Morgunblaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 37
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2003 37 Til bókaútgefenda: BÓKATÍÐINDI 2003 Skilafrestur vegna kynningar og auglýsinga í Bókatíðindum 2003 er til 15. október nk. Ritinu verður sem fyrr dreift á öll heimili á Íslandi Allar upplýsingar á skrifstofu Félags íslenskra bókaútgefenda, Barónsstíg 5, sími 511 8020. —————————————  ————————————— Frestur til að leggja fram bækur vegna Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2003 er til 30. október nk. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. LAGERÚTSALA Á ELDRI VÖRUM - ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR Minningarfyrirlestur Jóns Sigurðs- sonar verður haldinn í dag, fimmtu- daginn 9. október kl. 16.15 í Odda, stofu 101. Gestur Sagnfræðistofn- unar að þessu sinni er Alan Milward, prófessor við Evrópuháskólann í Flórens á Ítalíu. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina: Globalization in Historical Perspective Smaller Economies and the European Union. Í fyrirlestrinum mun Alan Milward fjalla um alþjóðavæðingu viðskipta og tækni og hlutverk Evrópusam- bandsins í því ferli. Hann mun einnig ræða um tengsl Evrópusambandsins og minni ríkja, einkum samskipti Efnahagsbandalags Evrópu og Ís- lands á tímum þorskastríðanna á átt- unda áratugnum. Félag kvenna í atvinnurekstri heldur 1. púltfund sinn á þessu starfsári í dag, fimmtudaginn 16. október í Víkingasal Hótel Loftleiða. Fundurinn hefst með morgunverði kl. 8 en eiginleg dagskrá hefst kl. 8.30. Gestafyrirlesari verður Magnús Scheving, framkvæmdastjóri Lata- bæjar. Magnús kallar erindi sitt; Fókus – markmið – nýsköpun. Tvær konur í FKA munu kynna fyrirtæki sín á fundinum. Fundarstjóri verður Lára Pétursdóttur hjá Congress Reykjavík. Aðgangur kr. 1.500, með morgunverði. Hver er staða smáríkja við al- þjóðaviðskiptasamninga Evrópu- samtökin standa fyrir hádegisverð- arfundi um alþjóðasamninga og stöðu smáríkja, í Kornhlöðunni við Banka- stræti í dag, fimmtudaginn 9. október kl.12.05–13. Frummælandi verður Árni Páll Árnason, lögmaður og fyrrverandi starfsmaður íslensku utanríkisþjón- ustunnar. Hann mun fjalla um við- skiptasamninga og hvort ávinningur sé af því fyrir Ísland að semja eitt um viðskiptakjör og hvaða ávinningar séu af því að vera innan stærri heilda. Allir velkomnir. Fyrirlestur um heilsu kvenna Farida Sharan stofnandi „The School fo Natural Medicine“ heldur fyr- irlestur um heilsu kvenna, í dag, fimmtudaginn 9. október kl. 19.30 í Gerðubergi. Verð kr. 1.000. Farida Sharan verður einnig með námskeið um að taka ábyrgð á heilsu sinni, föstudaginn 10. október og 3 klst. námskeið sem kallast jurtir fyrir börn, þriðjudaginn 14. október. Fyrirlestur á vegum IEEE á Íslandi Þorvarður Sveinsson, verkfræðingur hjá Kögun hf, flytur fyrirlestur sem nefnist: Ofurbandvíð (ultra- wideband) þráðlaus fjarskipti. Mæl- ingar, útbreiðslulíkön og áhrif á bandþröng (narrowband) kerfi. Fyr- irlesturinn verður haldinn í dag, fimmtudaginn 9. október, kl. 16.30 í húsakynnum verkfræðideildar Há- skóla Íslands VR-2, stofu VR-157. Allir eru velkomnir. Í fyrirlestrinum verða sýndar niðurstöður á mæl- ingum fyrir Ultra-Wideband fjar- skiptum (UWB) þráðlausa rás sem fram fóru í 20 heimahúsum og 20 fyr- irtækjum og kynnt slembið módel fyrir rásina o.fl. Rannsóknir á estrogen-viðtaka og kynning á EMBO-styrkjum til vís- indamanna Í dag, fimmtudaginn 9. október, heldur prófessor Frank Gannon, aðalritari EMBC, fyr- irlestur í Læknagarði á 3. hæð og hefst hann kl. 16 