Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Árleg ferðamálastefna Íslands á Mývatni Markaðssetn- ing Íslands ÁRLEG ferðamála-stefna Ferðamála-ráðs Íslands verð- ur haldin í 33. sinn dagana 16. og 17. október næst- komandi í Skjólbrekku í Mývatnssveit. Meginþema er að þessu sinni markaðssetning Ís- lands, breyttar áherslur. Elías Bj. Gíslason, for stöðumaður upplýsinga- og þróunarsviðs hjá Ferðamálaráði Íslands, segir að í fyrra hafi verið farin ný leið við markaðs- setningu Íslands. „Ferðaþjónustufyrir- tækjum var boðið að bjóða í fjármagnið sem stofnunin hafði til ráðstöfunar sem voru 202 milljónir fyrir markaðssetningu erlendis. Þetta eru meiri fjármunir en áður hefur verið varið til mark- aðs- og kynningarmála í ferða- þjónustu á vegum stjórnvalda á einu ári.“ – Hvernig var staðið að þessu útboði? „Aðilum var boðið að ganga til samstarfs við Ferðamálaráð Ís- lands í markaðs- og kynningar- málum, innanlands og erlendis og var grundvöllur samstarfsins m.a. að framlag samstarfsaðila yrði a.m.k. jafnt framlagi Ferðamála- ráðs til umræddra verkefna. Fjár- munirnir skiptust á fjögur mark- aðssvæði og á hverju svæði voru til ráðstöfunar annars vegar 40 milljónir króna þar sem lág- marksframlag til hvers verkefnis var 20 milljónir króna og hins vegar var hægt að sækja um framlag í nokkur minni verkefni þar sem lágmarksframlag hvers samstarfsaðila var 1 milljón króna. Til minni verkefnanna voru samtals 8 til 18 milljónir króna til ráðstöfunar á hverju svæði. Alls bárust 146 umsóknir innan auglýsts frests.“ – Verður þessi háttur hafður á framvegis við að útdeila fjár- magni til markaðssetningar? „Það á eftir að koma í ljós, en Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálaráðs, verður með framsögu á ráðstefn- unni um hvernig til hefur tekist, þá verða pallborðsumræður um efnið og þá í framhaldi af því al- mennar umræður.“ – Hvaðan fenguð þið hugmynd- ina að útboðinu? „Þessi leið var fyrst reynd á innanlandsmarkaði í fyrrahaust og hún gaf góða raun svo í fram- haldi var ákveðið að fara sömu leið með fjármagn fyrir markaðs- setningu erlendis.“ – Hverjir sækja ferðamála- stefnuna? „Aðilar úr ferðaþjónustu alls staðar af landinu og í einkageir- anum, frá sveitarfélögunum og hinu opinbera. Lengi vel var þetta eini vettvangurinn þar sem aðilar í ferðaþjónustu hittust og gátu skipst á skoðunum. Það hefur þó breyst mikið með tilkomu SAF Samtaka Ferðaþjón- ustunnar, Ferðamála- samtaka Íslands og landshlutasamtaka.“ – Hefur mikið áunn- ist í markaðssetningu landsins undanfarið? „Það má segja að í seinni tíð hafi mikið verið lagt uppúr að lengja ferðamannatímabilið og sú vinna er að skila sér. Gistinnátta- tölur hjá Hagstofu Íslands sýna að gistinóttum utan háannatíma hefur fjölgað. Hins vegar hefur ekki tekist sem skyldi að dreifa ferðamönnum yfir landið á þessu tímabili. Þeir halda sig aðallega á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesj- um, Suðurlandi og í auknum mæli á Vesturlandi.“ – Er næg afþreying í boði á vorin og haustin? „Það er mjög misjafnt hvernig svæði taka á þeim málum og sum- ir eru ekki í stakk búnir til að taka á móti ferðamönnum nema á sumrin. Gott dæmi um hvernig verið er að markaðssetja afþrey- ingu á haustin eru fjár- og stóð- réttirnar sem aldrei hafa verið eins vel sóttar og undanfarin ár.