Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ OFT veldur það mannifurðu hvernig atburðirsem vekja áhugamanns fá svör viðspurningum, sem á hugann leita eftir langan tíma, stundum áratugi. Bókasafn Marmiers Alllangt er nú liðið síðan greinar- höfundur fékk 6 mánaða orlof frá þularstarfi og hélt til Frakklands með góðu leyfi Vilhjálms Hjálmars- sonar menntamálaráðherra og Matt- híasar Mathiesen fjármálaráðherra. Erindið var að leita gagna um franskan vísindaleiðangur, sem kenndur var við lækninn Paul Gaim- ard. Eiginkona mín, Birna Jónsdótt- ir, var förunautur minn og félagi. Ég fer fljótt yfir sögu og nem fyrst stað- ar í Pontarlier. Það er heimabær Xaviers Marmier. Hann kom hingað til lands með Gaimard árið 1836. Marmier ritaði margt um Íslands- dvöl sína. Við nemum staðar við frá- sögn hans um heimsókn á bæ einn í grennd við Reykjavík. Hann nefnir ekki bæinn, né heldur bóndann sem veitir þeim félögum húsaskjól og beina, gefur Marmier gamlar bækur, dýrgripi og fylgir þeim félögum yfir straumvötn. Allt er látið í té án end- urgjalds. Þarna í bókasafninu í Pont- arlier sáum við bækurnar, sem Mar- mier hafði þegið að gjöf. Eftir heimkomuna fór ég að kynna mér hver gefandinn hefði verið. Marmier hafði sjálfur lýst för sinni til Þing- valla. Alexander Jóhannesson há- skólarektor þýddi frásögnina í bók- inni „Glöggt er gestsaugað“, sem Finnbogi Rútur Valdimarsson gaf út á vegum MFA á sínum tíma. Við lest- ur þeirrar frásagnar virtist augljóst að bóndinn sem var svona rausnar- legur hlaut að vera Gísli Þorkelsson, bóndi og smiður í Miðdal, rausnar- heimili því sem Guðmundur lista- maður og fjölmennur systkinahópur gerðu frægt löngu síðar. Ég fór nú að kynna mér feril Gísla og hér segir nánar frá honum. Smiðsefni í Oddasókn Á manntali 1801 er Gísli skráður á heimili foreldra sinna Norðurhjá- leigu í Oddasókn í Rangárvallasýslu. Faðir hans er Þorkell Gíslason bóndi 42 ára, móðir hans er Helga Jóns- dóttir, 41 árs. Börnin eru fimm tals- ins. Gísli er næstelstur, 5 ára gamall, þegar manntal er tekið af séra Gísla prófasti í Odda. Það má líklegast telja það hafa orðið Gísla Þorkelssyni til góðs að séra Steingrímur Jónsson vígðist til Odda árið 1811 og verður prófastur þar (í Rangárþingi) árið 1912. Þá er Gísli Þorkelsson um fermingaraldur. Fram kemur að Gísli nýtur verndar Steingríms og mun hafa notið til- sagnar hans. Má telja sennilegt að það sé fyrir áhrif prófastsins sem Gísli ræðst í utanför og lærir smíðar í Kaupmannahöfn. Svo mikið er víst að hann er orðinn svo vel að sér í handverki að hann er ráðinn til þess að meta húseignir eins helsta kaup- manns í Reykjavík, Westys Pet- ræusar í desembermánuði árið 1828. Steingrímur biskup Jónsson var hámenntaður og hneigður til rit- starfa og fræða. Hann var talinn einn hinn fróðasti allra landsmanna, jafnt á sögu sem ættvísi. Iðjumaður sí- starfandi og fræðandi. Hafði frábæra rithönd. Steingrímur kvæntist ekkju Hannesar Finnssonar biskups. Með henni eignaðist hann soninn Hannes Johnsen, kaupmann í Reykjavík, einn helsta söngmann og tónlistar- frömuð á sinni tíð. Það er athyglis- vert að frönsku vísindamennirnir Gaimard, Marmier og Mayer heim- sækja Steingrím biskup í Laugarnes og færa honum gjafir, m.a. spiladós sem leikur vinsæl lög svo vinnufólkið í Laugarnesi dillar sér eftir hljóðfall- inu, en Gísli Þorkelsson, skjólstæð- ingur Steingríms biskups og nem- andi hans í Odda, fær enga gjöf, en lætur sjálfur af hendi dýrgripi, Landnámu og Hólabiblíu. Og sökum þess að hann gaf Marmier bækurnar þá ályktar hann svo: Ég þarf ekki að borga honum fylgd yfir straumvötn fyrst hann gaf mér bækurnar. Gísla Þorkelssonar er getið í skjali sem varðveitt er í