Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ 90 UMSÓKNIR Níutíu manns hafa nú sótt um starf forstjóra álvers Alcoa á Reyð- arfirði. Gert er ráð fyrir að forstjór- inn hefji störf um áramót og eru for- ráðamenn álversins ánægðir með fjölda og hæfni umsækjenda. For- stjóri mun stýra undirbúningi bygg- ingar álversins og stýra starfinu þegar framleiðsla hefst. Ódýrt vinnuafl Ódýrt, erlent vinnuafl er vaxandi vandi í Noregi og hefur meirihluti fyrirtækja í sumum greinum fengið tilboð um það frá svokölluðum „póst- kassafyrirtækjum“. Kristján Braga- son, framkvæmdastjóri Starfs- greinasambandsins, segir, að þetta hafi ekki verið áberandi hér á landi fyrr en við Kárahnjúka en vitað sé, að ýmis verktakafyrirtæki líti á framvinduna þar sem prófstein á þróunina hér á landi. Gegn ofbeldi á geðdeildum Rúmur helmingur starfsfólks á geðsviði LSH hefur sótt námskeið í viðbrögðum og varnaraðgerðum gegn ofbeldi. Markmiðið er að fyrir- byggja skaða á starfsfólki og sjúk- lingum. Kennd eru samskipti sem stuðla að því að róa sjúklinga. Neysluverðsvísitala hækkar Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,46% í síðasta mánuði. Verðbólga mælist nú um 2,2%. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri segir hækkunina aðeins meiri en búist hafi verið við, en þó sé hún ekki til þess að valda áhyggjum. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Hugvekja 41 Edduverðlaunin16 Myndasögur 41 Hugsað upphátt 21 Bréf 42 Listir 24/27 Dagbók 44/45 Af listum 24 Krossgáta 46 Forystugrein 28 Leikhús 48 Reykjavíkurbréf 28 Fólk 48/53 Skoðun 30/32 Bíó 50/53 Minningar 38/41 Sjónvarp 54 Þjónusta 33 Veður 55 * * * Sunnudagur 12. október 2003 Morgunblaðið/Sverrir Ragnheiður Gröndal hefur sungið djass frá níu ára aldri. Hún sagði Árna Matthíassyni að sér þætti vænt um djassinn; fyrir sér væri djassinn næstum þjóðlagatónlist. Djass frá hjartanu Laugavegurinn „Við förum strax í byrjun skólaárs því ferðirnar þétta krakkahópinn og styrkja félagsandann“ 10 Knútur Hallsson Með kvikmyndasjóð í vestisvasanum Meistara- kokkurinn Philippe Girardon Prentsmiðja Morgunblaðsins Starfsmaður á lyftara Stór heildsala á matvörumarkaði óskar eftir að ráða vanan lyftaramann til starfa. Áhugasamir sendi inn umsókn og ferilskrá á auglýsingadeild Morgunblaðsins merkta: „L — 14349“ fyrir hádegi 15. október. Yfirlæknir HSSA á Hornafirði Frá næstu áramótum er laus er til um- sóknar staða yfirlæknis við Heilbrigðis- stofnun Suðausturlands Hornafirði. Heilbrigðisstofnun Suðausturlands er rekin af Sveitarfélaginu Hornafjörður samkvæmt þjónustusamningi við heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytið eftir að hafa verið með heilbrigðis- og öldrunarmál sem reynsluverkefni sl. sex ár. Stofnunin hefur heimild fyrir tveimur stöðum lækna auk yfirlæknis. Allir lækn- ar ganga gæsluvaktir og er því alltaf einn í fríi frá gæsluvöktum, þegar allar stöður eru fullmannaðar. Yfirlæknir hefur umsjón með læknis- fræðilegum þáttum starfsemi stofnunar- innar, sem hefur eftirtaldar undirdeildir: heilsugæslustöð og heilsugæslusel, sjúkradeild, hjúkrunarheimili og dvalar- heimili. Læknishéraðið er öll Austur- Skaftafellssýsla. Hann situr í fram- kvæmdaráði ásamt framkvæmdastjóra og hjúkrunarforstjóra. Umsækjandi hafi sérfræðimenntun í heimilislækningum eða öðrum sérgrein- um. Umsóknir ásamt