Morgunblaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 24
Málverkið „Chesnut Grove III“ eftir Juttu Lohmann í Hafnarborg. Þéttur flóki Fjórða sýningin í safninu var af öðrum toga, allavega hvað efni og að- ferð snertir. Það var sýning Ingiríðar Óðinsdóttur textíllistakonu, sem sýndi 10 myndverk úr þæfðri ull í Apóteki Hafnarborgar, undir yfir- skriftinni „Form og litir“. Ingiríður viðheldur tegund af handverki og efni sem á sér sögu á Íslandi, má þessvegna kalla þjóðlegt, en gengur í myndmál sem tengja má lírískum mínimalisma, sem á annan hátt er hefðbundið listform. Þetta eru einlit verk en aðferðin gefur listakonunni möguleika á að blanda litum saman í undirlag og yfirlag. Má ná fram mik- illi dýpt litar með tækninni og það gerir Ingiríður einmitt mjög vel. Vinnuaðferðin kallar líka á jafna lík- amshreyfingu þegar ullin er nudduð og hefur handverkið því hugleiðslu- gildi svo ég beri þetta nú saman við búddamunkinn áðurnefnda. Gekk sýning Ingiríðar hvað best upp að mínu mati af þessum fjórum sýning- um í Hafnarborg. Jafnvel ef við skoð- um hana út frá samruna forms og áferðar. Þar spilar handverkið mik- Málverk eftir Kristberg Ó. Péturs- son í Sverrissal Hafnarborgar.SÍÐASTLIÐINN mánudag lauk sýningu fjögurra myndlistarmanna í Hafnarborg í Hafnarfirði, þeirra Kristbergs Ó. Péturssonar, Ingiríðar Óðinsdóttur og hjónanna Juttu og Bernd Lohmanns. Sýning þeirra hjóna var í tilefni af 15 ára afmæli vinarbæjarsambands Cuxhaven og Hafnarfjarðar en þau dvöldu jafn- framt í gestavinnustofu Hafnarborg- ar. Jutta og Bernd sýndu í aðalsal safnsins sjálfstæð verk, þ.e. ekki samstarfsverkefni, en þau byggja verkin þó á samskonar náttúru- eða tilvistarhugleiðingum. Í texta í sýn- ingarskrá er list þeirra sett í sam- hengi við Tao, sem samkvæmt göml- um kínverskum fræðum byggist á náttúrulegu jafnvægi, sbr. Yin og Yang táknin, og skipar meginþáttinn í austrænum trúarbrögðum, s.s. í tao- isma og búddisma. Í taoisma Lao-Tse er lögð áhersla á náttúrulegt flæði, orsök og afleiðingu, og samruna manneskjunnar við Tao. Er forvitni- legt að skoða myndlist í því sam- hengi. Við höfum listaverkið sem af- leiðingu og listamanninn sem orsökina. Samruninn eða flæðið fellst svo í sjálfri sköpuninni eins og þegar búddamunkur málar mandölu með lituðum sandi. Glæsilegt geometrískt listaverk sem munkurinn vinnur að mánuðum saman, en þegar hringnum er lokað þá er verkið eyðilagt. Það er því engin orsök og afleiðing, ekkert listaverk og listamaður, sköpun og skapari. Munkurinn leitar að sam- runa sköpunarverks og skapara. Þetta er vissulega trúarleg athöfn frekar en listræn sem betur mætti fjalla um í ítarlegri grein um trúar- lega list, en þar sem Tao var nefnt til sögunnar í sambandi við verk Juttu og Bernds finnst mér vert að skoða þessa hlið lítillega því að vestræn myndlist er oft undir áhrifum af aust- urlenskum fræðum en er samt á önd- verðum meiði þar sem við einblínum á orsök og afleiðingu frekar en sam- runa. Bernd Lohmann sýndi 35 svart- hvítar ljósmyndir sem hann skipti niður