Morgunblaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 33
ýmsu sveitum og staðarháttum. Minni hennar var einstakt allt fram á síðasta dag. Fljótlega fóru kjall- arabúarnir að byggja eins og flest ungt fólk, og þá var ómetanleg hjálp að leigja hjá góðu fólki. Eftir að við fluttum í eigið húsnæði breyttist ekki vinátta okkar. Börnin hugsuðu um þau hjón eins og afa og ömmu. Ef eitthvað stóð til í fjölskyld- unni var ætíð spurt: „Er búið að bjóða Möggu og Bjössa?“ Hver sunnudagsmorgun hófst með heimsókn í morgunkaffi í Öldutúnið og notalegu rabbi um daglegt líf í bænum. Oft bættust aðrir vinir eða ættingjar í hópinn og var þá stundum þröngt í litla eldhúsinu á Öldunum. Ekki hættum við sunnudagsmorg- unkaffinu, þótt fjölskyldan stækkaði hjá mér, fleiri börn og síðan barna- börnin, allir voru velkomnir í Öldu- túnið. Fyrir nokkrum árum lést Bjössi og flutti þá Magga vinkona mín fljótlega á Hrafnistu í Hafnarfirði. Ekki breyttum við okkar venju með sunnu- dagana því samræður og kaffi má líka hafa þar. Hvern einasta sunnudags- morgun sátum við saman og ræddum um lífið og tilveruna, og fékk ég mörg góð ráð og ekki síst stuðning og upp- örvun hjá minni gömlu vinkonu, er mér fannst lífið ekki brosa nógu blítt. Ég fór ætíð andlega ríkari og léttari í lund úr morgunkaffinu á Hrafnistu. Nú hefur mín góða vinkona kvatt þennan heim eftir langan ævidag. Ég og fjölskylda mín eigum mikið að þakka fyrir að hafa borið gæfu til að kynnast og njóta samvistar við slíka sómakonu eins og mín góða vinkona var. Hafi hún að leiðarlokum þökk fyrir alla þá vináttu, tryggð og stuðn- ing, sem hún veitti mér og mínum börnum í gegnum lífið í rúm þrjátíu ár. Hjördís Guðbjörnsdóttir. Hafnfirsk alþýðukona, Margrét Jónsdóttir, hefur lokið göngu sinni. Hún hefur gengið veg sinn í þessum heimi á enda. Hljóðlát og hjartahlý hefur hún búið hér í Hafnarfirði og unað sér þar vel, fylgst með því sem var að gerast dag frá degi, trú og trygg þeim lífsviðhorfum sem hún snemma tileinkaði sér og einkennd- ust af ríkri réttlætiskennd og mann- kærleika. Konum þeirrar gerðar fylgja hlýjar kveðjur og þökk á skiln- aðarstund. Margrét ólst upp við kröpp kjör og harða lífsbaráttu, sem einkenndist af heiðarleika og sjálfsvirðingu. Hún þekkti af eigin skinni fátækt og ójöfn- uð samfélagsins. Hún horfði fram á veginn til betra þjóðfélags, þar sem misrétti var á undanhaldi, þar sem manngildið var meira metið en auð- hyggjan. Mannúð og mannréttindi, um- hyggja fyrir þeim sem höllum fæti stóðu í samfélaginu voru þær meg- instoðir sem lífsýn hennar hvíldi á. Þess vegna gerði hún jafnaðarstefn- una að sinni stefnu. Þess vegna varð hún áhugasamur þátttakandi í verka- lýðsbaráttunni. Þess vegna lagði hún lag sitt við Kvenfélag Alþýðuflokks- ins í Hafnarfirði. Og hún hélt órofa tryggð við þessa aðila allt til loka- dags. Á fundi verkakvennafélagsins Framtíðin í Hafnarfirði 14. mars 1932 vakti Sigríður Erlendsdóttir máls á því, að nauðsynlegt væri að stofna og reka dagheimili fyrir börn í Hafnar- firði. Þetta þótti baráttukonunum í Verkakvennafélaginu og Alþýðu- flokknum orð í tíma töluð og fylgdu málinu eftir af áhuga og harðfylgi. Í þeirra hópi var Margrét Jónsdóttir, ákveðin, baráttuglöð og bjartsýn. Hún fylgdi þessu máli eftir af lífi og sál, enda þótt hún ætti sjálf engin börnin. Dagheimilið tók til starfa 19. maí 1933 í bæjarþingsalnum í gamla barnaskólanum við Suðurgötu og þar var það með starfsemi sína þangað til að Dagheimilið á Hörðuvöllum var reist 1935 og tekið í notkun 1. júlí sama ár. Margrét var í sveit þeirra kvenna sem hafði forustu um byggingu þess og lét á næstu árum til sín taka við rekstur og uppbyggingu