Morgunblaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 15
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2003 15
KVIKMYNDALEIKARINN Arnold
Schwarzenegger var kjörinn næsti
ríkisstjóri Kaliforníu, fjölmennasta og
auðugasta ríkis Bandaríkjanna, og
kjósendur viku demókratanum Gray
Davis úr embættinu í sögulegum
kosningum á þriðjudag sem þóttu
verðugt efni í Hollywood-kvikmynd.
„Þið hafið tekið mér opnum örm-
um, tekið á móti mér, gefið mér óend-
anleg tækifæri,“ sagði Schwarzen-
egger þegar hann lýsti yfir sigri í
kosningunum. „Ég ætla að gera allt
sem ég get til að standa undir þessu
trausti. Ég mun ekki bregðast ykkur,
eða valda ykkur vonbrigðum.“
Stærri sigur en búist var við
Samkvæmt síðustu tölum, þegar
99% atkvæðanna höfðu verið talin,
voru 54,9% hlynnt því að Davis léti af
embætti, tæpu ári eftir að hann var
endurkjörinn, og 45,1% á móti. Í at-
kvæðagreiðslunni um hver ætti að
taka við af honum fékk Schwarzen-
egger 48,2% kjörfylgi og helsti and-
stæðingur hans, demókratinn og
vararíkisstjórinn Cruz Bustamente,
32,1%. Flestir stjórnmálaskýrendur
höfðu búist við því að munurinn yrði
talsvert minni.
Repúblikaninn Tom McClintock,
sem á sæti á þingi Kaliforníu, varð í
þriðja sæti með um 13% atkvæðanna
og á eftir honum kom ríkisstjóraefni
Græna flokksins, Peter Camejo, með
2,8%. Alls voru frambjóðendurnir 135
og meðal þeirra voru klámkóngurinn
Larry Flynt, sem varð í sjöunda sæti
með 0,3% fylgi.
Æðsti kosningaeftirlitsmaður Kali-
forníu þarf að staðfesta úrslitin fyrir
15. nóvember og Schwarzenegger á
að taka við embættinu ekki síðar en
tíu dögum eftir staðfestinguna. Hann
á að gegna embættinu út kjörtímabil
Davis, í þrjú ár, og getur sóst eftir
endurkjöri árið 2006.
Bustamente verður áfram vararík-
isstjóri næstu þrjú árin. Hann og
fleiri forystumenn demókrata, sem
eru með meirihluta á þinginu, hétu
samstarfi við Schwarzenegger.
Bustamente gerði þó að gamni sínu
þegar hann ræddi vandræðalega
stöðu sína sem vararíkisstjóri og gaf
til kynna að hann hefði ekkert á móti
því að kvikmyndaleikarinn héldi sig í
Hollywood. „Arnold, þú ert frægur
fyrir að gera kvikmyndir úti um allan
heim. Ég vil að þú haldir því áfram
eins og þig lystir,“ sagði hann.
Þetta er í fyrsta sinn í 82 ár sem
ríkisstjóra í Bandaríkjunum er vikið
úr embætti í sérstakri atkvæða-
greiðslu. Það gerðist síðast í Norður-
Dakóta árið 1921.
Kalifornía er fjölmennasta ríki
Bandaríkjanna, með 35 milljónir íbúa,
og jafnframt auðugasta sambandsrík-
ið, með fimmta stærsta hagkerfi
heims.
Schwarzenegger stendur frammi
fyrir mjög erfiðu verkefni þar sem því
er spáð að fjárlagahalli Kaliforníu
verði 8 milljarðar dollara, um 610
milljarðar króna, á næsta fjárhagsári.
„Við stöndum frammi fyrir erfiðu
vali,“ sagði Schwarzenegger þegar
hann flutti sigurræðuna. „Eigum við
að endurreisa ríkið saman eða berjast
innbyrðis, valda jafnvel enn meiri
sundrungu og bregðast íbúum Kali-
forníu? Ég skal segja ykkur eitt –
svarið er augljóst. Til að fólkið sigri
þarf pólitíkin sem við eigum að venj-
ast að tapa.“
„Ég mun ekki bregðast ykkur“
Reuters
Schwarzenegger og eiginkona hans, Maria Shriver, kyssast er þau fagna sigri hans í ríkisstjórakosningunum.
