Morgunblaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN
30 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Á ÞINGVÖLLUM 17. júní 1944
staðfesti Alþingi íslendinga ný lög
um þjóðfána og skjaldarmerki Ís-
lands. Svo til dag-
lega sé ég þessi lög
brotin og vanvirt.
Ég hef hvergi séð
að breyting hafi
verið gerð á þessum
lögum, svo ég
reikna með að þau
séu í fullu gildi. Því spyr ég: Hvers
vegna er ekki farið að lögum?
Hver sefur á verðinum?
Réttarákvæði um fánann
A. Lög um þjóðfána Íslendinga
(nr. 34 17. júní 1944) 12 gr. Enginn
má óvirða þjóðfánann, hvorki í orði
né verki.
Óheimilt er að nota þjóðfánann
sem einkamerki einstaklinga, fé-
laga, stofnana eða auðkennismerki
á aðgöngumiðum, samskotamerkj-
um eða á öðru þess háttar.
Óheimilt er að nota fánann á frí-
merki, vörumerki eða á söluvarn-
ing, umbúðir um eða auglýsingu á
vörum. Nú hefur verið skrásett af
misgáningi vörumerki, þar sem
notaður er þjóðfáninn án heimildar
og skal þá afmá það úr vöru-
merkjaskrá samkvæmt kröfu
dómsmálaráðuneytisins.
Nú setur maður þjóðfánann á
söluvarning eða umbúðir hans og
skal þá fenginn dómsúrskurður um
að honum sé óheimilt að nota fána-
merkið eða hafa vörur til sölu, sem
auðkenndar eru með því. Auk þess
má skylda hann til þess, ef nauð-
syn krefur að ónýta vörurnar eða
umbúðir þeirra, svo framalega sem
þær eru þá í vörslu hans eða á
annan hátt hefur umráð yfir þeim.
E. Ýmis ákvæði um fána og
skjaldarmerki. Lög um verðlag,
samkeppnishömlur og óréttmæta
viðskiptahætti nr. 56 16. maí 1978,
37.gr., 2. og 3. mgr. Við framboð
vöru, þjónustu eða annars þess,
sem í té er látið og lög þessi taka
til, er óheimilt að nota í heimild-
arleysi íslenska ríkisskjald-
armerkið og skjaldarmerki ís-
lenskra sveitarfélaga svo og erlend
ríkisskjaldarmerki.
Óheimilt er að selja eða bjóða til
sölu vörur af erlendum uppruna, ef
á þær eða umbúðir þeirra hefur
verið sett mynd af íslenska fán-
anum, skjaldarmerki íslenska rík-
isins eða öðrum hliðstæðum, þjóð-
legum auðkennum eða skírskotað
til þeirra á annan hátt.
Því spyr ég: Eru þá þær vörur,
sem framleiddar eru hérlendis,
undandskildar þessum lögum eða
hefur þeim verið breytt í þá átt?
Leiðbeiningar um meðferð og
notkun íslenska fánans. A. 11.
Ýmsar reglur um fánann.
b. Sé fáni á stöng við altari eða
ræðuborð, leiksvið eða annan sam-
bærilegan stað, skal hann verða
vinstra megin séð frá áhorfenda.
Séu fánar tveir, skulu þeir vera
sitt til hvorrar handar.
Hvorki skal sveipa ræðustól
þjóðfánanum né hafa hann framan
á ræðustól.
Um allt má sjá fólk í öllum hugs-
anlegum störfum þjóðfélagsins,
klæðast T-bolum, skreyttum ís-
lenska skjaldarmerkinu. Í öllum
minjagripaverslunum er uppfullt
af allskonar dóti, límmiðum á
glugga og númeraplötur bifreiða,
snafsaglösum, drykkjarkrúsum,
lyklakippum, teskeiðum o.fl. o.fl.
skreytt íslenska fánanum eða
skjaldarmerki, allt ólöglegt.
Síðustu daga höfum við séð á
íþróttavöllum landsins fólk klæð-
ast húfum, treflum, skyrtum og
peysum, sem er framleitt úr ís-
lenska fánanum. Þetta tíðkast í
öðrum löndum, en þetta er hér að
sjálfsögðu ólöglegt samkvæmt lög-
um.
