Morgunblaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 7
RHONDA M.
Erlingsdóttir
lauk dokt-
orsprófi (Ph.D) í
heyrnarfræði
(Audiology) sl.
vor frá James
Madison-
háskólanum í
Virginíu í
Bandaríkjunum. Titill dokt-
orsritgerðarinnar er „Consonant
Confusion in Noise and Reverb-
eration for Normal-Hearing
Young Listeners“. Ritgerðin
fjallar um skiljanleika mælts máls
í hávaðamenguðu umhverfi og þar
sem ómun er til staðar.
Rhonda er fædd og uppalin í
Reykjavík, lauk grunnskólaprófi
frá Hlíðardalsskóla í Ölfusi 1991,
og stúdentsprófi frá Tyrifjord Vid-
eregående Skole, Røyse, Noregi
árið 1994. Fór þá til náms í
Bandaríkjunum og lauk BA prófi í
tónlist og BS prófi í talmeina- og
heyrnarfræði (Speech-Language
Pathology and Audiology) frá
Andrews University, í Michigan,
með ágætum (magna cum laude)
árið 1998.
Rhonda starfar nú við háskóla-
sjúkrahús Michigan-háskólans í
Ann Arbor, (University of Michig-
an Health System) bæði á háls- og
eyrnalækningadeild og við rann-
sóknir.
Doktor í
heyrnarfræði
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2003 7
MORGUNBLAÐINU hefur borist
yfirlýsing frá Arngrími Jóhanns-
syni, stjórnarformanni Air Atlanta,
vegna fréttar um kjör starfsmanna
fyrirtækisins sem birtist í blaðinu á
þriðjudag:
„Air Atlanta vísar því alfarið á
bug að laun flugmanna og flugvél-
stjóra hjá félaginu séu léleg. Því
var haldið fram andmælalaust í
frétt Morgunblaðsins í gær [á
þriðjudag] af stjórnarmanni í Fé-
lagi íslenskra atvinnuflugmanna, en
í því félagi eru einkum flugmenn
sem starfa hjá Flugleiðum.
Atlanta greiðir flugstjórum, sam-
kvæmt samningum við Frjálsa flug-
mannafélagið, að jafnaði yfir 600
þúsund krónur á mánuði. Þeir
starfa 21 dag erlendis og fá síðan
jafnmarga frídaga á Íslandi. Að-
stoðarflugmenn og flugvélstjórar
búa við sömu skilyrði og fá greiddar
að jafnaði yfir 450 þúsund krónur.
Til viðbótar fá flugliðar verulegar
aukagreiðslur fljúgi þeir fleiri en 75
klst. á mánuði. Nú getur hver mað-
ur fyrir sig svarað hvort þetta eru
léleg laun eða ekki.
Atlanta ræður einnig erlenda
starfsmenn í gegnum erlendar
starfsmannaleigur. Meðalgreiðslur
til flugstjóra fyrir hvern unninn
mánuð eru yfir 8.400 Bandaríkja-
dala eða um 650 þúsund krónur.
Erlendir flugliðar eru ráðnir ýmist
til skamms tíma til að mæta tíma-
bundnum sveiflum eða til lengri
tíma sem oftast eru tvö ár. Þeir
njóta ríflegra frídaga og allt að
tveggja ára veikindaréttar. Dæmi
eru um starfsmenn hjá félaginu
sem hafa unnið á þessum kjörum í
allt að tíu ár. Með þessum hætti
getur félagið tekið þátt í útboðs-
verkefnum um allan heim og náð
árangri.
Air Atlanta mótmælir aðdróttun-
um stjórnarmanns í FÍA varðandi
skattamál. Öfugt við það sem haldið
er fram í Morgunblaðinu þá stað-
festir nýlegt álit skattstjóra frá 27.
ágúst 2003 um starfsemi alþjóð-
legra fyrirtækja að sköttum sé
haldið eftir hjá þeim starfsmönnum
sem koma til landsins og starfa þar.
En slíkt eigi ekki við um erlenda
starfsmenn íslenskra fyrirtækja á
erlendri grund,“ segir í yfirlýsingu
frá Arngrími Jóhannssyni.
Yfirlýsing frá Arngrími Jóhannssyni, stjórnarformanni Air Atlanta
Meðalgreiðslur 600 þúsund krónur
FARÞEGUM um Flugstöð Leifs
Eiríkssonar fjölgaði um tæplega
15% í septembermánuði miðað við
sama tíma í fyrra, úr tæplega 106
þúsund farþegum árið 2002 í tæp-
lega 122 þúsund farþega nú.
Mest vegur fjölgun farþega til og
frá Íslandi sem er rúmlega 20%
milli ára. Á sama tíma hefur far-
þegum sem millilenda hér á landi á
leið yfir Norður-Atlantshafið fækk-
að um rúm 5%.
Alls hefur farþegum um Flug-
stöð Leifs Eiríkssonar því fjölgað
um tæplega 10% það sem af er
árinu miðað við sama tíma árið
2002, eða úr tæplega 987 þúsund
farþegum í rúmlega 1.084 þúsund
farþega.
15% fjölgun
farþega í
september
HÆKKUN lóðaverðs í Reykjavík er
um 18% á sjö mánuðum, ef marka
má hærra lóðaverð í Norðlingaholti
miðað við útboð á lóðum í Grafarholti
í janúar og mars á þessu ári. Þetta
kemur fram í fréttatilkynningu frá
sjálfstæðismönnum í borgarstjórn.
Sjálfstæðismenn hafa gagnrýnt
borgarstjóra harðlega m.a. fyrir þau
ummæli hans að lóðaframboð í
Reykjavík hafi ekki verið meira ára-
tugum saman, og að segja að færri
lóðum hafi verið úthlutað í níu ára
valdatíð R-listans en á sambæri-
legum tíma þegar Sjálfstæðisflokk-
urinn var við völd.
Í tilkynningunni segir ennfremur:
„Sjálfstæðismenn í borgarstjórn
benda á að afleiðing þessa háa lóða-
verðs í borginni er hækkandi bygg-
ingakostnaður og söluverð íbúða og í
framhaldinu hærra fasteignamat og
fasteignaskattar. Þessi þróun leiðir
síðan til þess að húsaleiga á almenn-
um markaði hækkar enn frekar.“
Lóðaverð
hækkað um
18% frá því
í ársbyrjun
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