Morgunblaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 16
Stjórntækniskóli Íslands
Bíldshöfða 18
Sími 567 1466
MARKAÐSFRÆÐI
Hnitmiðað 250 stunda nám í sölu og markaðsfræðum. Náminu er
ætlað að koma til móts við sívaxandi kröfur atvinnulífsins um
hæfari starfskrafta. Námið er ætlað fólki sem vill bæta við
þekkingu sína og fá innsýn í heim markaðsfræðinnar, og að
nemendur tileinki sér markaðshugsun í íslensku viðskipta og
athafnalífi, og nái þannig betri árangri. Kennslan fer fram í formi
fyrirlestra og verkefnavinnu.
Helsu námsgreinar:
Markaðsfræði Sölustjórnun og sölutækni
Vöruþróun Vörustjórnun
Auglýsingar Áætlanagerðir
Viðskiptasiðferði Lokaverkefni
Starfsmenntun. Fjárfesting til framtíðar.
WWW.menntun.is Sími 567 1466. Opið til kl. 22.00.
„Ég mæli með náminu
fyrir alla þá, er starfa við
markaðs- og sölustörf.
Ég hef verið í sölu-
mennsku í 6 ár og nám-
skeiðið hefur nýst mér vel
í starfi. Fjölbreytt og
áhugavert námskeið.“
Elísabet Ólafsdóttir
Eggert Kristjánsson hf.
„Ég mæli tvímælalaust
með þessu námi fyrir
alla þá sem eitthvað eru
tengdir markaðs-, sölu-,
upplýsinga-, skipulags-
og/eða framleiðslumál-
um sinna fyrirtækja.“
Hendricus Bjarnason
Tæknilegur ráðgjafi og umsjónarmaður
markaðstengdra verðbréfa kerfa
ING-bankans í Amsterdam
„Sölu- og markaðsfræði-
nám Stjórntækniskóla Ís-
lands er afar hagnýtt og
ott nám fyrir alla þá er
starfa við sölu- og mark-
aðsmál. Námið er mjög
markvisst og hefur nýst
mér vel í starfi frá upp-
hafi og kemur til með að
gera það í framtíðinni.“
Gróa Ásgeir dóttir,
Flugfélag Íslands.
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100.
Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti
Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján
Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is,
sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169.
Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund skapti@mbl.is
Spurn eftir fiski | Mikil spurn er eftir
fiski á mörkuðum, bæði fyrir ferskan og
frosinn fisk, skv. frétt á heimasíðu Útgerð-
arfélags Akureyringa. Gunnar Vigfússon,
verkstjóri á Akureyri, segir þar að afla-
brögðin hafi almennt verið frekar léleg í
september, auk þess sem tíðarfarið gerði
erfitt fyrir. En hann segir að svo virðist
sem aðeins sé að rætast úr.
„Það hefur verið mikil spurn eftir fiski að
undanförnu. Við höfum jöfnum höndum
verið að vinna ferskan fisk og í frystingu.
Ferski fiskurinn hefur jafnt og þétt verið að
aukast á síðustu vikum og mánuðum. Yf-
irleitt erum við að vinna rúm 20 tonn af
ferskum fiski í hverri viku. Togararnir
landa oftar en áður og þannig fáum við
ferskari fisk. Núorðið erum við að vinna
ferskfisk í flug nánast alla daga. Þá fara af-
urðirnar á bíl hér seinnipart dags og eru
komnar suður að kvöldi. Daginn eftir fara
þær síðan með flugi á erlenda markaði,“
segir Gunnar.
Að undanförnu hefur fyrst og fremst ver-
ið veiði fyrir vestan. Gunnar segir að áber-
andi meira los sé í þeim fiski en fiskinum
sem er veiddur fyrir norðan eða austan
land.
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Háspennustrengur | Ágætlega hefur
gengið að leggja háspennustreng frá enda-
stöð innan leiðigarðsins við Seljalandsmúla
að aðveitustöð við Stórurð, að sögn Skúla
Skúlasonar, verkstjóra hjá Orkubúi Vest-
fjarða. Þetta kemur fram á fréttavef Bæj-
arins besta á Ísafirði.
Skúli segir þó blauta tíð eins og verið hafi
síðustu daga ekki heppilega til verka af
þessu tagi. Ákveðið var að leggja jarð-
streng eftir hlíðinni í stað loftlínu sem nú
liggur um framkvæmdasvæði leiðigarðsins.
„Það gekk frekar seint að grafa við Múla-
land vegna strengja sem þar eru fyrir en að
öðru leyti hefur okkur miðað bærilega. Við
stefnum á að ljúka verkinu í lok þessa mán-
aðar svo fremi sem veður hamli ekki,“ segir
Skúli.
Vegfarendur um vinsæla útivistarleið á
innsta hluta Seljalandsvegar hafa orðið var-
ir við skurðgröft á leiðinni en nú er búið að
leggja strenginn þar í og ganga frá veg-
inum aftur. „Við erum komnir að bílaverk-
stæði Sigurðar og Stefáns á Seljalandsvegi.
Þannig má segja að verkið sé hálfnað,“ seg-
ir Skúli.
Strengurinn verður tekinn upp í hlíðina
við Vinaminni og lagður út eftir henni, ofan
við Urðarveg, að aðveitustöðinni í Stórurð.
