Morgunblaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 10
Styðja bann við kaupum á vændi FJÓRTÁN þingkonur eru flutnings- menn frumvarps til laga um að hver sá sem greiðir fyrir kynlífsþjónustu af nokkru tagi skuli sæta fangelsi allt að tveimur árum. Fyrsti flutnings- maður frumvarpsins er Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs. Meðflutningsmenn eru þingkonur úr Framsóknarflokki, Samfylkingu og Frjálslynda flokknum. Í frumvarpinu er einnig lagt til að hver sá sem hafi tekjur af milligöngu um vændi annarra skuli sæta fang- elsi allt að 4 árum. „Sömu refsingu varðar það að ginna, hvetja eða að- stoða barn, yngra en 18 ára, til þess að stunda vændi eða aðra kynlífs- þjónustu,“ segir m.a. í frumvarpinu. Í greinargerð segir m.a. að kaup á kynlífi og kynlífsþjónustu séu gróf valdbeiting og kynferðislegt ofbeldi. Þá segir að ótal kannanir sýni að konur sem selji líkama sinn hafi margar verið beittar kynferðisof- beldi í æsku; þær hafi því alla tíð staðið höllum fæti í lífinum. „Á síð- ustu árum hafa fátækt og litlar vonir um mannsæmandi framtíð einnig knúið fólk til vændis og auðveldað þannig þeim sem kaupa kynlífsþjón- ustuna, eða gerast milligöngumenn um slíkt, að ná valdi yfir því.“ Fjórtán þingkonur FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ JÓN Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyfingarinn- ar – græns framboðs, sagði á Alþingi í gær að fjár- hagsleg staða margra sveitarfélaga væri alvarleg og að taka þyrfti á þeim vanda sem fyrst. Hann sagði sömuleiðis að nýlegar breytingar á úthlut- unarreglum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga hefðu komið illa niður á mörgum sveitarfélögum. „Staðan er sú að mörg sveitarfélög herða nú ólina í þjónustu við íbúana en safna samt skuldum.“ Árni Magnússon félagsmálaráðherra benti á hinn bóginn á að framlög úr sjóðnum hefðu lækkað mest hjá þeim sveitarfélögum sem hæstar hefðu tekjurnar og hefðu þar með mest svigrúm til hag- ræðingar í sínum reksti. „Þessi sveitarfélög eiga að geta hagað áætlanagerð sinni í samræmi við fyr- irsjáanlega skerðingu framlaga, til dæmis með því að draga úr fjárfestingum, hagræða í rekstri eða nýta betur tekjustofna sína.“ Þessi orðaskipti fóru fram í umræðu utan dag- skrár um úthlutunarreglur úr Jöfnunarsjóði sveit- arfélaga. Jón Bjarnason var málshefjandi umræð- unnar en Árni Magnússon var til andsvara. Ráðherra rakti það m.a. í ræðu sinni hvernig staðið hefði verið að breyttum reglum sjóðsins. Hann sagði að skipuð hefði verið nefnd í byrjun árs 2001 af þáverandi félagsmálaráðherra, Páli Péturssyni, sem átti að endurskoða lög og reglur sjóðsins. Í nefndinni áttu sæti fulltrúar sveitarfélaga, fulltrúi ráðuneytisins og alþingismenn. Ráðherra sagði að nefndin hefði skilað tillögum í september árið 2002, en meðal tillagna hennar var að gera nauðsynlegar breytingar á tilteknum reglum sjóðsins vegna breyttra forsendna, m.a. vegna fækkunar og aukinnar stærðar sveitarfélaga og breytinga á tekjustofnun þeirra og verkefnum. „Í framhaldi af tillögum nefndarinnar voru gerðar breytingar á laga- og reglugerðarákvæðum um Jöfnunarasjóðinn,“ útskýrði