Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 38
DAGBÓK 38 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag eru væntanleg Stella Pollux, Dettifoss, Mánafoss og Helgafell. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Skrifstofa s. 551 4349, opin mið. kl. 14–17. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa og postulín, kl. 13 postulín. Hár- snyrting, fótaaðgerð. Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og handavinna, kl. 10.30–11.30 heilsu- gæsla, kl. 13–16.30 smíðar og handavinna, kl. 13 spil. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, bað, kl. 9–12 glerlist, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10–10.30 bankinn, kl. 13–16.30 bridge/vist, kl. 13–16 glerlist. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9 aðstoð við bað og hárgreiðsla, kl. 10 leikfimi, kl. 14.30 bankinn, kl. 14.40 ferð í Bónus, kl. 9–16.30 pútt- völlurinn opinn. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 13.30 bankinn, kl. 11–11.30 leikfimi. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9 postu- lín, kl. 13 trémálun, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 9– 16.30 fótaaðgerð. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9.30 hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 10 hár- snyrting, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna, Félag aldraðra í Mos- fellsbæ. Gönguferð með nesti í Skógarnes og Löngufjörur á Snæ- fellsnesi laug. 11. okt. Farið frá Hlégarði kl. 10. Þátttakendur til- kynni sig til Sólveigar sími 556 8563 eða Ingi- bjargar sími 566 6212. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Kl. 9.30 stóla- leikfimi, kl. 10.20 og 11.15 leikfimi, kl. 13 handavinnuhornið, kl. 13.30 trésmíði, nýtt og notað, kl. 14 fyrirlestur um Vífilsstaði í Garða- bergi. Félag eldri borgara Kópavogi. Skrifstofan er opin í dag frá kl. 10– 11.30, viðtalstími í Gjá- bakka kl 15–16 Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli. Kl. 9 dagblöðin, rabb og kaffi. Tréútskurður kl. 9. Myndmennt kl. 10 og 16. Línudans kl. 11. Glerlist kl. 13. Pílukast og billjard kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Söngfélag FEB, kóræfing kl. 17. Línudanskennsla Sig- valda kl. 19.15. Gerðuberg, félagsstarf. s. 575 7720. Kl. 9–16.30 vinnustofur, kl. 10.30 gamlir leikir og dansar, kl. 10.30 sund- og leik- fimiæfingar í Breið- holtslaug. Frá hádegi spilasalur opinn. Kl. 13.30 kóræfing. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–17 handavinna, kl. 9.30 boccia, kl. 9.30 og kl. 13 glerlist, kl. 13 fé- lagsvist, kl. 16 hring- dansar, kl. 17 bobb. Kl. 15.15 söngur. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.05 og kl. 9.55 leikfimi, kl. 10 ganga, kl. 11 boccia. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, útskurður, hárgreiðsla, fótaaðgerð og banki, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9–15 handmennt, kl. 9– 10 og kl. 10–11 jóga, kl. 10.30–11.30 ganga, kl. 15–18 myndlist. Fóta- aðgerðir. Hársnyrting. Korpúlfar Grafarvogi. Á morgun er Keila í Mjódd kl. 10. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 vinnustofa, kl. 9– 16 fótaaðgerð, kl. 13– 13.30 bankinn, kl. 14 fé- lagsvist, kaffi, verðlaun. Vesturgata 7. Kl. 8.25– 10.30 sund, kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 12.15-14.30 verslunarferð, kl. 13–14 spurt og spjallað, kl. 13–16 tréskurður. Haustbingó kl. 13.15. Hana-nú Kópavogi. Fundur í Bókmennta- klúbbi í kvöld kl. 20- 21.30 á Bókasafni Kópavogs. Skáld kvöldsins er Pjetur Hafstein Lárusson. All- ir velkomnir í Gjábakka Fannborg 8. Valgerður Snæland Jónsdóttir skólastjóri er gestur kvöldsins. Kiwanisklúbburinn Geysir, Mosfellsbæ. Næstu fimmtudags- kvöld kl. 20.30 verður spiluð félagsvist í Kiw- anishúsinu í Mosf. ITC-deildin Melkorka heldur fund í Borg- artúni 22, 3 hæð. mið. 8. okt. kl. 20. Öllum opinn. Nánari uppl. veitir Gunnlaug, s. 581 1172. Hafnargönguhóp- urinn. Kvöldganga kl. 20 alla mið. Lagt af stað frá horni Hafnarhúss- ins norðanmegin. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra, Hátúni 12. Kl. 19.30 félagsvist. Í dag er miðvikudagur 8. októ- ber, 281. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Ég segi yður: Héðan af munuð þér eigi sjá mig, fyrr en þér segið: Blessaður sé sá sem kemur, í nafni Drottins. (Matt. 23,39.)     Ingólfur Kjartansson,skólastjóri grunnskóla Tálknafjarðar, blæs íbú- um Barðastrandar hvatn- ingarorð í brjóst í gestap- istli á vefsíðunni Patreksfjörður.is. „Við erum stolt af því að búa í þessum harðbýla lands- hluta. Við erum stolt af því að vera þátttakendur og um margt leiðandi afl í þeim markmiðum sem þjóðin hefur sett sér, til dæmis í nýtingu eigin auðlinda. Við erum ekki síður stolt af því að til okkar er tekið sem áhrifavalda þegar kemur að umfjöllun um mótun sögu íslenskrar þjóðar í rúm ellefu hundruð ár.     Við erum Barðstrend-ingar. Við erum af- komendur þeirra sem hér fyrstir höfðu búsetu í okkar harðbýla landi, frumkvöðlar úr aust- urvegi. Það fólk átti því láni að fagna að dvelja á Barðaströnd og njóta þeirra landgæða og þeirrar náttúru sem þar er. Þetta verðum við sem hér búum nú að hafa í huga þegar við eigum stöðugt meir og meir undir högg að sækja. Íbú- um hér fækkar stöðugt. Um leið fækkar atvinnu- tækifærum sjálfkrafa. Sóknarfærum sömuleiðis. Allt tal um nýsköpun er framreitt fyrir stöðugt vondaufari eyrum. Þetta er auðvelda og örugga leiðin til auðnar.“     Hann spyr hvar mót-vægið, sóknarfærin og mannauðinn sé að finna. „Hvar annars stað- ar en í okkur sjálfum? Hér er nefnilega margt að gerast sem er þess eðl- is að efla bjartsýni, von og trú á kraftmeira mannlíf hlaðið tækifær- um og tiltrú. Við eigum ekki stöðugt að kveina í þingmönnum og ráðherr- um: „Hvar eru efnd- irnar?“ Slíkt tal er til þess fallið að beina ábyrgðinni frá þeim sem hana eiga að axla. Okkur sjálfum. Við eigum okkur hins vegar að sjálfsögðu hauka í horni þar sem eru kappsamir og ötulir stjórnmálamenn. En við vitum það vel, Barð- strendingar og Vestfirð- ingar allir, að hjá okkur liggur frumkrafturinn. Það höfum við sýnt svo oft. Þar ætlum við skóla- fólk að vera í fararbroddi og munum láta einskis ófreistað við að efla byggð og auka mögu- leika fólks á að búa hér, lifa, starfa og mennta sig.“     Í lokin segir Ingólfur:„Sameinumst því, íbú- ar Vestur-Barðastrand- arsýslu, um að finna lausn á þeim vanda sem nú steðjar að. Frammá- menn í íslensku þjóðlífi, jafnt stjórnmálamenn sem og aðrir, hafa óhræddir haldið því fram að mikilvægt sé að styðja við bakið á okkur. Þessi orð eru okkur mikilvæg – en einungis ef orðum fylgja verk.