Morgunblaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2003 27 r aug- u fyrir hér er bæjarins hefur þó ensku bilið hafði g menn- ar. Þetta höfðað til a þess að kemmti- að veidd um.“ fnsins d- ku safn- afninu emi á er- afnstjóri u í Dublin er þar ðlegt sam- fi þjóða og ndinu. Þar asafnið í ulegum nlegri uþjóða í um. Að jölþjóð- um af sigl- hafa sýnt st Íslandi gging einnig nunni ubrovnic í ber. Til um ,,verðlaunasöfnum“ til að kynna starfsemi sína og einnig til að leggja grunn að alþjóðlegum tengslum og samstarfi. Í lok ráðstefnunnar velja ráðstefnugestir besta fyrirlesturinn sem hlýtur sérstök heiðursverðlaun. Nokkuð á annað hundrað manns frá 30 löndum sátu ráðstefnuna að þessu sinni og fylgdust í þrjá daga með 22 kynningum á hinum marg- víslegustu söfnum, allt frá Síld- arminjasafninu á Siglufirði til The Museum of Civilization í Quebec í Kanada, en starfsmenn safnsins eru fleiri en íbúar Siglufjarðar! Fulltrúi Síldarminjasafnsins var Chris Bogan, kanadískur sagnfræð- ingur sem starfað hefur í tvö ár við safnið. Í erindi sínu sagði hann frá uppbyggingu Síldarminjasafnsins, stöðu þess nú og framtíðarhorfum, þýðingu þess að fá Íslensku safn- verðlaunin árið 2000 og tilnefningu til Evrópsku safnverðlaunanna 2004. Að sögn Chris vakti kynning hans mikla athygli og ekki síst hjá Króöt- um, sem eru í mikilli safnauppbygg- ingu við erfiðar aðstæður. ,,Saga Síldarminjasafnsins hljóm- aði greinilega eins og fyrirmynd að því hvernig hægt er að byggja upp eitthvað mikilvægt og glæsilegt fyrir staðinn og jafnvel alla þjóðina. Sér- staklega voru stúdentar í safna- fræðum við Háskólann í Zagreb áhugasamir um reynslu okkar.“ Þess má ennfremur geta að króat- íska sjónvarpið tók viðtal við Chris um stöðu Síldarminjasafnsins, og fjölmiðlar fjölluðu um ráðstefnuna. „Þótt ekki hafi verið veitt verð- laun fyrir annað og þriðja sæti í safnakynningunni,“ sagði í stórri grein í Vjesnik, einu stærsta dag- blaði Króatíu, „var fyrirlesturinn um Síldarminjasafnið á Siglufirði ekki síður áhrifamikill en verðlaunafyr- irlesturinn og hefði tvímælalaust átt skilið önnur verðlaun. Þar kom fram hvernig allt er samofið síldin, safnið, samfélagið, fortíð og framtíð.“ Margmiðlun er framtíðin Chris Bogan segir að Síldar- minjasafnið geti lært margt af því að kynnast evrópskri safnamenningu, og það séu ekki bara aðrir sem læri af dugnaði Siglfirðinga við að koma safninu upp. „Það var mjög lær- dómsríkt fyrir okkur að sækja ráð- stefnuna í Króatíu. Þar var margt mjög áhugavert til umræðu; til dæmis, hvað söfn gera þegar búið er að byggja upp – hvernig verður þá haldið áfram. Þá voru heilmiklar umræður um hvernig vel heppnuð minjagripaverslun getur verið starf- rækt í kringum söfnin. Síðast en ekki síst voru margar frábærar sýn- ingar í tengslum við ráðstefnuna, og af þeim var margt hægt að læra.“ Chris tekur undir með Wim van der Weiden að tölvan skipi æ stærra hlutverk í starfrækslu safna. „Söfnin eru í óða önn að útbúa alls konar margmiðlunarefni. Söfnin eru orðin bæði menntun og skemmtun fyrir ungt fólk. Margmiðlunin er heimur sem það þekkir.