Morgunblaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 45
KVIKMYNDIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2003 45 EKKI lækka öldurnar í kringum danska kvikmyndgerðarmanninn Lars von Trier með tilkomu Hunda- bæjar (Dogville). Líkt og Myrkra- dansarinn er hún einstaklega um- deild og enginn meðalvegur í sjónmáli. Annaðhvort hrífst áhorf- andinn af handbragðinu eða fær sig fullsaddan. Hér má finna vaðandi fordóma, fyrirlitningu, einhliða rammpólitískan predikunartón sem fer stundum fyrir brjóstið, en þegar maður telur sig hafa fundið ærlegan höggstað eða augljósan vankant á smíðisgrip skáldsins stingur það lengi vel upp í mann í næsta atriði. Þegar öll kurl eru komin grafar, á flest sem skiptir máli sínar skýring- ar þó auðvelt sé að túlka boðskap Hundabæjar á ýmsa vegu. Von Trier slær áhorfandann nán- ast út af laginu þegar á upphafs- mínútunum því við honum blasir bert leiksvið nánast leikmyndar- laust. Þess í stað er það merkt líkt og teikningar arkitekts. Þar sem á að vera gata stendur nafnið skrifað, sömuleiðist runnar, milliveggir, jafnvel þar sem hundurinn hann Móses á að vera stendur einfaldlega DOG. Ef menn opna dyr gera þeir það með látbragðsleik og leikhljóðin leika stórt hlutverk. Það tekur tím- ann sinn að venjast þessu nýstár- lega og leikhúslega umhverfi á tjald- inu, hafa á köflum allar persónurnar fyrir augunum þó þær komi ekki við sögu og eigi að vera inni í sínum hí- býlum við Álmstræti, aðalgötuna í Hundabæ. Myndinni er skipt niður í forspjall og 9 kafla og sögumaður (John Hurt) skipar stórt hlutverk, grípur jafnan inn í á milli kaflanna. Persón- urnar eru einfaldar í sniðum, hver og ein túlkar vissa rödd í samfélag- inu í Hundabæ, sem auðvelt er að heimfæra upp á Bandaríkin í verk- inu, sem er ein allsherjar líkinga- saga frá upphafi til enda. Hefst á því að Grace (Nicole Kidman), ung, fal- leg kona á flótta undan óljósum en ógnvekjandi öflum (bófum, lögregl- unni eða hvoru tveggja) og leynd- ardómsfullri fortíð, leitar skjóls í Hundabæ. Hann er afskekkt krummaskuð við rætur Kletta- fjallanna, íbúarnir fáir og friðsamir við fyrstu sýn. Tom (Paul Bettany), sjálfskipaður leiðtogi bæjarbúa, hvetur þá til að taka vel á móti þess- um hrakta gesti og veita henni vernd og skjól. Þeir samþykkja en vilja fá eitthvað fyrir sinn snúð og ákveða að Grace borgi fyrir sig með því að skipta vinnudegi sínum á milli þeirra. Allt gengur vel um sinn, Grace vinnur hug Hundabæjarbúa og hjarta Toms. Síðan tekur að syrta í álinn því lögreglan gerir ítrekaða leit að Grace og býður gull og græna skóga í verðlaunafé fyrir þennan eftirlýsta strokumann. Bæjarbúar heimta sí- fellt meira og meira af hinni góð- hjörtuðu og þolinmóðu Grace, en græðgin getur komið mönnum í koll. Sögupersónurnar standa ber- skjaldaðar frammi fyrir áhorfand- anum og eru frábærlega vel túlk- aðar af Kidman, Stellan Skars- gaard, Paul Bettany og fleiri góðkunnum leikurum. Fremstur í flokki er enginn annar en Ben Gazz- ara, þessi gamli refur og senuþjófur fer á kostum sem hinn blindi og úfni gráskeggur McKay – sem smá-fikr- ar sig upp lærið á Grace … Hver er Grace? Hverja forðast hún? Fyrir hvað stendur Hunda- bær? Slíkar spurningar eru áleitnar og sjálfsagt hefur hver og einn sín svör við þeim. Fyrst og síðast er Hundabær margslungið sköpunar- verk hins snjalla og hugmyndaríka von Triers og ekki fer á milli mála að hann er að beina spjótum sínum að utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Hann á marga, fagnandi jábræður, ekki síst í heimalandi Cannes-kvik- myndahátíðarinnar, þar sem andúð á Bandaríkjunum á sér djúpar ræt- ur. Þeir liggja vel við höggi nú um stundir. Kvikmyndalega er Hundabær snjallt verk hvað snertir efni og framsetningu. Samtölin hnitmiðuð og skynsamleg og höfundurinn læt- ur skoðanir sínar óspart í ljósi á sinn eftirminnilega hátt. Þó hún sé alleg- orísk er Hundabær lengst af bein- skeytt verk uns kemur að lokakafl- anum, allt er á tjá og tundri og höfundurinn virðist skjóta sig í fót- inn í atganginum. Þó lengdin drag- ist úr hömlu, líkt og í Myrkradans- aranum, helst allt til loka áhuginn sem hún vekur á upphafsmínútun- um. Hundalíf í Sámsbæ KVIKMYNDIR Regnboginn – Kvikmyndahátíð Eddu HUNDABÆR / DOGSVILLE Leikstjórn og handrit: Lars von Trier. Kvikmyndatökustjóri: Anthony Dod Mantle. Tónlist: Antonio Vivaldi. Aðal- leikendur: Nicole Kidman, Harriet And- ersson, Lauren Bacall, Jean-Marc Barr, Paul Bettany, Blair Brown, James Caan. 175 mínútur. Egmont Films/Lions Gate. Danmörk, Frakkland, Bretland, Bandarík- in o.fl. 2003. Nicole Kidman og „senuþjófurinn“ Ben Gazzara. Sæbjörn Valdimarsson erling Fim 9.10. kl. 20.30 UPPSELT Fös 10.10. kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS Fim 16.10. kl. 20 UPPSELT Sun 19.10 kl 16 UPPSELT Sun 19.10 kl 20 UPPSELT Fös 24.10. kl. 20 ÖRFÁ LAUS SÆTI Miðasala í síma 552 3000 Miðasala opin 15-18 virka daga Ósóttar pantanir seldar daglega loftkastalinn@simnet.is Einnig sýnt í Freyvangi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.