ráðherra. Hann fór yfir helstu áhrif breytinganna. Sagði hann m.a. að tekjuhá sveitarfélög yrðu nú fyrir hlutfallslega meiri skerðingu en áður. Það mætti einkum rekja til þess að skerðing vegna tekna hæfist þegar tekjur sveitarfélaganna væru 4% yfir meðaltekjum sveitarfélaga í sama viðmið- unarflokki. Áður hefði skerðingin hafist þegar tekjur voru 15% umfram meðaltekjur. Hann sagði ennfremur að ýmsar breytingar hefðu verið gerðar á uppbyggingu framlaga sjóðs- ins; við útreikninga þeirra væri tekið tillit til fleiri þátta en áður. Til dæmis væri tekið sérstakt tillit til sveitarfé- laga með fleiri en einn þéttbýlisstað. Markmið þess væri að styrkja þau sveitarfélög sem í kjölfar sam- einingar þyrftu að reka þjónustu á fleiri en einum þéttbýlisstað. Breyttu reglurnar leiddu því í mörg- um tilfellum „til aukningar á fram- lögum til sameinaðra sveitarfé- laga“. Komu flatt upp á sveitarfélög Jón Bjarnason lagði m.a. áherslu á í ræðu sinni að hinar breyttu út- hlutunarreglur sjóðsins, sem hefðu komið til framkvæmda á þessu ári, hefðu komið mjög flatt upp á mörg sveitarfélög. „Samkvæmt lögum gera sveitarfélög langtímafjár- hagsáætlun annars vegar og fjár- hagsáætlun til næsta árs hins vegar. Snöggar breytingar á tekjustofnum þeirra geta því haft af- drifaríkar afleiðingar.“ Jón tók dæmi af sveitarfé- lagi í dreifbýli með einum þéttbýliskjarna. Hann sagði að það hefði fengið um 55 til 60 milljónir úr Jöfnunarsjóði á undanförnum árum en skv. nýju reglunum fengi það liðlega 44 milljónir. „Framlagið lækkar því um 20 til 30% milli ára,“ útskýrði hann og sagði að svipuð dæmi mætti finna víða um land. „Þessi sveitarfélög sem nú fá svo gríðarlega skerð- ingu á framlögum úr Jöfnunarsjóði eru í miklum vanda sem verður að taka á nú þegar í haust.“ Fjölmargir þingmenn tóku þátt í umræðunum og sagði Steingrímur J. Sigfússonar, flokksbróðir Jóns, m.a. að taka þyrfti þau sveitarfélög sem orðið hefðu illa úti vegna breyting- anna til sérstakrar skoðunar. Að minnsta kosti þyrfti að gefa þeim aðlögunartíma eða setja þak á það hve mikið framlög til þeirra úr sjóðnum mættu lækka. „Nema það sem fyrir mönnum vaki sé að gera annað tveggja: að svelta þessi sveitarfélög í hel eða svelta þau til sameiningar,“ bætti Steingrímur við. Félagsmálaráðherra sagð- ist undir lok umræðunnar hafna þeim fullyrðingum að breytingar á reglum sjóðsins hefðu verið fyr- irvaralausar. Minnti hann á í því sambandi að breytingarnar hefðu verið í fullu samræmi við til- lögur nefndarinnar, sem skipuð hefði verið í árs- byrjun 2001. Einnig sagði ráðherra: „Þetta er fyrsta árið sem framlögum Jöfnunarsjóðs er út- hlutað skv. hinum nýju reglum. [...] Ég tel öruggt að bæði Samband íslenskra sveitarfélaga og ráð- gjafarnefnd Jöfnunarsjóðs muni óska eftir breyt- ingum á gildandi reglum ef það reynist mat þessara aðila að þau markmið sem stefnt var að hafi ekki náðst við þær breytingar sem gerðar voru á reglum sjóðsins. Sama máli gegnir ef þessir aðilar telja að reglurnar leiði til ósanngjarnrar niðurstöðu.