“ Til þátttöku í ráðstefnunni í Kró- atíu hlaut Síldarminjasafnið styrki frá menntamálaráðuneytinu, Verka- lýðsfélaginu Vöku og Siglufjarð- arkaupstað. Chris Bogen segir tilnefninguna til Evrópsku safnaverðlaunanna skipta miklu í alþjóðlegu samstarfi og að mikil virðing sé borin fyrir verðlaununum. Hann segir þau söfn sem þau hljóta geta búist við 50% aukningu gesta – í það minnsta sé það reynslan á meginlandi Evrópu. Síldarminjasafnið á Siglufirði hef- ur hlotið margar fleiri viðurkenn- ingar á undanförnum árum, meðal annars frá ferðamálaráði, Nýsköp- unarsjóði og Iðnþróunarfélagi Norð- urlands vestra. safnaverðlaunanna 2004 ldórsson m van der fa – ifa söfn Þ AÐ kemur nokkuð á óvart hversu öruggan sigur Arnold Schwarz- enegger á endanum vann í ríkisstjórakosn- ingunum í Kaliforníu. Leikarinn heimsfrægi, sem er repúblikani, fékk 48% greiddra atkvæða en demókratinn Cruz Bustamante, sem fékk næstflest atkvæði, ekki nema ríflega 32%. Áður höfðu kjós- endur í Kaliforníu valið að víkja sitj- andi ríkisstjóra, Gray Davis, úr embætti; 55% kjósenda voru hlynnt því að pólitískt umboð Davis yrði afturkallað en 45% voru því mót- fallin. Schwarzenegger mun því þjóna afganginn af kjörtímabili Davis og getur síðan sóst eftir end- urkjöri sem ríkisstjóri til fjögurra ára í kosningunum 2006. Fréttaskýrendur eru sammála um að slæm fjárhagsstaða Kaliforn- íu-ríkis ráði mestu um hvernig fór fyrir demókratanum Davis. Um þrjátíu og átta milljarða dollara fjárlagahalli er á ríkissjóði Kali- forníu og ríkið því nánast gjald- þrota. Þá þykir Davis skorta alla persónutöfra en að sama skapi þyk- ir Arnold Schwarzenegger viðkunn- anlegur; svo mjög að ásakanir um kynferðisáreiti, sem fram komu á hendur honum seint í kosningabar- áttunni, breyttu engu um niðurstöð- una. Gray Davis var fyrst kjörinn rík- isstjóri í Kaliforníu fyrir fimm ár- um. Þrátt fyrir að fljótt drægi úr vinsældum hans – m.a. vegna vand- ræða í raforkumálum sem komu upp á miðju kjörtímabili – náði hann endurkjöri í kosningum fyrir ári síðan. Nú hefur umboð það sem hann fékk þá hins vegar verið aft- urkallað. Gjörningur þessi er sögu- legur; það hefur aðeins einu sinni áður gerst í sögu Bandaríkjanna að sitjandi ríkisstjóri sé sviptur emb- ætti með þessum hætti. Skortir pólitíska reynslu Fréttaskýrendur segja að Arnold Schwarzenegger hafi með afger- andi hætti tekist að virkja gífurlega óánægju með Davis sér í hag. Tókst Schwarzenegger að sannfæra kjós- endur um að hann væri rétti mað- urinn í embættið með því að heita að draga úr hóflausum útgjöldum ríkisins, „hreinsa til“ í trénuðu emb- ættismannakerfinu og minnka skattaálögur á borgarana. Skipti sjálfsagt máli að Schwarzenegger telst til hófsamari repúblikana; kjósendur sem venjulega kjósa demókrata áttu því auðveldara með að svíkja lit að þessu sinni. Ekki þarf heldur að efast um að Schwarzenegger naut góðs af því Er ekki óhugsandi að demókrat- ar hugsi Schwarzenegger þegjandi þörfina sökum þeirrar „óvinveittu yfirtöku“ (sem blaðið Los Angeles Times kallaði svo) sem nú hefur átt sér stað í ríkisstjórabústaðnum og að þeir muni reyna að leggja steina í götu hans. Eftir