í 6 myndraðir eftir jafnmörgum mótífum. Hann ljósmyndar strúktúr ýmissa náttúrufyrirbæra, svo sem trjáa, kletta, sands o.s.fv. Þetta eru mjög viðtekin mótíf í ljósmyndun og ekki sérlega frumleg nálgun, en fell- ur þó vel inn í þema listamannanna tveggja. Myndirnar eru grátónaðar, þ.e. að ljós og skuggi er ekki afger- andi og þær eru mjúkar á að líta. Jutta Lohmann sýndi 19 málverk, flest unnin með eggtemperu á striga en önnur með akríl og sandi. Hún sækir innblástur sinn í hreyfingu forma og áferðar, sbr. sífellda hreyf- ingu eða flæði Tao, en mótífin eru annarsvegar vatn og hinsvegar tré eða trjáberkir. Málverkin eru gróf og í anda „nýja“ expressjónismans í Þýskalandi og því nokkuð frábrugðin þeirri kínversku myndlistarhefð sem vitnar í Tao. Hverfult í nærmynd Kristbergur Ó. Pétursson, sem sýndi 27 málverk í Sverrissal, lauk framhaldsnámi í myndlist við Ríkis- akademíuna í Amsterdam árið 1988 og var þá undir sterkum áhrifum nýja expressjónismans. Verk Krist- bergs í þá daga voru ekki ýkja ólík þeim sem Jutta Lohmann sýndi nú í Hafnarborg. Kristbergur hefur þó leitað í annan farveg, grófleikinn hef- ur mýkst og málverkin einfaldast líkt og að listamaðurinn hafi súmmað á eldri málverk sín með linsu í nær- mynd sem linsan nær ekki að setja í skýra mynd. Þá hafa skil á milli ljóss og skugga minnkað allverulega og málverkin orðið hverfulli með árun- um. Í þokukenndum myndum Krist- bergs í Sverrissal mótar fyrir ávölum formum og útlínum sem myndast við snertingu tveggja hluta eða líkama. Maður greinir þó ekki hvort formin séu uppspuni eða nærmynd af raun- verulegum fyrirbærum, s.s. púðum, bókum eða hluta af mannslíkama. Helsti ljóðurinn á sýningunni er hve tilbreytingalítil hún er. Einfald- leikinn í myndunum virkar ekki alveg í þetta miklu magni og svo þétt hang- andi. Eru málverkin jafnframt tak- mörkuð í efnismeðferð, sem reyndar hefur verið dragbítur margra lista- manna „nýja expressjónismans“, þessari „pönkbylgju“ málverksins. Listamanninum tekst samt sem áður að vísa manni inná við, nær semsagt að snerta Tao. Allavega upplifði ég myndirnar líkt og ferðalag án áfangastaðar. Þetta var áður en ég skoðaði sýningu Juttu og Bernds og las tengingu þeirra við Tao. Ekki veit ég hvað ræður því hvernig sýningum er raðað saman í Hafnarborg, en hugleiðingar um samruna forms og áferðar, sem velt er upp í sýningar- skrá Juttu og Bernds, eiga fyllilega við um tilraunir Kristbergs, og hvort sem það er tilviljun eða ekki áttu þessar sýningar vel saman. ilvægan þátt, en engin óþarfa ósam- stæða er á milli myndefnis og aðferð- ar í verkum listakonunnar, þótt hún vinni með þetta hefðbundna og jafn- vel „sveitalega“ aðferð í mínimalískt myndmál. Hringrás lífs og lista Svipað má reyndar segja um mál- verk Svanborgar Matthíasdóttur sem nú sýnir í Galleríi Sævars Karls. Svanborg tekur fyrir náttúrulegt flæði, þ.e. árstíðirnar, og, eins og seg- ir í texta í sýningarskrá, tvinnast hugleiðingar um hringrás lífsins inn í viðfangsefnið. Trjágróður er mynd- efni Svanborgar á sýningunni og