Morgunblaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 41
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2003 41
Haustmót GS
sunnudaginn 12. okt.
18. holu mót.
VERÐLAUN
Verðlaun verða veitt fyrir 1 - 3 sæti í þremur keppnum.
1. sæti. Farseðlar fyrir einn til Evrópu í beinu áætlunarflugi Icelandair.
2. sæti. Vöruúttekt frá Nevada Bob.
3. sæti. Vöruúttekt frá Nevada Bob .
Nándarverðlaun á 3 og 16 braut.
Ræst út frá kl. 8:30-14:00
Keppnisgjald :
Fyrir eina keppni kr. 2.500
Fyrir tvær keppnir kr. 3.500
Fyrir þrjár keppnir kr. 4.500
Allar nánari upplýsingar og skráning á golf.is og í síma 421 4100.
Fyrirkomulag mótsins:
Þrjár keppnir í einu móti. Keppendur geta valið um punktakeppni,
höggleik með forgj. eða höggleik án forgj.
Keppendur ákveða í hvaða keppni þeir spila áður en leikur hefst, en þeir geta
spilað í meira en einni keppni í sama hringnum.
Punktakeppni, höggleikur með forgj.og höggleikur án forgj.
FÓLK
DON Nelson þjálfari Dallas Mavericks var ánægður með fram-
lag Jóns Arnórs Stefánssonar sem lék í 18 mínútur af alls 48
með Dallas Mavericks í æfingaleik gegn Orlando Magic sem
fram fór í Dallas í fyrrakvöld. Mavericks vann leikinn, 99:89, og
skoraði íslenski landsliðsmaðurinn 2 stig. Jón Arnór hitti aðeins
einu af alls átta skotum sínum, hann tók 2 varnarfráköst, gaf
eina stoðsendingu, tapaði knettinum einu sinni og fékk að auki
þrjár villur.
„Jón gerði margt rétt í leiknum, en að sama skapi er hann
nokkrum skrefum frá því að vera fullkomlega klár í slaginn.
Hann veit það sjálfur, og við vitum það líka. En mér líkar vel við
Jón Arnór. Hann er iðinn, sterkur og í framtíðinni verður hann
hávaxinn leikstjórnandi,“ segir Nelson á heimasíðu félagsins.
Alls voru 13 leikmenn notaðir í leiknum í liði Dallas og mættu
rúmlega 18 þúsund áhorfendur á leikinn. Næsti æfingaleikur
liðsins er gegn New Orleans Hornets á laugardag, 11. okt., og
fer hann fram í Dallas.
Nelson ánægður
með Jón Arnór
eftir frumraunina
HALLDÓR Ingólfsson, fyrirliði
Hauka, lék líklega sína bestu leiki á
ferlinum þegar Haukar og Barcelona
áttust við í 3. umferð EHF-keppn-
innar fyrir tæpum tveimur árum.
Halldór skoraði 14 mörk í fyrri
leiknum í Barcelona þar sem Börs-
ungar fóru með sigur af hólmi,
39:29, og 12 mörk skoraði hann í síð-
ari leiknum á Ásvöllum en Barcelona
hafði betur, 30:28, og samanlagt
69:57.
Þjálfari Barcelona, Velero Rivera
Lopez, mun því væntanlega láta sína
menn hafa góðar gætur á Halldóri
þegar liðin eigast við á Ásvöllum
klukkan 17 á sunnudag.
Halldór skor-
aði 26 gegn
Börsungum
Halldór er búinn að brjótast í gegnum
vörn Barcelona og skorar eitt af 12
mörkum sínum á Ásvöllum um árið.
Patrekur segir að helsti styrkleikiBarcelona sé sóknarleikurinn
og gríðarlega sterk liðsheild. „Leik-
menn liðsins leika gífurlega hraðan
leik og refsa andstæðingum sínum
miskunnarlaust með hraðaupp-
hlaupum, enda vörnin þeirra mjög
hreyfanleg. Það er ekki hægt að taka
út einhverja einn eða tvo sem eru
betri en aðrir. Börsungarnir eru ein-
faldlega með tvo frábæra menn í
hverri einustu stöðu,“ segir Patrek-
ur en lið hans, Bidasoa, fékk að
kenna á Börsungunum í annarri um-
ferð deildarkeppninnar á Spáni þeg-
ar Barcelona sigraði með tíu marka
mun, 34:24. Patrekur lék með Essen
í fyrra gegn Barcelona í Evrópu-
keppninni. Essen tapaði með tíu
marka mun í Barcelona en vann
heimaleikinn með fjórum mörkum.
