Morgunblaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 38
DAGBÓK 38 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag eru væntanleg Vigri RE, Scharhorn, Laugarnes og Stella Pollux. Hafnarfjarðarhöfn: Í dag er væntanlegt Reksnes. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, bað og jóga, kl. 10 boccia, kl. 13 myndlist. Hársnyrting, fótaaðgerð. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 9–12.30 bókband, kl. 9.30 boccia, kl. 10.30–10.55 helgistund, kl. 11 leik- fimi, kl. 13–16.30 smíð- ar og handavinna, kl. 13.30 myndlist. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 bað, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–12 mynd- list, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–17 fótaað- gerð, kl. 13–16 bókband, kl. 14–15 dans. Félagsstarfið, Dal- braut 27. Kl. 8–16 handavinnustofan opin, almenn handavinna. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað, hárgreiðslustofan opin og postulín, kl. 13 handavinna, kl. 9–16.30 púttvöllurinn opinn. Félagsstarfið, Furu- gerði 1. Kl. 9 aðstoð við böðun, alm. handa- vinna, smíðar og út- skurður, kl. 13.30 boccia, kl. 15 kaffi. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 bað og glerskurður, kl. 10–11 leikfimi, kl. 9–12 hárgreiðsla, kl. 13.30 sönghópurinn, kl. 15.15 dans. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hár- greiðsla, kl. 13 föndur og handavinna. Bingó kl. 15. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Kl. 9.45 gler- list, kl. 13 málun, kl. 13.15 leikfimi karla og bútasaumur, kl. 19.30 félagsvist á Álftanesi, rúta kl. 19. Félag eldri borgara í Kópavogi. Bingó í fé- lagsheimilinu Gjábakka kl. 14. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Opnað kl. 9, vídeókrókurinn opinn, kaffi. Pútt í Hraunseli kl. 10–11.30. Leikfimi í Bjarkarhúsi kl. 11.20. Glerlist kl. 13, bingó kl. 13.30, Gafl- arakórinn, æfing kl. 16.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Brids kl. 13, námskeið í framsögn kl. 16.15. Félagsvist kl. 20. Félagsstarf eldri borg- ara, Mosfellssveit. Opið kl. 13–16, bókband, kl. 13 tréskurður, kl. 13.30 lesklúbbur, kl. 17 starf kórs eldri borgara, Vor- boðar. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–15 handavinna, kl. 9.05 og 9.55 leikfimi, kl. 9.30 glerlist og ker- amik, kl. 10.50 róleg leikfimi, kl. 13 gler og postulín, kl. 20 gömlu dansarnir, kl. 21 línu- dans. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulín, kl. 10 ganga, kl. 13–16 handavinna, brids kl. 13. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, perlu- saumur, kortagerð og hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 14 fé- lagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9–13 bútasaumur, kl. 10–11 boccia, kl. 13–16 hannyrðir, kl. 13.30–16 félagsvist. Hársnyrting og fótaaðgerðir. Korpúlfar, Grafarvogi. Sundleikfimi í Graf- arvogslaug föstud. kl. 10. Norðurbrún 1. opin vinnustofa kl. 9–16.45. Kl. 10–11 ganga, leir. Vesturgata. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 bað, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9–10 boccia, kl. 10.15–11.45 enska, kl. 13–14 leik- fimi, kl. 13–16 kóræf- ing. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður, perlusaumur og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og boccia, kl. 13 handmennt og brids. Félagsvist kl. 20. Gullsmárabrids. Brids- deild FEBK, Gull- smára, spilar í félags- heimilinu í Gullsmára 13 mánu- og fimmtu- daga. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Félag áhugafólks um íþr. aldraðra. Leikfimi í Bláa salnum kl. 11. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.20 í Digra- neskirkju. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, Hátúni 12. Kl. 19.30 tafl. Ný dögun, samtök um sorg og sorgar- viðbrögð. Í kvöld kl. 20 er opið hús í safn- aðarheimili Háteigs- kirkju í umsjón sr. Halldórs Reynissonar. Í dag er fimmtudagur 9. októ- ber, 282. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Jesús rétti út höndina, snart hann og mælti: Ég vil, verð þú hreinn! Jafnskjótt hvarf af honum líkþráin. (Lúk. 5, 13.)     