því var þó tekið í fyrradag að bæði Gray Davis og Cruz Bustamante – sem nú hverfur aftur til starfa sinna sem vararík- isstjóri – hétu því að vinna með Schwarzenegger að því að koma Kaliforníu á réttan kjöl. Schwarzenegger fær ekki langan tíma til að fagna sigri sínum. Hann verður að hefjast handa þegar í stað við að skipa ríkisstjórn sína en leik- arinn verður svarinn í embætti í síð- asta lagi 16. nóvember. Mestu skiptir auðvitað að finna öflugan fjármálaráðherra en ný fjárlög þurfa að liggja fyrir í síðasta lagi 10. janúar nk. Ljóst er að átta milljarða dollara vantar upp á til að endar nái saman og gæti sú tala reyndar hækkað geri Schwarzenegger al- vöru úr þeim orðum sínum, að fella niður bílaskattinn óvinsæla. Afleiðingar á landsvísu? Margir velta því fyrir sér hvort kjör Schwarzeneggers gefi vís- bendingar um úrslit forsetakosn- inganna sem verða haldnar á næsta ári í Bandaríkjunum. Ed Gillespie, formaður Repúblikanaflokksins, hefur hins vegar látið hafa eftir sér að kosningarnar í Kaliforníu væru einstakt fyrirbrigði og að ekki þýddi að álykta sem svo að sigur Schwarzeneggers þýði að George W. Bush Bandaríkjaforseti geti bókað endurkjör sitt á næsta ári. Ljóst er þó að bæði repúblikanar og demókratar vilja gjarnan túlka niðurstöðuna sér í hag. „Kjósendur í Kaliforníu létu reiði sína vegna þróunar mála í þessu landi bitna á ríkisstjóra sínum,“ sagði t.a.m. Howard Dean, sem líklegastur er um þessar mundir til að verða fram- bjóðandi demókrata í forsetakosn- ingunum. „Í nóvember á næsta ári gæti þessi reiði beinst gegn öðrum sitjandi ráðamanni – þeim sem nú býr í Hvíta húsinu.“ Og repúblikanar vonast til að nið- urstaðan í Kaliforníu auki líkurnar á því að flokkur þeirra vinni meiri- hluta atkvæða í ríkinu í forseta- kosningunum 2004, en slíkt myndi væntanlega tryggja sigur þeirra. að Schwarzenegger geti komist hjá því að hækka skatta. Hann hefur heitið því að gera það ekki – en lét þess þó getið að menn ættu „aldrei að segja aldrei“. Schwarzenegger hefur enga raunverulega reynslu af stjórnmál- um og sumir telja það því mikið hættuspil að fela honum að ráða bót á svo umfangsmiklum efnahags- vanda hagkerfis, sem er það fimmta stærsta í veröldinni. Á hinn bóginn þykir hann hafa góða ráðgjafa sér við hlið, þ. á m. auðjöfurinn Warren Buffett og fyrrverandi utanríkis- ráðherra, George Schultz. Sigur Schwarzeneggers er sögu- legur fyrir þá sök að demókratar hafa lengi haft tögl og hagldir í stjórnmálum Kaliforníu. Raunar verður Schwarzenegger nánast ein- asti embættismaðurinn í stjórnkerfi ríkisins sem tilheyrir Repúblikana- flokknum. Demókratar eru enn- fremur í meirihluta á ríkisþinginu. Í kosningabaráttunni gerði Schwarzenegger lítið úr þessum staðreyndum, sagðist vel geta unnið með demókrötum enda væri hann kvæntur einum slíkum – en eigin- kona hans, Maria Shriver, er syst- urdóttir Johns F. Kennedys, fyrr- verandi Bandaríkjaforseta. Eftir er þó að sjá hvernig sam- starf ríkisstjórans nýja og demó- krata á ríkisþinginu mun ganga en takist Schwarzenegger ekki að fá demókrata til liðs við sig er hæpið að hann geti nokkru breytt um