Morgunblaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2003 25 O KTÓBERSÝNING Ís- lenska dansflokksins nefnist The Match (Leikurinn) og sam- anstendur af þremur dansverkum. Dagskráin hefst á Symbiosis eftir Itzik Galili, því næst kemur Party eftir Guðmund Helga- son og eftir hlé verður síðan heims- frumsýning á The Match sem Lonn- eke van Leth samdi sérstaklega fyrir Íslenska dansflokkinn. Itzik Galili er þekktur danshöf- undur í Evrópu og listrænn stjórn- andi Galili Dance í Groeningen í Hol- landi. Hann samdi Symbiosis fyrir Íslenska dansflokkinn sem frumflutti það í febrúar 2003. Galili sá sjálfur um sviðsmynda-, búninga- og lýsing- arhönnun í verkinu. Katrín Johnson dansar nú Symbiosis í annað sinn, en Itzik Galili samdi verkið fyrir hana og Yaron Barami sem dansar í dans- flokki Galilis í Groeningen, en Guð- mundur Elías Knudsen hefur tekið við karlhlutverkinu af Barami. Dans saminn fyrir hinn almenna áhorfanda Hvernig myndir þú lýsa Itzik Galili sem danshöfundi? „Itzik er mjög húmorískur í dans- verkum sínum, en kannski ekki á dæmigerðan hátt. Oft áttar fólk sig ekki á honum og veit ekki hvort það má hlæja að hlutum í verkum hans, en auðvitað má alltaf hlæja,“ segir Katrín. Hvernig var að vinna með honum? „Það var alveg magnað, því hann er mjög sérstök týpa en mjög skemmti- legur. Maður áttar sig ekki alveg á því hvar maður hefur hann, en það er kannski einmitt það sem hann vill til þess að halda þér á tánum og fá alltaf það mesta út úr þér.“ Hvernig myndir þú lýsa sam- skiptum parsins á sviðinu? „Eins og danshöfundurinn lýsti því þá segir hann að verkið eigi að sýna það hversdagslega og fáránlega í samskiptum tveggja einstaklinga. Ég myndi samt segja að dansinn sé frem- ur í forgrunni í verkinu heldur en samskipti parsins. En auðvitað mega áhorfendur túlka verkið að vild. Það þarf ekki endilega að túlka það á ein- hvern ákveðinn hátt. Þess vegna er svo asnalegt þegar fólk sem óvant er að horfa á dans segir „ég vil ekkert fara á svona sýningu“ og „ég skil þetta ekkert“. Það er náttúrlega bara mesta bullið af öllu, því það á ekkert að geta skilið þetta og hitt. Þú átt bara að koma, horfa á verkið og taka því eins og þú vilt taka því, skilja hlut- ina eins og þú vilt skilja þá. Dans er ekki saminn fyrir fólk sem þekkir og skilur dans, heldur saminn fyrir hinn almenna áhorfanda.“ Skemmtilegast að dansa leikræn verk Dansverkið Party eftir Guðmund Helgason var upphaflega frumsýnt í dansleikhúskeppni sem Leikfélag Reykjavíkur og Íslenski dansflokk- urinn stóðu fyrir í sumar. Verkið vakti mikla hrifningu áhorfenda sem veittu því sérstök áhorfendaverðlaun. Spurður hvað það sé í verkinu sem höfði til áhorfenda segir Guðmundur að finna megi ákveðinn húmor í verk- inu sem nái að kitla fólk. Nú er verkið afar leikrænt, finnst þér skemmtilegra að semja dansverk með atburðarás? „Ég vil alltaf hafa eitthvað pínu leikrænt með. Sjálfum finnst mér langskemmtilegast að dansa verk þar sem eitthvert ákveðið þema er ríkjandi, eitthvað sem maður er að hugsa um. Þannig að maður sé ekki bara að hugsa um spor og talningu, heldur að miðla einhverri tilfinningu eða jafnvel sögu.“ Hefur þú verið að semja lengi? „Þetta er fyrsta verkið sem Ís- lenski dansflokkurinn sýnir eftir mig, en meðan ég kenndi í Listdansskóla Íslands samdi ég tvö til sex verk á ári fyrir flokkana sem ég kenndi. Auk þess samdi ég sóló fyrir sjálfan mig í danshöfundakeppni sem dansflokk- urinn stóð fyrir 1998 og vann önnur verðlaun þar.