skjalasafni Reykjavíkur. Það er með rithönd Jónasar Hallgrímssonar, sem þá er skrifari hjá Ulstrup, sem er bæjar- fógeti í Reykjavík þegar skjalið er skráð á skrifstofu embættisins 2. desember 1828. Hér er um að ræða virðingu á húsum Petræusar kaup- manns í Hafnarstræti. Efni skjalsins er birt í ritverkinu Kaupstaður í hálfa öld, sem er Safn til sögu Reykjavíkur gefið út af Reykjavík- urborg og Sögufélaginu. Páll Líndal, Lárus Sigurbjörnsson, Björn Þor- steinsson, Einar Bjarnason og Magnús Már Lárusson voru í for- svari, en Lýður Björnsson vann að útgáfu ritsins. Gísli Þorkelsson smiður og Einar Helgason matsmaður og kjörborgari undirrita matsgerð á húsum Pet- ræusar. Dagsetning þeirra er skráð 2. desember 1828. Húsin sem þeir meta eru fjögur talsins. Marmier í Mosfellssveit Bókmenntafræðingurinn Xavier Marmier, sem ferðaðist með franska lækninum og leiðangursstjóranum Paul Gaimard skráði margt um ferð- ir leiðangursmanna um Ísland þvert og endilangt. Sjálfur fór hann þó ekki nema um landið sunnanvert. Frásagnir hans eru áhugaverðar, en einn er þó galli, sem torveldar skiln- ing á skrifum bókmenntafræðings- ins. Hann nefnir ekki nöfn gestgjafa sinna nema í fáum tilfellum. Þegar hann staldrar við á leið þeirra félaga til Þingvalla og er vel fagnað í Miðdal þá nefnir hann ekki gestgjafa sinn og velgerðarmann, Gísla Þorkelsson bónda og smið. Það var ekki fyrr en löngu eftir að greinarhöfundur las frásögn Marmiers í þýðingu dr. Al- exanders Jóhannessonar að ljóst var við hvern frásögnin átti. Frásögn Xavier Marmier er eftirfarandi: „Hvort sem við komum inn í hús verkamanns eða ríks borgara, rétti Íslendingurinn okkur vinsamlega hönd sína og bauð til stofu, en hús- freyjan flýtti sér að bjóða okkur allt það bezta, er hún átti. Í nokkurra mílna fjarlægð heimsóttum við bóndabæ einn. Við hliðina á dvalar- herbergi bónda sýndi hann okkur annað herbergi með fjórum rúmum, er ætluð eru ferðamönnum, er leita oft gistingar á vetrum, en nálægt eld- húsinu er smiðja, þar sem bóndinn hefur margsinnis ókeypis járnað hesta gestkomandi manna. Er bóndinn hafði veitt okkur mjólk og kaffi, sté hann á bak hesti sínum og fylgdi okkur yfir grýttar heiðar og reið fyrstur út í ólgandi fljót og hélt í taumana á hestum okk- ar, svo að okkur hlekktist ekki á. Þegar hann skildi við okkur eftir fjögurra tíma reið, gættum við þess að bjóða honum enga borgun, því að meðan við vorum heima hjá honum, hafði ég látið í ljós þá ósk að kaupa Hólaútgáfu af biblíunni og útgáfu eina af Landnámabók, er ég sá í bókasafni hans, og vildi hann þá gefa mér þessar bækur, en enga borgun þiggja. Í Reykjavík hef ég orðið hins sama var. Íslendingar elska útlend- inga. Þeir eru upp með sér af því, ef menn heimsækja þá úr fjarlægum löndum. En auk þess höfðu þeir góð- ar endurminningar um herra Gaim- ard og félaga hans, er höfðu verið þar árinu áður. Við komum líka með ýmsa þarflega gripi, er þeir höfðu enn ekki lært að nota.“ Ung stúlka á Eyrarbakka Á Eyrarbakka var unglingsstúlka 16 vetra að aldri er hún horfði á eftir Vesturförunum. Hún hreifst mjög af áræði þeirra og sá förina í ævintýra- legum ljóma. Beið hún forvitin eftir fregnum af þeim. Stúlkan hét Júlíana Friðriksdóttir, barnakennara á Eyr- arbakka. Kemur hún síðar við sögu. Júlíana giftist Hirti Þórðarsyni, sem verið hafði yfirmaður á viðgerð- arverkstæði Edisonfélagsins frá því seint á árinu 1892 til ársloka 1894. 