Morgunblaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2003 11
Heimsferðir bjóða borgarævintýri til
fegurstu borga Evrópu á hreint frábær-
um kjörum með beinu flugi í haust.
Allsstaðar nýtur þú þjónustu reyndra
fararstjóra okkar sem eru á heimavelli á
söguslóðum, og bjóða spennandi kynnis-
ferðir á meðan á dvölinni stendur. Not-
aðu tækifærið og kynnstu mest spenn-
andi borgum Evrópu, mannlífi og menn-
ingu og upplifðu ævintýri í haust.
Barcelona
Budapest
Prag
í beinu flugi í haust
frá 19.950
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Budapest
Október • Fimmtud. og
mánud. • 3, 4 eða 7 nætur
Stórkostleg borg í hjarta Evrópu, sem Íslend-
ingum býðst nú að kynnast í beinu flugi frá
Íslandi. Hér getur þú valið um góð 3 og 4
stjörnu hótel í hjarta Budapest og spennandi
kynnisferðir með fararstjórum Heimsferða.
Verð kr. 29.950
Flugsæti til Budapest, 16. okt. Skattar innif.
Verð kr. 39.550
Helgarferð til Budapest, 16. okt., 4 nætur.
M.v. Mercure Duna, 2 í herbergi, með morg-
unmat. Innifalið flug, gisting og skattar.
Flutningur til og frá flugvelli kr. 1.800.
Prag
Okt. og nóv. • Fimmtud. og
mánud. • 3, 4 eða 7 nætur
Fegursta borg Evrópu og eftirlæti Íslendinga
sem fara nú hingað í þúsundatali á hverju ári
með Heimsferðum. Fararstjórar Heimsferða
gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar
og heillandi menningu. Góð hótel í hjarta
Prag.
Verð kr. 19.950
Flugsæti m.v. tvo fyrir einn, 13. okt. Skattar
innifaldir. Gildir frá mánud. til fimmtud.
Verð kr. 39.950
Flug og gisting, 23. okt, Expo hótel, m.v. 2 í
herbergi með morgunmat. Innifalið flug,
gisting og skattar.
Flutningur til og frá flugvelli kr. 1.800.
Barcelona
22./26.okt. 4 nætur
30. okt. 3 nætur
22. okt. - uppselt
Einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga í
11 ár. Heimsferðir bjóða nú beint flug í
október, sem er einn skemmtilegasti tíminn
til að heimsækja borgina. Menningarlífið er
í hápunkti og ótrúlegt úrval listsýning og
tónleika að heimsækja ásamt spennandi
næturlífi og ótrúlegu úrvali verslana. Far-
arstjórar Heimsferða kynna þér borgina á
nýjan hátt, enda hér á heimavelli.
Verð kr. 49.950
Flug og hótel í 3 nætur m.v. 2 í herbergi á
Aragon, 30. okt., 4 nætur. Skattar innifaldir.
Flutningur til og frá flugvelli kr. 1.800.
Verð kr. 36.550
Flugsæti til Barcelona með sköttum.
Að seljast upp í haust
HOLLENSKI hópurinn er í Ís-
landsferð sinni einnig að afla sér
þekkingar um eðli íslenskra bygg-
inga og kynnast um leið jarð-
skjálftarannsóknum. Um liðna
helgi hertóku þau hollensku
gamla bæinn og kirkjuna á Ár-
bæjarsafni, ásamt því að fram-
kvæma hljóðmælingar við Lög-
berg á Þingvöllum. Síðustu daga
hafa Hollendingarnir verið í vett-
vangsrannsóknum í Glaumbæjar-
safni í Skagafirði og nú í lok vik-
unnar verða þeir aftur sunnan
heiða og ætla að skoða Perluna,
Nesjavelli og sækja fyrirlestra í
verkfræðideild Háskóla Íslands.
Í hópnum eru tíu nemendur og
tveir kennarar. Leiðangursstjóri
er Joost van Hoof, sem er á loka-
ári í námi sínu við skólann. Nem-
endur úr sama skóla fóru í leið-
angur til Lapplands á síðasta ári
þar sem eðlisfræðirannsóknir
fóru fram á hóteli sem byggt er
úr ís í bænum Jukkasjärvi. Vöktu
niðurstöður þeirra rannsókna at-
hygli og fengust m.a. birtar í vís-
indatímaritum í Hollandi og Belg-
íu. Var þetta árið ákveðið að
rannasaka eitthvað „heitt, rakt og
þurrt“ og hvar er þá betri staður
til þess en á Íslandi? Hvergi, var
svar þeirra hollensku og urðu þau
sammála um að fara til Íslands í
vikuferð.
