Morgunblaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
HUGMYNDIR um friðlýsingu 14
svæða í náttúruverndaráætluninni
eru byggðar á faglegri úttekt Um-
hverfisstofnunar. Hefur hún ásamt
Náttúrufræðistofnun Íslands, nátt-
úrustofum og hlutaðeigandi nátt-
úruverndarnefndum séð um öflun
gagna. Svæðin 14 eru þessi:
Austara-Eylendið í Skagafirði. Mik-
ilvægt búsvæði flórgoða sem er á
válista.
Álftanes-Akrar-Löngufjörur á Mýr-
um. Mikilvægir varpstaðir hafarn-
arins. Með friðlýsingu þessa svæðis
munu um 90% hafarna verpa á frið-
lýstum svæðum.
Álftanes-Skerjafjörður. Mikilvægir
viðkomustaðir margæsa og rauð-
brystinga á leið til norðlægra varp-
staða.
Geysir. Jarðfræðilegt verndargildi.
Tryggja þarf vernd hverasvæðisins
og aðgengi ferðamanna.
Guðlaugstungur-Álfgeirstungur
norðvestan Hofsjökuls. Mikilvægt
varpland heiðagæsa þar sem 4%
heiðagæsastofnsins í Evrópu verpir.
Jökulsárgljúfur. Samfelldur þjóð-
garður um gljúfrin með stækkun til
austurs.
Látrabjarg-Rauðasandur. Ein
stærsta sjófuglabyggð landsins. Þar
verpir um 60% af álkustofninum hér
við land, um 30% af langvíu og 20%
af stuttnefju. Fuglabjörgin þau
mestu við Norður-Atlantshaf.
Látraströnd-Náttfaravík. Verndun
sjaldgæfra plöntutegunda, 30 teg-
undir sjaldgæfra háplantna og 12
sem þarfnast verndar.
Njarðvík-Loðmundarfjörður.
Verndun sjaldgæfra plöntutegunda.
Þar er m.a. að finna 32 tegundir
sjaldgæfra háplantna.
Reykjanes-Eldvörp-Hafnarberg.
Jarðfræðilegt verndargildi. Talið
einstakt í heimi þar sem sjá má
framhald úthafshryggs á landi.
Skeiðarársandur. Þjóðgarður í
Skaftafelli gerður að samfelldri
heild frá jökli til sjávar. Helsta látur
landsels og útsels og eitt stærsta
skúmvarp landsins.
Vatnshornsskógur í Skorradal.
Vernd og endurheimt náttúrulegra
birkiskóga.
Vestmannaeyjar. Ein stærsta sjó-
fuglabyggð landsins, fuglabjörg og
eyjar verði friðlýst sem búsvæði
fugla. Innan verndarsvæðisins verpa
yfir milljón pör sjófugla.
Öxarfjörður. Mikilvægt búsvæði
flórgoða.
Þá verði á tímabilinu unnið að
stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs, skv.
ákvörðun ríkisstjórnar árið 2000.
;<44 $*)(/# #=
$ &
%4 6
!
"#
$
%&
#
!
%& '(
)$
&
* +
;<44 $6
, - .//0 .//1
Fjórtán svæði friðlýst
DRÖGIN að náttúruverndar-
áætlun verða til umræðu á um-
hverfisþingi í Reykjavík næst-
komandi þriðjudag og mið-
vikudag. Næsta skref er
samning þingsályktunartillögu
umhverfisráðherra og er sú
vinna þegar hafin í ráðuneyt-
inu. Tillagan verður lögð fyrir
Alþingi á yfirstandandi þingi.
Siv Friðleifsdóttir umhverfis-
ráðherra segir viðbúið að fram
komi ábendingar og hugmyndir
sem teknar verði til athugunar.
Að lokinni afgreiðslu á Alþingi
ætti því að vera komin sú nátt-
úruverndaráætlun sem unnið
verður eftir þessi fimm ár.
Umhverfisráðherra segir
óljóst hver kostnaður verði við
að hrinda verkefnum í fram-
kvæmd.
Rætt á
umhverfis-
þingi
SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð-
herra kynnti í gær drög að náttúru-
verndaráætlun áranna 2004 til 2008.
