Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ 12. október 1993: „Vestræn ríki hafa á undanförnum ár- um orðið að mæta æ harðari samkeppni frá ríkjum Suð- austur-Asíu, ekki síst Japan. Á mörgum sviðum hafa þau orðið undir í þeirri sam- keppni vegna japanskra yf- irburða hvað varðar verð og oft einnig gæði framleiðsl- unnar. Á Vesturlöndum hafa menn spurt hvað geri Jap- önum kleift að framleiða vörur sem eru tæknilega fullkomnari en jafnframt ódýrari en vestrænar vörur þrátt fyrir að flytja þurfi þær yfir hálfan hnöttinn til þess að koma þeim á mark- að. Vestrænir stjórnendur hafa margir hverjir reynt að taka upp „japanskar“ stjórnunaraðferðir við rekst- ur fyrirtækja sinna. Einnig hafa japönsk fyrirtæki kynnt slíkar aðferðir í Evr- ópu og Bandaríkjunum þar sem þau hafa fjárfest. Gott dæmi eru verksmiðjur bif- reiðaframleiðendanna Niss- an, Honda og Toyota í Bret- landi.“ . . . . . . . . . . 12. október 1983: „Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, skýrði miðstjórn flokksins frá því í gær að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér til endur- kjörs á landsfundi sjálfstæð- ismanna sem hefst 3. nóv- ember næstkomandi. Þessi ákvörðun Geirs Hallgríms- sonar, sem verið hefur for- maður í Sjálfstæðisflokknum í 10 ár, markar þáttaskil í stjórnmálalífi þjóðarinnar og nú sem svo oft áður, ekki síst á formannsferli Geirs Hallgrímssonar, munu augu allra áhugamanna um stjórnmál beinast að því sem gerist innan Sjálfstæð- isflokksins. Ekki er vafi á því að við- brögðin við ákvörðun Geirs Hallgrímssonar verða á ýmsan veg. Sterkar kröfur munu koma fram um að hann hætti við að hætta og bjóði sig að nýju fram. Rök- in fyrir því að Geir haldi áfram eru mörg.“ . . . . . . . . . . 12. október 1973: „Nokkuð er nú liðið á annan mánuð síðan Sjálfstæðisflokkurinn markaði þá stefnu, að ein- dregið og hiklaust skyldi stefnt að 200 mílna fiskveiði- landhelgi fyrir lok næsta árs og óskaði samstarfs við aðra stjórnmálaflokka um löggjöf í þessu efni. Ætla hefði mátt, að allir stjórn- málaflokkar tækju kröft- uglega undir þessa stefnu, einkum með hliðsjón af því, að þróunin á alþjóðavett- vangi á undanförnum tveim árum býður okkur beinlínis upp á að stíga þetta skref. En því miður urðu við- brögðin öll önnur. Þessari sjálfsögðu stefnu- mörkun hefur að hálfu stjórnarsinna verið svarað með hálfgerðum skætingi, og einkum hafa komm- únistar með Lúðvík Jós- epsson í broddi fylkingar haft allt á hornum sér.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. R æða Benedikts Jóhannesson- ar, fráfarandi stjórnarfor- manns HF. Eimskipafélags Íslands, á hluthafafundi fé- lagsins sl. fimmtudag hefur vakið athygli og umræður og í sumum tilvikum gagn- rýni á milli manna. Ræðan er óvenjuleg vegna þess, að það er afar sjaldgæft, að forsvarsmenn stórra hlutafélaga tali svo op- inskátt um grundvallaratriði í sambandi við stefnumörkun félaganna og mættu menn gera meira af því. Að sumu leyti má segja að ræða Benedikts Jóhannessonar minni á aðra ræðu, sem flutt var fyrir mörgum áratugum og vakti mikla athygli, þótt niðurstaðan yrði ólík. Bene- dikt talaði á hluthafafundi, þegar úrslit voru þeg- ar ráðin um framtíð Eimskipafélagsins. Örn O. Johnson einn helzti frumkvöðull flugs á Íslandi, flutti einu sinni ræðu, sem skók við- skiptalífið á Íslandi á þeim tíma, þegar hann skýrði frá því, að Loftleiðamenn gerðu tilraun til að yfirtaka Flugfélag Íslands en Örn var þá for- stjóri félagsins. Ræða Arnar varð til þess, að Loftleiðamenn drógu sig í hlé. Það er forvitnilegt umhugsunarefni, hvað gerzt hefði ef fyrrverandi forystumenn Eimskipafélagsins hefðu boðað til hluthafafundar