“ – Nú eru margir farnir að skipuleggja ferðir sínar sjálfir á Netinu og vefsíður skipta miklu máli í markaðssetningu. Standa Íslendingar vel að vígi á þeim vettvangi? „Íslendingar hafa sem betur fer verið fljótir að tileinka sér ágæti Netsins og íslensk ferðaþjónustu- fyrirtæki hafa mörg hver komið sér upp ágætis heimasíðum. Þá er ótalinn töluverður fjöldi af síðum þar sem ákveðin landssvæði eru kynnt og eins hefur Ferðamála- ráð verið með öfluga og mikið sótta vefi. En það er með þessa þjónustu eins og aðra að þarna eru aðilar að standa sig misvel og mættu margir vera betur vakandi yfir þeim upplýsingum sem þeir eru að birta á sínum síðum og uppfæra þær oftar. Kannanir Ferðamálaráðs sýna að þessi þáttur er að verða æ mikilvægari og nú er svo komið að um helm- ingur þeir erlendu ferðamanna sem sækja okkur heim leitar sér upplýsinga á Netinu. Þannig að, já, við teljum að við stönd- um okkur nokkuð vel, sérstaklega hvað varð- ar upplýsinga- og kynningarþátt- inn. Miklir fjármunir hafa verið settir í bókunarsíður á Netinu og þeir fjármunir hafa kannski ekki skilað þeim árangri sem ætlast var til í upphafi. Það er hins vegar áleitin spurning hvort ekki sé kominn tími til að sættast á eina sterka og öfluga bókunarsíðu í stað þess að margir séu að vasast í þessu hver í sínu horni.“ Elías Bj. Gíslason  Elías Bj. Gíslason er fæddur árið 1962 í Borgarnesi. Hann út- skrifaðist árið 1988 með As- gráðu í viðskiptafræði frá Webb- er College í Bandaríkjunum, með Bs-gráðu í hótelstjórnun frá sama skóla árið 1990 og með MBA-gráðu frá Florida Institute of Technology árið 1993. Elías hefur í rúma tvo áratugi starfað við ferðaþjónustu bæði hér heima og erlendis. Hann starfar nú sem forstöðumaður upplýs- inga- og þróunarsviðs hjá Ferða- málaráði Íslands. Elías er kvænt- ur Höllu Margréti Tryggva- dóttur og eiga þau tvo syni. Helmingur leitar upplýs- inga á Netinu FJÓRÐUNGUR ferðamanna sem fóru í hvalaskoðunarferð á vegum þriggja fyrirtækja í fyrrasumar hefði ekki komið hingað til lands væru hvalveiðar stundaðar við Ís- land, en 75% þeirra kváðu slíkt ekki skipta sig máli. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem Ferðamálasetur Ís- lands og Rannsóknastofnun Háskól- ans á Akureyri kynntu í gær en hún fjallaði um hvalaskoðun, hvalveiðar og og ferðamennsku. Könnunin var gerð í júlí árið 2002 og náði íslenskra og útlendra ferðamanna sem voru í hvalaskoðunarferð hjá þremur fyr- irtækjum, Hvalstöðinni, Norðursigl- ingu og Sæferðum. Alls svöruðu 1.143 ferðamenn spurningalista sem fyrir þá var lagður í upphafi ferðar, en þeir Daníel Guðmundsson og Arnar Guðmundsson höfðu frum- kvæði að rannsókninni. Hjördís Sig- ursteinsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknastofnun, vann úr niður- stöðum og kynnti þær helstu í gær. Ítarlega skýrsla um rannsóknina kemur út í næstu viku. Hjördís sagði mikilvægt að athuga að könnunin var gerð áður en Íslendingar hófu að stunda hvalveiðar sem var nú síð- sumars. Hún sagði mjög mikilvægt að svipuð könnun yrði gerð næsta sumar, 2004 til samanburðar. Tveir þriðju vissu af banni Þátttakendur voru