Los Angeles. AFP, AP.
’ Þið hafið tekiðmér opnum örmum,
tekið á móti mér,
gefið mér óendanleg
tækifæri. ‘
Arnold Schwarzenegger sigrar í ríkisstjórakosningunum í Kaliforníu með miklum mun
ARNOLD Schwarzenegger hefur nú
fetað í fótspor Ronalds Reagans,
Clints Eastwoods og Shirley Temple
sem öll hösluðu
sér völl í stjórn-
málunum eftir
mikinn frama í
Hollywood.
Reagan var
kjörinn ríkisstjóri
Kaliforníu árið
1967, gegndi
seinna embætti
forseta Bandaríkj-
anna í tvö kjör-
tímabil, 1981–89,
og er nú þekktari
fyrir efnahags-
stefnu sína en
kvikmyndaleik.
Eastwood var
kjörinn bæjar-
stjóri Carmel í
Kaliforníu 1986
og gegndi því
embætti með allgóðum árangri í tvö
ár. Temple gaf kost á sér í þingkosn-
ingum á sjöunda áratugnum og varð
seinna fulltrúi Bandaríkjanna hjá
Sameinuðu þjóðunum, sendiherra í
Ghana og Tékkóslóvakíu.
Fleiri stjörnur hafa leitað sér
frama í stjórnmálunum, þeirra á með-
al söngvarinn Sonny Bono, úr
söngdúettnum Sonny og Cher. Hann
var bæjarstjóri Palm Springs 1988–
92 og kjörinn á Bandaríkjaþing 1994.
Hann lést í skíðaslysi fjórum árum
síðar.
Arnold Schwarzenegger getur leit-
að ráða hjá vini sínum, fjölbragða-
glímukappanum Jesse Ventura, sem
var kjörinn ríkisstjóri Minnesota
1999. Schwarzenegger getur hins
vegar ekki fetað í fótspor Reagans og
gegnt æðsta embætti landsins nema
lögunum verði breytt þar sem hann
fæddist ekki í Bandaríkjunum.
Stjörnur
í stjórn-
málum
Clint Eastwood
Ronald Reagan
Los Angeles. AFP.
FRÁ spjallrás á Netinu í Kína til æskuslóða
Arnolds Schwarzeneggers í Austurríki furðaði
fólk um allan heim sig á og/eða dáðistt að hinum
einstaklega bandaríska stjórnmálasigri hans.
„Margir tengja „Járn-Arnie“ enn við hetju
sem bjargar heiminum frá vondu köllunum,“
sagði í morgunsjónvarpsfréttum rússnesku
NTV-stöðvarinnar í Moskvu.
Nicolas Sarkozy, innanríkisráðherra Frakk-
lands, sagði í útvarpsviðtali að hann liti kosn-
ingasigur Schwarzeneggers blendnum huga, en
viðurkenndi að hann væri eftirtektarvert afrek.
„Maður sem er útlendingur í landinu þar sem
hann býr, sem ber nafn sem er ekki hægt að bera
fram og getur samt orðið ríkisstjóri fjölmenn-
asta ríkis Bandaríkjanna – það er ekki svo lítið,“
tjáði Sarkozy RTL-útvarpinu.
Í Kína, þar sem alræðisstjórn kommúnista
umber engan mótþróa við stefnu og ákvarðanir
valdhafanna sem ekki eru kjörnir í embætti í lýð-
ræðislegum kosningum, sendu ýmsir netnotend-
ur athugasemdir inn á skoðanaskiptatorg hinnar
vinsælu spjallrásarsíðu Sohu.com. „Þetta væri
óhugsandi í Kína,“ skrifaði einn, en lét nafn sitt
ekki fylgja undir skeytinu.
Ameríski draumurinn
Í sjónvarpsfréttum í Japan var mikið gert úr
fréttunum frá Kaliforníu, sem féllu vel að áhuga
Japana á bandaríska afþreyingariðnaðinum og
bandarískum stjórnmálum.
„Þetta er ameríski draumurinn orðinn að
veruleika,“ sagði Hideya Sugio, fréttaþulur
TBS-sjónvarpsstöðvarinnar japönsku.
