Morgunblaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 19
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2003 19 NÝTT TÍMAMÓTAAUGNKREM Sérfræðingur Kanebo verður í Lyfju Lágmúla fimmtudag og föstudag Kynntar verða spennandi nýjungar frá Kanebo Lágmúla INTERNATIONAL Keflavík | Myndasafn Þjóðminjasafnsins fékk íslensku safnaverðlaunin 2003 en þau voru afhent við athöfn í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duus- húsum í gær. Inga Lára Baldvinsdóttir forstöðumaður tók við viðurkenningu úr hendi Vigdísar Finnbogadóttur við setningu Farskóla íslenskra safnmanna sem haldin er í Reykjanesbæ. Félagasamtök safnmanna á Íslandi, Íslandsdeild ICOM og Félag íslenskra safna og safnmanna, standa að íslensku safnaverðlaununum. Markmið þeirra er að efla faglegan metnað íslenskra safna hvað varðar varðveislu, söfnun og rann- sóknir og hvetja þau til að kynna menn- ingararf þjóðarinnar á framsækinn og áhugaverðan hátt. Verðlaunagripurinn er koparskjöldur hannaður af Sigríði Bragadóttur. Ákveðið var að veita verðlaunin að þessu sinni fyrir rannsóknir og útgáfu- starf enda sagði Petrún Pétursdóttir við athöfnina í gær að án rannsókna yrði safnastarfið fljótt inntakslaust. Mynda- deild Þjóðminjasafnsins var valin út hópi safna sem lagði rannsóknir sínar og útgáfu fyrir dómnefnd og í umsögn dómnefndar var tekið fram að þar færi fram metnaðarfullt rannsóknastarf sem héldist í hendur við sýningar og útgáfu. Jafnframt fékk myndadeild Þjóð- minjasafnsins 400 þúsund króna styrk úr Menningarsjóði Íslandsbanka. Fjár- hæðin á að renna til kynningarstarfs viðtakanda á því verksviði sem safna- verðlaunin eru afhent fyrir. Inga Lára Baldvinsdóttir sagði að styrkurinn kæmi að góðum notum við uppsetningu á sýningu á ljósmyndum Ólafs Magn- ússonar konunglegs hirðljósmyndara sem nú væri verið að undirbúa. Áður hafa Síldarminjasafnið á Siglu- firði, Fræðsludeild Listasafns Reykja- víkur og Byggðasafn Árnesinga fengið íslensku safnaverðlaunin. Íslensku safnaverðlaunin afhent Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Inga Lára: Gleymum því ekki að ljósmyndirnar sjálfar eru aðalatriðið, annað er óður til þeirra. Tónlistarhús | Allir flokkarnir þrír sem fengu kjörna fulltrúa í bæjarstjórn Reykja- nesbæjar við síðustu kosningar eiga full- trúa í nefnd sem falið hefur verið að und- irbúa tónlistarmiðstöð í bænum. Í nefndinni eiga sæti Árni Sigfússon bæj- arstjóri, Björk Guðjónsdóttir Sjálfstæð- isflokki, Guðbrandur Einarsson Samfylk- ingu og Kjartan Már Kjartansson Framsóknarflokki. Tillaga bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins um kosningu nefndarinnar var sam- þykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar í fyrradag. Nefndinni er falið að skoða hag- nýtt gildi tengingar nýs tónlistarskóla, Poppminjasafns Íslands og reksturs fé- lagsheimilisins Stapans, með það að mark- mikið að skapa rekstrarlega hagkvæma einingu fyrir starfsemi þessarra stofnana ásamt tónleika- og ráðstefnumiðstöð. Í stefnu og verkefnaáætlun Reykjanesbæjar fyrir árin 2002 til 2006 kemur fram að haf- in verður bygging listamiðstöðvar á kjör- tímabilinu. Grindavík | Það var kátt á hjalla hjá gestum og starfsfólki leikskólans Lautar í Grindavík á opnu húsi sem efnt var til helgina. Leikskólinn sem þetta heitir nú fékk raunar ekki nafn fyrr en nýlega. Starfsemi í leikskólanum hófst 1977, í tveimur deildum. Árið 1993 var bætt við deild en frá og með 2001 var aftur breytt í tveggja deilda leikskóla. „Við erum mjög ánægðar með daginn. Tilgangurinn með þessu opna húsi var að gefa mynd af innra starfi leikskólans með því að hafa uppi námsgögn, myndir úr starfinu og allt sem í raun snertir innra starfið á leikskólanum,“ segir Petrína Baldursdóttir leikskóla- stjóri. Hún segir að fjöldi fólks hafi komið. „Allt innra starfið hjá okkur tekur mið af því húsnæði sem leik- skólinn er og því hægt að segja að við hlökkum mikið til að flytja í nýja leikskólann sem verður byggð- ur í 200 metra fjarlægð frá okkur, í þessu nýja hverfi sem heitir Laut- arhverfi. Þar fáum við húsnæði sem hannað er eftir þeim kröfum sem gerðar eru til leikskóla í dag“, segir Petrína. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Kátt í leikskólanum Laut Garði | Nokkrar íþróttagreinar verða kynntar og keppt í öðrum í Garði um helgina. Dagskráin er í til- efni 10 ára afmælis Íþróttamiðstöðv- arinnar en einnig verður haldið upp á tímamótin með sýningu og menning- ardögum í Garði 17. til 19. október. Í tilefni afmælisins veitir Íþrótta- miðstöðin 10% afslátt af öllum kort- um í sund, þrek og ljós fram að af- mælisdeginum sem er 16. október. Dagskráin um helgina hefst með rómantísku kvöldi í sundlauginni föstudaginn 10. október. Á laugar- dag verður meðal annars kynning á öldungablaki, badminton og sport- köfun og um kvöldið verður hnefa- leikakeppni í íþróttasalnum. Á sunnudag verða firmamót í knatt- spyrnu og gestum leiðbeint í þreksal. Hnefaleikakeppni í íþróttamiðstöðinni TENGLAR .............................................. www.ig.is Skólar | Sigurður Ingimundarson, aðstoð- arskólasjóri Myllubakkaskóla í Keflavík, mætti á fund fræðsluráðs Reykjanesbæjar í vikunni til að gera grein fyrir tilhögun stjórnunar skólans til vors en Vilhjálmur Ketilsson skólastjóri lést í síðasta mánuði. Bókað var í fræðsluráði að Sigurður og Brynja Árnadóttir sjái um stjórnunina en staða skólastjóra verði auglýst í vor. Sig- urður verður í forsvari skólans gagnvart stjórnvöldum. Körtubílar | Fulltrúar í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjanesbæjar fóru nýlega í skoðunarferð á ýmsa staði sem þeir fjalla um í starfi sínu. Meðal ann- ars var komið við á skotsvæði Keflavíkur á Hafnaheiði og körtubrautinni í Njarðvík. Í fundargerð var bókað að ráðsmenn hefðu fengið að spreyta sig á báðum stöðum. Tekið fram að árangur þeirra í leirdúfu- skotfimi hafi ekki verið mældur en for- maður MÍT, Gunnar Oddsson, tryggt sér glæsilegan sigur í körtuakstrinum með öruggum akstri.      

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.