Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU GREININGARDEILD Íslands- banka mælir í nýrri verðmatsskýrslu með kaupum á hlutabréfum í Lands- bankanum. Verðmatsgengi grein- ingardeildarinnar er 5,78 og verðbil miðað við breytingu á ávöxtunar- kröfu um +/- 0,50% er 5,45 til 6,14, en 12,4% ávöxtunarkrafa er gerð til bankans. Gengi Landsbankans við útgáfu verðmatsins var 5,45, en loka- gengi í gær var 5,55. Greiningardeild Íslandsbanka segir að umtalsverðar breytingar hafi orðið á rekstrarspá frá síðasta verðmati og Landsbankinn sé að lok- inni einkavæðingu mun framsækn- ari, kvikari og áhættusæknari banki en áður hafi verið og sóknarhugur sé í nýjum stjórnendum og eigendum. Væntingar séu um bætta rekstrar- afkomu með vaxandi tekjum og hag- ræðingu í rekstri. Þá telur greiningardeildin bjart yfir bankarekstri um þessar mundir. Væntingar séu um mikinn gengis- hagnað banka á árinu auk þess sem ytri aðstæður séu hagstæðar og væntingar séu um aukin umsvif sam- fara auknum hagvexti. Neikvæð áhrif af fjárfestingum með stærstu eigendum Af neikvæðum þáttum segir í skýrslunni að afskriftir og gæði út- lána séu sögulegt vandamál og auk- inn sóknarþungi auki áhættu og sveiflur í rekstri. Þá segir að vaxandi samkeppni stuðli að minnkandi framlegð og að kostnaður bankans sé mikill. Einnig kemur fram að sameigin- leg þátttaka bankans og stærstu eig- enda hans í umbreytingarverkefnum geti haft neikvæð áhrif á mat láns- hæfisfyrirtækja og þar með aukið kostnað við fjármögnun. Greining Íslands- banka mælir með kaupum í LÍ Morgunblaðið/Halldór Kolbeins TVÖ rótgróin netagerðarfyrirtæki sameinuð undir nafni Netagerðar Friðriks Vilhjálmssonar. Jón Einar Marteinsson verður framkvæmda- stjóri félagsins. Þriðja fyrirtækið, Netagerð Vestfjarða, verður dótt- urfélag hins sameinaða félags. Sam- einað félag og dótturfélög þess reka alhliða veiðarfæraþjónustu á sex stöðum á landinu, auk einnar starfsstöðvar þar sem rekin er þvottastöð fyrir fiskeldispoka. Áætluð heildarvelta hinna samein- uðu fyrirtækja, ásamt dótturfélög- um, er um 450 milljónir á þessu ári og heildarstarfsmannafjöldi er um 40. Ákveðið hefur verið að sameina Netagerð Friðriks Vilhjálmssonar hf. og Neta- og veiðarfæragerðina hf. undir nafni Netagerðar Friðriks Vilhjálmssonar hf. Skiptihlutföll hafa verið samþykkt í stjórnum fé- laganna. Framundan eru hluthafa- fundir í báðum félögunum þar sem sameiningin verður lögð fyrir, en gert er ráð fyrir að hún gildi frá og með 1. júlí 2003. Hampiðjan hf. á meirihluta hluta- fjár í Neta- og veiðarfæragerðinni og á einnig hlut í Netagerð Friðriks Vilhjálmssonar. Stærsu hluthafar í sameinuðu félagi verða Hampiðjan, Eignarhaldsfélag Austurlands hf., sem er í meirihlutaeigu Síldar- vinnslunnar hf., og Jón Einar Mar- teinsson framkvæmdastjóri Neta- gerðar Friðriks Vilhjálmssonar. Jón Einar verður framkvæmda- stjóri hins sameinaða félags. Samtímis hefur verið ákveðið að Netagerð Vestfjarða hf. verði dótt- urfélag hins sameinaða félags. Hampiðjan er meirihlutaeigandi í Netagerð Vestfjarða og sameinað félag mun kaupa hlutabréf Hamp- iðjunnar í Netagerð Vestfjarða og greiða fyrir með bréfum í Netagerð Friðriks Vilhjálmssonar. „Allt eru þetta rótgróin fyrir- tæki og þekkt fyrir starfsemi sína og þjónustu við sjávarútveg- inn