Morgunblaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Sími 588 1200
Brautryðjandi í
lægra lyfjaverði.
Gerðu verðsamanburð!
ÞAÐ er öllum hollt að hreyfa sig og sund er sívinsæl leið til þess að fá sína daglegu hreyfingu. Eftir sundið
er svo fátt betra en að skella sér í pottinn og ræða um daginn og veginn þar til hitinn verður of mikill, eða
bara setjast á bekkinn og spjalla um líðandi stund. Pottarnir eru líka sagðir besti staðurinn til að heyra slúð-
ur og kryfja fréttir dagsins til mergjar, og oft hægt að heyra fréttirnar á morgun í pottunum í dag ef menn
leggja eyrun við og hlusta með athygli á þá sem hafa eitthvað nýtt að segja.
Morgunblaðið/Kristinn
Synt og spjallað í
Laugardalslauginni
hluta ársins verður ávöxtun ársins í
takt við það sem var mörg árin á tí-
unda áratugnum þegar ávöxtun var
mjög góð ár eftir ár.
Nokkrir stærstu sjóðirnir hafa
skýrt frá ávöxtun fyrstu sex eða átta
mánuði ársins og umreiknað hana til
árshækkunar, þ.e.a.s. miðað við sam-
bærilega þróun það sem eftir lifir árs-
ins. Þannig skýrir lífeyrissjóðurinn
ÚTLIT er fyrir góða ávöxtun eigna
lífeyrissjóðanna í ár eftir mjög slaka
ávöxtun árin þrjú þar á undan. Óhætt
er að segja að algjör umskipti hafi
orðið í þeim efnum, þar sem nokkrir
sjóðir hafa í hálfs árs uppgjörum
skýrt frá 8–10% raunávöxtun miðað
við heilt ár, en ávöxtunin hefur verið
neikvæð síðustu þrjú árin. Verði
framhald á þessari þróun á síðari
Framsýn frá 9,5% raunávöxtun miðað
við heilt ár á fyrri hluta ársins og Líf-
eyrissjóður verslunarmanna var með
8,3% raunávöxtun miðað við heilt ár á
sama tíma. Lífeyrissjóður starfs-
manna ríkisins var með 9,1% og Líf-
eyrissjóður hjúkrunarfræðinga með
9,9%. Lífeyrissjóður starfsmanna
sveitarfélaga var með sama hætti
með 8,2% raunávöxtun á sama tíma-
bili og raunávöxtun Lífeyrissjóðs sjó-
manna var 10,3% undir sömu for-
merkjum. Í milliuppgjöri Sameinaða
lífeyrissjóðsins fyrir fyrstu átta mán-
uði ársins kemur fram að verði þróun-
in með sama hætti það sem eftir er
ársins megi gera ráð fyrir 8,9% raun-
ávöxtun á árinu.
Hagstæð þróun á
hlutabréfamörkuðum
Á síðasta ári var ávöxtun lífeyris-
sjóðanna í landinu að meðaltali nei-
kvæð um 3,0% og árið þar áður þegar
hún var neikvæð um 1,9%. Ávöxtunin
var einnig neikvæð árið 2000 eða um
0,7%, en þar á undan var hins vegar
um mjög góða ávöxtun að ræða eða
12%. Árin þar á undan var einnig um
mjög góða ávöxtun að ræða eða 7,4%
á árinu 1998 og 7,9% árið 1997.
Góða ávöxtun í ár má rekja til þess
að þróunin hefur verið afar hagstæð á
innlendum og erlendum hlutabréfa-
mörkuðum það sem af er árinu og
þróunin á skuldabréfamörkuðum hef-
ur einnig verið hagstæð. Almennt má
segja að það sem af sé árinu hafi inn-
lendu hlutabréfin verið hagstæðust
og þá erlendu hlutabréfin sem eru aft-
ur farin að hækka eftir að hafa lækk-
að samfellt síðustu þrjú árin. Þróunin
síðustu mánuði hefur verið með sama
hætti og ekki síðri en á fyrri helmingi
ársins, þannig að það eykur enn lík-
urnar á að ávöxtunin á árinu í heild
geti orðið góð og jafnvel mjög góð.
Talsmenn lífeyrissjóðanna eru hins
vegar afar varfærnir og segja að það
sé engan veginn í hendi. Aðstæður í
þessum efnum séu fljótar að breytast
og því sé ekki hægt að segja hvernig
árið komi út í heild fyrr en í lok þess.
Þá sé einnig mismunur á milli sjóða
og eignasöfn þeirra mismunandi. Því
sé hins vegar ekki að leyna að þróunin
hafi verið lífeyrissjóðunum hagfelld
það sem af sé árinu.
Útlit er fyrir góða ávöxt-
un lífeyrissjóðanna
Góð ávöxtun á fyrri hluta árs eftir neikvæða ávöxtun þrjú árin þar á undan
KOLMUNNAAFLI
íslenskra skipa á
árinu er nú orðinn
tæp 370 þúsund tonn
og hefur aflinn aldrei
orðið jafnmikill á einu
ári. Ætla má að út-
flutningsverðmæti
aflans sé í kringum 4
milljarðar króna.
