Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 19
Jónas Hallgrímsson er í Miðdal 3. október 1840 „á leið að Bessastöð- um“. 11. júlí 1841 til 12 s.m. Fer um Seljadal til Þingvalla. „Bjóst alltaf sæmileg forþénusta hjá Ulstrup,“ segir Jónas í bréfi til Tómasar Sæ- mundssonar. Jónas virðist ekki hafa hitt Gísla Þorkelsson þótt hann hafi ritað virðingargerð Gísla 13 árum áð- ur; þegar hann var skrifari hjá Ulst- rup. Jónas yrkir ljóð til Ulstrups á af- mælisdegi hans. Steingrímur Jónsson heldur áfram frásögn sinni og skráir um Hjört og Júlíönu: „Felldu þau hugi saman og hvatti hún hann mjög til þess að hefja sjálfstæða vinnu í iðn- grein sinni. Hjörtur skýrði húsbænd- um sínum frá fyrirætlun sinni og fór frá þeim í fullri vinsemd, þegar leið undir árslokin 1894.“ Í leit minni að upplýsingum um Júlíönu dóttur Friðriks Gíslasonar og eiginkonu Hjartar Thordarson raffræðings kom mér til hugar að hafa tal af Finnboga Guðmundssyni fyrrum landsbókaverði. Ég kom ekki að tómum kofunum þar. Eftir skamma stund hringdi Finnbogi og greindi mér frá bók er hann hafði gefið út fyrir hartnær hálfri öld. Þar skráðu allmargir Vestur-Íslendingar minningar um foreldra sína. Bókin heitir „Foreldrar mínir“ og kom út árið 1956. Þar segir Sigurlína Back- man frá foreldrum sínum Ólafi G. Johnsen og Sigþrúði Guðbrandsdótt- ur. Ólafur var sonur séra Guðmund- ar Johnsen prests í Arnarbæli, en hann var frændi og nafni Ólafs John- son stórkaupmanns í Reykjavík. Grein Sigurlínu hefst á frásögn um Júlíönu konu Hjartar. Ég birti kafl- ann með leyfi Finnboga: Júlíana rifjar upp æskuminningu „Fyrir mörgum árum er ég var við hjúkrunarstörf í Chicagoborg var borin inn í stofu til mín öldruð kona sem slasast hafði á hnénu. Á meðan ég var að sinna henni komst ég að því að hún var íslensk og hét Júlíana Thordarson, kona Hjartar raf- magnsfræðings. Sagðist ég líka vera íslensk og glaðnaði þá yfir henni. Fórum við nú að skrafa mikið saman. Kemur að því að hún fer að rifja upp minningar að heiman. Lá hún með augun aftur og talaði eins og við sjálfa sig. „Það er eitt sem stendur svo glöggt í huga mínum,“ sagði hún, „síðan ég var á Íslandi. Það var seyt- ján ára gömul stúlka, svo ljómandi falleg, alveg nýgift og var á förum til Ameríku, hún grét svo sárt þegar hún kvaddi móður sína.“ Eftir stund- arkorn heldur hún áfram: „Hún hét Sigþrúður og móðir hennar hét Ást- ríður.“ „En hvað hét maður hennar?“ spurði ég. „Hann hét Ólafur, bráð- myndarlegur maður.“ „Ég þekkti þessi hjón,“ svaraði ég, „það eru for- eldra mínir.“ Heimilisvinir segja frá Valdimar Björnsson, sem varð fjármálaráðherra, segir frá Júlíönu og tilraunum hennar að siða syni sína. Segir hana ekki hafa haft erindi sem erfiði. Mönnum ber saman um að Júlíana hafi verið kjarkmikil og úrræðagóð en jafnframt skapföst og afskipta- söm. Ýmsir starfsmenn Hjartar höfðu horn í síðu hennar en aðrir lof- uðu hana. Tveir Íslendingar sem báðir eru að góðu kunnir störfuðu hjá Hirti á vinnustofum hans. Eirík- ur Hjartarson, rafvirki og ræktunar- maður í Laugardal, og Júlíus Pálsson símamaður voru lengi starfsmenn Hjartar. Hjörtur lét Júlíus njóta þess að hann útvegaði honum bók með því að skrifa Pétri Sigurðssyni háskólaritara, sem brá við skjótt og sendi bókina til Chicago. Júlíus Páls- son kom heim og starfaði hjá Lands- símanum. Vinsæll og vel látinn, prúð- ur og kurteis í framgöngu. Sören Sörensen orðabókarhöfund- ur og lærður læknir naut fyrir- greiðslu Hjartar. Réðst Sören til starfa í verksmiðju hans, en Hjörtur ráðlagði honum að leita sér mennt- unar og frama. Gaf honum 100 doll- ara og hvatti til náms. Hjörtur Thordarson var kjörinn heiðursdoktor Háskóla Íslands 1930 á Alþingishátíðarári. Hann gaf stórgjafir af rausn sinni og höfðings- skap. Hjörtur við útskorið skrifborð sitt. Gísli Þorkelsson gaf Xavier Marmier Landnámabók er hann var gestkom- andi í Miðdal sumarið 1836. Stephan G. Stephanson kallaði saurblöð bóka „millipils“. Höfundur er þulur. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2003 19 Hverafold 1-3 • Torgið • Grafarvogi • Sími 577 4949 Opnunartími: 11-18 mánudag-föstudags 12-16 laugardag Full búð að fallegum vörum Gallabuxur - bolir - peysur Mussur í stærðum 48-50 og 50-52 Dragtir - skór - veski
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.