Í fréttamynd RÚV frá Tívolí í
Kaupmannahöfn laugardaginn 13.
september síðastliðinn sást í bak-
grunni ræðustóll sveipaður ís-
lenska fánanum, sem er ólöglegt.
Félag íslenskra bifreiðaeigenda
notar íslenska fánann á fé-
lagsmerki sínu. Ég vona að þeir
hafi fengið tilskilin leyfi á sínum
tíma. Þetta er bara lítið sýnishorn
af nokkrum lögbrotum.
Skömmu eftir stríðslok létu tveir
heildsalar hér í borg framleiða fyr-
ir sig gjafavörur, en þá var mikill
skortur á slíkum varningi. Annar
seldi renndar tréskálar með lófa-
stórum koparskildi greyptan í
miðju skálarinnar. Á skildinum var
hið nýja skjaldarmerki Íslands.
Allar skálarnar voru innkallaðar
úr sölu og skipta varð um skildina.
Hinn heildsalinn lét framleiða
mjög fallega hvíta postulínsdiska,
gullbryddaða. Diskurinn var
skreyttur nýja skjaldarmerkinu í
litum. Örfáir fóru til tækifær-
isgjafa en salan var stoppuð sam-
stundis. Þannig var tekið á málum
þessum í þá daga.
Í B-blaði Morgunblaðsins föstu-
daginn 1. ágúst 2003 er viðtal við
hagleiksmanninn Stefán Hauk
Erlingsson og birtar myndir af
nokkrum verka hans með fallegum
útskurði. Eitt stakk mig. Íslenska
skjaldarmerkið skorið út á hlið
vínskáps heimilisins. Þannig eru
lögin sniðgengin alstaðar.
Eitt það fyrsta er skátar læra er
saga og meðferð fánans. Þetta
lærði ég er ég gerðist skáti í æsku
minni fyrir mörgum árum og hef
ætíð borið mikla virðingu fyrir
honum. Ég sat í stjórn Bandalags
íslenskra skáta í mörg ár. Sumarið
1965 er við ræddum sameiginleg
verkefni skátafélaga á landinu
1965–66, bar ég fram þá hugmynd
að eitt af verkefnum yrði helgað
fánanum. Þessu var mjög vel tekið
og málið vel rætt í stjórninni og
samþykkt. Hugmyndin varð að
veruleika.
Okkur þótti þó vissara að hafa
allt rétt er kennsla hæfist. Gekk
ég því á fund Jóhanns Hafstein
dómsmálaráðherra og Baldurs
Møller ráðuneytisstjóra og skýrði
þeim frá áætlun okkar og bað þá
um fánareglur ráðuneytisins til að
nota við kennsluna. Kom þá heldur
vandæðaleg þögn, því engar op-
inberar notkunarreglur ríkisins
voru til.
Bað nú ráðherra okkur skáta að
semja fánareglur til almennrar
notkunar, byggðar á fánalögunum
sem við gerðum. Voru þær gefnar
út af dómsmálaráðuneytinu í byrj-
un vetrar 1965 og prentaðar á
spjald og lögreglu falið að dreifa
þeim til þeirra, sem þess óskuðu
og að hafa eftirlit með þeim og að
þeim yrði framfylgt. Allar rík-
isstofnanir fengu reglurnar og
hver sem var gat nálgast þær á
næstu lögreglustöð. Á þessum ár-
um heyrði fáninn og skjaldarmerki
undir dómsmálráðuneytið, en flutt-
ist síðar í forstætisráðuneytið.
Starfandi skátar voru vel frædd-
Ábendingar til Alþingis
Eftir Auði Stefánsdóttur
O
fríkið þekkist á and-
stöðu sinni gegn
óhefðbundnum að-
ferðum. Ofríkið
drottnar í skjóli
ríkjandi skoðana. Fjötrað í eigin
hlekki heldur það vananum á lofti
til að trufla ekki kerfið. Ofríki er
ekki steypt af stóli með ofstæki –
heldur óhefðbundnum aðferðum.