Barcelona er stigi á eftir Ciudad
Real þegar fimm umferðum er lokið.
Liðið er taplaust með níu stig og hef-
ur skorað að meðaltali 33 mörk í leik.
Patrekur segir að rétthenta skytt-
an Iker Romero sem kom frá Ciudad
Real falli vel inn í liðið. Hann skori
mikið af mörkum og sé mjög ógn-
andi. Þá leiki Enric Masip, leik-
stjórnandi liðsins og spænska lands-
liðsins, stóra rullu ásamt markverði
númer eitt í spænska landsliðinu,
David Barrufet. Patrekur segir að
ungverska vinstri handarskyttan
Lazslo Nagy geti verið mjög erfiður
viðureignar og ekki síður júgóslav-
neski línumaðurinn Dragan Skribic.
„Þetta eru meira og minna allt
toppleikmenn enda allt morandi af
landsliðsmönnum. Þeir skipta mikið
inná og leikmaður er varla lengur
inná en korter í einu. Barcelona og
Ciudad Real, lið Ólafs Stefánssonar,
eru langsterkustu liðin á Spáni. Mér
finnst Ciudad Real byggja mikið á
einstaklingsframtaki en breiddin og
liðsheildin er betri hjá Barcelona. Þó
svo að ég haldi með Haukunum þá
veit ég að það verður mjög á bratt-
ann að sækja fyrir þá og ég væri ekki
að segja satt ef ég veðjaði ekki á
Börsunga í þessum leik. Ég vona
hins vegar innilega að Haukar geti
velgt þeim undir uggum og það er
vel mögulegt hjá þeim, sérstaklega á
heimavelli þeirra að Ásvöllum,“
sagði Patrekur
Leikmenn Barcelona
Landsleikir innan sviga:
Markverðir: David Barrufet,
Spánn (155), Fredrik Ohlander, Sví-
þjóð (23), Javier Alonzo, Spánn (1).
Línumenn: Andrey Xepkin, Spánn
(78 og 161 landsleik fyrir Sovétrík-
in), Dragan Skrbic, Júgóslavía (215).
Hornamenn: Xavier O’Callaghan,
Spánn (50), Victor Tomas, Spánn (2),
Fernando Hernadez, Spánn (70),
Valero Rivera, Spánn (2), Mathias
Frantzén, Svíþjóð (75).
Útispilarar: Enric Masip, Spánn
(201), Frode Hagen, Noregur (131),
Jarome Fernandez, Frakkland
(140), Mikael Garcia, Spánn (2), Iker
Romero, Spánn (45), Laszlo Nagy,
Ungverjal. (30), Antonio Ortega,
Spánn (120), Sergio Novella, Spánn
(1), Glenn Solberg, Noregur (78),
Ruben Molinos, Spánn (1).
Patrekur um mótherja Hauka
„Barcelona
eitt besta
lið í heimi“
„LIÐ Barcelona er frábært handboltalið og það er alveg ljóst að
Haukanna bíður gríðarlega erfitt verkefni. Það er valinn maður í
hverju rúmi hjá Börsungunum og lið þeirra er eflaust eitt af þeim
bestu í heimi,“ sagði Patrekur Jóhannesson leikmaður Bidasoa á
Spáni við Morgunblaðið þegar hann var beðinn um að meta lið
Barcelona en Íslandsmeistarar Hauka fá Barcelona í heimsókn á
Ásvelli klukkan 17 á sunnudag í 1. umferð riðlakeppni Meist-
aradeildar Evrópu.
Hann sagði margoft í viðtölum að Ás-
geir væri besti leikmaðurinn, sem
hann hefði leikið með.
Eyjólfur tók við merkinu
Þegar Ásgeir lagði skóna á hilluna
hjá Stuttgart 1990 og gerðist starfs-
maður félagsins, tók Eyjólfur Sverr-
isson við að halda merki Íslands á
lofti hjá liðinu. Eyjólfur var Þýska-
landsmeistari með Stuttgart 1992 og
síðan hélt hann eitt ár til Tyrklands
og varð þar meistari þar með Besikt-
as 1995. Það ár sneri Eyjólfur á ný til
Þýskalands og gekk þá til liðs við
Herthu Berlín og átti sinn þátt í því
að liðið varð eitt af öflugustu liðum
landsins.
Eyjólfur, sem gat leikið allar stöð-
ur á vellinum, gat sér orð fyrir að
vera einn af fjölhæfustu leikmönnum
Þýskalands – var mikill baráttumað-
ur, sem aldrei gafst upp.
Hér á síðunni er kort sem sýnir
hvaða leikmenn hafa leikið með 1.
deildar liðum í Þýskalandi.