og er öllum opinn. Annars vegar mun hann kynna rann- sóknir sínar á estrogen-viðtakanum, hinsvegar kynnir hann starfsemi samtaka evrópskra sameindalíffræð- ina, EMBO, og hvaða styrkir standa til boða fyrir íslenska vísindamenn á þeim vettvangi. Einn Íslendingur er félagi í þessum samtökum, Guð- mundur Eggertsson, prófessor við Háskóla Íslands. EMBO, European Molecular Biology Organization, er nokkurs konar aka- demía evrópskra sameindalíffræð- inga, og hefur hún starfað í 40 ár. Samtökin veita m.a. styrki til ungra vísindamanna og hafa nokkrir Íslend- ingar þegar hlotið slíka styrki. Einnig gefa þau út tímarit og reka stofnun á sviði sameindalíffræði í Evrópu. Málstofa um vanmenntun og of- menntun á íslenskum vinnumark- aði verður haldin í dag, fimmtudag kl. 16, í Viðskiptaháskólanum á Bif- röst. Fyrirlestur heldur Lilja Mós- esdóttir prófessor. Efniviður fyr- irlestrarins er m.a. sóttur í ESB rannsóknarverkefnið „Frá velferð- arsamfélagi til þekkingarsamfélags.“ Menntun launafólks á Íslandi ein- kennist af skýrri skauthverfingu milli ófaglærðs fólks og háskólamennt- aðra. Í hópi ófaglærðra eru ein- staklingar sem ekki áttu kost á menntun á sínum tíma og þeir sem dottið hafa út úr skólakerfinu. Há- skólamenntuðu einstaklingarnir hafa langflestir lokið háskólagráðu í fræði- legu háskólanámi. Slík menntun er ekki starfstengd, þannig að þetta fólk hefur fjárfest í almennri menntun og færni sem gefur því kost á að koma víða við á íslenskum vinnumarkaði, segir m.a. í fréttatilkynningu. Nellýs Café kl. 20.30 Bókaútgáfan Nýhil kynnir útkomin og væntanleg verk. Út eru komnar þrjár ljóðabæk- ur, ljóðahljóðadiskur, heimspekirit. Nú er nýjasta afurð kompanísins komin á prent, ritgerðasafnið Afbók #1, með verkum frá Arundhati Roi, Slavoj Zizek, Steinari Braga, Van- essu Badham o.fl. Von er á þremur ljóðabókum til viðbótar á næstunni, frá Vali Brynjari Antonssyni, Viðari Erni Sævarssyni, og Ófeigi Sigurðs- syni. Í DAG Flóamarkaður – kaffisala – köku- basar Jórukórinn heldur Flóamarkað í Tryggvaskála á Selfossi, á morgun, föstudag, kl. 14–19 og laugardaginn 11. október kl. 10–17. Á boðstólum verður fatnaður, bækur, tímarit. Tert- ur verða á kökubasar og hægt verður að kaupa kaffi og nýbakaðar vöfflur á staðnum. Kórinn mun taka lagið á föstudag kl. 18 og á laugardag kl. 13.30. Ráðstefna um Keynes Viðskipta- og hagfræðideild HÍ stendur fyrir ráð- stefnu um hagfræðinginn John Meyn- ard Keynes á morgun, föstudaginn 10. október, í hátíðasal skólans. Ráð- stefnan ber yfirskriftina Hagfræði 20. aldarinnar – Keynes og nútíminn. Geoff Harcourt, prófessor í hagfræði við Cambridge-háskóla í Bretlandi, heldur erindi um kenningarlegt og pólitískt gildi Keynsískrar hagfræði. Jesper Jespersen frá Roskilde- háskóla og Torben Andersen frá há- skólanum í Árósum. Meðal íslenskra fyrirlesara eru hagfræðingarnir Gylfi Zoëga, Már Guðmundsson og Ágúst Einarsson. Ráðstefnan fer fram á ensku og stendur kl. 13–17. Málþing um nýbreytni og þróun á sviði kennslu og umönnunar Rann- sóknarstofnun Kennaraháskóla Ís- lands heldur á morgun, föstudag, mál- þing um rannsóknir, nýbreytni og þróun í samvinnu við fagfélög á sviði kennslu og umönnunar. Meginþema málþingsins er Skóli fyrir alla – ein- staklingsmiðað nám. Málþingið er haldið í Kennaraháskólanum og hefst kl. 15.30. Á laugardag hefst dagskráin kl. 8.50 og verða um 30 málstofur í boði. Haldin verða erindi um efni sem tengist skólamálum og umönnun. Dagskrá er á vefsíðunni http:// rannsokn.khi.is/ Á MORGUN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.