dagheimilis- ins. Þótt Margrét tæki á seinni árum lítinn beinan þátt í störfum í Verka- kvennafélagsins og Kvenfélags Al- þýðuflokksins í Hafnarfirði, var hún þó þar áfram traustur félagi og bar hag þeirra og málefni mjög fyrir brjósti. Hún var alltaf sama sanna og góða jafnaðarkonan. Á efri árum sínum minntist hún þess stundum, hve pólitíkin var lífleg hér áður fyrr, t.d. þegar fólkið stóð í biðröðum til að ná í bestu sætin á framboðsfundum í bæjarstjórnar- og alþingiskosningum. Augun leiftruðu og bros færðist yfir andlit hennar við þessar endurminningar. Við í Kvenfélagi Alþýðuflokksins í Hafnarfirði kveðjum Margréti Jóns- dóttur í dag með þökk í huga. Jafn- aðarstefnan og kærleiksboðskapur kristninnar var henni handhægur áttaviti í lífinu hérna megin grafar og sá áttaviti mun duga henni vel á veg- ferðinni hinum megin. Guð blessi minningu Margrétar Jónsdóttur. Kvenfélag Alþýðuflokksins í Hafnarfirði. Við ætlum að minnast Möggu frænku með örfáaum orðum. Okkar fyrstu minningar eru tengdar henni og Bjössa heitnum, eiginmanni henn- ar, og heimili þeirra að Öldutúni 6. Við bjuggum í kjallaranum hjá þeim þegar við vorum litlar en við vorum 7 og 12 ára gamlar þegar við fluttum af Öldutúninu. Oftar en ekki fórum við til Möggu og ávallt gaf hún okkur eitthvað gott að borða og svo átti Bjössi alltaf lakkrís í skápnum sínum. Eftir að við fluttum í Norðurbæinn voru áfram tíðar helgarheimsóknir á Öldutúnið. Alltaf heitt á könnunni og kandís með. Kandís mun alltaf minna okkur á Möggu. Öll jól heimsóttum við þau á Öldutúnið og mikið var gott að skríða upp í stóra hjónarúmið þeirra og hvíla sig eftir alla spennuna á aðfangadag. Og eftir að Bjössi féll frá þá kom Magga til okkar á Heið- vanginn. Minningarnar eru margar af Öldu- túninu þar sem auðvelt er að sjá Möggu fyrir sér í eldhúsinu. Þegar svo önnur okkar byrjaði svo sjálf að búa fluttist hún aftur í kjall- arann hjá Möggu. Bjössi hafði þá fall- ið frá og Magga orðin ein. Mikið sakn- aði hún hans Bjössa síns. Það var gott að búa hjá Möggu. Iðulega á kvöldin lamdi hún stafnum sínum í ofninn í stofunni og það var merki um að ég ætti að koma upp í kaffi. Við spjöll- uðum um heima og geima og Magga vissi svo margt því hún fylgdist svo vel með. Það var svo gaman að tala við hana því hún var svo jákvæð og vissi allt sem var að gerast í heim- inum. Þannig laðaði hún að sér fólk og öllum fannst gaman að koma til henn- ar. Önnur okkar endaði svo með að kaupa Öldutúnið og það þótti Möggu mjög vænt um. Hún vildi helst halda Öldutúninu í fjölskyldunni og alltaf spurði hún frétta, hvað væri nú verið að gera og fylgdist grannt með öllum breytingum. Góður andi Möggu og Bjössa verður án efa áfram á Öldu- túninu. Magga var mikill húmoristi og fundum við fyrir því örfáum vikum fyrir andlát hennar að húmorinn var enn til staðar og stutt í hláturinn. Hún var einnig mjög hreinskilin og svo óhemju jákvæð kona. Sem dæmi um hennar jákvæðni og víðsýni var þegar Soffía og Raggi sögðuhenni að þau væru að fara flytja til Los Angeles. Flestir skildu ekkert í þeim, fussuðu og fannst þetta algjör vitleysa í þeim að fara rífa sig upp þegar þau væru komin með heimili og góða vinnu en nei, ekki henni Möggu. Henni fannst þetta stór sniðugt. „Gott að prófa eitthvað nýtt, mikill skóli fyrir ykkur. Þið verðið bara ekk- ert mjög lengi, bara svona 3-4 ár, er það ekki“. Þetta var svo dæmigert fyrir hana Möggu. Möggu var mikið farið að langa að komast til hans Bjössa síns og ræddi hún það oft. Magga náði nærri tíræð- isaldri en hún lést 30. september. Mikill friður færðist yfir Möggu okkar rétt áður en hún kvaddi þetta jarðlíf og er öruggt að Bjössi hafi tek- ið hana