áður en hin miklu umskipti urðu í viðskiptalífinu og skýrt hluthöfum frá því, hvað í vændum væri. En þetta er liðin tíð. En um leið og því er fagnað, að Benedikt Jó- hannesson skyldi tala svo opið um málefni Eim- skipafélagsins á hluthafafundinum á fimmtudag- inn var er ástæða til áður en lengra er haldið að staldra við eitt sjónarmið, sem fram kom í ræðu hans og snýr að umfjöllun fjölmiðla um málefni félagsins. Benedikt sagði: „Ég hef orðið margorður um skipulag Eim- skipafélagsins vegna þess, að margir hafa gagn- rýnt félagið síðustu mánuði. Nú er Eimskipa- félagið auðvitað ekki hafið yfir gagnrýni en sú umfjöllun, sem verið hefur í fjölmiðlum undan- farna mánuði getur engan veginn talizt sann- gjörn eða málefnaleg. Það er ljóst, að ákveðnir aðilar hafa séð sér hag í því að koma neikvæðu umtali um félagið af stað, en það er mikill ábyrgð- arhluti að hefja umræðu af því tagi, einkum þegar hún hefur verið jafn einhliða og raun ber vitni. Það er líka ábyrgðarhluti af hálfu fjölmiðla að birta slík viðhorf gagnrýnislaust.“ Ástæða er til að stöðva við síðustu setninguna í þessari tilvitnun í ræðu Benedikts Jóhannesson- ar. Getur það verið „ábyrgðarhluti“ af hálfu fjöl- miðla, að birta viðhorf nafngreindra manna eða hópa einstaklinga eða nafngreindra félaga án þess, að gagnrýni fylgi með? Hvað á Benedikt Jó- hannesson við? Er það ekki einmitt aðall hins frjálsa samfélags, sem við búum í þar sem tján- ingafrelsið er stjórnarskrárverndað að fólk geti komið skoðunum sínum og viðhorfum á framfæri opinberlega án þess að gagnrýni fylgi með? Það er hægt að gagnrýna fjölmiðla á Íslandi fyrir margt en þeir eiga að vera og eru opinn vett- vangur fyrir skoðanaskipti fólks og það er ekkert athugavert við það, að ákveðin viðhorf komi fram gagnvart Eimskipafélagi Íslands og forrráða- mönnum þess „gagnrýnislaust“, enda hafa þeir, sem vilja gagnrýna slík viðhorf jafn frjálsar hendur og aðrir til þess að svara þeim athuga- semdum. Á hluthafafundi Eimskipafélagsins sl. fimmtu- dag tóku ný „öfl“ í viðskiptalífinu við stjórnar- taumunum í félaginu, þ.e. Björgólfur Guðmunds- son og samstarfsmenn hans. Það eru auðvitað söguleg umskipti, sem ekki verður farið nánar út í hér. En það er ástæða til að minna á, að það eru ekki mörg ár liðin frá því að önnur bylting varð í yfirstjórn Eimskipafélagsins, þótt hún væri hljóðlátari og færri tækju kannski eftir henni sem var í stíl þeirra manna, sem þá áttu hlut að máli. Eimskipafélagið hafði notið farsællar stjórnar þriggja manna, Halldórs H. Jónssonar, Indriða Pálssonar og Harðar Sigurgestssonar um langt skeið, þegar Benedikt Sveinsson var kjörinn í stjórn félagsins í krafti hlutafjáreignar Sjóvár- Almennra í félaginu. Það væri of mikið sagt að komu Benedikts Sveinssonar í stjórn félagsins hafi beinlínis verið fagnað en smátt og smátt tókst gott samstarf á milli hans og þeirra, sem fyrir voru, sem endaði með því að hann tók við stjórnarformennsku, þegar Indriði Pálsson lét af henni. Þetta voru hljóðlát valdaskipti en í grund- vallaratriðum voru þau í sögulegu samhengi mjög afgerandi. Áður hafði verið ákveðin tenging í forystu fé- lagsins, þar sem einn tók við af öðrum eftir langt samstarf. Með Benedikt Sveinssyni komu nýir aðilar til valda í Eimskipafélaginu í krafti hluta- fjáreignar, hlutabréfa, sem þeir höfðu ýmist keypt af íslenzka ríkinu eftir útboð eða á markaði. Eimskip og flugið Það er fleira sögulegt við umskipti síðustu vikna í viðskiptalífinu en valdaskiptin, sem urðu í Eimskip sl. fimmtudag. Í fyrsta skipti nán- ast frá upphafi vega er Eimskipafélagið ekki aðili að flugsamgöngum á Íslandi. Eimskip var í ára- tugi einn