Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ                      BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. MIKIÐ hefur verið fjallað um Dals- mynni og má segja að þeir sem þar búa séu lagðir í einelti. Dæmi úr bréfi til blaðsins: „Ein kona sem ég þekki á 10 hunda frá Dalsmynni en einungis 2 þeirra eru í lagi. Þetta er því miður ekki einsdæmi.“ Eftur lestur slíkra greina hafði ég oft hugleitt að segja frá reynslu minni af Dalsmynni. Sérstaklega eftir lestur bréfs til blaðsins, sem segir fjölmiðla „Níðlegg samtímans misjafnlega opna fyrir mann- skemmdum og níði um þá, sem af ýmsum ástæðum eiga erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér“. Eftir lestur heilsíðu greinar í Fréttablaðinu í morgun tel ég mér rétt og skylt að segja frá kynnum mínum af Ástu í Dalsmynni. Þannig er að fyrir 14 árum eign- aðist ég hund og á enn. Töluvert bindandi er að eiga hund og skreppi maður af landinu þarf að koma hon- um í fóstur, sem oft getur verið erf- itt. Ég hafði lengi níðst á mínum nánustu, þegar ég setti hann á hótel í viku. Reynsla mín af því var slík að ég hét því að aldrei aftur skyldi hann í fóstur hjá ókunnugum. Löngu seinna var mér bent á að tala við Ástu í Dalsmynni. Enn seinna stóð þannig á að ég hringdi í Ástu, sem sagðist yfirleitt ekki taka hunda í fóstur, en þar sem ég væri í algjörum vandræðum skyldi hún passa hann fyrir mig og bað mig taka með vottorð frá dýraspítalan- um um að hann væri hreinsaður og sprautaður. Ásta og kötturinn tóku vel á móti okkur og líka tveir stórir páfagauk- ar. Þegar ég svo sótti vininn var hann alveg rólegur á meðan við Ásta röbbuðum saman og ég fékk að halda á páfagauknum Frosta. Það var greinilegt að honum hafði liðið vel í vistinni og var hændur að Ástu. Síðan hefur hann nokkrum sinn- um gist í Dalsmynni og barnabörnin fengið að koma með mér að sækja hann. Alltaf fagnar hann okkur jafn vel, þegar við komum og fer svo út á hlað að leika sér eða elta köttinn. Það er helst, ef honum finnst við vera of lengi að gæla við páfagauk- ana, að hann kemur að hurðinni og geltir. Hundurinn minn er ekki frá Dals- mynni og ekki heldur gallalaus frek- ar en ég, en okkur þykir jafnvænt hvorum um annan fyrir því. Ég hefi ekkert vit á og er ekki dómbær um hundarækt, en ég hefi séð nóg til Ástu og hvernig dýrin eru við hana, til þess að fullyrða að hún fer ekki illa með dýr. Þessum rógskrifum, mótmælalist- um á Netinu og skipulögðum mót- mælagöngum má einna helst líkja við Geirfinnsmálið. Þá voru saklaus- ir menn lokaðir inni og stór hluti þjóðarinnar dæmdi þá seka út frá blaðagreinum. Hvað skyldu margir, sem ekki þekkja málið af öðru en grein Fréttablaðsins reiðubúnir að skrá sig á mótmælalistann? Í upphafi greinar Fréttablaðsins segir í texta undir mynd, að Frétta- blaðið hafi ekki fengið leyfi til þess að mynda hundana í búrum sínum og greinin endar á að blaðamenn hafi ekki fengið að skoða búið. Skyldi nokkurn undra? Hver vill fá gest í heimsókn trúi hann að mark- mið heimsóknarinnar sé rógur og níðskrif? Er það ekki nákvæmlega það, sem Laxness-deilan snýst um? Að lokum. Í greininni er haft eftir hundaeftirlitsmanni Reykjavíkur að ekki sé greitt af hundunum, eins og í Reykjavík. Hefur tíðkast að greitt sé af hundum í sveit? Ég hefi ekki skilið nauðsyn þess að leggja 15 þús kr. skatt á hunda- eigendur í Reykjavík eða hvað við fáum fyrir þennan árlega 15 þús. kall. Þaðan af síður er skiljanlegt að „handtökugjald“ sé 4–5 sinnum hærra í Reykjavík en t.d. í Mos- fellsbæ, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði, en það er e.t.v. efni í aðra grein. SIGURÐUR ODDSSON, Maríubaug 21. Dýravinurinn mikli Ásta í Dalsmynni Frá Sigurði Oddssyni FJÖLSKYLDA í Smáíbúðahverfi hefir hækkað risið á húsi sínu og sett á það kvist. Sótt var um leyfi til byggingar- nefndar og var það veitt. Á síðari stigum kom það í ljós að þessi breyt- ing á húsinu hafði ekki farið í s.k. grenndarkynningu. Mál þetta hefir farið fyrir öll dómsstig og húseigand- anum gert að breyta húsi sínu í fyrra horf bótalaust. Nú er það svo þarna innfrá að það er eitt og annað sem aldrei var sótt um leyfi fyrir, er þá ekki spurning hvort ekki eigi að fara yfir hverfið og láta taka burt það sem ekki hefir ver- ið leyft. Hér út um gluggann á Flóka- götu sjást þrjár merkisbyggingar sem ekki eru eins og höfundarnir ætluðust til að þær yrðu. A. Á stromp Heilsuverndarstöðv- arinnar hefir verið sett sjónvarps- loftnet sem er nú bara að detta af. B. Utaná Iðnskólaturninn hafa verið sett farsímaloftnet sem eru rekstri skólans óviðkomandi. C. Af einhverjum dularfullum ástæðum er efsti hluti turnsins á Hallgrímskirkju ljósari en neðri hlut- inn. Turnspíran er alsett einhverjum svörtum prjónum sem munu vera einverskonar fjarskiptaloftnet. Fjarskiptafélög ættu að láta setja upp sérstaka turna fyrir sín loftnet, turnar þessir yrðu þá hannaðir sem hluti af borgarmyndini og færu gegn- um lögboðið ferli byggingaryfir- valda. GESTUR GUNNARSSON, tæknifræðingur, Flókagötu 8, Reykjavík. Loftnet Frá Gesti Gunnarssyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.