Morgunblaðið - 09.10.2003, Síða 48

Morgunblaðið - 09.10.2003, Síða 48
48 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. Ísl tal KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 10 ára. KRINGLAN Sýnd kl. 10.20. B.i. 10. Topphasarmyndin í USA í dag. Fór beint ítoppstætið í USA þrælmögnuð yfirnáttúruleg spennumynd sem hefur slegið rækilega í gegn. Topphasarmyndin í USA í dag. KVIKMYNDIR.IS Sjáið sannleikann! Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16. Sýnd kl. 8 og 10.kl. 6. H.J. MBL S.G. DV „Áhrifarík og lofsamleg.“ HJ. MBL THE MAGDALENE SISTERS Skonrok Fm 90.9 H.K. DV SG DV SV. MBL Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. B.i. 12. Frá leikstjóranum Ridley Scott sem færði okkur myndirnar Gladiator, Hannibal, Blade Runner og Alien  "Skotheldur leikur og frábært handrit." HP KVIKMYNDIR.COM H.K. DV Nói Albinói sýnd um helgar SV MBL HK.DV KVIKMYNDIR.IS kl. 6. kl. 8. kl. 10.15. SG MBL SG DV ÞAÐ skýtur svolítið skökku við að tala um einhverja endurkomu eða „kommbakk“ þegar Hljómar eiga í hlut því þótt sú goðsagnakennda sveit hafi ekki beint starfað mikið saman síð- ustu þrjátíu árin þá hefur hún aldrei farið neitt. Tónlistin hefur lifað með okkur allt síðan slitnaði uppúr hinu formlega samstarfi um miðbik áttunda ára- tugarins og hver kynslóð uppgötvar eitthvað nýtt í fari hennar, eitthvað allt annað en kynslóðirnar á undan féllu í stafi yfir. Þar að auki er erfitt að tala um eitthvert „kommbakk“ þegar menn eins og Gunnar Þórð- arson og Rúnar Júlíusson eru annars vegar því fáir hafa verið iðnari við kolann síðan Hljómar hættu að vera Hljómar og æxluðust í Ðe Lónlí blú bojs, Lummur og Geimstein sem síð- an leiddi til sólóferils beggja og ann- arra verka. Þar með er það því úr sögunni. Þetta er ekkert „komm- bakk“. En það var greinilegt á öllu er hin- ir einu sönnu Hljómar komu saman aftur eftir talsvert hlé fyrir tveimur árum á tónleikum í Höllinni á Lág- menningarhátíð Kidda kanínu, sem kenndur er við Hljómalind, að sveit- in átti enn fastan sess í hjörtum landans. Það voru því gleðitíðindi er þeir lýstu yfir að þeir ætluðu að gera nýja plötu í tilefni fjörutíu ára starfs- afmælisins. Gladdist ég þó ennþá meira við þær fregnir að á plötunni yrðu einvörðungu ný lög en ekki brugðið á það ráð að rembast við að lappa upp á gömlu perlurnar. Stund- um lánast það reyndar alveg ágæt- lega en þegar það klikkar, þá getur fikt við lög, sem nákvæmlega ekkert var að í upphafi, orðið æði sorglegt. En ekki á nýju Hljómaplötunni. Þar eru tólf spánný lög. Tíu eru eftir Gunnar, tvö eftir Rúnna, við æði misjafnlega lánaða texta eftir valin- kunna hagyrðinga; Þorstein Egg- ertsson, Einar Má Guðmundsson, Guðmund Andra Thorsson, Halldór Gunnarsson og þá Gunnar og Rúnar sjálfa. Þótt margt gott megi segja um Hljóma á fyrstu starfsárunum, þeg- ar sakleysið og ungæðishátturinn var hvað mestur, þá var tónlistin ekki beint frumleg. Átti heldur ekki að vera það því þá voru menn hér á landi sem annars staðar í Bítlaham og bjuggu meðvitað til tónlist undir sterkum áhrifum frá stefnum og straumum er komu frá miðstöðvum rokksins í Englandi og Bandaríkj- unum. Eftir því sem samstarfi hinna keflvísku Bítla miðaði áfram tókst þeim að skapa sér sinn sjálfstæða hljóm og þegar komið var fram á Trúbrotsárin voru þeir farnir að leita alveg nýrra leiða. En sem upp- runalegu Hljómarnir drukku þeir í sig Bítlarokkið hrátt og ómengað og það er gleðiefni að þeir skuli hafa valið nú að sækja í þann „fílinginn“. Maður veit svo sem ekkert