“ STAKSTEINAR Við erum Barðstrendingar Víkverji skrifar... VÍKVERJI hefur átt erindi áLandspítalann við Hringbraut reglulega um hríð og hann hefur komist að þeirri niðurstöðu að oftast sé ógjörningur að fá þar bílastæði. Það er brýn nauðsyn að bæta úr bílastæðamálum spítalans því það getur tekið tíu til tuttugu mínútur að bíða eftir að fá stæði í göngufæri og oft myndast örtröð á lóð spítalans þar sem margir eru að hringsóla og bíða. Þar sem Víkverji hefur stundum staldrað við á spítalanum í nokkurn tíma í þessum heimsóknum sínum hefur hann velt því fyrir sér hvers vegna ekki sé kaffihús eða kaffitería á spítalanum fyrir gesti eða þá sem eru að koma til aðstandenda og staldra lengi við. Að vísu er að sögn kunnugra búið að koma upp slíkri aðstöðu á barnaspítalanum en Vík- verji er sem sagt að tala um aðalspít- alann. Það væri frábært að geta brugðið sér í annað umhverfi innan spítalans og tyllt sér niður yfir einum cappuc- ino eða tebolla, nú eða þá keypt sér súpu og salat ef heimsóknin stæði yfir á matmálstíma. Og af því Víkverji er nú farinn að nöldra eina ferðina enn þá langar hann líka að minnast á biðstofuna sem þeim er boðið upp á sem eru að koma í lyfjameðferð vegna krabba- meins. Hún er svo lítil og stólar svo fáir að oft þurfa sjúklingar að standa heillengi og bíða áður en þeir komast svo að hjá sínum lækni. Ef einhverntímann er þörf á hlý- legum og þægilegum vistarverum þá er það í svona tilfellum. Og það er af- ar langt frá því að umrædd biðstofa uppfylli þau skilyrði. VÍKVERJI er annars afar glaðurmeð úrvalið af salattegundum undanfarið. Hann hefur getað geng- ið að því nokkuð vísu að til væri klettasalat í búðinni hans, romaine í Sesar-salatið, frisse, spínat og eik- arlauf auk þessara venjulegu teg- unda, kínakáls, jöklasalats og lamb- hagasalats. Ef þessar tegundir hafa ekki verið til ferskar og heilar þá hefur hann að minnsta kosti geta keypt þær í poka niðurskornar. Vík- verji vonar að aukið framboð í fleiri verslunum en áður sé merki um aukna sölu og að framhald verði á. x x x VINKONA Víkverja er afar óhressmeð að Skjár 2 skuli bara standa þeim til boða sem eru með breið- bandið. Hún vill gjarnan kaupa áskrift að þessari nýju sjónvarps- stöð því henni líst ágætlega á þætti sem þar munu standa til boða. Þegar hún fór á Netið til að athuga hvort von væri á breiðbandinu í hennar götu sá hún að það var ekkert í sjón- máli. Konan sagðist bara fara og kaupa sér gervihnattadisk fyrst þessi möguleiki stæði sér ekki til boða á næstunni. Morgunblaðið/Júlíus Víkverji vill gjarnan geta skroppið á kaffiteríu þegar hann á erindi á Landspítalann. Málefni MS-félagsins MÁLEFNI MS-félagsins voru fyrir nokkrum vikum til umfjöllunar í fjölmiðl- um, en síðan hefur ekki heyrst orð um hvernig þeim málum lyktaði. Þar kom fram að einn starfs- maður var ákærður fyrir að hafa tekið sér fé úr sjóði félagsins. En ég vil koma því áleiðis að á upp- lýsingafundi hjá félaginu kom það skýrt fram að það er ekki rétt, og var þess krafist af fundar- mönnum að starfsmaður- inn yrði beðinn opinber- lega afsökunar. Enn hefur það ekki gerst. Er hægt að bjóða nokk- urri