Í vikulegum pistli sínumá bjorn.is fjallar Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra um styttingu framhaldsskólans.     Björn segir: „Í byrjunsíðustu viku lagði Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra fram skýrslu um stytt- ingu framhaldsskólans úr fjórum árum í þrjú. Er þar velt upp álitaefnum vegna þessa og hugað að leiðum að markmiðinu, verði ákvörðun tekin um styttinguna, að lokinni kynningu.     Umræður um þettaálitaefni hafa staðið lengi. Þegar ég beitti mér fyrir endurskoðun nám- skráa fyrir leikskóla, grunnskóla og fram- haldsskóla var þetta að sjálfsögðu eitt af þeim at- riðum, sem komu til álita. Niðurstaða mín var sú, að óskynsamlegt væri að blanda styttingu fram- haldsskólans inn í nám- skrárgerðina. Yrði að forgangsraða og semja námskrár fyrst, hrinda þeim í framkvæmd og taka síðan við að huga að styttingunni, en við gerð námskránna skyldi hafa hliðsjón af því, að auðvelt yrði að laga þær að þriggja ára framhalds- skólanámi. Gekk þetta eftir.     Samhliða því sem aðþessu var unnið hvatti ég til þess, að sam- ið yrði við Ólaf H. John- son, sem vildi stofna einkarekinn 2ja ára framhaldsskóla, Hrað- braut, en hann tók ein- mitt til starfa nú í haust og byggist kennsla þar að sjálfsögðu á námskrá framhaldsskólanna, sem þar er sniðin að tveggja ára námi til stúdents- prófs. Á alþingi snerist Samfylkingin að sjálf- sögðu gegn hugmyndum um Hraðbrautina, þegar þær voru fyrst kynntar, eins og vinstrisinnar snú- ast jafnan gegn því að einkaaðilar fái að láta að sér kveða í skólastarfi.     Að mínu mati á að verasveigjanleiki í lengd náms innan framhalds- skólanna og raunar er það svo núna, að innan áfangakerfisins er til- tölulega auðvelt fyrir nemendur að ljúka námi á þremur árum auk þess sem margir afla sér mun fleiri eininga á fjórum ár- um en nauðsynlegt er til að taka stúdentspróf. Spurningin um þriggja ára nám snýr sérstaklega að bekkjarkerfisskól- unum.     Innan framhalds-skólastigsins er mest um vert að mínu mati að varðveita fjölbreytnina og skapa sem flestum tækifæri til að leita þar menntunar. Áhugi á starfsnámi ræðst ekki síst af þeim kröfum, sem fyr- irtæki gera til starfs- manna sinna.“ STAKSTEINAR Stytting framhaldsskólans Víkverji skrifar... FRÉTTIR af því aðÍslendingar yrðu hamingjusamari af því að vakna snemma á morgnana vöktu at- hygli kunningja Vík- verja, en þess ber að geta að kunninginn er hinn mesti nátthrafn og notar hvert tækifæri til að sofa út. Dæmigerður háttatími hjá honum er um klukkan 1:30 og á fætur fer hann um klukkan 9, dauðþreyttur. Samt fær hann sjö og hálfrar klukkustundar svefn sem ætti samkvæmt svefn- rannsókninni sem fréttirnar greindu frá, að duga honum vel. Hann skildi bara ekkert í þessu, maðurinn. Samkvæmt fyrrnefndri rannsókn er kjörið fyrir fólk að sofa a.m.k. sex tíma á sólarhring og ekki meira en átta tíma. Hvað var þá að? Kannski var vandamálið að kunn- inginn fór hreinlega of seint að sofa og vaknaði of seint. Það skiptir víst máli á hvaða tíma sólarhringsins er sofið, þannig að svefntíminn í klukkustundum talið segir ekki alla söguna. Þeim er hættara við þunglyndi sem sofa fram yfir sólarupprás þar sem þeir lenda í lengstu REM, eða draumsvefnslot- unum. Allt um það, kunninginn prófaði að fara í bólið klukkan 22:30 nokkur kvöld og var glaðvaknaður milli hálfsex og sex. Og ótrúlega hress að auki. Kunninginn ætlaði varla að trúa þessu. Víkverji var auðvitað afar glaður fyrir hönd kunningjans og hvatti hann áfram á þessari braut, en var á hinn bóginn fljótur að sjá vankantana á þessu nýja heilsuátaki. Það var ómögulegt að fá manninn út á krá, í bíó, eða aðra kvöldskemmtan. Kannski er best að Víkverji taki upp þessa siði líka og hætti þessu næturgöltri. Hví ekki? VÍKVERJI er einnþeirra sem hlakka til vetrar. Í raun er ekki svo kalt hér á landi, miðað við marga aðra staði. Það eru nátt- úrlega hinir íslensku umhleypingar og lægð- irnar sem er erfitt að fást við. Myrkrið í svartasta skammdeg- inu léttir auðvitað held- ur ekki lundina. Og aldraðir eiga oft erfitt með að komast leiðar sinnar í vondri færð. En vetraríþróttir eru líklega besta