Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Fegursta borg Evrópu og eftirlæti Íslendinga sem fara nú þangað í þúsundatali á hverju ári með Heimsferðum. Í október er yndislegt veður í Prag enda vinsælasti tími ferðamanna til að heimsækja borgina. Fararstjórar Heimsferða gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heillandi menningu. Góð hótel í hjarta Prag, frábærir veitinga- og skemmtistaðir. Munið Mastercard ferðaávísuninaVerð kr. 39.950 Flug og hótel í 4 nætur, helgarferð 23. okt. M.v. 2 í herbergi á Hotel Expo, 4 stjörnur, með morgunmat. Skattar innifaldir. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Glæsilegt 4 stjörnu hótel Verð kr. 29.950 Flugsæti til Prag, 23. okt. Helgarferð til Prag 23. okt. frá kr. 29.950 HEILBRIGÐISSTOFNUN Austur- lands, Landsvirkjun og Impregilo S.p.A. hafa gert með sér samning um skipulagningu, framkvæmd og kost- un heilsugæslu- og slysaþjónustu á því svæði sem framkvæmdir vegna Kárahnjúkavirkjunar taka til. Samningurinn felur í sér að Heil- brigðisstofnun Austurlands yfirtekur alla skipulagningu og stjórnun að- gerða, ásamt forræði á þeim mannafla og tækjabúnaði sem Landsvirkjun og Impregilo hafa á svæðinu. Framkvæmdasvæðið er á starfs- svæði Heilsugæslunnar á Egilsstöð- um og þjónustunni verður stjórnað þaðan. Haukur Valdimarsson aðstoð- arlandlæknir hefur verið ráðinn til að vera á svæðinu og skipuleggja starfið og hóf hann störf í fyrradag. Heilbrigðisþjónustan margefld Í samræmi við ákvæði svokallaðs virkjanasamnings hefur Landsvirkj- un rekið sjúkraaðstöðu við Kára- hnjúka frá því að framkvæmdir hóf- ust snemma í vor og starfar þar hjúkrunarfræðingur. Á vegum Landsvirkjunar verður einnig slysa- þjónusta við vinnubúðir stöðvarhúss í Fljótsdal. Impregilo hefur reist sjúkraskýli við Kárahnjúka og á þremur öðrum vinnusvæðum mun fyrirtækið koma upp slysamóttöku og manna þær með þjálfuðu fólki. Þá hefur Impregilo keypt fjóra sjúkra- bíla sem verða við vinnusvæðin. Alls mun fyrirtækið hafa á sínum vegum 12 til 13 einstaklinga sem koma að slysavörnum, slysamóttöku og fyrstu hjálp. Heilbrigðisstarfsfólk á vegum Landsvirkjunar og Impregilo hefur verið í góðu samstarfi við starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Austurlands frá því að framkvæmdir hófust og fólki á virkjanasvæðinu hefur verið sinnt á Heilsugæslunni á Egilsstöðum. Einar Rafn Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands, leggur áherslu á að við Kárahnjúkavirkjun séu aðstæður ólíkar því sem áður hefur þekkst og rík ástæða til að skoða heilbrigðis- þjónustu í víðara samhengi. Mann- fjöldi á virkjunarsvæðinu sé meiri en í mörgum byggðarlögum sem stofnun- in þjónar og starfsmenn virkjunar- innar, einir eða með fjölskyldur sínar, komi til með að verða heimilisfastir þar til langframa. „Samningurinn hefur verið í burð- arliðnum frá því í ágústbyrjun,“ segir Einar Rafn. „Impregilo, sem kemur inn með sitt starfsfólk, hefur sett sér markmið sem ganga töluvert framar því sem þeim ber skylda til. Þeir hafa reist sjúkraskýli, ráðið til sín heil- brigðisstarfsmenn víða að úr veröld- inni og íslenska líka, keypt sér