helzti hluthafinn í Flugfélagi Íslands. Ljóst er að sú eignaraðild byggðist ekki á löngun þáverandi forráðamanna Eimskipafélagsins til þess að leggja undir sig allar samgöngur í land- inu heldur var hún leið til þess að skapa sæmilega traustan grundvöll undir rekstri Flugfélags Ís- lands, sem í upphafi var eina flugfélagið, sem máli skipti og áður en Loftleiðir komu til sög- unnar. Eignaraðild Eimskipafélagsins að Flugleiðum var bein afleiðing af hinni upphaflegu fjárfest- ingu félagsins í flugi og var ekki gagnrýnd að ráði á þeim tíma. Hins vegar þótti það gagnrýnivert og m.a. af hálfu Morgunblaðsins, þegar Eim- skipafélagið eignaðist smátt og smátt ráðandi hlut í Flugleiðum. Þegar það fór saman við gjald- þrot Hafskips hf. og minnkandi samkeppni í sam- göngum var ljóst að Eimskipafélagið var um skeið orðinn ráðandi aðili í flutningum á fólki og vörum á sjó og í lofti og í vaxandi mæli á landi. Á þeim tíma undirstrikaði Morgunblaðið þá skoð- un, sem hefur síðan verið endurtekin hvað eftir annað; það gildir engu hver hlut á að máli, hvort um er að ræða Samband ísl. samvinnufélaga á sínum tíma, Eimskipafélagið, og nú á síðari árum t.d. Baug á matvörumarkaðnum, staða á mark- aðnum, sem nálgast einokun er alltaf af hinu vonda. Nú hafa þau tíðindi gerzt að Eimskipafélagið er ekki lengur hluthafi í Flugleiðum. Tengslin hafa verið rofin. Það er að mati Morgunblaðsins heilbrigð þróun en um leið skiptir miklu máli, hvert framhaldið verður. Það er andstætt þjóð- arhagsmunum, að einn aðili ráði því fyrirtæki, sem er undirstaðan undir samgöngum á milli Ís- lands og annarra landa. Og í því sambandi skiptir ekki máli hver sá aðili er. Morgunblaðið gagn- rýndi þá stöðu Eimskipafélagsins innan Flug- leiða og mun halda uppi sömu efnislegri gagnrýni ef annar aðili, hver sem hann er, eignast ráðandi hlut í Flugleiðum. Það á eftir að koma í ljós, hvort þeir sem ráða ferðinni í Íslandsbanka og Straumi, sem eru væntanlega um skeið, hinir nýju ráðandi aðilar í Flugleiðum, hafi þá stjórnvizku til að bera að ráð- stafa þeim stóra eignarhlut í félaginu á þann veg, að þjóðin geti verið sæmilega sátt við. Kjarninn í slíkri ráðstöfun hlýtur að verða sá, að hæfilegt jafnvægi ríki milli nokkurra aðila í félaginu. Stórveldin Á undanförnum ára- tugum hefur verið hægt að fylgjast með sérkennilegri þróun í hinu alþjóðlega viðskipta- lífi. Á tímabili urðu til gífurlegar viðskiptasam- steypur, sem teygðu anga sína mjög víða. Þær urðu yfirleitt til á þann veg, að sterkir einstak- lingar með mikinn metnað komu að stjórn ein- hvers burðugs fyrirtækis og byrjuðu síðan að kaupa önnur fyrirtæki og skipti raunar engu í hvaða grein þau voru. Kenningin var sú, að sömu stjórnunaraðferðir mundu skila árangri, hver sem atvinnugreinin væri og þeir sem væru sér- fræðingar í stjórnun gætu náð árangri í rekstri hvaða fyrirtækis sem væri með því að beita í grundvallaratriðum sömu stjórnunaraðferðum. Á grundvelli þessarar hugsunar og kenninga urðu til risavaxnar fyrirtækjasamsteypur. Svo urðu allt í einu straumhvörf í hinu alþjóð- lega viðskiptalífi. Nýir menn komu fram á sjón- arsviðið, sem töldu, að það þjónaði hagsmunum hluthafa í þessum miklu samsteypum betur að leysa þær upp, selja einingarnar, sem áður höfðu verið keyptar og skila hluthöfunum peningunum með einum eða öðrum hætti. Nú tóku menn til hendi við að leysa fyrirtækja- samsteypurnar upp oft með góðum árangri en að því kom að þessar aðgerðir fóru úr böndum. Hin- ir nýju fjármálasérfræðingar gengu svo langt að þeir eyðilögðu fyrirtækin, skildu þau eftir í rúst og starfsfólkið í sárum en gengu sjálfir á brott með ofsagróða. Um þetta voru skrifaðar