skammdegismeðal sem hægt er að hugsa sér og þeir sem eiga þess kost að stunda þær eru lán- samir. Fyrr en varir er Ísland orðið að 100 þúsund ferkílómetra leikvelli. Gönguskíði, svigskíði, snjóbretti, snjó- og ísklifur, skautar. Hafiði prófað að fara á skauta í tunglsljósi niður á Tjörn, eða bara þar sem slétt svell er að finna utan við bæ- inn? Eða missa næstum í buxurnar í háum ísfossi, hangandi á tveimur ísöxum? Eða bara kasta snjóbolta í mark? Koma svo inn og fá sér glas af mysu og steinsofna. Já, veturinn er tilhlökkunarefni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nægur svefn er hverjum manni lífsnauðsynlegur, um það er ekki deilt. Haldið bara ekki vöku fyrir öðrum með hrotum. Nauðsynlegur uppgröftur – svar Í GREIN í Velvakanda 3. október sl. spyr kona að norðan hvort nauðsynlegt hafi verið að grafa upp forn- an kirkjugarð í Keldudal í Skagafirði. Kirkjugarðurinn og reyndar einnig leifar kirkju í Keldudal komu í ljós þegar grafið var fyrir húsi á lóð- inni árið 2002. Fyrirfram var ekki vitað um þessar leifar sem taldar eru vera frá fyrstu öldum kristni. Þegar unnið var á skurð- gröfu við gröft á húsgrunni komu óvænt í ljós höfuð- kúpur og fleiri leifar mannabeina í skóflu gröf- unnar. Svo sem ber skv. þjóðminjalögum nr. 107/ 2001 höfðu eigendur jarðar- innar samband við Forn- leifavernd ríkisins sem kannaði síðan umfang og eðli minjanna á eigin kostn- að. Í framhaldi af könnunn- inni veitti menntamálaráðu- neytið fé til að rannsaka minjarnar nánar og var það gert nú í sumar. Við áfram- haldandi rannsóknir kom í ljós landnámsskáli. Í milli- tíðinni kom í ljós kumlateig- ur með fjórum kumlum í um 500 m fjarlægð frá kirkju- garðinum. Þegar fornleifar, þar með talin mannabein, koma í ljós við framkvæmdir eru fyrstu viðbrögð Fornleifaverndar ríkisins að óska eftir að framkvæmdasvæðinu sé hliðrað til þannig að hægt sé að varðveita minjarnar á upprunalegum stað. Reyn- ist það ekki unnt, eins og reyndin var í Keldudal, eru minjarnar rannsakaðar af fornleifafræðingum. Forn- leifafræðingar eru þjálfaðir til agaðra vinnubragða við uppgröft og styðjast við siðareglur sem fela m.a. í sér að bera virðingu fyrir leifum forfeðra okkar, kristnum jafnt sem heiðn- um, og meðhöndla þær í samræmi við það. Að loknum uppgrefti eru beinaleifar yfirleitt varð- veittar í sérstakri beina- geymslu Þjóðminjasafns Íslands. Bein úr kirkju- görðunum á Hólum og í Skálholti eru reyndar varð- veitt inni í kirkjunum. Bein hafa almennt mikið rann- sóknargildi og er m.a. oft stuðst við þau í tengslum við rannsóknir á sjúkdóm- um, erfðum og í ýmsum öðr- um rannsóknum sem snerta sögu og afkomu þjóðarinnar almennt. F.h. Fornleifaverndar ríkisins, Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður, Þór Hjaltalín, minjavörður Norðurlands vestra. Tapað/fundið Kvenreiðhjól í óskilum VÍNRAUTT kvenreiðhjól, gamaldags, er í óskilum á Hofsvallagötu. Þeir sem kannast við hjólið hafi sam- band í síma 551 0122 eða 823 9229. Dýrahald Gosi er týndur 12 ÁRA fresskötturinn Gosi hefur ekki komið heim til sín á Leifsgötu 7 í um tvær vikur. Hann hefur svartan feld en er farinn að grána, eyrnamerktur R-2085 en ól- arlaus. Hann er yfirleitt styggur við ókunnuga, en þeir sem hafa orðið varir við hann vinsamlegast látið vita í síma 551 7881. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Feðgar á ferð í Hafnarfirði. Morgunblaðið/Ómar LÁRÉTT 1 sjúkar, 8 sterk, 9 ves- almenni, 10 sefa, 11 leik- búningur, 13 fengum tök á, 15 smánarblett, 18 til sölu, 21 bókstafur, 22 hama- gangurinn, 23 gosefnið, 24 tók til. LÓÐRÉTT 2 kjánar, 3 krani, 4 blóð- sugan, 5 óbeit, 6 þröng leið, 7 athygli, 12 kriki, 14 hæða, 15 menn, 16 ólyfjan, 17 þekki, 18 karldýr, 19 tínt, 20 brún. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 urgur, 4 hress, 7 dúfum, 8 ýmist, 9 Týr, 11 reif, 13 ótti, 14 erjur, 15 hret, 17 arðs, 20 urt, 22 lúgan, 23 jeppi, 24 terta, 25 norpa. Lóðrétt: 1 undir, 2 gifti, 3 rúmt, 4 hlýr, 5 efist, 6 sótti, 10 ýkjur, 12 fet, 13 óra, 15 helft, 16 elgur, 18 rípur, 19 skima, 20 unna, 21 tjón. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.