Morgunblaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ KOMA ætti upp alþjóðlegum grunn- skóla fyrir börn erlendra sérfræð- inga sem koma hingað til lands til að starfa tímabundið og mundi það eitt og sér hafa mikil áhrif á áhuga er- lendra sérfræðinga til að koma hing- að til að vinna. Stofnun alþjóðlegs grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu þar sem kennt væri á ensku eftir alþjóðlegri nám- skrá er meðal þess sem starfshópur erlendra sérfræðinga, í samvinnu við Verslunarráð Íslands, segir að mundi gera sérfræðingunum auð- veldara að flytjast tímabundið hing- að til lands með fjölskyldu sína. Slík- ir skólar eru þekktir víða um heim og væri hægt að samnýta námskrá og námsefni með svipuðum skólum er- lendis, segir Lára Sólnes frá Versl- unarráði. Skólinn gæti einnig hugs- anlega verið sér deild í íslenskum grunnskóla. Adam Baker, sem stýrir einni af deildum Íslenskrar erfðagreiningar, segir að Ísland hafi upp á margt að bjóða: „Við vildum bara benda á ein- hver af þeim atriðum sem voru mik- ilvæg fyrir okkur þegar við vorum að íhuga að koma til Íslands og eftir að við fluttum hingað.“ Lára segir að ekki sé vitað hversu mörg börn gætu sótt slíkan skóla, en segir að í undirbúningi sé að kanna þörfina meðal erlendu sérfræðing- anna. Þegar rætt er um erlenda sérfræð- inga í þessu samhengi er átt við mik- ið menntað fólk á ákveðnu sviði sem kemur hingað vegna þess að þörf er á sérfræðikunnáttu þess í ákveðið verkefni. Sérfræðingarnir sækjast sjaldnast eftir ríkisborgararétti heldur hyggjast búa hér í einhver ár. Ekki náðist í Tómas Inga Olrich menntamálaráðherra vegna málsins í gær. Leigumál í ólestri Annað vandamál sem erlendir sér- fræðingar hafa áhyggjur af er leigu- markaðurinn hér á landi. Starfshóp- urinn var sammála um að leigumál hér á landi væru í ólestri og leiga á húsnæði allt of há. Ebenhard Wie- land, framkvæmdastjóri Wurth á Ís- landi, sagði að hann hafi fljótlega ákveðið að kaupa frekar íbúð en að leigja og við það hafi mánaðar- greiðslur vegna íbúðarinnar lækkað talsvert á mánuði. Langtímaleiga er einnig eitthvað sem hefur lítið þróast hér á landi, að mati Wieland, og ekki hægt að skrifa undir samninga til nokkurra ára og vera öruggur um að fá að vera út tím- ann í sömu íbúðinni. Starfshópur sérfræðinganna skor- ar einnig á bankana að taka meira til- lit til erlendra viðskiptavina sem eiga yfirleitt ekki hægt um vik að fá ein- hvern til að skrifa upp á lán fyrir sig. Baker segir mikilvægt að erlendir ríkisborgarar geti gert grein fyrir sinni viðskiptasögu hjá erlendum bönkum þegar þeir komi hingað, og að íslensku bankarnir veiti a.m.k. einhver lán byggð á góðri viðskipta- sögu erlendis. Hópurinn vill þó taka fram að margt sé jákvætt við að flytja hingað til lands. Félagslega kerfið segja þeir gott, og flest í kerfinu gengur vel eft- ir að menn hafa fengið sér kennitölu. Verslunarráð og hópur erlendra sérfræðinga sem vinna á Íslandi Vilja alþjóðleg- an grunnskóla hér á landi Morgunblaðið/Þorkell Eberhard Wieland, Adam Baker og Lára Sólnes kynna hugmyndirnar. TÓNAHÁTÍÐ hefst í Þjórsárveri í kvöld í þriðja sinn. Þrennir tónleikar verða á hátíðinni; í kvöld syngja óperusöngvararnir Bergþór Pálsson og Ólafur Kjartan Sigurðarson, en með þeim leikur Jónas Ingimundar- son. „Við ætlum að flytja Glúntana, dagskrá sem við höfum flutt um allt land, en höfum enn ekki fengið tæki- færi til að flytja á þessum slóðum,“ segir Ólafur Kjartan Sigurðarson. „Þetta eru bráðskemmtilegir söngv- ar eftir Gunnar Wennerberg um tvo háskólastráka, skólaárin og þeirra gleðiríka líf. Við sviðsetjum þetta að nokkru leyti, og klæðumst auðvitað viðeigandi búningum.“ Listamenn á landsmælikvarða Gunnar Wennerberg var tvívegis kirkjumálaráðherra í Svíþjóð og mikils metinn. Hann var líka tón- skáld – náttúrutalent – og samdi tón- verk fyrir kirkjuna. Í dag væri hann sennilega flestum gleymdur ef ekki væri fyrir þann eina ópus sem hann sór af sér og skammaðist sín fyrir. Það voru einmitt Glúntarnir, laga- flokkur um líf mátulega kærulausra en afar lífsglaðra stúdenta í Upp- sölum um miðja 19. öld. Wennerberg samdi bæði lögin og ljóðin. Glúnt- arnir nutu gríðarlegra vinsælda hér á landi í áratugi og sönghneigðir herramenn heyrðust gjarnan taka einn eða tvo Glúnta í gleðskap. Valdimar Össurarson, umsjónar- maður Þjórsárvers, var ráðinn af Villingaholtshreppi fyrir fjórum ár- um til þess að byggja upp samkomu- staðinn Þjórsárver; – utan jafnt sem innan, að hans sögn. „Uppbygging felst ekki aðeins í verklegu viðhaldi og slíku, heldur ekki síður í uppbygg- ingu