fjár- hagsvanda Kaliforníu – fjárlagatil- lögur þurfa að hljóta samþykki tveggja þriðju hluta þingmanna á ríkisþinginu til að ná fram að ganga. hversu þekktur hann er. Sjálfur hamraði frambjóðandinn á því í kosningabaráttunni að hann væri „ameríski draumurinn“ holdi klæddur; hann hefði komið allslaus til Bandaríkjanna frá Austurríki en honum hefði vegnað vel í Kaliforn- íu. Í kosningabaráttunni kenndi Schwarzenegger Gray Davis um hvernig komið væri fyrir „sólskins- ríkinu“ Kaliforníu. Þegar Davis hefði sest í ríkisstjórastólinn hefði verið tólf milljarða dala afgangur af ríkissjóði. Óráðsían hefði hins vegar verið með slíkum eindæmum í rík- isstjóratíð Davis að að árið 2003 næmi fjárlagahallinn 38,2 milljörð- um dala; í ríkisstjóratíð hans hefðu útgjöld aukist um 40% á meðan tekjurnar jukust aðeins um 25%. Margir hagfræðingar halda því hins vegar fram að ekki sé hægt að kenna Davis einum um fjárhags- vanda Kaliforníu; sá vandi tengist nefnilega samdrætti í bandarísku efnahagslífi undanfarin þrjú ár. Þá benda menn á að Schwarzen- egger lagði sjálfur ekki fram neinar haldbærar tillögur um það í kosn- ingabaráttunni hvernig hann hygð- ist taka á vandanum. Schwarzenegger hefur að vísu heitið því að búa svo um hnútana að Kalifornía fái „sanngjarnan hluta“ af tekjum indíána af rekstri spila- víta í ríkinu og afturkalla óvinsælan bílaskatt, sem Davis setti á. Enn fremur hefur hann sagst ætla að semja upp á nýtt við verkalýðsfélög um laun opinberra starfsmanna í því skyni að draga úr fjárlagahall- anum. Margir efast hins vegar um „Óvinveitt yfir- taka“ í Kaliforníu Arnold Schwarzen- egger hefur leikið sér að því að tortíma óvin- veittum vélmennum og öðrum óargadýrum á hvíta tjaldinu. Núna stendur hann hins vegar frammi fyrir vandasamasta verkefni ævi sinnar: að útrýma gífurlegum fjárlaga- halla Kaliforníu-ríkis. Davíð Logi Sigurðs- son rýndi í niðurstöð- ur ríkisstjórakosning- anna í Kaliforníu. Reuters Arnold Schwarzenegger fagnar sigri í fyrrakvöld á Century Plaza-hótelinu í Los Angeles. david@mbl.is LJÓST er að margir yfirlýstir demókratar sviku lit í kosning- unum í Kaliforníu og greiddu atkvæði með því að umboð Grays Davis ríkisstjóra yrði aft- urkallað. Könnun sem Los Ang- eles Times gerði á kjörstöðum sýndi að fjórðungur kjósenda Demókrataflokksins var bæði hlynntur því að Davis yrði svipt- ur embætti og greiddi öðrum af tveimur helstu frambjóðendum Repúblikanaflokksins atkvæði sitt. Þrátt fyrir að Davis rík- isstjóri hefði skorað á demó- krata í Kaliforníu að sýna flokkshollustu sýndi könnun LA Times að a.m.k. 30% hófsamra demókrata voru hlynnt því að Davis yrði sviptur embætti. Í heildina sögðust þrír af hverj- um fjórum líta svo á að hlutirnir stefndu í ranga átt í Kaliforníu. Arnold Schwarzenegger fékk fylgi úr öllum áttum hins póli- tíska litrófs, einn af hverjum fimm demókrötum greiddi hon- um atkvæði sitt, fjórir af hverj- um tíu óflokksbundnum kjós- endum gerðu slíkt hið sama og ennfremur naut Schwarzen- egger 69% stuðnings meðal íhaldssamra kjósenda. Margir demókratar sviku lit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.