í áratugi. Fé- lagið mun eiga náið samstarf við Hampiðjuna hér á landi og dótt- urfélög hennar, ekki síst á Írlandi, í Litháen og í Danmörku. Í því samstarfi mun fé- lagið koma að vöruþróun grunnein- inga veiðarfæra og fiskeldiskvía og mun draga að sér þekkingu í því samstarfi þar sem hennar er þörf,“ segir meðal annars í frétt um sam- eininguna. Ásmundur Helgi Stein- dórsson hefur verið ráðinn í starf fjármálastjóra hjá Netagerð Frið- riks Vilhjálmssonar og kemur hann til starfa hjá sameinuðu félagi í Neskaupstað 1. desember næst- komandi. Ásmundur er með meist- arapróf í viðskiptafræði og starfar í dag hjá Brim sem er útgerðarsvið Hf. Eimskipafélags Íslands. Sameinað félag með dótturfélög- um mun eftir sameininguna bjóða alhliða veiðarfæraþjónustu á sex stöðum á landinu: á Fáskrúðsfirði, í Neskaupstað, á Seyðisfirði, á Ak- ureyri, á Siglufirði og á Ísafirði, ásamt þvottastöð fyrir fiskeldispoka á Reyðarfirði. Einnig rekur félagið gúmmíbátaþjónustu á tveimur af áðurnefnum stöðum, í Neskaupstað og á Ísafirði. Fyrirtækið veitir al- hliða veiðarfæraþjónustu á öllum starfsstöðvunum og framleiðir og þjónustar allar gerðir veiðarfæra. Einnig verður það leiðandi fyrir- tæki í þjónustu við fiskeldi, með framleiðslu á netpokum og festing- um til fiskeldis, rekstri á þvottastöð fyrir fiskeldispoka og sölu á kvíum og öðrum búnaði til fiskeldisstöðva. Netagerðir sameinast Bjóða alhliða veiðarfæraþjónustu á sex stöðum á landinu Jón Einar Marteinsson VILHJÁLMUR Bjarnason, hluthafi í Eimskipafélagi Íslands, hefur sent stjórn Fjármálaeftirlitsins bréf þar sem hann óskar eftir því að öðrum hluthöfum í Eimskipafélaginu verði gefinn kostur á að selja bréf í félag- inu á sama gengi og Samson keyptu hlut sinn af Lífeyrissjóðum Banka- stræti 7. „Undirritaður hluthafi í Hf. Eim- skipafélagi Íslands fer þess á leit við stjórn Fjármálaeftirlitsins að stjórnin leggi fyrir aðila að samningi um verðbréfaviðskipti dags. 19. september sl.; þ.e. um viðskipti með hlutabréf í Hf. Eimskipafélagi Ís- lands, alla fyrir einn og einn fyrir alla, að gefa öðrum hluthöfum í Hf. Eimskipafélagi Íslands kost á að kaupa af þeim hlutabréf þeirra í Hf. Eimskipafélagi Íslands á gengi a.m.k. 7,60 sem gengi í viðskiptum „Samson“ og Lífeyrissjóða í Banka- stræti. Hafi einhver samningsaðila keypt hlutabréf í Hf. Eimskipafélagi Íslands á hærra gengi sl. 6 mánuði, þá verði það innlausnargengi. Aðilar að samningnum eru eftir- taldir: Fjárfestingarfélagið Straum- ur hf. Burðarás hf. / Hf. Eimskipa- félag Íslands, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., Landsbanki Íslands hf., Samson Global Holdings, Ltd. Ástæður þessarar beiðni eru eft- irfarandi: Samningurinn og hliðar- samningar frá 19. september eru hluthafasamkomulag hluthafa sem eiga a.m.k. 40% hlutafjár í Hf. Eim- skipafélagi Íslands. Samningurinn felur í sér samráð um skiptingu eigna Hf. Eimskipa- félags Íslands. Hluthafasamkomulagið felur í sér breytingu á samþykktum Hf. Eim- skipafélags Íslands. Samningurinn felur í sér samráð um stjórnun á Hf. Eimskipafélagi Íslands. Samningurinn er að eðli og efni samráð og hluthafasamkomulag um eignir og stjórnun Hf. Eimskipa- félags Íslands, samanber lög nr. 33/ 2003 um verðbéfaviðskipti, VI. kafla. Þess er farið á leit að stjórnin taki beiðni