Sverrir Páll Erlends-son, mennta-skólakennari, skrif-
ar „pistla og raus um
daginn og veginn“ á blogg-
ið sitt á Netinu. Hann seg-
ir: „Mikið er það skemmti-
leg tilhugsun að fólk á
Akureyri skuli versla við
Kaupfélag Suðurnesja í
Byggðavegi, Kaupfélag
Suðurnesja í Hrísalundi
og Kaupfélag Suðurnesja
á Glerártorgi. Og ég held
að Karl Eskil hafi aldrei
náð sér eins á flug í Svæð-
isnuddinu og þegar hann
benti á að ef Akureyringar
ætluðu að vera héraðs-
hollir og versla í heima-
byggð yrðu þeir að muna
að Jóhannes í Bónusi væri
heimilisfastur á Akureyri,
en hér er um að velja Bón-
us, Hagkaup og 10–11.
Svakalega hlýtur gömlum
Keamönnum að líða und-
arlega þessa dagana.“
Kaupfélagið
Haustið er komið og skammdegisskuggar ríkja íbænum. Laufin falla og rósirnar fölna. Um há-degi í haustrauðri sól varð þetta hús á vegi
fréttaritara Morgunblaðsins. Líklega hafa blómálfarnir
verið þar að verki og viljað lengja sumarið sem fólki
þótti stutt þetta árið.
Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir
Blómálfar að verki
Enn af leka
Þórarinn Eldjárnminnir á að þegarframsókn kom í
stað krata í ríkisstjórn
hafi Davíð komist svo að
orði í viðtali að helsti
gallinn við kratana, þó
góðir hefðu verið á
margan hátt, væri sá að
þeir mættu ekki sjá
míkrófón þá byrjuðu
þeir að leka. Þá orti
hann í orðastað ráð-
herrans:
Ég kann ekki við krataflón
sem koma í valdsins hallir.
Þeir mega ekki sjá míkrófón
þá mígleka þeir allir.
Séra Hjálmar Jónsson
segist vel muna yfirlýs-
ingu Davíðs. Þegar
framsókn hafi komið í
stað krata hafi um leið
orðið ein breyting á ráð-
herraliði sjálfstæðis-
manna. Þá sendi séra
Hjálmar nýorðnum for-
seta Alþingis vísu:
Lekinn var stöðvaður,
lokuðust vé,
ljósvakinn fréttir af engu
eftir að kratar og Ólafur G
út úr stjórninni gengu.
Reykjavík | Lífið gengur sinn
vanagang við gömlu höfnina í
höfuðborginni. Bátarnir koma
og fara, fiskur kemur í kerjum á
land og kerin fara tóm í bátana
aftur sem stefna svo á haf út í
fiskileit. Sjómenn og aðrir sem
vinna við höfnina vinna hörðum
höndum við að koma aflanum á
land og undirbúa báta sína í enn
eina sjóferðina. Einstaka sinn-
um er þó mögulegt að slappa að-
eins af þar til næsta törn hefst.
Hugsanlega eru mennirnir á
myndinni að rabba saman um
gæftir að undanförnu, ef til vill
um veðrið, jafnvel um landsleik-
inn á laugardaginn. Hver veit?
Morgunblaðið/Jim Smart
Beðið eftir bátnum
Bryggjuspjall
Ísafirði | Lögreglan á Ísafirði fann á þriðju-
dagskvöld fíkniefni, áhöld til neyslu fíkni-
efna og peninga í tveimur húsleitum sem
hún gerði á Ísafirði. Fjórir karlmenn voru
handteknir í tengslum við málið.
Einum fjórmenninganna, manni á þrí-
tugsaldri, hefur verið sleppt, en hann við-
urkenndi að hafa keypt fíkniefni af einum
hinna þriggja. Hinir mennirnir þrír, sem eru
á aldrinum frá 20 til 24 ára, voru hafðir
áfram í haldi lögreglunnar vegna rannsókn-
ar málsins.
Húsleitirnar voru framkvæmdar að
fengnum úrskurði Héraðsdóms Vestfjarða.
Lögreglan á Ísafirði rannsakar málið sem
fíkniefnadreifingarmál og vill ekki gefa upp
hversu mikið magn af fíkniefnum fannst, né
heldur hversu miklir peningar fundust í
húsleitunum.
Við húsleitirnar nutu lögreglumenn á Ísa-
firði aðstoðar fíkniefnaleitarhundsins Dofra,
sem er í eigu eins varðstjórans í liðinu.
Fjórir
handteknir
í fíkni-
efnamáli
Blönduósi | Undirritaður hefur verið
samningur milli trésmiðjunnar Stíganda
hf. á Blönduósi og veiðifélags Vatnsdalsár
um miklar endurbætur á veiðihúsinu Flóð-
vangi. Upphæð verksamnings hljóðar upp
á 57,6 milljónir króna og skal verki lokið í
apríllok á næsta ári. Gert er ráð fyrir að
heildarkostnaður við verkið nemi um 75
milljónum króna. Nýbyggingin við Flóð-
vang er 350 fermetrar og rúmar hún meðal
annars 10 rúmgóð tveggja manna herbergi
með allri hreinlætisaðstöðu svo og sauna-
baði. Aðalhönnuður að endurbótum Flóð-
vangs er Magnús H. Ólafsson, arkitekt á
Akranesi. Að sögn Magnúsar Ólafssonar,
formanns veiðifélags Vatnsdalsár, var
veiðihúsið Flóðvangur tekið í notkun árið
1965 og hefur þar margur maðurinn dvalið
í skjóli Vatnsdalshólanna, Jörundarfells og
Flóðsins og safnað kröftum eftir strangar
laxveiðar í Vatnsdalsá.
Miklar end-
urbætur á
veiðihúsinu
Flóðvangur í Vatnsdal
♦ ♦ ♦