manneskju upp á það að hægt sé að sverta mannorð hennar opinber- lega án þess að viðkom- andi fái rönd við reist? MS-félagar, erum við tilbúin að láta þá stjórn sem nú er við lýði komast upp með það? Málefni fé- lagsins eru í algjörum hnút eins og sýnir sig með öllum þeim uppsögnum starfsmanna sem hafa átt sér stað, og illt er til þess að vita að þeir sem virki- lega þurfa á því að halda að eiga MS-heimilið að sem athvarf skuli margir hverjir vera hættir að sækja það. Sá góði heim- ilisandi sem hefur ríkt þar er nú horfinn. Ég skora á ykkur fé- laga að láta til ykkar heyra. Sigríður Einarsdóttir. Konan á Nesbala KONAN á Nesbala sem ég fékk svartan kettling hjá sunnudaginn 28. sept- ember er beðin að hafa samband við Grétu í síma 587 2474 eða 662 4637. Gylliboð til ungmenna Í DV sl. mánudag er grein eftir unga konu, Sigríði Víðis Jónsdóttur, sem hún kallar Þrælahaldarar nú- tímans? Þar fjallar hún um hvernig bankar og aðrar stofnanir keppast við að senda henni alls konar gylliboð – þótt hún eigi ekki bót fyrir boruna á sér, eins og hún orðar það sjálf. Er ég hjartanlega sam- mála því sem Sigríður er að skrifa um. Á mínu heimili búa tvö ungmenni um tvítugt og þekki ég þetta af eigin raun. Inn á heimilið streyma alls kon- ar tilboð frá bönkum, símafyrirtækjum og fleiri fyrirtækjum. Er ekki varhugavert að koma því inn hjá ung- mennum í dag að þau geti ekki komist af án þess að eiga nýlegan bíl, tölvu, nýjustu tegund af gsm- síma og kreditkort í vas- anum? Og ef þessi sömu ung- menni freistast til að taka þátt í þessu kapphlaupi um dauða hluti lenda þau jafnvel í fjárnámi eða öðru verra, jafnvel áður en þau hafa lokið skóla. Móðir. Gestgjafinn 1998 ER einhver sem á jólablað Gestgjafans 1998 oggetur útvegað mér það með fyr- irfram þökk? Þeir sem gætu liðsinnt mér vinsam- lega hafi samband í síma 6953805 eða á hanna- teitsd@hotmail.com. Tapað/fundið Lyklakippa í óskilum RAUÐ lyklakippa merkt Herb fannst á Langholts- vegi. Upplýsingar í síma 561 1795. Dýrahald Týri er týndur TÝRI er 7 ára stór svart- hvítur fressköttur, til heimilis í Bauganesi 3 í Skerjafirði. Hann er með rauða ól. Ekkert hefur spurst til hans síðan mánudaginn 29. septem- ber, sem er afar óvenju- legt þar sem hann heldur sig mest á sömu slóðum, vestast í Stóra-Skerjafirði. Þeir sem hafa orðið hans varir vinsamlegast hafi samband í síma 561-2169 eða 694-5113. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís MR-ingar, búa sig undir róðrakeppni við Versló. LÁRÉTT 1 kurr, 4 brattur, 7 fugl- um, 8 sitt á hvað, 9 guð, 11 tætti sundur, 13 hræðsla, 14 deilur, 15 óveðurshrina, 17 hagn- aðar, 20 blóm, 22 stiga- gatið, 23 bíll, 24 kaka, 25 híma. LÓÐRÉTT 1 fyrir neðan, 2 gaf sam- an, 3 vítt, 4 heitur, 5 sé í vafa, 6 náði í, 10 öfgar, 12 lengdareining, 13 gruna, 15 helmingur, 16 vatns- flaumur, 18 klettasnös, 19 skyggnast um, 20 elska, 21 skaði. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 værukærar, 8 útlit, 9 innbú, 10 ann, 11 tágin, 13 garns, 15 senna, 18 ólgan, 21 pól, 22 safna, 23 ennið, 24 vaðsekkur. Lóðrétt: 2 ærleg, 3 urtan, 4 æfing, 5 agnir, 6 fúlt, 7 húns, 12 inn, 14 afl, 15 sess, 16 nefna, 17 apans, 18 óleik, 19 gengu, 20 níða. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.