þessa til afgreiðslu fyrir 9. október nk., en þá verður haldinn hluthafafundur í Hf. Eimskipafélagi Íslands,“ að því er segir í bréfi til Fjármálaeftirlitsins. Vilhjálmur Bjarnason um viðskipti með bréf í Eimskip Allir sitji við sama borð MORGUNBLAÐINU hefur borizt til birtingar eftirfarandi ályktun frá aðalfundi Útvegsmannafélags Suður- nesja: „Aðalfundur Útvegsmannafélags Suðurnesja, haldinn 30. september 2003, mótmælir harðlega áformum stjórnvalda um að tekin verði upp sérstök ívilnun í kvóta til dagróðra- báta sem róa með línu. Slík ívilnun mun óhjákvæmilega leiða til mismununar fyrirtækja inn- an atvinnugreinarinnar, þar sem ein- um útgerðarflokki yrðu veittar aukn- ar veiðiheimildir á kostnað annarra. Heildarafli á Íslandsmiðum er tak- markaður og því er ljóst að ef til slíkrar mismununar kemur mun það leiða til þess að veiðiheimildir ann- arra verða skertar að sama skapi. Ef línubátum verður leyft að veiða meira en núverandi aflamark þeirra kveður á um mun það ekki aðeins koma niður á fyrirtækjunum sem fyrir skerð- ingnni verða og starfsfólki þeirra til sjós og lands, heldur einnig á þeim byggðarlögum þar sem útgerð bygg- ist ekki á línuveiðum dagróðrabáta. Frá því aflamarkskerfi var tekið upp á Íslandi hafa smábátar aukið afla sinn gríðarlega á kostnað afla- marksskipanna. Ljóst að markmið útgerða smábáta með svonefndri „lí- nuívilnun“ er að ná til sín enn stærri hluta af veiðiheimildum þeirra. Við það verður ekki unað.“ Mótmæla línuívilnun SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA, Árni M. Mathiesen, fer fyrir viðskipa- sendinefnd sem sem er í Noregi þessa dagana. Farið er til þriggja borga sem allar eru mikilvægar á sviði sjávarút- vegs og fiskeldis, en þær eru Tromsö, Álasund og Bergen. Markmið ferðar- innar er að styrkja núverandi við- skiptasambönd á markaðssvæðinu og koma á nýjum. Megináherslan er lögð á að skipu- leggja viðskiptafundi fyrir þátttakend- ur en einnig verða ráðstefnur og litlar sýningar í áðurnefndum borgum. Sér- stök áhersla verður lögð á að fá lyk- ilaðila á hverjum stað úr áðurnefndum atvinnugreinum. Aðstaða fyrir um- rædda fundi, ráðstefnur og sýningar verður á Radison SAS-hótelunum. Bú- ist er við góðri þátttöku, en gert er ráð fyrir því að allt að 20 íslensk fyrirtæki sem þjónusta sjávarútveginn, fisk- vinnslu og fiskeldi, muni taka þátt í sendinefndinni. Útflutningsráð hefur valið samstarfsaðila sem þekkja vel til í sjávarútvegi í Noregi og eru búsettir ytra. Þrátt fyrir bágt ástand sjávarútvegs og fiskeldis í Noregi síðustu misseri, er talið mikilvægt að vinna að kynning- armálum á þessum markaði sem þegar er orðinn mikilvægur fyrir mörg ís- lensk fyrirtæki. Augljóst má vera að mikið hagræði skapast fyrir kaupendur í þessum borgum sem fá á einu bretti þennan fjölda íslenskra fyrirtækja, í stað þess að þurfa að ferðast um langan veg til að sækja sýningar á sínu sviði. Viðskiptasendi- nefnd til Noregs SPILLING er næstminnst á Ís- landi og minnst í Finnlandi, ef marka má lista með 133 löndum sem stofnunin Transparency Int- ernational hefur raðað saman. Í þriðja til fjórða sæti listans eru Danmörk og Nýja-Sjáland, í fimmta sæti er Singapúr, þá Sví- þjóð og í sjöunda sæti er Holland. Í áttunda til tíunda sæti eru Ástr- alía, Noregur og Sviss. Í næstu