Ofríki og ofstæki er aðeins
hægt að kveða niður með and-
stæðunni: Miskunnsemi. Hversu
hátt sem ofríkismenn hrópa og
hversu kröftuglega sem þeir
krefjast stuðnings – þá vex ekk-
ert nema ófriður af gjörðum
þeirra.
Hefðbundin viðbrögð við ódæði
eru enn meira ódæði eða að
gjalda illt með
illu. En ekk-
ert breytist
fyrr en höndin
sem ætlaði að
slá til baka
stöðvast,
vopnið sem átti að hleypa af þagn-
ar.
Þekkt er líkingamál um sam-
félag manna eftir að ofríkið og of-
stæki þess hefur liðið undir lok:
Það er ekki fyrr en vaninn brotn-
ar sem „…úlfurinn mun búa hjá
lambinu og pardusdýrið liggja hjá
kiðlingnum […] og kálfar og hún-
ar liggja hvorir hjá öðrum, og
ljónið mun hey eta sem naut.“
Hversu margar dæmisögur og
líkingar þarf til að breyta hugsun
manna og hegðun? Hvað þarf til
að valdhafar þori að strjúka ljón-
inu?
Leiðtogar sem vilja stuðla að
betri heimi feta ekki hefðbundnar
(víga)slóðir – heldur eru þeir/þau
reiðubúin til að meta sjónarmiðin
en viðbrögð við ógn eru ákveðin.
Og horfast í augu við að í nútíma-
stríðum er unnið gegn konum
með nauðgunum; til að geta þeim
börn óvinarins, til að smita þær af
alnæmi.
Ofríkinu fylgir engin miskunn –
Ofríkið er aðferð og hefðbundin
skoðun til stríðsrekstrar. Fyrrum
varnarmálaráðherra Finnlands,
Elisabeth Rehn mun aftur á móti
kynna aðra nálgun gegn stríðs-
rekstri – á ráðstefnunni Konur,
stríð og öryggi – laugardaginn 11.
október í hátíðarsal Háskóla Ís-
lands kl. 13 (www.rikk.hi.is).
Rehn ætlar að kynna mjög
merka skýrslu sem hún skrifaði
fyrir UNIFEM ásamt Ellen
Johnson Sirleaf, forsetaframbjóð-
anda frá Liberíu: Konur, stríð,
friður. Þær ferðuðust um 14
átakasvæði og sáu ofstæki, þján-
ingu og sorg í flestum myndum.
Þær hlustuðu á sögur á ýmsum
tungumálum um mismunandi
missi eftir svæðum og ein-
staklingum. Aðeins hryllingurinn
og sársaukinn var sameiginlegur.
Niðurstaða þeirra var að konur
væru orðnar helstu fórnarlömbin
í stríðum. Þessar konur vilja aftur
á móti ekki láta ýta sér til hliðar
þegar móta á friðarferlið í löndum
þeirra. Þær vilja nota þjáninguna,
ekki til að hefna (slá aftur), held-
ur til að vinna bug á ástæðum
ófriðarins.
Undirrót ófriðar er oftast falin í
fátækt í heimalandi, óréttlæti,
efnahagslegu misrétti, vansæmd,
pólitík og félagslegum aðstæðum
sem vekja hatur, deilur og of-
beldi. Aðferðin er aldrei að gera
illt verra heima fyrir – heldur að
fara inn í samfélagið með mis-
kunnsemi. Aðferðin er m.a. að
mennta heimamenn og skapa
þeim tækifæri til að hjálpa lands-
mönnum.
Ef til vill munu þessar konur
brjóta vítahring stríðsins – sem
körlum bak við strokin skrifborð
er fyrirmunað að komast út úr.
„Ofbeldi gegn konum er beitt til
að niðurlægja þær og þar með
karlana, fjölskyldur og samfélög
– og skiptir engu hvorum megin
víglínunnar menn standa,“ skrifar
Noeleen Heyzer hjá UNIFEM í
formála skýrslunnar um konur,
stríð og frið. Hún segir að konur
séu í meirihluta meðal þeirra al-
mennu borgara sem lenda á
flótta, missa heimili sín, bera
ábyrgð á börnum og gamal-
mennum á átakatímum og verða
fyrir annars konar hremmingum
en karlar, t.d. skipulögðu kyn-
ferðisofbeldi.