! ,
3
"
& & )-
" 7
!"
#
$ %&
'(
)$
#
% %&
(
!"
#
$ %&
( *
$
# %&
*( + 7
;@
A"
)$
#
% %&
(
7 6
,
-.% %&
*( /
0
%&
'(
9#
B@ # 12
3.$
&
( *
0
%&
( '
C
,
-.% %&
/(
7# B#
0
%&
(
4%5
6$&
(
7
A"D 4%5
6$&
*( '
7#A"
7"
-"% %&
( /&
(
6%
-"% %&
(
ÁSGEIR Sigurvinsson varð bik-
armeistari með Bayern München
1982.
LÁRUS Guðmundsson var bik-
armeistari með Bayer Uerdingen
1985.
ÁSGEIR Sigurvinsson varð
Þýskalandsmeistari með Stuttgart
1984.
EYJÓLFUR Sverrisson var
Þýskalandsmeistari með Stuttgart
1992.
Meistarar
ATLI Eðvaldsson vann það frækilega afrek í leik með Fortuna
Düsseldorf gegn Frankfurt laugardaginn 4. júlí 1983, að skora öll
fimm mörk liðsins í sigurleik, 5:1. Það vakti geysilega athygli í
Þýskalandi og einnig að hann og Pétur Ormlsev voru sóttir frá Ís-
landi í lítilli Piper Cheyenne-skrúfuþotu, sem þeir fóru með til Ís-
lands strax eftir leikinn. Þeir komu til Reykjavíkur kl. tvö aðfara-
nótt sunnudagsins 5. júní, eftir sex tíma flug. Léku landsleik gegn
Möltu eftir hádegi á sunnudeginum og skoraði Atli sigurmark Ís-
lands, 1:0. Þeir fóru síðan með þotunni strax eftir leikinn til
Þýskalands.
Atli skoraði 21 mark í Þýskalandi og varð næstmarkahæstur
ásamt Karl Allgöwer, Stuttgart. Markahæstur var enginn annar
en Rudi Völler, landsliðsþjálfari Þýskalands – skoraði 23 mörk
fyrir Werder Bremen.
Kunnir kappar komu síðan á eftir Atla, eins og Karl-Heinz
Rummenigge, Bayern München, 20, Horst Hrubers, Hamburgers
SV, 18, Manfred Burgsmuller, Dortmund, 17, Dieter Hoeness,
Bayern München, 17, Rüdiger Abramczik, Dortmund, 16, Pierre
Littbarski, Köln, 16, og Bum-Kun Cha, Frankfurt, 15.
Atli skoraði 5 mörk
FORRÁÐAMENN danska hand-
knattleiksliðsins HH90 Holsterbro
hafa ákveðið að hætta samstarfi sínu
við handknattleiksskóla Önju And-
ersen, en hún er þekktasta hand-
knattleikskona Dana fyrr og síðar.
Andersen hefur hinsvegar verið
mikið í fjölmiðlum vegna hegðunar
sinnar utan vallar sem þjálfari
kvennaliðsins Slagelse en þar hefur
hún m.a. sýnt „fingurinn“ ítrekað og
á dögunum fékk hún þriggja leikja
bann og sekt eftir að hafa haft í hót-
unum við dómara í leik Ikast og
Slagelse.
BERTI Vogts landsliðsþjálfari
Skota í knattspyrnu segist ekkert
vera á þeim buxunum að hætta störf-
um hjá skoska knattspyrnusam-
bandinu fari svo að Skotum takist
ekki að komast í umspil um sæti í úr-
slitakeppni EM. Vogts segist eiga
þrjú ár eftir af samningi sínum og að
hann eigi margt eftir ógert.
VOGTS hefur trú á sigri Skota
gegn Litháen og að Þjóðverjar leggi
Íslendinga, þannig að Skotar leiki
aukaleiki um sæti á EM í Portúgal.
KOLO Toure skifaði í gær undir
nýjan samning við Arsenal sem gild-
ir til ársins 2007. Toure sem er frá
Fílabeinsströndinni er 22 ára gamall
og gekk í raðir Arsenal í febrúar á
síðasta ári.
Á þriðjudag lést 31 árs gamall
stuðningsmaður spænska liðsins De-
portivo La Coruna af völdum áverka
sem hann hlaut eftir bikarleik liðsins
gegn Compostela. Stuðningsmenn
liðanna hófu slagsmál eftir leikinn og
fékk maðurinn höfuðáverka sem
leiddu til þess að hann lést á sjúkra-
húsi nokkrum dögum síðar.