. Hvetur Ferguson til að kaupa Eið Smára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.