Hagsmunir þeirra eru því óve-
fengjanlegir og því vekur það
undrun að þeim er iðulega haldið
frá valdaborðinu – þar sem við-
ræður um frið og ákvarðanir um
stríð (eða afvopnun) eru teknar.
Skýrslan sem Elisabeth Rehn
ætlar að kynna segir ekki aðeins
frá stríðshrjáðum konum – heldur
einnig konum sem sjaldnast er
getið: Þeim sem vinna að friði og
ættu að hafa völd til jafns við
karla til að endurreisa samfélög.
Körlum farnast ekki nógu vel að
byggja upp samfélagið aftur einir.
Þessar konur vilja taka áhættuna
og fara óhefðbundnar leiðir til að
byggja samfélögin aftur upp –
ekki með ofríki og ofstæki – held-
ur miskunnsemi.
„Það er sóun að eyða í hernað,“
sagði einn virtasti hagfræðingur
heims, Jeffrey Sachs, í heimsókn
sinni til Íslands – og virtist það
álit vekja athygli. Hópar kvenna
hafa sagt það sama í áratugi og
það stendur skýrum stöfum í
skýrslu Rehn og Sirleaf. Ráð
þeirra er að brjóta konum leið að
upplýsingum, stefnumótun og
ákvörðunum þar sem stríð eða
friður kemur við sögu. Í skýrsl-
unni fá raddir kvenna sem kvalist
hafa undan ákvörðunum um stríð
að heyrast – en sjaldan hefur það
þótt ómaksins vert að safna í
skýrslu reynslu kvenna af stríði.
Stofnanir og sjóðir Sameinuðu
þjóðanna verja u.þ.b. 1,70 dollara
á hvern jarðarbúa til hjálp-
arstarfa. Ríki heims verja 139
dollurum á mann til hernaðar!
(Kynja)skekkjan í tölunum er
augljós, t.d. runnu aðeins 0,7%
þess fjár sem fór til uppbygg-
ingar í Afganistan árið 2002 til
kvenna sérstaklega. Konur í Afg-
anistan eru enn kúgaðar – enda fá
þær ekki að vera með í uppbygg-
ingunni. Stríðsherrar eru áhuga-
litlir um stöðu þeirra og völd.
Það dregur ekki úr hefðbundnu
ofríki fyrr en reynsla kvenna af
stríðum verður jafngild reynslu
karla. Fyrr en aðgengi að ákvörð-
unum um framtíðina verður jafnt.
Þá loks verður hægt að prófa aðr-
ar aðferðir en nú er gert til að
bæta samfélögin.
Völd, stríð
og konur
Konur eru helstu fórnarlömb stríða.
Þessar konur vilja byggja samfélögin
upp aftur en er markvisst ýtt til hliðar.
Greiður aðgangur þeirra að völdum
getur rofið vítahring ófriðarins.
VIÐHORF
Eftir Gunnar
Hersvein
guhe@mbl.is
MIKLAR umræður hafa orðið
undanfarið um breytingarnar á
eignarhaldi í Eimskipafélagi Ís-
lands, í Sjóvá-
Almennum og fleiri
stórum fyr-
irtækjum.
Landsbankinn
hefur eignast stór-
an hlut í Eimskip
og SH og Íslands-
banki hefur eignast meirihlutann í
Sjóvá-Almennum, stóran hlut í
Flugleiðum gegnum Straum og
Kaupþing Búnaðarbanki hefur
eignast stóran hlut í SÍF. Gagn-
rýnt hefur verið, að bankarnir
væru að hasla sér völl í óskyldum
atvinnurekstri með kaupum á ráð-
andi hlutum í slíkum fyrirtækjum.
Forsætisráðherra og við-
skiptaráðherra hafa sagt, að ekki
væri æskilegt að bankarnir væru
að kaupa stóra hluti í óskyldum
fyrirtækjum nema þá til skamms
tíma. Viðskiptaráðherra segir, að
bönkunum sé ekki heimilt að eiga
í atvinnufyrirtækjum til langs
tíma með áhrif í huga. Það sé ekki
hlutverk þeirra. Morgunblaðið
hefur einnig gagnrýnt kaup bank-
anna á miklu hlutafé í óskyldum
fyrirtækjum.