upplýsingum um tilskylda menntun og störf sendist til Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands, Víkurbraut 31, 780 Hornafirði. Nánari upplýsingar um stöðuna veita Baldur P. Thorstensson yfirlæknir og Jó- hann Ólafsson framkvæmdastjóri í síma 478 1400. Hornafjörður Í sveitarfélaginu búa tæplega tvö þúsund og fjögur hundruð manns, flestir á Höfn. Grunnskólinn er deildaskiptur og reknir eru þrír leikskólar. Aðalatvinnan er sjávarútvegur og fiskvinnsla en yfir sumartímann er jafnframt rekin mjög öflug ferðaþjónusta. Erlendir ferðamenn sem koma til héraðsins yfir sumartímann eru á annað hundrað þúsund. Náttúrufegurð í héraðinu er rómuð, göngur og útivist eru óvíða fjölbreyttari. Samgöngur til og frá Höfn eru afar góðar. Áætlunarflug er milli Hafnar og Reykjavíkur, sumar og vetur. Vegasamband við höfuðborgarsvæðið er gott, eini fjallvegurinn á leiðinni er Hellisheiði og vetrarsamgöngur eru því mjög greiðar. Markaðs- og sölumaður Framsækin heildverslun óskar eftir starfsmanni í markaðs- og sölustörf. Viðkomandi þarf að hafa reynslu, vera stundvís, skipulagður, fylginn sér og koma vel fram. Með allar umsóknir verður farið sem trúnaðar- mál. Áhugasamir skili umsóknum inn til auglýsinga- deildar Mbl., merktum: „S — 2203.“ Bókasafns- og upplýsingafræðingur við Bókasafn Vestmannaeyja Laus er til umsóknar 50% staða bókasafns- og upplýsingafræðings við Bókasafn Vestmann- aeyja frá 1. nóvember 2003. Til greina kemur að ráða starfsmann með sambærilega mennt- un á háskólastigi. Starfsmaður þarf að vera með mikla þjónustu- lund, góða tölvukunnáttu, skipulagður og sjálf- stæður í vinnubrögðum. Upplýsingar veitir Nanna Þóra Áskelsdóttir forstöðumaður Safnahúss Vestmannaeyja í s. 481 1184, 863 6194 og bsafn@vestmannaeyjar.is Umsóknum, með upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skilað fyrir 20. október nk., til: Bókasafns Vestmannaeyja, bt. forstöðumanns, Pósthólf 20, 902 Vestmannaeyjar. Byggingaverk- fræðingur — tæknifræðingur Byggingaverkfræðingur eða byggingatækni- fræðingur óskast til starfa á Verkfræðistofu Guðjóns Þ. Sigfússonar ehf., Selfossi. Verkefni á sviði hönnunar burðarvirkja, eftirliti með mannvirkjagerð auk almennrar verkfræði- ráðgjafar. Upplýsingar í síma 482 2805 eða á netfangi: gudjon@vgs.is. Geislafræðingur Röntgen Orkuhúsið óskar eftir að ráða geisla- fræðing. Röntgendeildin er nýlega flutt í glæsi- legt húsnæði á Suðurlandsbraut 34. Hér eru gerðar hefðbundnar röntgenrannsókn- ir, ómskoðanir, segulómun á útlimum auk þess er deildin búin nýju fjölsneiða tölvusneið- myndatæki. Við erum að leita að duglegum geislafræðingi, sem er tilbúinn til þess að vinna 80 eða 100% vinnu fjóra daga vikunnar. Reynsla af ofan- greindum rannsóknaraðferðum er æskileg en ekki skilyrði. Þarf að vera búin góðum sam- starfshæfileikum, glaðlyndi og þjónustulund. Upplýsingar veitir Einfríður Árnadóttir, fram- kvæmdastjóri, sími 860 8856. Skrifstofu— og sölustörf Innflutningsfyrirtæki vantar öflugan starfs- kraft í hlutastarf sem fyrst, til skrifstofu- og afgreiðslustarfa. Jákvæðni, reglusemi og góð tölvukunnátta nauðsynleg. Vantar einnig sölufólk um land allt í spenn- andi verkefni. Frjáls vinnutími. Umsóknir merktar: „Tækifæri“ sendist aug- lýsingadeild MBL fyrir 16. október nk. Sunnudagur 12. október 2003 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 9.331  Innlit 18.172  Flettingar 76.058  Heimild: Samræmd vefmæling ÞRÍR AF hverjum fjórum sjúkling- um 24 ára og yngri á sjúkrahúsinu Vogi eru stórneytendur kannabis- efna en frá 1993 hefur þetta hlutfall hækkað úr u.