sjúkrabíla og fleira og vilja gera þetta almennilega. Okkar skylda er að þjóna fólkinu á virkjunarsvæðinu og við vildum gera það almennilega. Auðvitað fólust okk- ar hagsmunir einnig í því að fá ekki alla þessa þjónustu út í Egilsstaði, heldur reyna að sinna þessu á staðn- um. Það er því að okkar undirlagi að koma fram með þá hugmynd að sam- eina heilbrigðismál virkjunarinnar undir einn hatt og yfirtaka þjón- ustuna. Heilbrigðisráðuneytið hefur samþykkt þessa gjörð og verið henni fylgjandi, sömuleiðis hefur landlækn- ir komið að þessu, sóttvarnayfirlækn- ir og fleiri aðilar.“ Landsvirkjun og Impregilo greiða tvo þriðju hluta kostnaðar við ráðn- ingu íslenska læknisins á virkjunar- svæðið. Kostnaður við ráðningu hans og allt annað sem samningurinn felur í sér er um 30 milljónir íslenskra króna árlega að sögn Einars Rafns. Heilbrigðisstofnun Austurlands verður með starfsemi á virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka Sér um að skipu- leggja heilsugæslu Egilsstöðum. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Guðmundur Pétursson, yfirverkefnisstjóri Landsvirkjunar við Kárahnjúka- virkjun (lengst til vinstri), Einar Rafn Haraldsson, framkvæmdastjóri Heil- brigðisstofnunar Austurlands, Gianni Porta, verkefnisstjóri Impregilo á Ís- landi, og Roberto Velo, fjármálastjóri Impregilo, gengu frá samningnum. ÉG er mjög ánægður með samn- inginn“ segir Gianni Porta, verk- efnisstjóri hjá Impregilo S.p.A. í Kárahnjúkavirkjun. „Fyrirtækið leggur að auki til alla aðstöðu, hjúkrunarfræðinga, sérfræðing í fyrstu hjálp og búnað til fyrstu hjálpar og á sjúkrastofur. Í samningi okkar við Lands- virkjun var kveðið á um ákveðna heilbrigðisþjónustu og aðstöðu henni tengda. Við höfum valið að gera töluvert betur en þetta ákvæði segir til um.“ Porta segir að Vladimir Sta- vonko, rússneski læknirinn sem hefur starfað án íslensks lækn- ingaleyfis við virkjunina, hafi haldið sig mjög nákvæmlega innan þess ramma sem honum er leyfi- legt að vinna í. „Stavonko hefur unnið fyrir okkur á verkstöðum þar sem aðstæður eru gífurlega erfiðar og þar sem höfuðmáli skiptir að halda lífinu í mönnum við erfiðustu aðstæður uns hægt er að veita þeim viðeigandi lækn- isþjónustu. Hann mun starfa hér áfram sem fyrstuhjálpar- sérfræðingur og aðstoðarmaður íslenska læknis- ins. Við megum ekki við að missa þennan reynslumikla mann úr því starfsumhverfi sem við erum í hér, þar sem fyrstu inn- grip geta bjargað mannslífum. Þar að auki talar hann sjö tungumál, sem kemur sér vel á vinnusvæði með fólki af í það minnsta fimm- tán þjóðernum.“ Porta segir rússneska lækninn hafa staðið sig vel og sögur um harðýðgi af hans hálfu séu upp- spuni einn. Undir það taka Guð- mundur Pétursson, yfirverkefn- isstjóri Kárahnjúkavirkjunar, og Einar Rafn Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðisstofnun- ar Austurlands. Rússneski læknirinn er okkur ómissandi Gianni Porta STEFÁN Þórarinsson er yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Hann segir samninginn um heil- brigðisþjónustu í Kárahnjúkum mikilvægan. „Ég vil undirstrika að hér eru menn að leggja í sameiginlegt púkk til að ná sem bestum árangri,“ segir Stefán. „Við hjá Heilbrigðisstofn- uninni erum að leggja til heilbrigð- isþjónustu samkvæmt íslenskum heilbrigðisvenjum, -lögum og -reglum.