Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 . TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Vill meiri hasar Michelle Rodriguez, leikkona í S.W.A.T, í viðtali Fólk 50 Eddunum úthlutað Uppskeruhát́íð sjónvarps- og kvikmyndageirans 16 Arnold og vandamálin Schwarzenegger ríkisstjóri horfist í augu við alvöru lífsins 14 SJÖTTI hver Bandaríkjamaður eldri en fimm ára talar ekki ensku á heimili sínu, eða alls 47 milljónir manna. Hefur þeim fjölgað um 15 milljónir frá 1990. Fólk frá Rómönsku Ameríku er nú stærsta „þjóðarbrotið“ í Bandaríkjunum og þeir, sem ekki tala ensku, eru lang- flestir í Kaliforníu, Nýju Mexíkó og Tex- as. Er þetta niðurstaða könnunar, sem greint var frá á fréttavef BBC, breska ríkisútvarpsins. Könnunin sýnir, að þeim hefur fjölgað mjög mikið, sem eru „samfélagslega ein- angraðir“ vegna lítillar kunnáttu í ensku en um 12 milljónir Bandaríkjamanna búa á heimilum þar sem enginn talar ensku nógu vel til að geta verslað vandræða- laust eða rætt við lækni. Af einstökum hópum hefur vöxturinn verið mestur hjá þeim, sem tala rúss- nesku. Hana töluðu 242.000 manna 1990 en 706.000 um aldamótin. Enskan á undanhaldi í Ameríku NÚ lítur út fyrir að engar veiðar á loðnu verði leyfðar í Barentshafi á næsta ári. Norðmenn hafa verið skæðir keppinautar Íslendinga á helztu mörkuðunum fyrir frysta loðnu í Japan og Rússlandi undanfar- in ár. Teitur Gylfason, sölustjóri upp- sjávarafurða hjá SÍF, segir að verði engar loðnuveiðar í Barentshafi í vet- ur, gefi það íslenzkum framleiðendum kost á mikilli sölu á loðnu til mann- eldis á vetrarvertíðinni. Bráðabirgða- kvóti fyrir íslenzk loðnuskip er nú ríf- lega 360.000 tonn. Á síðasta fiskveiðiári veiddust alls tæplega 730.000 tonn. Norðmenn allsráðandi Teitur segir að markaðurinn fyrir frysta loðnu í Japan sé 25.000 til 30.000 tonn á ári. Á síðasta ári hafi Norðmenn fryst 20.000 til 25.000 tonn inn á þennnan markað. Frysting hér heima hafi aðeins numið um þúsund tonnum, enda hafi verð verið það lágt að það hafi vart borgað sig að frysta loðnuna fyrir Japani. Á hinn bóginn frystu Norðmenn nánast engin hrogn fyrir Japansmarkað í fyrra, en um 6.000 tonn voru fryst hér. Teitur telur markaðinn þola nokkra aukningu. Markaður fyrir frysta loðnu hefur aukizt jafnt og þétt í Rússlandi og framleiddu Norðmenn mikið inn á þann markað. Teitur segir að nú sé gott tækifæri fyrir íslenzka framleið- endur að framleiða inn á rússneska markaðinn, en verð hafi verið lágt á síðustu vertíð, þó það hafi hækkað um 20% á tímabilinu. „Það er ljóst að verði engin loðna veidd í Barentshafi á næsta ári, verða væntanlegir kaup- endur að sækja hana til Íslands. Það gefur okkur vissulega veruleg tæki- færi til sóknar á þessum mörkuðum, en allt byggist þetta þó á því að verð verði nægilega hátt til að eitthvað fá- ist út úr framleiðslunni,“ segir Teitur. Fjórðungur þess sem var Fyrstu niðurstöður sameiginlegs leiðangurs Norðmanna og Rússa benda til þess að loðnustofninn nú sé aðeins 550.000 tonn en í fyrra var hann talinn verða 2,2 milljónir tonna. Af þessu er kynþroska loðna aðeins um 280.000 tonn. Í frétt frá norsku hafrannsókna- stofnuninni segir að mikið eigi eftir að ganga á kynþroska loðnuna fram á næsta ár þegar hún fer að hrygna vegna afráns þorsks og annarra fiska og sjávarspendýra. Reglan hefur