31. desember kvæntist Hjörtur Júlíönu Friðriksdóttur. Hjörtur var 27 ára en Júlíana fertug, eða 13 árum eldri. Í bók sem Steingrímur Jónsson raf- magnsstjóri ritaði um æviferil hug- vitsmannsins Hjartar Þórðarsonar segir frá Júlíönu og tengslum hennar við útflytjendur, Vesturfara, eins og þeir voru kallaðir, sem fluttust bú- ferlum héðan til Bandaríkjanna og Kanada. Steingrímur segir: „Fjórir Íslendingar lögðu af stað frá Eyrar- bakka til Vesturheims árið 1870. Þeir settust að á Washingtoneyju, sem er norðarlega í Washingtonvatni, hinu syðsta í stóra vatnaklasanum í Norð- ur-Ameríku. Er eyjan í Wisconsríki, skammt undan vesturströnd vatns- ins. Talið var mjög fiskisælt í vatninu á þeim tíma og hugðust sumir Eyr- bekkinganna stunda þar fiskveiðar, eins og þeir höfðu gert á Eyrar- bakka. Þessi för þótti þó hin mesta glæfraför.“ Saumakona og hugvitsmaður Í bók Steingríms rafmagnsstjóra, sem fyrr var getið nefnir hann með hvaða hætti þau kynntust. Hjörtur og Júlíana, sem þá var kölluð Miss Gilson. Hjörtur ætlaði að stofna eigin atvinnurekstur, gerast sjálfstæður og opna eigið verkstæði. „Hann komst á þessum árum í kynni við stúlku af íslenskum ættum, Miss Gil- son, sem rak saumastofu í borginni Chicago. En Miss Gilson var reyndar unga stúlkan sem fyrr var getið, Júl- íana Friðriksdóttir frá Eyrarbakka, er tekið hafði sér nafn afa síns Gísla er vestur kom.“ (Hér finnst grein- arhöfundi tímabært að þakka Júl- íönu fyrir þann heiður sem hún sýnir afa sínum, sem hvorki er nafngreind- ur af Xavier Marmier, sem gaf hon- um Hólabiblíu og Landnámabók, né af Jónasi Hallgrímssyni sem ríður um garð hjá honum 1841 og hafði þó skráð með eigin hendi virðingargerð og úttekt Gísla á húsum Petræusar þegar hann var skrifari hjá Ulstrup 13 árum áður.) Góð og gagnkvæm vinátta virðist hafa verið milli Jónasar Hallgríms- sonar og yfirboðara hans Ulstrup bæjarfógeta. Jónas yrkir afmælis- ljóð til Ulstrups og fógetinn skrifar einkar lofsamleg ummæli í með- mælabréfi sem Jónas fær við starfs- lok. Svo kært hefir verið með þeim að Jónas býr í húsi því sem Ulstrup hef- ir tekið á leigu hjá Westy Petræus kaupmanni, en hjá honum hafði Gísli Þorkelsson unnið að virðingu og mati sem Jónas Hallgrímsson ritaði eigin hendi eins og getið var. Jónasi var létt að yrkja, einnig á dönsku. Hann stuðlar einnig þann kveðskap. Nokkurrar afbrýði virðist gæta hjá Jónasi í garð danskra kaup- manna ef marka má ýmsan kveðskap um þá og ýmsa aðra útlendinga eins og t.d. Xavier Marmier, þann sem átti soninn Svein með Fríðu frammi- stöðustúlku í Klúbbnum: „Íslendingurinn ætla ég sé illa fær til að drífa Handel, þó sumir heiti Savier, sumir Höjgaard, Herman, Peer og Wandel.“ Afkomendur Gísla Þorkelssonar bónda í Miðdal: Júlíana sonardóttir hans, kona Hjartar hugvitsmanns Þórðarsonar, nær níræð að aldri. Synir Júlíönu og Hjart- ar, Dúi og Tryggvi. Miðdalur. Franski vísindamaðurinn Paul Gaimard fór hér um með leiðangur sinn sumarið 1836. Gísli Þorkelsson, sigldur Rangæingur, skjólstæðingur Steingríms biskups, bjó hér þá. Marmier, bókmenntafræðingur var einn leiðangursmanna. Hann handlék Landnámu og Hólabiblíu. Gísli veitti því athygli og gaf honum bækurnar. Þær eru nú í bókasafni Marmiers í Pontarlier í Júralfjöllum. Jónas Hallgrímsson var hér á ferð 5 árum síðar, 1841. Xavier Marmier ferðaðist um Ísland sumarið 1836. Hann eignaðist son, Svein Xavier, með Málfríði frammi- stöðustúlku í Klúbbnum. Síðar trúlof- aðist hann dóttur danska skáldsins Oehlenschläger, en brá við hana heit- orði. Fjöldi íslenskra bóka er í safni hans. Frá Miðdal til Chicago Í safni Xaviers Marmier í heimabæ hans Pontarlier. Prófessor Charles-Albert Reichen skoðar bók sem Gísli Þorkelsson, bóndi og smiður í Miðdal, gaf Marmier á ferð hans til Þingvalla árið 1836. Frakklandsferð fyrir alllöngu varð Pétri Péturs- syni tilefni til að kynna sér betur ævi og störf Gísla Þorkelssonar bónda og smiðs í Miðdal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.