Erik Aasard, sem stýrir sænskri rannsókna-
stofnun um norður-amerísk málefni við Upp-
salaháskóla, sagði að úrslitin mætti skýra með
óánægju kjósenda með stöðuna í efnahagsmál-
um. „Eina leiðin til að finna skýringar á þessu
liggur ekki svo mjög í því að Schwarzenegger sé
aðlaðandi frambjóðandi – sem hann þó er – held-
ur hinu, að kjósendur eru vonsviknir með hvern-
ig haldið hefur verið á stjórn Kaliforníu.“
Og Joseph Estrada, fyrrverandi forseti Fil-
ippseyja, sem nú situr af sér spillingardóm,
sendi Schwarzenegger skeyti og hvatti hann til
að þjóna kjósendum með því að beita bíómynda-
hetjuskap sínum í stjórnmálunum. „Hinir svo-
kölluðu menntamenn, með allar sínar meistara-
gráður, hafa engan einkarétt á að fara með
völd,“ sagði Estrada.
Umheimurinn hlessa á sigrinum
Graz. AP.
AUSTURRÍKISMENN vöknuðu
upp við það í gærmorgun, að landi
þeirra, Arnold Schwarzenegger, væri
orðinn ríkisstjóri í Kaliforníu. Var því
tekið með miklum fögnuði og ferða-
málafulltrúinn í fæðingarsveit hans
var ekkert að tvínóna við það, heldur
lýsti yfir, að Wolfgang Amadeus
Mozart væri ekki lengur frægasti
sonur landsins.
Benita Ferrero-Waldner, utan-
ríkisráðherra Austurríkis, sagði í
yfirlýsingu, að hún vonaði, að
Schwarzenegger kæmi sem fyrst í
opinbera heimsókn og Thomas Klest-
il, forseti landsins, hafði samband við
ríkisstjórann nýja og lýsti því hve
landar hans væru stoltir af honum.
„Mozart er ekki lengur frægasti
Austurríkismaðurinn, heldur
Schwarzenegger – hann er hetjan
okkar,“ sagði Dieter Hardt-
Stremayr, ferðamálafulltrúi í Graz,
en í því héraði fæddist Schwarzen-
egger 1947. Bætti hann síðan við, að
vonandi hættu Bandaríkjamenn nú
að rugla saman Austurríki og Ástr-
alíu.
Wolfgang Schüssel, kanslari Aust-
urríkis, sagði í sinni yfirlýsingu, að
Schwarzenegger hefði aldrei gleymt
uppruna sínum og væri sigur hans
góður fyrir ímynd landsins.
Austurríska sjónvarpið rauf dag-
skrána er ljóst var, að Schwarzen-
egger hafði borið sigur úr býtum í
ríkisstjórakosningunum og leitaði
viðbragða hjá fjölda manns. Voru þau
öll á eina lund, mikil ánægja og stóru
orðin ekki spöruð.
„Nú mun sólin aldrei setjast í Aust-
urríki,“ sagði Waltraud Klasnic, fylk-
isstjóri í Steiermark, þar sem hún
fagnaði úrslitunum á krá í Thal bei
Graz, fæðingarbæ Schwarzeneggers.
„Þegar sólin er að ganga til viðar hér,
er hún að koma upp í Sacramento.“
Átti hún þá við höfuðborg Kaliforníu.
Sagði hún, að nú myndu Bandaríkja-
menn fá aukinn áhuga á æskuslóðum
Schwarzeneggers og það væri að
sjálfsögðu hið besta mál.
Jörg Haider, leiðtogi hins um-
deilda hægriflokks FPÖ, sendi einnig
Schwarzenegger heillaóskir og Kurt
Marnul, þjálfari hans í vaxtarrækt-
inni á sínum tíma, sagðist aldrei hafa
efast um, að hann myndi vinna.
Mozart ekki lengur frægastur
– nú er það Arnold Schwarzenegger
AP
Kurt Marnul, er kom Schwarzenegger af stað í vaxtarrækt, er næstum hálf-
áttræður og virðist gefa sínum gamla lærisveini lítið eftir í líkamsburðunum.
Mikill fögnuður meðal Austurríkismanna með „frægasta son“ landsins
Thal bei Graz. AFP.