þ.b. fjórðungi. Þá eru yfir 40% þeirra sem eru 24 ára og yngri á Vogi amfetamínfíklar og 10% sprauta sig reglulega. Þórarinn Tyrfingssson, fram- kvæmdastjóri meðferðarsviðs SÁÁ, segir stórneytendum á kannabis hafa fjölgað stórkostlega þegar litið sé áratug eða svo til baka en tekur fram að hlutfallið hafi reynst vera nokkuð stöðugt síðustu þrjú árin. Gríðarleg vinna við meðferð blasir við á næsta áratug Þórarinn segir vandamálið, þegar svona mikil aukning verði á neysl- unni til lengri tíma litið, vera að sú aukning gangi sjaldnast til baka. Það sé hið alvarlega við þessa þróun. „Það er alveg augljóst,“ segir Þór- arinn, „að á næsta áratug blasir við okkur, miðað við hversu margt af ungu fólki undir tvítugu kemur til okkar, gríðarlegt verkefni fyrir okk- ur að sinna fíkninefnaneytendum á aldinum 20–30 ára. Þeirra neysla verður líka eflaust mjög flókin og hið undarlega er að inni í þessum hópi eru enn hreinir alkóhólistar með svipaða aldursdreifingu og svipaðan meðalaldur og áður þannig að þarna hefur orðið mikil viðbót.“ Þórarinn segir liggja ljóst fyrir að vímuefnaneysla ungs fólks sé aðal- heilsufarsvandamál þess. „Vímu- efnaneysla og afleiðingar af henni, s.s. slys, óhöpp og sjálfsvíg eru að- alvandamál þessa hóps og þá má ekki gleyma að hún gerir ýmis geðræn vandamál og hegðunarvandamál mun verri en ella. Og á þennan hóp herja raunar einnig sjúkdómar eins og alnæmi, lifrarbólga, lungnabólga o.s.frv. Þannig að vímuefnaneysla og afleiðing hennar er eitt það helsta sem getur grandað þessu unga fólki.“ Vímuefnaneysla aðalheilsu- farsvandamál unga fólksins Stórneytendur kannabisefna þrír af fjórum ungum sjúklingum á Vogi                                 !!"##"                            !  Morgunblaðinu í dag fylgir auglýs- ingablaðið Blindrasýn frá Blindra- félaginu. Einnig fylgir tímaritið Útivist /Hreysti. ÞÓTT menn séu komnir í fornbílaflokkinn geta þeir samt lent í óhöppum. Betur fór þó en á horfðist þegar kerra með gömlum Trabant-bíl lenti utan vegar á hægri ferð á Snæfellsnesi. Verið var að flytja forngrip- inn milli bæja þegar dráttarkrókur brotnaði af og kannski ekki furða þótt bílstjórinn klóri sér í höfðinu. Austur-þýska öldunginn sakaði hins vegar ekki og eftir skamma stund var búið að kippa öllu í liðinn. Morgunblaðið/RAX Austur-þýskur öldungur í hremmingum ALLS hafa orðið 69 banaslys í flugi á íslenskum loftförum frá upphafi flugs á Íslandi árið 1920. Hafa 392 týnt lífi í þessum slysum. Í langflest- um tilvikum hafa einn til þrír farist í slysunum en í örfá skipti tugir manna. Í þessari samantekt eru talin slys á íslensk skráðum loftförum hvort heldur er í flugi innanlands eða erlendis. Ekki eru talin með slys á erlendum loftförum á Íslandi. Þetta kemur fram í yfirliti í ársskýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa 2002 sem nýlega er komin út. Í yfirlitinu kemur einnig fram að tvisvar hafa orðið fjögur banaslys á sama árinu og fimm sinnum þrjú slys á sama árinu, síðast 1995. Sum árin eru án banaslysa á íslenskum loftför- um, t.d. síðustu tvö árin, einnig 1998 og 1999, 1996, 1991 og 1984 og 