Morgunblaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 20
AUSTURLAND
20 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
35 farsæl ár | Helgi Hálfdánarson og
kona hans Ágústa Garðarsdóttir á Eskifirði
kvöddu bæjarbúa með virktum eftir þrjátíu
og fimm ára farsælan starfsferil hjá BÍ og
síðar svæðisskrifstofu VÍS á Austurlandi.
Svæðisskrifstofan hefur nú verið flutt í
skrifstofu VÍS á Egilsstöðum, en að öðru
leyti verður starfsemi VÍS á Eskifirði með
óbreyttu sniði. Nýr umboðsmaður hennar
er Guðrún Stefánsdóttir.
Helgi og Ágústa hafa flutt sig um set til
Hafnarfjarðar, þar sem Helgi hefur tekið
við skrifstofu VÍS.
Egilsstöðum | Ferðafélag Fljóts-
dalshéraðs hefur reist vatnsaflsvirkj-
un við skála félagsins í Húsavík
eystri, milli Borgarfjarðar og Seyð-
isfjarðar.
Ferðafélagið reisti þrjátíu og
þriggja manna skála í Húsavík árið
2000 og í fyrra var byggð upp aðstaða
fyrir starfsfólk við skálann. Félagið
hefur einnig reist myndarlegan skála
í Breiðuvík og staðið fyrir ýmsum
framkvæmdum sem varða uppbygg-
ingu á aðstöðu fyrir göngufólk á fé-
lagssvæðinu.
Þórhallur Þorsteinsson er formað-
ur Ferðafélags Fljótsdalshéraðs:
„Við reistum þarna litla vatnsafls-
virkjun í bæjarlæknum rétt hjá skál-
anum“ segir Þórhallur. „Þetta er lítil
virkjun sem kemur til með að fram-
leiða rétt í kringum 2 KW sem nægir
til að halda sæmilegum hita í húsinu.
Einnig nýtist orkan fyrir ísskáp og til
að hlaða inn á rafgeyma þannig að við
getum verið með tólf volta lýsingu í
skálanum.“
Hreinlætisaðstaða
í Kverkfjöllum endurnýjuð
Þórhallur segir framkvæmdirnar
hafa staðið í eitt ár og verið unnar af
félögum úr Ferðafélaginu.
„Vatnsaflsvirkjunin hefur nú verið
keyrð og reyndist vel,“ bætir Þórhall-
ur við. „Að vísu ætlum við ekki að
keyra hana yfir vetrartímann, heldur
verður hún gangsett síðari hluta
vetrar og hún getur svo gengið allt
sumarið og fram á haust.“
Félagið er nú að byggja á Egils-
stöðum salernishús, sem flytja á í
Kverkfjöll í vor. „Í byggingu er end-
urnýjun á allri hreinlætisaðstöðu í
Kverkfjöllum,“ segir Þórhallur.
„Hún er orðin fokheld og yfirsmiður
þar er Hörður Guðmundsson húsa-
smíðameistari. Húsið verður flutt inn
eftir fullbúið í vor. Í því verða fimm
vatnsklósett, þar af eitt fyrir fatlaða.
Þá eru í húsinu tvær sturtur og sex
útivaskar.“
Húsið verður sett á grunn gömlu
hreinlætisaðstöðunnar við Sigurðar-
skála í Kverkfjöllum um leið og snjóa
leysir í vor. Það verður fyrirferðar-
mikill flutningur með kranabíl, því
húsið er um 40 fm. Kostnaður við sal-
ernishúsið er fjórar og hálf milljón og
fékk Ferðafélagið 1,5 milljóna króna
styrk frá Pokasjóði og Ferðamála-
ráði. Það sem út af stendur kostar fé-
lagið sjálft og félagar leggja til um-
talsverða sjálfboðaliðsvinnu. Að
rekstri Sigurðarskála í Kverkfjöllum
koma Ferðafélag Fljótsdalshéraðs
og Ferðafélag Húsavíkur.
Bora eftir neysluvatni
Næsta verkefni þeirra ferðafélags-
manna á Héraði er að koma vatns-
málum í Kverkfjöllum í gott lag.