Morgunblaðsmenn heimsóttu
Hollendingana í Árbæjarsafn. Inni
í torfkirkjunni var búið að koma
fyrir flóknum búnaði til hljóðmæl-
inga þar sem rannsaka átti endur-
ómun í byggingunni og fleiri
þætti hljóðeðlisfræðinnar.
Í gamla bænum voru svo nokkr-
ir nemendur við mælingar á hita-
og rakastigi, lýsingu og vind-
hraða, hversu undarlega sem hið
síðastnefnda kann að hljóma. Fyr-
ir ókunnuga var óneitanlega
kyndugt að sjá öll mælitækin inn-
an um forna muni og húsgögn en
auk innanhússmælinga fóru einn-
ig fram rannsóknir á bygging-
unum að utan.
„Helsta verkefni okkar í Ís-
landsferðinni er að kanna gæði
lofts í torfbyggingum eins og
koltvísýring, rakastig, lykt og
fleira,“ segir Joost van Hoof og
bætir því við að niðurstöður þess-
ara rannsókna muni nýtast söfn-
unum hér á landi um hvernig við-
halda megi betur þessum
torfbyggingum. Einnig sé ætlunin
að koma einhverjum af þessum
upplýsingum á framfæri við
ferðamenn.
Leitað að besta ræðu-
staðnum á Lögbergi
Á Þingvöllum fóru fram svolítið
sérstakar hljóðmælingar hjá þeim
hollensku. Búnaði var komið fyrir
við þingstaðinn á Lögbergi og að
sögn Gemmu Tegalaers, eins nem-
endanna, var ætlunin að reyna að
finna út úr því hvar ræðumenn
stóðu andspænis þingmönnum.
Markmið þessara hljóðmælinga
væri að finna út hvar á þing-
staðnum væri best að halda ræður
án aðstoðar nútímahljóðkerfis,
þannig að endurómunin frá berg-
inu gæti nýst sem best.
Van Hoof segir takmarkaðar
upplýsingar liggja fyrir um eðl-
isfræðina á bakvið byggingarlag
torfhúsa, jafnt hér á landi sem í
Hollandi og víðar. Meira sé vitað
um byggingaraðferðir og sögu
húsanna. Constant Hak, annar
kennaranna í hópnum, segir að í
norðurhluta Hollands finnist
nokkrir torfbæir enn í dag og þá
aðallega á söfnunum Schoonoord
og Barger-Compascuüm. Þeir séu
mun minni í sniðum en þeir ís-
lensku og ekkert grjót notað,
enda lítið af slíku byggingarefni í
Hollandi. Lítið sem ekkert sé af
torfbæjum sunnar í landinu og því
hafi verið lögð áhersla á það í Ís-
landsferðinni að skoða torfbygg-
ingar bæði norðan- og sunn-
anlands.
Mældu raka í torfbæjum
og hljóð á Lögbergi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nemendur og kennarar tækniháskólans í Eindhoven fyrir utan Árbæjar-
kirkju, fremur kuldalegir. Enda sögðust sumir alveg kjósa að hafa verið
frekar staddir í hlýjunni heimafyrir.
Hollendingarnir höfðu á orði að hljóðmælingartækið sem sett var á altari Ár-
bæjarkirkju minnti á eitthvað allt annað en prest! Þau Gemma Tegelaers og
Josst van Hoof stilla tækið og með þeim fylgist kennarinn, Constant Hak.
Eðlisfræðinemendur
og kennarar frá
tækniháskólanum í
Eindhoven í Hollandi
eru staddir hér á landi
við rannsóknir á íslensk-
um torfbyggingum og
fleiri vísindastörf. Björn
Jóhann Björnsson og
Árni Sæberg hittu
hópinn í Árbæjarsafni.
bjb@mbl.is
SENDIHERRA Jap-
ans á Íslandi, Masao
Kawai, er um þessar
mundir að kveðja og
heldur til starfa í
heimalandi sínu í lok
mánaðarins. Hann er
einnig sendiherra í
Noregi og hefur þar
aðalaðsetur en kemur
reglulega til Íslands og
dvelur þá nokkra daga
í senn. Hann telur ný-
byrjaða japönsku-
kennslu í Háskóla Ís-
lands mikilvægan
hlekk í samskiptum
landanna enda sé þar
meira á ferðinni en að-
eins tungumálakennsla. Sendiherr-
ann kveðst yfirgefa Ísland með eft-
irsjá enda sé það áhugavert og hann
hafi kynnst hér mörgu góðu fólki.