við hverju var að búast af Hljómaplötu sem kemur út árið 2003 en auðvitað þegar litið er til þeirra hæfileika- manna sem í sveitinni eru þá er ekki annað hægt en að búast við miklu. Og það er skemmst frá því að segja að platan uppfyllir að mestu þær væntingar. Það sem mest er um vert, það sem eiginlega gerir plöt- una, er að hún er sannfærandi. Þetta eru Hljómar sem á plötunni leika, Hljómar með heilum huga og hjart- að á réttum stað. Hvergi örlar fyrir tækifærismennsku, að þetta hafi eina einustu mínútu verið hugsað sem auðveldur og skjótfenginn gróði. Það leynir sér heldur ekki að þeir skemmtu sér konunglega við gerð plötunnar og fundu aftur og tendruðu á ný þennan gamla neista sem aldrei vildi deyja. Þetta kemur hvað sterkast í gegn í þeim lögum sem draga hvað mestan dám af því sem Hljómar voru að gera er sveitin var í essinu sínu á sjö- unda áratugnum. Í glæsilegu upp- Sannir Hljómar Hljómar Hljómar Hljómplatan Hljómar með Hljómum. Sveitina skipa Rúnar Júlíusson bassi og söngur, Erlingur Björnsson gítar og söng- ur, Engilbert Jensen slagverk og söngur og Gunnar Þórðarson gítar og söngur. Sigfús Óttarsson lék á trommur. Lögin eru eftir Gunnar Þórðarson og Rúnar Júl- íusson. Texta eiga Þorsteinn Eggerts- son, Einar Már Guðmundsson, Halldór Gunnarsson, Friðrik Erlingsson, Guð- mundur Andri Thorsson, Gunnar Þórð- arson og Rúnar Júlíusson. Gunnar Þórð- arson útsetti öll lögin, en eitt þeirra með Rúnari og annað með Joni Kjell Selje- seth. Upptökumenn voru Guðmundur Kristinn Jónsson og Gunnar Þórðarson. Upptökur fóru fram í Thule Music, Arpa stúdíói og upptökuheimili Geimsteins í júní-september 2003. Sonet Tónlist MARGRÉT Þórhildur Dana- drottning tilkynnti á ríkisráðs- fundi í Amalíuborg í Kaupmanna- höfn í gær að konunglegt brúðkaup yrði í Danmörku 14. maí á næsta ári. Þá mun Friðrik krónprins Dana ganga að eiga ástralska lögfræðinginn Maríu Elísabetu Donaldson. Danska rík- isstjórnin hafði áður veitt leyfi sitt fyrir því að þau gangi í hjónaband. Um 20 þúsund manns fögnuðu krónprinsinum og Maríu Elísabetu þegar þau komu fram á svalir á Amalíuborg eftir rík- isráðsfundinn. Veifaði fólkið dönskum og áströlskum fánum. Hjónaleysin voru greinilega hamingjusöm en Maríu virtist koma mannfjöldinn á óvart. Þau urðu ekki við óskum frá fólki um að kyssast, en Friðrik gaf þó heitkonu sinni koss á höndina. Margrét Þórhildur Danadrottning og Hinrik prins komu einnig út á svalirnar ásamt John Dalgleish Donaldson, föður Maríu Elísabet- ar, og Susan Moody konu hans. Friðrik er 35 ára og María El- ísabet er 31 árs, en þau hittust fyrst á Ólympíuleikunum í Sydn- ey í Ástralíu í september 2000. Brúðkaupið verður í Vor Frue Kirke, sem er dómkirkjan í Kaup- mannahöfn. Með þessu er brotið gegn langri hefð, en vani er að konungleg brúðkaup fari fram í Holmens Kirke. Svend Norman Svendsen, biskup í Kaupmanna- höfn, og Christian Thodberg, prófessor, gefa brúðhjónin sam- an. „Það er von ríkisstjórnarinnar að hjónaband þeirra verði ham- ingjuríkt og samstillt,“ sagði Fogh Rasmussen um ráðahaginn. Hann sagði að væntanleg Dana- drottning muni ekki aðeins standa við hlið krónprinsins á fagran og virðulegan hátt heldur einnig taka virkan þátt í lífi hans og skyldum. Danadrottning tilkynnir konunglegt brúðkaup Friðrik og María Elísabet gefin saman 14. maí Reuters Friðrik lét sér nægja að kyssa á hönd Maríu Elísabetar þegar þegnarnir báðu þau um að kyssast. Öllum að óvörum ávarpaði hún svo á dönsku.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.