Morgunblaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 23
ÉG VIL útrýmagoðsögninnium að„hollt“ þurfi
líka að vera „rosalegt
vesen“, segir Sólveig
Eiríksdóttir mat-
arhönnuður sem sett
hefur saman mat-
reiðslubókina Grænn
kostur. Bókin er unnin
í samvinnu við Hag-
kaup, sem hafa jafn-
framt skuldbundið sig
til þess að hafa allt hráefni í rétt-
ina á boðstólum, að hennar sögn.
Rauði þráðurinn er ferskur og
einfaldur matur og í bókinni eru
235 uppskriftir, flestar nýjar, en
margar gamalreyndar.
„Hugsunin er sú að kenna venju-
legu fólki að elda mat af þessu tagi
og á einfaldan hátt. Það á að geta
búið til fína rétti á hálftíma,“ segir
hún.
Maturinn er sykur- og gerlaus
og laust við unnið hráefni og alla
hvíta vöru, það er hvítt hveiti, hrís-
grjón og pasta, að hennar sögn.
„Markmiðið er að fara eins vel
með hráefnið og mögulegt er. Und-
anfarið hefur orðið talsvert aft-
urhvarf til hráfæðis og einnig bera
uppskriftirnar keim af tísku-
straumum í almennu mataræði.“
Sólveig segir matreiðslu sem lýst
er í bókinni jafnframt lausa við erf-
iðu kolvetnin sem hafa verið í
brennidepli að undanförnu.
Harðlínumenn og bjúgu
„Þegar ég Grænn kostur var
opnaður tók ég strax eftir fólki
sem vildi borða þennan mat með
öðrum. Við völdum að búa til nú-
tímalegan stað, sem gæti bæði
passað fyrir harðlínu jurtaætur og
fólk sem vill bjúgu og þess háttar.
Ég vil að fólk líti á hollan mat sem
valmöguleika og leið til þess að
auka fjölbreytni í mataræði og
gekk út frá því við val á upp-
skriftum í bókinni.“
Flestar uppskriftirnar eru af
súpum, salötum og meðlæti, en að-
alréttir að sama skapi færri.
„Hagkaup eiga þakkir skildar
fyrir að gera fleirum kleift að
nálgast þekkingu og hráefni fyrir
svona matargerð. Hún hjálpar fólki
til þess að taka meiri ábyrgð á
mataræði sínu og heilsu,“ segir
hún.
Fæði án hvíts sykurs er ein leið
til heilsubótar og segir Sólveig vel
hægt að nota lífrænan hrásykur í
matreiðslu eða döðlur og ávexti,
sem séu sitt uppáhald.
„Einnig er hægt að nota krydd
til þess að gefa sætt bragð af
vöffludeigi til dæmis, svo sem
kardimommur eða vanillu. Sæta
bragðið kemur líka með ósykr-
uðum sultum,“ segir hún.
Dreifing á Grænum kosti Hag-
kaupa hófst í gær. Einnig byrjaði
hausttörn í stuttum námskeiðum
sem haldin verða í versluninni utan
opnunartíma á næstunni, en þar er
þátttakendum bæði kennt að kaupa
inn og matreiða hráefnið, segir
Sólveig Eiríksdóttir að síðustu.
Hollt er
ekkert rosa-
legt vesen
Morgunblaðið/Jim Smart
Sólveig: Fínir réttir á hálftíma.
MATUR | Venjulegu fólki kennt að elda
sykur- og gerlaust og fara vel með hráefnið
DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2003 23
Himnesk
haustsúpa
400 g kartöflur
300 g brokkólí
200 g sellerírót
100 g skalottlaukur
1 lítri vatn
2 stk. grænmetisteningar
1 tsk. þurrkað timjan
1 tsk. salt
smávegis cayenne-pipar
½ til 1 stk. avókadó
Ofan á:
10 stk. möndlur
1 dl kókosflögur
vorlaukur eða blaðlaukur
1 búnt timjan eða smávegis
af þurrkuðu.
Skerið kartöflur, brokkólí,
sellerírót og skalottlauk í grófa
bita og setjið í pott ásamt
grænmetisteningunum, timjan,
salti og cayenne-pipar. Sjóðið í
um 15 mínútur. Á meðan eru
kókosflögurnar og möndlurnar
þurrristaðar á pönnu þar til
þær eru gylltar og blaðlaukur-
inn, eða vorlaukurinn léttmýkt-
ur í smávegis ólífuolíu á pönnu.
Blandið öllu saman í skál og
geymið. Setjið súpuna í bland-
ara ásamt avókadó og maukið.
Setjið í skál og skreytið með
kókos-blaðlauksblöndunni.