ímyndar og annarrar starfsemi. Liður í því er að gera Þjórsárver að menningarhúsi og sinna listunum af myndarskap. Annað verkefni er svo að laða hingað hópa til hvers konar funda og móta. Þriðja verkefnið snýr að innansveitarstarfsemi í Þjórs- árveri, en hún er gífurlega mikil, – félagslíf í hreppnum er mjög öflugt. Við höfum haldið Tónahátíð tvisv- ar áður, en aðeins í eitt kvöld hvort ár. Nú vildum við stækka hátíðina og fengum til þess stuðning frá Alþingi. Við gætum vel fengið óþekkt fólk til að raula eitthvað hérna, en við vild- um gera þetta almennilega og vera eingöngu með listamenn á lands- mælikvarða. Í kvöld er Sígilda kvöld- ið, – vegna forfalla er dagskráin þó svolítið breytt frá því sem áður var auglýst. Annað kvöld er Söngkvöld, þegar átta manna hljómsveit, South River Band, upprunnin á Ólafsfirði, leikur og syngur. Við munum varpa öllum söngtextum upp á skjá svo allir geti sungið með, og þetta verður örugglega dúndrandi fjör, og lögin ættuð úr öllum heimshornum. Á laugardagskvöldið leikur stærsta tríó í heimi, Ríó tríó, – með þeim Birni Thoroddsen og Gunnari Þórð- arsyni. Um það þarf ekki meira að segja; þetta eru höfuðsnillingarnir sjálfir.“ Valdimar segir að þótt hátíðin standi ekki nema eina helgi hafi verið ákveðið að hafa dagskrána fjöl- breytta og góða. „Ég held að við hljótum að vera að gera mjög vel – kannski að slá heimsmet, því það eru einungis 180 manns sem búa í Vill- ingaholtshreppi, sem stendur fyrir Tónahátíðinni.“ Tónleikarnir í kvöld og annað kvöld hefjast kl. 20.30, en kl. 21 á laugardagskvöld. Hægt er að kaupa afsláttarkort á alla þrenna tónleika Tónahátíðarinnar. Tónahátíð í Þjórsárveri hefst í þriðja sinn í kvöld „Vildum gera þetta almennilega“ Glúntarnir: Ólafur Kjartan Sigurð- arson og Bergþór Pálsson, en í hnakkadrambið á þessum vinsælu „eilífðarstúdentum“ tekur Jónas Ingimundarson píanóleikari. MINNISVARÐI um bandaríska hermenn sem týndu lífi sínu á Ís- landi í síðari heimsstyrjöldinni var afhjúpaður við hátíðlega athöfn í Fossvogskirkjugarði í gær, að við- stöddum Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands. Fulltrúar erlendra ríkja voru einnig viðstaddir auk al- mennings. Minnisvarðann létu liðs- menn Heiðursherfylkis Massachus- etts reisa, en það er félagsskapur manna sem þjónað hafa í Banda- ríkjaher og hafa það að markmiði að heiðra minningu bandarískra hermanna.Morgunblaðið/Kristinn Heiðra minningu hermannaMORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Læknavaktinni er varðar um- fjöllun fjölmiðla síðustu daga um drög að álitsgerð Land- læknisembættisins vegna veik- inda og andláts ungs barns í vor. „Að gefnu tilefni vill Lækna- vaktin koma því á framfæri að læknar vaktarinnar komu hvergi að þessu alvarlega og af- drifaríka máli. Læknavaktin harmar einnig ótímabæra um- fjöllun um drögin. F.h. Læknavaktarinnar, Þórður G. Ólafsson yfirlæknir.“ Yfirlýsing frá Lækna- vaktinni „MÍNUM spurningum var ekkert svarað í þessu bréfi Rithöfundasam- bandins. Það virðist ætla að leiða málið hjá sér,“ segir Hannes Hólm- steinn Gissurarson prófessor um efni svarbréfs við spurningum hans um lögmæti þess að takmarka að- gang að bréfa- safni Halldórs Kiljans Laxness á Landsbókasafni Íslands – há- skólabókasafni. Eins og komið hefur fram vinn- ur Hannes að rit- un ævisögu Halldórs og hefur meðal annars lesið bréfasafn skáldsins sem geymt er á Landsbókasafninu. Bréf- in hafa verið aðgengileg fyrir gesti og fræðimenn í sjö ár eða frá því að Auður Laxness, ekkja Halldórs, af- henti þau til varðveislu á degi ís- lenskrar tungu árið 1996. Í september óskaði Auður hins vegar eftir því að aðgangur að bréfa- safninu yrði takmarkaður við tvo einstaklinga. Hannesi og aðrir gestir geta því ekki lesið bréfin og deilt er um hvort vitna megi í þau án leyfis þeirra sem fara með höfundaréttinn. Óskaði eftir aðstoð Í byrjun vikunnar sendi Hannes því Rithöfundasambandi Íslands bréf og óskaði eftir lögfræðiaðstoð vegna þessa máls. Lagði hann fram átta spurningar, þar á meðal hvort heimild væri í lögum fyrir Lands- bókasafn að takmarka aðgang að bréfasafninu með þessum hætti og framfylgja þannig ósk Auðar og ann- arra aðstandenda skáldsins. Hannes telur að þessum spurning- um sé enn ósvarað en vill að öðru leyti ekki tjá sig um svar Rithöf- undasambandsins. Hann sé að und- irbúa fyrsta bindi ævisögunnar til prentunar og hafi ekki tekið ákvörð- un um framhald málsins. Rithöfundasam- bandið svarar Hannesi Hólmsteini Spurning- um mínum ósvarað Hannes Hólm- steinn Gissurarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.