Getur valdið
hagsmunaárekstrum
Það hefur komið fyrir, að bank-
arnir hafi keypt hlutabréf í fyr-
irtækjum undanfarin misseri. En
það hefur ekki gerst fyrr, að það
væri í eins ríkum mæli og nú. Það
er því rétt að staldra við og spyrja
hvort það sé rétt stefna að bank-
arnir hasli sér völl í atvinnufyr-
irtækjum í landinu í svo ríkum
mæli að bankarnir beinlínis taki
fyrirtækin yfir og reki þau. Þeirri
spurningu verður að svara neit-
andi. Það er einungis réttlæt-
anlegt að bankarnir kaupi ráðandi
hlutí í óskyldum fyrirtækjum ef
það er til skamms tíma og vegna
einhvers konar björgunaraðgerða,
þ.e. ef fyrirtækin eru mjög illa
stödd fjárhagslega og bankarnir
vilja hjálpa þeim yfir erfiðasta
hjallann og koma þeim á frían sjó
á ný. Hafa verður í huga að það
getur valdið margvíslegum hags-
munaárekstrum, ef stórir bankar
hasla sér völl í óskyldum atvinnu-
rekstri. Bankarnir geta verið með
marvíslegar trúnaðarupplýsingar
um keppinauta þeirra fyrirtækja
sem bankarnir eignast.
Enda þótt ganga verði út frá því
að bankarnir virði trúnað við við-
skiptavini sína getur slík aðstaða
valdið tortryggni og jafnvel trún-
aðarbresti.
Hlutverkið er að
reka bankaviðskipti
Lögum samkvæmt er hlutverk
bankanna að reka hvers konar
bankaviðskipti. Það er ekki hlut-
verk bankanna að vera kjölfestu-
fjárfestar í fyrirtækjum. Ekki hef-
ur þó verið amast við því, þó að
bankar hafi eignast hluti í fyr-
irtækjum ef það hefur verið gert
til þess að tryggja hagsmuni
bankanna, t.d. þegar hætta hefur
verið á því að bankarnir töpuðu fé,
sem þeir hefðu lánað viðkomandi
fyrirtækjum og fyrirtækin hefðu
ella verið að stöðvast vegna fjár-
hagserfiðleika. Slíkar björgunar-
aðgerðir eiga þó ávallt að vera til
mjög skamms tíma. Kaup bank-
anna á hlutabréfum í Sjóvá-
Almennum, Eimskip, SH og SÍF
eru annars eðlis. Ekki er þörf
neinna björgunarðgerða fyrir
þessi fyrirtæki. Sjóvá- Almennar
gengur t.d. mjög vel og skilar
miklum hagnaði.
Ekki er heldur þörf björgunar-
aðgerða fyrir Eimskip. Rekstur
félagsins hefur að vísu verið í
járnum undanfarið en ekki verður
þó séð að Landsbankinn hafi þurft
að koma að rekstri þess félags til
þess að bæta rekstur þess. SH og
SÍF eru heldur ekki í neinum erf-
iðleikum. Hér hljóta því önnur
sjónarmið að hafa ráðið för.
Það eru gerðar meiri kröfur til
bankanna en annarra fyrirtækja í
landinu.
Bönkunum er trúað fyrir sparifé
landsmanna. Það er mikilvægt að
þeir fari vel með það fé. Bank-
arnir mega ekki misnota aðstöðu
sína sem sterkar og mikilvægar
fjármálastofnanir. Þeir mega ekki
glata trausti viðskiptavina sinna.
Bankarnir eiga allt undir því að
halda því trausti. Það hvílir mikil
ábyrgð á þessum mikilvægustu
fjármálastofnunum þjóðarinnar.
Verksvið bankanna er skýrt. Þeir
verða að gæta þess að fara ekki út
fyrir sitt svið.
Eru bankarnir komnir út fyrir sitt svið?
Eftir Björgvin Guðmundsson
Höfundur er viðskiptafræðingur.