setja árstíðirnar svip sinn á málverk- in, sólstafir að sumri, væta um haust og snjór að vetri. Er athyglisvert að skoða verkin í samhengi við verk Hollendingsins Piets Mondrians snemma á síðustu öld, en hann var einmitt undir áhrifum af austur- lenskri speki og leitaði að náttúru- legu jafnvægi þegar hann þróaði ab- strakt geometríu sína með því að mála tré og afbaka það í láréttar og lóðréttar í línur. Virkar nálgun Svan- borgar öfug miðað við Mondrian, þ.e. að það skiptir ekki máli hvort mynd- flöturinn er skorinn og formaður með línum sem við tengjum umhverfi okk- ar eða ekki. Trjágreinarnar gegna þannig séð sama hlutverki á mynd- fletinum og óhlutbundnar línur. Svanborg fer afar vel með efnið, minnir margt á 19. aldar málara. Tæknin er samt ekki lykilatriði mál- verkanna heldur fellur aðferðin við myndefnið á sannfærandi hátt. Það er kannski samspil eða „samruni“ málverkanna við sýningarrýmið sem gengur ekki alveg upp, en ekki svo að listaverkin gjaldi illa fyrir það. Orsök og afleiðing MYNDLIST Hafnarborg Safnið er opið alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11–17. Sýningu er lokið. OLÍUMÁLVERK, LJÓSMYNDIR OG ÞÆFÐ ULL BERND LOHMANN JUTTA LOHMANN KRISTINN Ó. PÉTURSSON INGIRÍÐUR ÓÐINSDÓTTIR Eitt af verkum Ingiríðar Óðins- dóttur í Hafnarborg. Gallerí Sævars Karls Sýningin er opin á verslunartímum. Henni lýkur 11. október. OLÍUMÁLVERK SVANBORG MATTHÍASDÓTTIR Jón B. K. Ransu „Stillur“ eftir Svanborgu Matthíasdóttur í Galleríi Sævars Karls. LISTIR 24 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í NORRÆNA húsinu munu ís- lenskir leikstjórar koma fram og kynna norræn leikskáld sem eru í sérstöku uppáhaldi hjá þeim á fimmtudagskvöldum í vetur. Hver leikstjóri velur sér eitt leikskáld og fær til liðs við sig tvo leikara til að leiklesa úr völdu verki skáldsins. Dagskráin hefst kl. 21. Vigdís Finnbogadóttir, leikhús- stjóri og fyrrverandi forseti Ís- lands, ríður á vaðið í kvöld með því að kynna sænska rithöfundinn og leikskáldið Per Olov Enquist, en hann var gestur á Bókmenntahá- tíðinni í september. Vigdís mun fá leikarana Ragnheiði Steindórsdótt- ur og Þorstein Gunnarsson til að leiklesa úr verkinu Líf ánamaðk- anna undir leikstjórn Hallmars Sigurðssonar. Leikritið gerist á 19. öld og fjallar um dönsku leiklist- ardívuna Johanne Louise Heiberg og rithöfundinn góðkunna H.C. Andersen. Leikritið var sett upp af Leikfélagi Reykjavíkur á sínum tíma á meðan það var enn til húsa í Iðnó. Næstu leikstjórar sem velja uppáhaldsleikskáldið sitt eru Kjartann Ragnarsson, Þorsteinn Backmann, Hlín Agnarsdóttir og Stefán Baldursson. Eftir áramótin munu leikstjór- arnir Sveinn Einarsson, Þórhildur Þorleifsdóttir, Guðjón Pedersen og Halldóra Geirharðsdóttir bregða á leik. Vigdís kynnir Enquist Morgunblaðið/Ásdís Per Olov Enquist Í UMSÖGN í blaðinu fyrir viku um sýningu Valgerðar Guð- laugsdóttur í Galleríi Hlemmi misritaðist föðurnafn listakon- unnar. Beðist er velvirðingar á þessu. Morgunblaðið/Kristinn LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.