í faðm sér þegar hún dró and- ann í síðasta sinn. Okkur mömmu fannst yndislegt að fá að vera hjá Möggu þessar síðustu mínútur í lífi hennar og fá að kveðja hana. Elsku Magga okkar, þú varst ein- stök kona og kenndir okkur margt sem við verðum þér ævinlega þakk- látar fyrir. Jákvæðni, hreinskilni og víðsýni munum við ávallt reyna að til- einka okkur sem við lærðum svo vel af þér. Við munum segja börnum okk- ar og barnabörnum frá þér og Bjössa. Við vitum að við hittumst á ný og þá fáum við okkur örugglega kaffi og þú býður upp á kandís. Guð blessi minningu þína elsku frænka. Þínar Soffía og Ágústa. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2003 33 Elsku Magga systir, með sökn- uð í hjarta minnumst við þín og við hugsum um hve lánsamar við er- um, því þú varst hluti af okkar lífi og við hluti af þínu. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa.) Ásta Sigríður og Jónína Dögg. HINSTA KVEÐJA Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, ÓLI MAGNÚS ÞORSTEINSSON, Kárastíg 13, Hofsósi, sem lést mánudaginn 29. september, verður jarðsunginn frá Hofsóskirkju laugardaginn 11. október kl. 11.00. Sigríður Óladóttir, Kristbjörg Óladóttir, Hilmar Hilmarsson, Bryndís Óladóttir, Pálmi Rögnvaldsson, Þorsteinn Ólason, Guðrún Sigtryggsdóttir, Kristján Ólason, Birgir Ólason, Veronika S.K. Palamiandy, Ellert Ólason, Lára Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, ÞORSTEINN SIGURBJÖRN JÓNSSON Bogahlíð 15, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 11. október kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Hólmfríður Jakobsdóttir. Bergþóra S. Þorsteinsdóttir, Jóhann Runólfsson, Jón Þorsteinsson, Gerrit Schuil, Þorsteinn J. Þorsteinsson, Sigríður H. Þórðardóttir, Þyri E. Þorsteinsdóttir, Karl Geirsson, Ragnhildur F. Þorsteinsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir , Pálmar Magnússon, Arnheiður S. Þorsteinsdóttir, Gunnlaugur Magnússon, Fanney Jónsdóttir, Sigurveig Jónsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HALLBJÖRN EÐVARÐ ODDSSON, dvalarheimilinu Grund, áður til heimilis á Lynghaga 6, sem lést laugardaginn 4. október, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 10. október kl. 13.30. Fjóla Eiríksdóttir, Helga Hallbjörnsdóttir, Dóra Hallbjörnsdóttir, Sigríður Hallbjörnsdóttir, Erla Hallbjörnsdóttir, Ásgeir Guðmundsson, Lilja Hallbjörnsdóttir, Atli Ingvarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur sambýlismaður minn og faðir okkar, HAUKUR GÍSLASON, Holti, Breiðdalsvík, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupstað fimmtudaginn 2. október sl. Hann verður jarðsunginn frá Heydalakirkju laugardaginn 11. október kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Guðbjörg Steinsdóttir, Unnur Petersen, Erik Petersen, Kristín Ellen Hauksdóttir, Hrafnkell Gunnarsson, Aðalheiður Hauksdóttir, Ingibjörg Hauksdóttir, Gísli Baldur Hauksson, Haukur Heiðar Hauksson, Sif Kjartansdóttir, Vilberg Marinó Jónasson, Tania Li Nellado, afabörn og langafabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, BJARNVEIG BORG PÉTURSDÓTTIR, Blómvangi 13, Hafnarfirði, sem lést þriðjudaginn 30. september, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju mánudaginn 13. október kl. 13.30. Pétur Bergmann Eyjólfsson, Þorri Freyr Eyjólfsson, Garðar Rafn Eyjólfsson, Guðmunda Björk Matthíasdóttir, Þóra Dís Garðarsdóttir. Eiginkona mín og móðir okkar, HELGA ÞORKELSDÓTTIR, Borgarbraut 43, Borgarnesi, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn 7. október. Sigurður B. Guðbrandsson, Ásta Sigurðardóttir, Sigþrúður Sigurðardóttir, Sigríður Helga Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.