1985. Flestir fórust í áætlunar- og leiguflugi Eins og fyrr segir er fjöldi látinna í hverju slysi oftast einn til þrír. Al- varleg flugslys urðu snemma í ís- lenskri flugsögu. Þannig fórust 25 í maí 1947 þegar áætlunarflugvél af gerðinni C47A, sem er hliðstæð DC-3, fórst í Héðinsfirði, 20 fórust í janúar 1951 þegar áætlunarvél sömu tegundar fórst út af Flekkuvík á Vatnsleysuströnd og 12 fórust í Viscount-áætlunarflugvél í apríl 1963 við Osló. Þá fórust 8 í septem- ber 1970 með Fokker-áætlunarflug- vél við Færeyjar. Mesta slysið á ís- lensku loftfari var þegar DC-8-þota fórst í leiguflugi við Sri Lanka í nóv- ember 1978 og með henni 183. Flest banaslysin hafa orðið í einkaflugi eða 31 af 69 slysum. Fór- ust 55 í þeim slysum. Næststærsti flokkurinn er þjónustuflug en með því er átt við flug véla upp að 5,7 tonnum og með allt að 9 farþega. Þar urðu 11 banaslys þar sem 36 fórust. Í áætlunarflugi urðu slysin 7 og þar fórust 77 manns og 6 í æfingaflugi en þar eru á ferð flugnemar án kennara. Fjögur banaslys urðu í kennsluflugi og önnur fjögur í vöruflugi. Þá urðu tvö banaslys í ferjuflugi, tvö í sjúkra- flugi, eitt í leiguflugi og eitt í verk- flugi. Flest urðu slysin í júlí og næstflest í maí en síðan dreifast þau nokkuð jafnt á mánuðina. Sé litið á meðaltal á nokkrum fimm ára tímabilum kemur í ljós að á síðustu fimm árum urðu 0,2 banaslys á ári. Er langt síðan banaslys hafa verið svo fá, síðast á árunum 1942 til 1946 og aftur 1953 til 1957 en þá var talsvert minna um flug á landinu en nú er orðið. Tvö banaslys urðu á ári á nokkrum fimm ára tímabilum þar á undan, t.d. 1967 til 1971, 1980 til 1984 og 1986 til 1990. Slysin flokkuð og rannsökuð Þorkell Ágústsson, aðstoðarrann- sóknarstjóri flugslysa, hefur unnið áðurgreint talnaefni og er hann um þessar mundir að vinna að rannsókn- um og flokkun á orsökum slysanna. Segir hann gagnlegt að skoða hvort einhver ákveðin tilhneiging komi fram varðandi orsakir slysanna. Skoðar hann ekki síst hvort og hvernig mannlegi þátturinn getur átt þátt í slysi og segir hann rann- sóknir á flugslysum ekki síst byggj- ast á flokkun á slíkum orsökum. Seg- ir Þorkell að slysin í einkaflugi verði skoðuð sérstaklega í þessu sam- hengi. Árin 1920 til 2002 urðu 69 banaslys í íslenskum flugvélum á Íslandi og erlendis Banaslys tíðust í einkaflugi              $      %   !### &         '!(      "#$                         HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur dæmt 16 ára pilt í fjögurra mán- aða skilorðsbundið fangelsi fyrir margítrekuð kynferðisbrot gegn 12 ára telpu á heimili sínu á þessu ári. Móðir piltsins var dæmd til að greiða foreldrum stúlkunnar 200 þúsund krónur í miskabætur, en pilt- urinn var einnig dæmdur til að borga allan sakarkostnað. Fyrir dómi viðurkenndi pilturinn að hafa margoft haft samræði við telpuna. Hann dró ekki dul á að hann hefði vitað að hún væri aðeins 12 ára þegar þau kynntust og of ung til að hafa samræði. Segir í dómi Héraðsdóms Reykja- ness að framferði piltsins hafi verið ámælisvert, hann sé fjórum árum eldri en telpan og átt í ljósi aldurs- og þroskamunar að gera sér grein fyrir að þau mættu ekki taka upp slíkt samband sín á milli. Ungur ald- ur piltsins sjálfs var virtur honum til refsilækkunar. 4 mánuðir fyrir kyn- ferðisbrot
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.