„Það er ekki nógu gott vatnið þar
og búið að gera ýmsar tilraunir“ seg-
ir Þórhallur. „En ef við fáum ein-
hvers staðar fjármagn að hluta til í þá
framkvæmd, munum við láta bora á
næsta ári eftir vatni þar. Ef við finn-
um vatn á annað borð mun borunin,
dælur, tankar og lagnir kosta um
þrjár milljónir.“
Ljósmynd/Þórhallur Þorsteinsson
Unnið við rafalinn: Rafvirkjarnir Björn Ingvarsson og Sigurður Jónsson
vinna við túrbínurafal við skála Ferðafélagsins í Húsavík eystri.
Víðar virkjað en
í Kárahnjúkum
Löggæsla | Samkvæmt fjáraukalögum
ársins er farið fram á fjárveitingu til að
fjölga megi löggæslumönnum á Austur-
landi. Er um að ræða þrjár milljónir króna
sem gerði sýslumannsembættinu á Seyð-
isfirði kleift að ráða tvo sumarafleys-
ingamenn vegna vaxandi álags í kjölfar
virkjunarframkvæmda. Þá hefur sýslumað-
urinn á Eskifirði lýst vilja til að ráða tvo
nýja löggæslumenn til embættisins. Rök
fyrir því eru m.a. sögð vera nauðsyn á sól-
arhringsvakt vegna mjög aukinna þunga-
flutninga, vaxandi umferðarþunga, æ meiri
umferðar um Eskifjarðarhöfn og flutnings
á sprengiefnum vegna stórframkvæmda í
fjórðungnum.
Þjálfar Breiðablik | Bjarni Jóhannsson
frá Neskaupstað hefur gert samning við
Breiðablik um að þjálfa meistaraflokk
karla, en liðið mun leika í fyrstu deild næsta
sumar. Bjarni hefur þjálfað knattspyrnulið
Grindvíkinga undanfarin tvö ár, en þeim
samningi var sagt upp við hann fyrir helgi.
Reyðarfirði | Konurnar í félagsstarfi aldraðra
á Reyðarfirði gera sér oft dagamun. Til dæmis
mættu þær um daginn allar með fallega hatta
á höfði í tilefni áttræðisafmælis einnar úr fé-
lagsstarfinu. Þær hlakka til að geta spókað sig
á nýja miðbæjartorginu á Reyðarfirði, en
framkvæmdir við það hófust í byrjun mán-
aðarins. Svo verður ekki amalegt að geta sest
inn á kaffihús í Molanum, nýju þjónustu- og
verslunarmiðstöðinni sem brátt á að rísa í
bænum. Félagsstarf aldraðra á Reyðarfirði
hefur opið hús á mánudögum milli kl. eitt og
fimm og á fimmtudögum frá tíu til fimm. Þá er
spilað og spjallað, unnin handavinna af ýmsu
tagi og unnið í leir.
Konur með hatta á Reyðarfirði
Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir
Mættu með hattana sína í áttræðisafmæli: Konurnar í félagsstarfi aldraðra líta björtum augum til uppbyggingar á Reyðarfirði.
Hlakka til að geta spókað sig með hattana á nýja miðbæjartorginu
Reyðarfirði | Hverfisnefnd Reyðar-
fjarðar hélt sinn þriðja fund í vik-
unni. Fyrirlesari var Elísabet Bene-
diktsdóttir, forstöðumaður Þróunar-
stofu Austurlands. Á fundinum tók
hún fyrir þau tækifæri sem bygging
álvers gefur til nýsköpunar í at-
vinnulífi á Austurlandi. Í fyrirspurn-
um var rætt um kosti og galla slíkra
framkvæmda og hve nauðsynlegt
verði að undirbúningur þessara stór-
framkvæmda sé markviss. Góð að-
sókn er á fundi hverfisnefndar Reyð-
arfjarðar sem fundar mánaðarlega í
húsnæði Félags eldri borgara í
Lykli. Það er áhugafólk um framtíð
Reyðarfjarðar sem stendur að
nefndinni. Hefur hún sett upp hug-
myndabanka í Sparkaupum og biður
fólk að leggja hugmyndir og ábend-
ingar í hann.
Áhugafólk um framtíð Reyðarfjarðar
www.NIVEA.com
L ASH DESIGNER
Fyrsti tvíhliða maskaraburstinn
sem gefur tvöfalt lengri
og þykkari augnhár.
LENGD
ÞYKKT
Stutta hliðin
fyrir takmarkalausa þykkt.
Langa hliðin
fyrir óendanlega lengd.
NYTT!
LASH DESIGNER