merki- legar bækur í Bandaríkjunum á níunda áratugn- um, bækur á borð við „A den of thieves“ og „Barbarians at the Gate“ svo að tvær séu nefndar sem vöktu mikla athygli á sínum tíma. Þróun Eimskipafélagsins á undanförnum ára- tugum er í smárri mynd endurspeglun á þessari alþjóðlegu þróun. Þetta öfluga skipafélag með ALÞINGI OG FRAMKVÆMDAVALDIÐ Fyrir nokkrum dögum beindiSverrir Hermannsson, fyrr-verandi alþingismaður og ráð- herra, þeirri spurningu til Morgun- blaðsins efnislega á hvaða rökum blaðið byggði þá skoðun sína, að Al- þingi hefði á seinni árum heldur náð að jafna metin á milli sín og fram- kvæmdavaldsins miðað við það, sem áður var en Sverrir Hermannsson hefur lýst andstæðum sjónarmiðum. Þeir sem þekktu til starfa Alþingis á þeim tíma, þegar Sverrir Her- mannsson var að hefja afskipti af stjórnmálum og bjóða sig fram til þings fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Austurlandi muna mæta vel, að nán- ast allt vald í landinu var í höndum framkvæmdavaldsins á þeim tíma eða öllu heldur hjá ráðherrum og forystu- mönnum stjórnmálaflokka og þingið var að mestu leyti eins konar stimpill á aðgerðir framkvæmdavaldsins. Starfsaðstaða þingmanna var nán- ast engin. Þeir höfðu hvorki skrif- stofur né nokkra aðstoð við að und- irbúa lagafrumvörp eða þingsályktunartillögur. Þeir gátu ekki leitað til nokkurs manns um gagnaöflun o.s.frv. Á sama tíma og það kerfi var tekið upp í utanríkis- ráðuneytinu, að starfsmenn þar hefðu nánast allir aðgang að þjónustu ritara var varla hægt að segja, að þingmenn gætu fengið ræðu vélritaða fyrir sig. Aðstöðumunur þingsins og fram- kvæmdavaldsins var sláandi og jafn- framt fáránlegur. Þingið, sem hafði fjárveitingavaldið í sínum höndum, virtist ekki hafa þrek til að tryggja sjálfu sér jafn góða vinnuaðstöðu og framkvæmdavaldið varð sér úti um með fjárveitingum frá þinginu. Þing- mennirnir sjálfir virtust líta svo á, að starf þeirra væri minna virði en emb- ættismanna í ráðuneytum Smátt og smátt varð viðhorfsbreyt- ing meðal þingmanna. Sverrir Her- mannsson var einn þeirra ungu þing- manna á þeim tíma, sem áttu þátt í þeim breyttu viðhorfum og skal við- urkennt að ekki voru allir sáttir við þau sjónarmið og töldu að þingmenn- irnir hefðu uppi of miklar kröfur fyrir sjálfa sig. Morgunblaðið hefur áður lýst þeirri skoðun, að Þorvaldur Garðar Kristjánsson, hafi sem forseti Al- þingis átt mikinn þátt í að undirstrika stöðu þingsins gagnvart fram- kvæmdavaldinu og að bæði Ólafur G. Einarsson og Halldór Blöndal hafi sem forsetar Alþingis haldið því starfi áfram. Sú var tíðin að staða forseta Al- þingis þótti ekki mikils virði nema í augum þeirra þingmanna, sem höfðu sterka tilfinningu fyrir sögu þingsins. Að ytri táknum var staða forseta Al- þingis ekki sambærileg við ráðherra- stöðu. Þetta hefur gjörbreytzt. Fyrir fjórum áratugum þurftu ráð- herrar og forystumenn stjórnmála- flokka ekki að hafa mikið fyrir því að segja þingmönnum fyrir verkum eins og Sverrir Hermannsson þekkir af fyrstu kynnum hans af þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Þeir þurfa að hafa meira fyrir því í dag. Þróunin hefur stefnt í rétta átt og á því byggjast þau sjónarmið, sem Morgunblaðið hefur sett fram. En þar með er ekki sagt að hún sé komin á endapunkt. Því fer víðs fjarri. Það gerist ekki fyrr en Alþingi hefur náð sömu stöðu gagnvart framkvæmda- valdinu og Bandaríkjaþing hefur gagnvart framkvæmdavaldinu þar í landi. Þeirri stöðu á Alþingi að geta náð. Hið stjórnskipulega vald Alþingis er mikið og eðlilegt og nauðsynlegt fyrir lýðræðið í landinu, að þingið beiti því valdi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.