spurðir hvort þeir hefðu komið til Íslands ef hér væru stundaðar hvalveiðar. Niður- staðan er sú að 75% þeirra svöruðu já en 25% svöruðu því til að þeir hefðu ekki komið ef svo væri. Þá voru ferðamennirnir spurðir hvort þeir hefðu farið í hvalaskoðunarferð ef hvalveiðar væru stundaðar á Ís- landi og í ljós kom að 56% þeirra kváðu svo vera. Tveir af hverjum þremur vissu af því að hvalveiðibann var í gildi þegar könnunin var gerð í fyrrasumar. Sama hlutfall var uppi á teningnum þegar spurt var hvort fólk áliti að hægt væri að veiða ákveðnar hvala- tegundir án þá að stofna þeim í hættu. Þá kom einnig fram í könn- uninni að 80% svarenda sögðust styðja aðgerðir gegn þjóðum sem veiða hvali. Töldu nálægð við náttúruna skipa mestu máli Þá kom einnig fram að flestir töldu að nálægð við náttúruna skipti mestu máli varðandi hvalaskoðunarferðir, en yfir 90% svara var á þá lund. Fast á hæla þess kom svo að fjöldi hvala sem sæist í ferðinni skipti einn- ig miklu máli. Flestir þeir sem fara í hvalaskoðunarferðir hafa tekið þá ákvörðun áður en komið er til Ís- lands, eða 63% og langflestir hafa fengið upplýsingar um slíkar ferðir hjá ferðaskrifstofum eða í ferða- bæklingum. Sárafáir sögðust hafa fengið upp- lýsingar um ferðirnar á Netinu og kom það nokkuð á óvart. Ríflega helmingur þátttakenda bókaði ferð sína beint frá hvalaskoðunarfyrir- tækinu. Rannsókn meðal ferðamanna um hvalaskoðun og veiðar Um 75% töldu hval- veiðar ekki skipta máli Akureyri. Morgunblaðið. SÝSLUMANNINUM í Reykjavík var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær gert að setja lögbann á innflutning AcoTæknivals á Appletölvum frá Bandaríkjunum. Hróbjartur Jónatansson, lögmað- ur Apple Computer International, sagði að úrskurður héraðsdóms væri í raun stórfrétt því þetta væri í fyrsta sinn sem reyndi á svonefnda tæmingarreglu á Íslandi, þ.e. hve- nær vörumerkjarétthafinn hafi tæmt rétt sinn til að hafa áhrif á meðferð vöru sinnar. „Á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) gildir sú regla, samkvæmt úrlausn Evrópu- dómstólsins, að vörumerkjarétthaf- inn ræður með hvaða hætti og hve- nær vara hans fer á markað á svæðinu. Þegar hún er einu sinni komin á markað á EES-svæðinu má hún ferðast frjálst um svæðið,“ sagði Hróbjartur. Forsaga málsins er sú að Apple Computer International vildi ekki una því að Aco-Tæknival flytti inn Apple-vörur frá Bandaríkjunum, inn á Evrópska efnahagssvæðið, enda væru þær vörur eingöngu ætlaðar til sölu í Bandaríkjunum. Apple fór fram á lögbann á innflutninginn við sýslumann sem hafnaði því en þá ákvörðun kærði Apple til héraðs- dóms. Lögbann sett með dómi á innflutning Apple-tölva NORRÆNA frímerkjasýningin, Nordia 03, verður haldin á Kjarvals- stöðum í október. Sýning sem þessi er haldin árlega og til skiptis á Norð- urlöndunum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er verndari sýningarinnar en þrátt fyrir að þetta sé ekki stærsta frímerkjasýning sem hefur verið haldin hér á landi má ætla að úrvalið á góðu sýningarefni hafi sjaldan eða aldrei verið betra. Sýningin hefst þann 16. október næstkomandi og verður opin fram til 19. október Norræn frímerkja- sýning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.