“ Morgunblaðið/Ásdís Umræða utan dagskrár á Alþingi um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga Taka þurfi á fjárhagslegum vanda sveitarfélaga sem fyrst Steingrímur J. Sigfússon sagði m.a. í umræðunum um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga að taka þyrfti þau sveitarfélög til skoðunar sem hefðu orðið illa úti vegna breytinga á reglum sjóðsins. Um 463 bíða eftir hjúkr- unarrými ALLS 463 aldraðir biðu eftir hjúkrunarrými í september sl., að því er fram kemur í svo- kallaðri vistunarskrá. Þar af eru 390 aldraðir í mjög brýnni þörf, 26 í brýnni þörf og 47 í þörf fyrir hjúkrunarvist. Þetta kom fram í máli Jóns Krist- jánssonar heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í fyr- irspurnartíma á Alþingi í gær. Ásta R. Jóhannesdóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, tók þetta mál upp og sagði mikla bið eftir hjúkrunarrýmum. Sérstaklega í Reykjavík. Það væri alls óviðunandi. Ráðherra sagði spurður að hjúkrunarrýmum fyrir aldraða hefði fjölgað um 185 á höf- uðborgarsvæðinu á síðasta kjörtímabili. Þá sagði hann að hjúkrunarrýmum myndi fjölga um 59 á þessu ári og um 118 á næsta ári. Hann sagði enn- fremur að gert væri ráð fyrir því að húsnæði Vífilsstaða yrði tilbúið til notkunar í upphafi næsta árs, en þar er gert ráð fyrir fimmtíu hjúkrunarrým- um. ÞINGMENN stjórnarandstöðu- flokkanna gerðu harða hríð að Árna Magnússyni félagsmálaráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær, en þá voru atvinnuleysisbætur til um- fjöllunar. Sögðu þeir m.a. að ráðherra byrjaði feril sinn „með undarlegum hætti“, eins og Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, orðaði það. Sögðu þeir að í ljósi þess að Fram- sóknarflokkurinn hefði í nýafstöðnum kosningum haft kjörorðið: vinna, vöxtur, velferð að leiðarljósi væri undarlegt að byrja á því að „ráðast á kjör atvinnulausra“. Vísuðu þeir m.a. til þess að í fjár- lagafrumvarpinu væri gert ráð fyrir 170 milljóna króna sparnaði vegna at- vinnuleysistrygginga þar sem gert er ráð fyrir að ekki verði greiddar bætur fyrstu þrjá daganna í atvinnuleysi. „Hvaða velferð er það?“ kallaði Ásta R. Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, úr þingsal, þegar Hjálmar Árnason, þingmaður Fram- sóknarflokksins, stóð í pontu og út- skýrði m.a. að flokkurinn myndi standa við fyrrgreint kjörorð. Þá minntu þingmenn stjórnarand- stöðunnar á ályktun flokksþings framsóknarmanna sl. vetur um að hækka beri atvinnuleysisbætur. Enginn ofsæll af bótunum Félagsmálaráðherra lagði áherslu á að nú stæði fyrir dyrum að taka kerfi atvinnuleysistrygginga til ræki- legrar endurskoðunar. Það yrði gert í samvinnu við stjórn Atvinnuleysis- tryggingasjóðs og aðila vinnumarkað- arins. Sagði hann að í þeirri vinnu yrði m.a. „tekið til greina“, eins og hann orðaði það, að hækka atvinnuleysis- bæturnar og taka tillit til þeirra launa sem viðkomandi hafði áður en hann varð atvinnulaus. „Vissulega er eng- inn ofsæll af þeim atvinnuleyisbótum sem við bjóðum fólki upp á,“ sagði hann, „það er þess vegna sem við ætl- um að taka kerfið til endurskoðunar.“ Umræður um atvinnuleysisbætur Ráðherra gagnrýndur ÞINGFUNDUR hefst kl. 10.30 í dag. Mælt verður fyrir þing- málum einstakra þingmanna. Kl. 13.30 hefst svo utan- dagskrárumræða um kjör sauðfjárbænda. Bann við að sleppa stangveiddum laxi í Noregi „Er meiri dýravernd að drepa hann?