tíu sætum eru, í þessari röð: Kan- ada, Lúxemborg, Bretland, Aust- urríki, Hong Kong, Þýskaland, Belgía, Írland, Bandaríkin og Chile. Neðsta sæti listans skipar ríkið Bangladesh, en í öðru og þriðja neðsta sæti eru ríkin Nígería og Haítí. Af öðrum ríkjum má nefna að Búlgaría er í 54. sæti, Kína er í 66. sæti, Indland er í 83. sæti og Rússland er í 86. sæti. Samkvæmt mælingunni minnk- aði spilling milli ára í Austurríki, Belgíu, Kólumbíu, Frakklandi, Þýskalandi, Írlandi, Malasíu, Noregi og Túnis. Dæmi um ríki þar sem ástandið fer versnandi eru Argentína, Hvíta-Rússland, Chile, Kanada, Ísrael, Lúx- emborg, Pólland, Bandaríkin og Simbabve. Á lista Transparency Int- ernational er ríkjum raðað eftir því hve spilltir embættis- og stjórnmálamenn eru taldir vera. Stofnunin skilgreinir spillingu í þessu sambandi sem misnotkun opinbers embættis til persónulegs ávinnings, svo sem mútuþægni. Næstminnst spilling á Íslandi SAMSKIP hafa opnað skrifstofu í Larvík í Noregi. Er þetta gert í framhaldi af því að félagið hóf sigl- ingar á nýrri gámaflutningaleið milli Belgíu, Hollands og Noregs í ágúst- lok. Rekstur skrifstofunnar heyrir undir Ólaf E. Jóhannsson, fram- kvæmdastjóra Samskip Norge AS, í Moss. Í fréttatilkynningu frá Samskip- um segir að tveir starfsmenn verði til að byrja með á skrifstofunni í Lar- vík. Muni þeir m.a. sjá um alla þjón- ustu Samskipa í Noregi vegna gáma- flutninganna milli Óslóar, Larvíkur, Fredrikstad, Immingham, Antwerp- en og Rotterdam. Einnig segir í til- kynningunni að Samskip vænti þess að reynsla þessara tveggja starfs- manna og þekking á flutningamark- aðnum nýtist til að efla starfsemi fé- lagsins enn frekar í Noregi. Samskip opna skrif- stofu í Larvík í Noregi KAUPÞING Búnaðarbanki hf. hef- ur selt 118 milljónir króna að nafn- verði hlutafjár í Kaldbaki hf. Þetta eru 6,72% af heildarhlutafé félags- ins. Fyrir söluna átti bankinn 7,96% hlut í Kaldbaki en á 1,24% eftir söl- una. Frá þessu var greint í tilkynn- ingu til Kauphallar Íslands í gær. Lokaverð hlutabréfa Kaldbaks í Kauphöllinni í gær var 4,38. Ætla má að söluverðið á þeim hlut sem Kaupþing Búnaðarbanki seldi hafi því verið í kringum 480 milljónir króna. Ekki fengust upplýsingar hjá Kaupþingi Búnaðarbanka í gær um hver eða hverjir keyptu hlutabréf bankans í Kaldbaki né hvert verðið var. Um ástæðu sölu bankans feng- ust aðeins þær skýringar að verðið hafi verið gott og þessi viðskipti hafi einungis verið hefðbundin sala á hlutabréfum í veltubók bankans. Kaupþing Búnaðar- banki selur í Kaldbaki LANDSBANKI Íslands hefur keypt 49% hlut Íslenskra aðalverktaka í fasteignafélaginu Landsafli. Fyrir átti bankinn 25,5% hlut í félaginu en á nú 74,5%. Framtak fjárfestingar- banki, sem er í eigu Fjárfestingar- félagsins Straums, á 25,5% hlut í Landsafli, og á milli Framtaks og Landsbankans er gagnkvæmur kaup- og söluréttur á þeim hlut og rennur hann út um miðja næstu viku. Fasteignafélagið Landsafl sér- hæfir sig í eignarhaldi, umsýslu, rekstri og útleigu fasteigna. Félagið hefur yfir að ráða samtals 93 þúsund fermetrum af húsnæði, svo sem skrifstofu-, verslunar- og iðnaðar- húsnæði. Meðal helstu eigna eru Höfðabakki 9, Reykjaneshöllin og Holtagarðar. Landsbanki með 74,5% í Landsafli ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.