Slík áætlun er nú lögð fram í fyrsta
sinn og segir ráðherra þetta metn-
aðarfullt plagg og stefnt að því að
friðlýsa 14 svæði á þessu fimm ára
tímabili. Hún sagði mikla faglega
vinnu liggja að baki áætluninni hjá
Umhverfisstofnun, Náttúrufræði-
stofnun og ráðuneytinu. Heimsóttir
voru nærri allir þeir 75 staðir sem
Umhverfisstofnun lagði til að vernd-
aðir yrðu og haldnir margir fundir
með sveitarstjórnum, landeigendum
og öðrum hagsmunaaðilum.
Náttúruverndaráætlunin er unnin
samkvæmt lögum frá 1999 þar sem
segir að umhverfisráðherra skuli láta
vinna slíka áætlun fyrir allt landið á
fimm ára fresti og leggja fyrir Al-
þingi. Siv Friðleifsdóttir segir að
drögin hafi verið send til umsagnar
fjölmargra aðila sl. vor. Unnið var
áfram með þau í sumar og þau mótuð
frekar eftir heimsóknir og fundi víða
um landið. Lögð er á það áhersla í
áætluninni að festa í sessi nýja að-
ferðafræði við svæðisbundna nátt-
úruvernd. Að sögn ráðherra felst hún
í því að skilgreina og skrásetja nátt-
úruminjar sem þarfnast verndar og
tryggja lágmarksvernd í neti frið-
lýstra svæða.
Fuglabyggðir og þjóðgarðar
Umhverfisráðherra sagði að meðal
viðfangsefna við undirbúning áætlun-
arinnar væri að kanna jarðmyndanir,
vatnafar, líffræðilega fjölbreytni,
landslag, víðerni og menningar- og
söguminjar. Viðmiðin væru sjaldgæf-
ar tegundir í lífríki, svæði sem væru
viðkvæm fyrir röskun eða t.d. mik-
ilvæg fyrir sterka fuglastofna, vís-
inda- og menningargildi svæðanna,
alþjóðlegt náttúruverndargildi og
hvort þar væru áberandi eða ein-
kennandi náttúruminjar. Ráðherra
sagði markmið áætlunarinnar að
koma á neti friðlýstra svæða þar sem
beitt væri faglegu mati á verndargildi
sem byggt væri á skilgreiningu og
skráningu náttúruminja.
Ákveðið var að vinna að þremur
stórum verkefnum í náttúruvernd ár-
in 2004 til 2008:
Í fyrsta lagi að koma upp neti frið-
aðra svæða fuglabyggða sem hafi
verndargildi á alþjóðlega vísu.
Í öðru lagi að stækka þjóðgarðana í
Skaftafelli og Jökulsárgljúfrum.
Í þriðja lagi að stofna Vatnajök-
ulsþjóðgarð og friðlýsa svæði sem
tengjast munu honum.
Siv segir að ákveða þurfi varðandi
hvert svæði fyrir sig í hverju verndin
felist og ljóst sé að áherslur verði
misjafnar eftir því hvort um er að
ræða fuglalíf, plönturíkið eða jarð-
myndanir og slík svæði sem væru
hugsanlega ógnað.
Davíð Egilson, forstjóri Umhverf-
isstofnunar sagði hér setta fram
áætlun með mælanlegum markmið-
um og Jón Gunnar Ottósson, forstjóri
Náttúrufræðistofnunar, sagðist
ánægður með niðurstöðu ráðuneytis-
ins.
Á heimasíðu umhverfisráðherra,
www.siv.is má sjá frásagnir af ferð-
um hennar og samstarfsmanna um
svæði sem fjallað er um í drögunum.
Umhverfisráðherra leggur fram drög að náttúruverndaráætlun 2004 til 2008
Faglegu mati beitt á
verndargildi svæða
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Siv Friðleifsdóttir kynnti í gær drög að náttúruverndaráætlun áranna 2004
til 2008 sem rædd verða á umhverfisþingi í næstu viku.
FJÁRMÁLARÁÐHERRA segir að
gjöld eins og vörugjöld á bensín séu
ákveðnir grundvallartekjustofnar
fyrir ríkissjóð og ekki sé eðlilegt að
þau dragist verulega aftur úr verð-
lagsþróun.