“ Þátttakendur í Party eru Katrín Ingvadóttir, Guðmundur Helgason, Peter Anderson og Valgerður Rún- arsdóttir dansarar og Eggert Þor- leifsson leikari. Guðmundur sá sjálfur um sviðsmyndina, búninga og hljóð, en Kári Gíslason sá um ljósahönnun. Frábær samvinna Lonneke van Leth, höfundur The Match, hefur þegar hlotið verðskuld- aða athygli jafnt sem dansari og danshöfundur. Verkið er samstarfs- verkefni við Holland Dance Festival í Den Haag í Hollandi sem fram fer í lok mánaðarins. Hvernig datt þér í hug að blanda saman dansi og fótbolta? „Ég var í Ástralíu í fyrra og sá þar krikketleik, en þeir geta oft tekið marga klukkutíma þó aldrei gerist neitt. Leikvöllurinn var stappaður og ég hugsaði með mér „vá, hér er allt þetta fólk saman komið til þess að njóta leiks sem tekur a.m.k. átta tíma og þar sem ekkert gerist, en á sama tíma nennir fólk ekki að fara í leikhús til þess að horfa á dansverk“. Því venjulega er bara afmarkaður hópur sem horfir á dansverk. Svo ég hugs- aði með mér „ef ég vil reyna að fá fólk til þess að koma í leikhúsið þá verð ég gera eitthvað sem stendur fólki nær og höfðar til þess“ og datt því í hug að semja íþróttatengt verk. Auk þess sem boltinn og dansinn eiga ýmislegt sameiginlegt, eins og t.d. hraðann og öll stökkin.“ Myndir þú segja að þetta verk sé dæmigert fyrir höfundarstíl þinn? „Já, ég er mjög hrifin bæði af hraða og húmor. Ég vil að áhorfendum finn- ist auðvelt að horfa á verkin mín, skilji þau og finnist gaman. Ég hef engan áhuga á að skapa einhverja „artí-fartí“ dansa. Ég hef miklu meiri áhuga á hversdagslegum hlutum. Áð- ur fyrr stóð dansinn fólki mun nær, en í dag er því miður litið á dansinn sem hámenningu, eitthvað leiðinlegt sem fólk telur sig ekki skilja. Mér finnst það mikil synd og vil því leggja mitt af mörkum til þess að höfða til áhorfenda.“ Hvernig valdir þú tónlistina? „Ég fékk senda út diska með ís- lenskri tónlist og féll hreinlega fyrir Hljómsveitinni Ske og í framhaldinu fórum við að vinna saman. Þetta er afar kröftug tónlist og í raun krefj- andi taktur. Ég var sérstaklega hrifin af því að hafa tónlistina mjög rokkaða því mér fannst það passa svo vel við fótboltann.“ Hvernig hefur samvinnan við dans- flokkinn verið? „Alveg frábær og rosalega skemmtileg. Það tók stuttan tíma að skipa í hlutverk vegna þess að allir dansararnir hafa svo mismunandi karakter. Þeir eru ekki aðeins mjög góðir leikarar, heldur hafa þeir afar lífleg andlit sem njóta sín vel á sviði. Öll vinnan hefur þannig gengið mjög- vel, enda eru dansararnir afar fjöl- hæfir og færir.“ Dansarar The Match eru Guð- mundur Helgason, Guðmundur Elías Knudsen, Katrín Ingvadóttir, Katrín Johnson, Nadia Banine, Peter And- erson, Steve Lorenz, Unnur Elísabet Gunnarsdóttir og Valgerður Rúnars- dóttir. Sviðsmynda- og búninga- hönnun var í höndum Elínar Eddu Árnadóttur, Benedikt Axelsson sá um ljósahönnun og Jakob Tryggva- son um hljóð. „Vil að áhorf- endum finnist gaman“ Íslenski dansflokkurinn frumsýnir þrjú dansverk í Borgarleikhúsinu í kvöld kl. 20. Silja Björk Huldudóttir ræddi við tvo dans- höfundanna og dansara í þriðja verkinu. Úr verkinu The Match (Leiknum) eftir Lonneke van Leth frá Hollandi. Morgunblaðið/Jim Smart Katrín Johnson í Symbiosis en höfundur að því verki er Itzik Galili. Guðmundur Helgason og Katrín Ingvadóttir í Party eftir Guðmund. silja@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.