Það sem af er árinu
hafa íslensk skip land-
að ríflega 368 þúsund tonnum af kolmunna.
Gera má ráð fyrir að aflinn verði enn meiri á
árinu, enda skipin enn að veiðum og hafa
aflabrögð verið þokkaleg síðustu vikur. Þó
er hæpið að náist að veiða allan kolmunna-
kvótann en hann er á þessu ári 547 þúsund
tonn. Fyrir utan afla íslenskra skipa hafa er-
lend skip landað hér nærri 74 þúsund tonn-
um á árinu. Varlega áætlað nemur útflutn-
ingsverðmæti þess kolmunnaafla sem
íslenskum fiskimjölsverksmiðjum hefur
borist á árinu, alls rúmum 442 þúsund tonn-
um, um 5 milljörðum króna.
Allur til bræðslu
Kolmunnaveiðar Íslendinga hófust ekki
að marki fyrr en árið 1997 en þá veiddu ís-
lensk skip samtals um 10.500 tonn. Reyndar
var talsvert veitt af kolmunna í lok 8. ára-
tugarins, mestur varð aflinn árið 1978 eða
tæp 35 þúsund tonn. Kolmunnaaflinn hefur
aukist jafnt og þétt frá árinu 1997 eða eftir
að veiðarnar hófust á ný eftir nokkurra ára
hlé. Þannig hafa Íslendingar frá árinu 1997
veitt ríflega 1,5 milljónir tonna af kolmunna
og hefur nánast allur sá afli farið til bræðslu.
G
DDDDDH
I
G
0J
K>L
2
Aldrei
meiri kol-
munnaafli
Úr verinu/2–3
Útflutningsverðmæti
um fjórir milljarðar
FUGLINN stúfgreipur fannst á
Stokkseyri á mánudagskvöld en
þetta er í fyrsta sinn sem þessi smá-
vaxni spörfugl finnst í Evrópu.
Stúfgreipur er amerískur spörfugl,
sem hefur væntanlega borist hing-
að frá Kanada með lægðum síðustu
daga, að sögn Jóhanns Óla Hilm-
arssonar, fuglafræðings og ljós-
myndara. Stúfgreipurinn flaug inn
um glugga á Hásteinsvegi 5, var
handsamaður, settur í búr og síðan
sleppt í gær, eftir að sérfræðingar
höfðu skoðað hann og sannreynt
greininguna.
Stúfgreipur er af greipaætt, en
ættin ber nafn sitt af þeim hætti
fuglanna, að þeir afla sér fæðu með
því að sitja á greinum og steypa sér
á skordýr sem fljúga framhjá og
grípa þau. Stúfgreipur fær nafn sitt
af því að vera minnstur greipanna.
Hann er ólífugrænn að ofan, ljós að
neðan, með tvö áberandi vængbelti
og hvítan augnhring.
Umhverfis gogginn eru sérkenni-
legar fjaðrir, eins konar veiðihár,
sem auðvelda fuglinum að grípa
skordýr. Stúfgreipur er lauf-
skógafugl, sem er felugjarn og
heldur til í trjágróðri og veiðir þar
flugur.
Ljósmynd/Jóhann Óli Hilmarsson
Stúfgreipur
í fyrsta sinn
í Evrópu
Í KJARASAMNINGUM um lífeyr-
ismál milli VR og atvinnurekenda frá
30. desember 1996 er kveðið skýrt á
um skylduaðild félagsmanna VR að
lífeyrissjóðnum, auk þess sem lög
um skyldutryggingu lífeyrisréttinda
kveða á um þetta efni. Þetta kemur
fram í athugasemd Lífeyrissjóðs
verslunarmanna við lögfræðiálit sem
Þórarinn V. Þórarinsson vann fyrir
Samtök atvinnulífsins.
Í athugasemd lífeyrissjóðsins eru
tilteknir samningar um lífeyrismál
milli VR annars vegar og Vinnuveit-
endasambands Íslands, Samtaka
iðnaðarins, Samtaka verslunarinnar
– FÍS, Kaupmannasamtaka Íslands
og Verslunarráðs hins vegar frá
árinu 1996 þar sem skýrt er kveðið á
um skylduaðild félagsmanna að líf-
eyrissjóðnum. „Jafnframt liggur fyr-
ir að lög um skyldutryggingu lífeyr-
isréttinda frá 1974 og 1980 kváðu
afdráttarlaust á um aðild launa-
manna að lífeyrissjóði sinnar starfs-
stéttar eða starfshóps. Lífeyris-
sjóðalöggjöfinni frá 1997 var í engu
tilliti ætlað að hagga við þessu fyr-
irkomulagi,“ segir þar ennfremur.
Undir þetta taka framkvæmda-
stjórar Landssamtaka lífeyrissjóða
og Alþýðusambands Íslands og
segja báðir að ákvæði um skylduað-
ild sé skýrt í lögum.
Segja skyldu-
aðild að
lífeyrissjóð-
um skýra
Lífeyrissjóðaálitið/12–13