ver- ið sú að veiðar hafa ekki verið leyfðar ef stærð hins kynþroska hluta stofns- ins fer niður fyrir 200.000 tonn og er talið ljóst að afránið færi hann jafnvel niður fyrir 100.000 tonn. Þá benda niðurstöðurnar til að hinn sterki árgangur frá 1999 heyri nú sög- unni til og árgangar tveggja síðustu ára séu slakir. Loks séu afföll af nátt- úrulegum toga, meðal annars afráns, meiri en áður, og loks er loðnan nú verr á sig komin en áður. Þessi mæling loðnustofnsins nú er svipuð og árin 1986 og 1993. Í báðum tilfellum var stofninn í lágmarki fimm næstu árin og veiðar engar. Loðnan í Barentshafi hrynur Gefur Íslendingum aukin tækifæri á mörkuðum í Japan og Rússlandi Morgunblaðið/Kristinn Hlaupið inn í veturinn ÞAÐ ER að verða vetrarlegt í höfuðborginni; hvítnar í fjöllin og andar köldu af kólgubláu hafi. Þá jafnast líka fátt á við að taka á hressandi sprett og leyfa kuldanum að bíta svolítið í kinnarnar. Þessi hlaupa- garpur var vel búinn í nepjunni úti við Gróttu. MEIRA en helmingur norskra fyrirtækja í verkstæðis- og byggingariðnaði hefur fengið til- boð um „mjög ódýrt“ vinnuafl. Er ávallt um út- lendinga að ræða, sem sætta sig við lág laun, langan vinnutíma og næstum algert réttinda- leysi. Kemur þetta fram í nýrri könnun, sem gerð var fyrir Fellesforbundet, önnur stærstu verkalýðssamtökin í Noregi. Tekin voru viðtöl við forsvarsmenn 50 stórra fyrirtækja og 286 trúnaðarmenn og kom þá í ljós, að meira en helmingur fyrirtækjanna hafði Kristján Bragason, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins (SGS), sagði í samtali við Morgunblaðið að þessi vandi væri vaxandi á Norðurlöndum en hefði ekki verið áberandi hér á landi fyrr en nú við Kárahnjúka. Sagði hann, að mál af þessu tagi hefðu komið upp hjá einu og einu fyrirtæki í Reykjavík en vitað væri, að ýmis verktakafyrirtæki fylgdust vel með þróun mála í Kárahnjúkum og þá með það í huga að nýta sér ódýrt, erlent vinnuafl ef hægt yrði að komast upp með það. fengið tilboð frá svokölluðum „póstkassafyrir- tækjum“ um ódýrt vinnuafl. Kom þetta fram í norskum fjölmiðlum, meðal annars Aftenpost- en, í gær. Kjell Bjørndalen, formaður Fellesforbundet, segir að það verði æ algengara, að fyrirtæki segi upp föstum starfsmönnum en taki í þeirra stað á leigu ódýra vinnuaflið eða feli verkin und- irverktökum. Þar sé yfirleitt sami háttur hafður á og við þetta vinnuafl geti fyrirtækin losað sig eða leigt á ný þegar þeim þóknist. Ódýrt, erlent vinnuafl er vaxandi vandi í Noregi Horft á Kárahnjúka sem prófstein hér, segir framkvæmdastjóri SGS STJÓRNVÖLD í Sýrlandi sögðu í gær, að þau áskildu sér rétt til að hefna „með öllum ráðum“ árásar Ísraela á landið fyrir viku. Bushra Kanafani, talsmaður sýrlenska utanríkisráðuneytisins, skýrði frá þessu á fréttamannafundi í Damaskus í gær en á sunnudegi fyrir viku gerðu Ísraelar loft- árásir á búðir skammt frá höfuðborginni. Héldu þeir því fram, að þær hefðu verið notaðar til að þjálfa palestínska skæruliða. Var árásin gerð til að hefna sjálfsmorðs- árásar í Ísrael, sem varð 19 mönnum að bana. Sýrlandsstjórn segir, að palestínskir fé- lagar í Jihad-samtökunum hafi ekki komið í búðirnar árum saman og þær hafi ein- göngu verið notaðar í borgaralegum til- gangi. Áskilja sér rétt til hefnda Damaskus. AFP. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.