Geir H. Haarde fjármálaráðherra
sagði í samtali við Morgunblaðið að
áður fyrr hefði krónutölugjöldum
eins og almennu og sérstöku vöru-
gjaldi á bensín, en það síðarnefnda
rennur til vegagerðar, verið breytt
með reglugerð sem fjármálaráð-
herra hefði gefið út í takt við hækk-
anir á byggingarvísitölu. Nú gilti
hins vegar að ekki væri hægt að
breyta þessum krónutölugjöldum
nema með lögum. Almenna gjaldinu
hefði verið breytt árið 1999 úr því að
vera hlutfallsskattur í krónutölu-
skatt, en síðan þá hefðu þessi gjöld
verið óbreytt í krónum talið.
„Hins vegar eru þetta ákveðnir
grundvallartekjustofnar fyrir ríkið
og það er ekki eðlilegt að þeir dragist
eitthvað verulega aftur úr almennri
verðlagsþróun. Þá rýrna til dæmis
tekjurnar sem Vegagerðin hefur af
þessu. Þess vegna væri að mörgu
leyti eðlilegt að þetta hækkaði á
hverju ári svona eitthvað nálægt því
sem vísistalan hækkar um,“ sagði
Geir ennfremur. Hann sagði að þar
sem þessi gjöld hefðu ekki hækkað
frá árinu 1999 hefði verið ákveðið að
taka heldur stærra skref en ella
hefði verið gert og hækka þetta um
8% af þeim 17–18% sem neyslu-
verðsvísitalan hefði hækkað um á
tímabilinu frá árinu 1999.
„Síðan mætti hugsa sér að mínum
dómi og ég nefndi það í þinginu að
lögfesta það líka núna að þetta muni
hækka á hverju ári um 2–2,5% sem
er áætluð hækkun vísitölunnar á ári
hverju,“ sagði Geir.
Hann bætti því við að útreiknuð
áhrif þessarar hækkunar vörugjald-
anna á vísitölu neysluverðs væru
0,12%. Þar væri um hækkun að ræða
í eitt skipti sem myndi ekki hafa var-
anleg áhrif og væri eðlilegur hluti
þeirra verðhækkana sem spáð væri á
næsta ári sem væri 2,5%. Inn í slíkri
spá væri reiknað með verðbreyting-
um af ýmsum tagi og þar á meðal
vegna hækkana á gjöldum hins opin-
bera.
Geir sagði að þungaskattshækk-
unin hefði ekki bein vísitöluáhrif, þar
sem þungaskatturinn væri ekki inn í
vísitölunni beinlínis. Hins vegar væri
eflaust um óbein áhrif að ræða í
gegnum flutningskostnaðinn sem
myndu koma fram eitthvað síðar og
vera eitthvað minni en að ofan
greindi.
Geir sagðist ekki draga í efa þá út-
reikninga FÍB að þetta þýddi tæp-
lega fjögurra króna hækkun á bens-
ínlítranum með virðisaukaskatti.
Bensínið hefði verið að lækka um
daginn um 3,50 kr. Miklar sveiflur
væru í þeim efnum og þær spár sem
hann hefði séð nýlega um þróun olíu-
verðs gerðu ráð fyrir því að það
lækkaði.
Hann benti á að af þeim milljarði
króna sem aflað væri með þessum
hækkunum rynni um 850 milljónir til
vegagerðar. „Það er ekkert óeðlilegt
að gjöld sem þessi hækki annaðhvort
í samræmi við vísitöluhækkanir eða
eitthvað í námunda við það að mínum
dómi. Þetta er einn af þeim grund-
vallartekjustofnunum sem við styðj-
umst hér við og það eru engin sér-
stök áform um lækkanir þar.
Skattalækkunaráformin beinast að
öðrum sköttum eins og þegar er
fram komið í tengslum við fjárlaga-
frumvarpið. Þó að við séum með slík-
ar áætlanir þýðir það auðvitað ekki
það að við gefum frá okkur réttinn til
þess að hækka þessa hluti,“ sagði
Geir H. Haarde að lokum.
Vörugjöld á bensín eru grundvallartekjustofnar ríkissjóðs
Mega ekki dragast
aftur úr verðlagsþróun