“ Fólk Impregilo hefur reynslu „Þetta verkefni, að grafa gríð- arlega löng göng neðanjarðar, þar sem mannskepnan er í raun að vinna með krafta sem eru stærri og meiri en við erum vön að fást við, getur haft í för með sér mjög alvar- leg slys,“ heldur Stefán áfram. „Impregilo valdi þann kost, sem mér finnst vera ábyrgur hjá þeim, að taka með sér lækni og aðra starfsmenn sem hafa fengist við þessar teg- undir af slysum. Þó að sveita- læknar úti á landi séu vanir að fást við mjög margt, þá geta þarna komið slys sem við erum ekki með kunnáttu eða þjálfun til að glíma við. Með þessu samkomulagi leggja þessir aðilar saman krafta sína og það er gert á þann hátt að það fullnægir reglugerðarákvæð- um um að menn séu ekki að vinna á sviðum sem þeir hafa ekki leyfi til. Hið erlenda starfsfólk er því að vinna sem aðstoðarfólk við íslenska heilbrigðisþjónustu.“ Þarna geta orðið mjög alvarleg slys Stefán Þórarinsson SAMKVÆMT bráða- birgðatölum frá Veiði- málastofnun er laxveiði á stöng mjög áþekk því sem var í fyrra, eða um 34.100 laxar á móti 33.767 í fyrra. Þetta liggur nærri meðalveiði áranna 1974–2002, sem er 34.761 lax. Þess er þó getið að laxar sem hafa tekið agn, verið landað og sleppt, jafn- vel veiddir á ný, eru taldir með. Þessi heildartala segir þó ekki alla sög- una. Almennt kom fram aukning í veiði í ám á Vestur-, Suðvestur- og Suður- landi, lítil breyting varð í ám á Norð- austurlandi, en í nokkrum ám á Norðurlandi varð minnsta veiði sem skráð hefur verið á síðari árum og veldur það áhyggjum, en svo virðist sem samdráttur sé bæði í smálaxi og stórlaxi í umræddum ám, að sögn Guðna Guðbergssonar, fiskifræðings hjá Veiðimálastofnun, sem tók sam- an bráðabirgðatölurnar. 18% sleppt Samkvæmt upplýsingunum er bú- ist við að laxar sem sleppt var lifandi eftir að hafa tekið agn hafi verið a.m.k. svipað hlutfall og í fyrra, eða um 18% en þetta hlutfall hefur farið vaxandi síðustu árin. Nokkuð hefur verið um það í sumar að laxar sem sleppt hefur verið hafi verið merktir til að sjá hversu hátt hlutfall þeirra endurveiðist. Sáust tölur á borð við nærri 20% í Haffjarðará og 23% í Selá. Langá efst Langá Mýrum var með mestu heildarveiðina, alls 2.290 laxa, en næst kom Þverá/Kjarrá með 1.905 laxa. Þar á eftir röðuðu sér Ytri- og Eystri-Rangá og Laxá í Kjós, en alls gáfu tólf ár meira en þúsund laxa veiði. Leirvogsá er þó sú á sem gaf besta meðalveiði á stöng, en alls veiddust í henni 558 laxar á tvær stangir. Aukning í netaveiði Alls veiddust hátt í 8.000 laxar í net í sumar, en það er um 43% aukn- ing frá árinu 2002, en þá veiddust 4.583 laxar í net. Aukningin var mest í Þjórsá, en einnig varð aukning í netaveiði á Ölfusársvæðinu. Annars staðar er hverfandi netaveiði. Í heild stefnir laxveiðin því í að vera um 42.100 laxar. Laxveiði á stöng svipuð í sumar og á síðasta ári                       !!  Morgunblaðið/Golli Lax stekkur í flúðum í Elliðaánum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.