„Ég hef verið mjög heppinn að fá
að vera sendiherra á Íslandi síðustu
tvö árin og við höfum unnið að
mörgum þýðingarmiklum og áhuga-
verðum verkefnum,“ segir sendi-
herrann í samtali við Morgunblaðið
og nefnir þar samskipti landanna á
sviði menningarmála, menntamála,
ferðamála og viðskipta. Hann segir
heimsóknir Davíðs Oddssonar for-
sætisráðherra snemma á þessu ári
og Halldórs Ásgrímssonar fyrir um
tveimur árum hafa verið mjög mik-
ilvægar.
Gagnkvæmur áhugi þjóðanna
„Utanríkisráðherra ykkar opnaði
íslenska sendiráðið í Tókýó í heim-
sókn sinni og var eftir því tekið
hversu vel var mætt í boð við það
tækifæri. Um það bil 700 Japönum
var boðið og um 600
komu sem er miklu
hærra hlutfall en í
hliðstæðum boðum hjá
utanríkisþjónustum
landanna. Þetta sýnir
að það er mikill áhugi
á Íslandi í Japan. Þið
Íslendingar segið að
landið ykkar sé lítið en
það er mjög stórt í
augum margra Jap-
ana,“ segir Masao
Kawai og kveðst ekki
geta útskýrt það
gjörla nema ef vera
skyldi almenn forvitni
um þetta þróaða þjóð-
félag svo langt í burtu
í miðju Atlantshafi og hitt að löndin
eigi ýmislegt sameiginlegt. Bendir
hann þar á eldvirkni, jarðskjálfta og
sjávarútveg og að fólkið sé sumpart
svipað, nokkuð feimið og hlédrægt.
„Þjóðirnar virða hvor aðra og eiga
margt sameiginlegt í stefnu í al-
þjóðamálum og eru nánar á þann
hátt. Ég hygg að Íslendingar líti
svipað á Japan og hafi áhuga á
menningu þessa lands í svo mikilli
fjarlægð. Þið kaupið líka mikið af
japönskum vörum, ekki síst bílum.“
Mennta- og menningarmál hafa
talsvert verið á könnu sendiherrans
og hann kveðst meta mjög mikils
það framtak Háskóla Íslands að
taka upp kennslu í japönsku. Þakk-
ar hann einnig Vigdísi Finnboga-
dóttur, fyrrverandi forseta, fyrir
þátt hennar í því efni. „Þetta er
nefnilega miklu meira en bara
tungumálanám. Þarna kynnast
menn um leið menningu, stjórnmál-
um, efnahag, tækni og hugsunar-
hætti okkar. Nemendur sem sækja
námskeiðið mynda eins konar brú
milli landanna og þekking á tungu-
máli getur alltaf varpað nýju ljósi á
skilning og samskipti þjóða.“
Masao Kawai kveðst hafa getað
nýtt Íslandsdvalir sínar vel og getað
flutt fyrirlestra um land sitt m.a. við
Háskóla Íslands, Háskólann á Ak-
ureyri og Viðskiptaháskólann að
Bifröst en þar hafa m.a. tveir jap-
anskir nemar stundað nám. Sendi-
herrann segir mikilvægt að Norð-
urlöndin skuli hafa náð samstöðu
um að taka þátt í heimssýningunni
sem vera á í Japan 2005. Segir hann
Davíð Oddsson hafa átt drjúgan
þátt í þeirri ákvörðun landanna.
Hvalveiðimál bar á góma og telur
Masao Kawai mikilvægt að Norð-
menn, Íslendingar og Japanir
standi saman um skynsamlega nýt-
ingu hvalastofna enda séu hvalir í
samkeppni við manninn um ýmsa
nytjastofna í fiski. Þá segir hann
áhugavert að skoða mögulega sam-
vinnu landanna um nýtingu á fram-
taki og möguleikum Íslands á sviði
vetnis sem orkugjafa framtíðarinn-
ar.
Sér fram á aukningu
í ferðaþjónustu
Í lokin er minnst á ferðamál og
telur sendiherrann ljóst að Japanir
muni í enn auknum mæli leggja leið
sína til Íslands sem ferðamenn.
Mikill áhugi hafi verið á þeim þrem-
ur beinu leiguflugsferðum milli
landanna nú í haust og þeim muni
fjölga. Telur hann að í fyllingu tím-
ans komist á loftferðasamningur
milli landanna sem geri kleift að
hefja reglulegt áætlunarflug.
Japönskukennsla
mikilvægur hlekkur
Masao Kawai, sendi-
herra Japans á Íslandi.