“ HVORKI Veiðimálastofnun né Landssamband stangveiðifélaga segja það hafa komið til umræðu að banna að sleppa stangveiddum laxi en eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær er slíkt til umræðu í norska landbúnaðarráðuneytinu og þá með tilvísan til dýraverndunar- laga. Hugmyndir sem eru út í hött Hilmar Hansson, formaður Lands- sambands stangveiðifélaga, segir nær að spyrja að því hvort sé meiri dýravernd að sleppa laxi eða drepa hann. „Ég hugsa að laxinn myndi svara þessari spurningu nokkuð af- dráttarlaust, fengi hann að svara henni. Þessar hugmyndir eru auðvit- að gersamlega út í hött,“ segir Hilm- ar. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Veiðimálastofnunar, tekur í svipaðan streng: „Svona umræða hefur þó farið fram en ef það á að banna að veiða og sleppa hvað á það að gera gagnvart fyrirkomulaginu að veiða og drepa?“ Sigurður segir stofnunina ekki hafa blandað sér mikið í umræðu um „veiða og sleppa fyrirkomulagið“, stofnunin hafi þó hvatt menn til þess að sleppa tveggja ára fiski úr sjó þar sem honum virðist hafa hnignað og menn hafi talið æskilegt að halda í stórlaxaerfðaþáttinn. Hilmar segir að hér á landi hafi ákveðinn hópur veiðimanna, kannski fyrst og fremst svokallaðir magn- veiðimenn, verið á móti því að sleppa fiski; stór hluti veiðimanna hafi aftur á móti ekki þörf fyrir að drepa allan fisk og telji eðlilegra að sleppa honum enda virðist ljóst af norsku rannsókn- unum og reynslu veiðimanna hér að langflestir laxanna lifi sleppinguna af og nái að hrygna. Hilmar segir Landssambandið þó ekki leggja mönnum línurnar í þess- um efnum en sambandið líti slepping- ar þó jákvæðum augum og þá einkum á stærri laxi sem hafi átt undir högg að sækja, æ fleiri veiðimenn séu farn- ir að sleppa fiski og nú sé svo komið að 18% af stangveiddum laxi á Íslandi sé sleppt aftur. Fundi slitið án samkomulags SAMRÁÐSFUNDI Íslands, Fær- eyja, Noregs, Rússlands og Evrópu- sambandsins um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2004 lauk í gær án samkomu- lags, að því er segir í fréttatilkynn- ingu utanríkisráðuneytisins. Þá seg- ir að allar sendinefndirnar hafi hafnað kröfum Norðmanna um stór- aukna hlutdeild þeirra í veiðunum. „Norðmenn settu á ný fram kröfur um stóraukna hlutdeild þeirra í veið- unum, sem hefði í för með sér veru- legan samdrátt í íslenskum afla- heimildum og aflaheimildum ann- arra strandríkja,“ segir í fréttatil- kynningunni. „Þessum kröfum Norðmanna var alfarið hafnað af ís- lensku sendinefndinni sem og öðrum sendinefndum. Íslenska sendinefndin lagði á það áherslu að ekki yrði horfið frá sam- komulaginu frá 1996, sem hefur ver- ið grundvöllur samstarfs um nýtingu stofnsins og stjórnun veiðanna. Í umræðunum lýstu sendinefnd- irnar yfir stuðningi við tillögu ráð- gjafarnefndar Alþjóðahafrannsókn- arráðsins um að heildaraflinn á árinu 2004 yrði 825.000 tonn,“ segir í til- kynningunni. Þá kemur fram að ann- ar samningafundur hafi ekki verið ákveðinn. Fundurin var haldinn í Reykjavík. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.