Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Í GRÁMA vetrardaga er ekki amalegt aðgeta hresst upp á útlit sitt með því aðfá fallegan brúnan lit á kroppinn, eðli-legan brúnan lit í andlitið, rauðar varir,bláa skugga yfir augun, dökkar auga-
brúnir og þannig mætti telja. Þetta hefur
lengi verið hægt með ótal gerðum af ým-
iskonar lit en nú er að ryðja sér til rúm aðferð
til þess að gera þetta allt með tækni sem
nokkuð lengi hefur verið notuð í kvikmyndum
í Hollywood af kvikmyndastjörnum sem eiga
allt sitt undir að líta sem allra best út. Nú
þarf fólk sem sagt ekki að vera frægt og ríkt
til að geta látið úða sig í ýmsum litum.
Bergþóra Þórsdóttir, hárgreiðslumeistari
og förðunarfræðingur, er nýlega komin heim
frá Los Angeles þar sem hún lærði svokallaða
Airbrush Dinair-aðferð, sem Hollywood-
stjörnurnar eru nákunnugar, og notuð verður
á alla sem þess óska á förðunarstofu Berg-
þóru og Sólveigar Birnu Gísladóttur í Space í
Smáralind.
Skipta má notkunarmöguleikum í fjóra þætti
„Aðferðin er þannig að í stað venjulegrar
förðunar með svömpum og penslum er notað
tæki sem er eins konar loftbyssa sem úr kem-
ur mjög fíngerður úði sem bæði má nota til að
farða fólk og einnig til að lita líkaman brún-
an,“ segir Bergþóra eða Begga eins og hún er
oftast kölluð.
„Hægt er að úða með byssunni meiki,
augnabrúnalit, kinnalit, augnskuggum og
varalit en síður maskara á
augnahár og
varalitablýants-
strikum.
Í stórum
dráttum má
skipta notk-
unarmöguleik-
unum í fjóra
þætti. Í fyrsta
lagi má nota loft-
byssuna í alla al-
menna förðun, í öðru
lagi er hægt að úða lit-
unarefni á líkama og and-
lit sem dugar í tíu daga.
Vökvinn sem úðað er með
örvar eigin húðfrumur
fólks til þess að mynda brúnan húðlit. Í þriðja
lagi má gera með þessari aðferð húðflúr sem
þó hverfur eftir fáeina daga og loks síðast en
ekki síst er þessi aðferð góð til þess að hylja
lýti eins og valbrá, brunasár, ör, roða í húð og
húðflúr sem er fast í húðinni.“
– Hvers vegna hefur þessi aðferð verið
svona vinsæl hjá leikurum í kvikmyndum?
„Vegna þess að áferðin sem kemur á húð-
ina er miklu fallegri en sú sem næst með
venjulegum aðferðum. Fólk verður beinlínis
eins og postulín í framan eftir að það hefur
verið úðað með ýmsum litum með þessari að-
ferð. Einnig tekur förðun með þessum hætti
mun styttri tíma en förðun með gamaldags
hætti. Loks er mikilvægt fyrir suma að sá
sem farðar þarf aldrei að snerta viðskiptavin
sinn. Það er því minni smithætta með þessari
aðferð þar sem engir svampar eða penslar,
litir eða stifti eru notuð beint á andlit og sá
sem farðar er í hæfilegri fjarlægð frá við-
skiptavininum. Síðst en ekki síst kemur svona
förðun afar vel út á myndum og hefur því ver-
ið æ meira notuð í allri sjónvarps- og kvik-
myndaförðun. Sem dæmi má nefna að allir
sem leika í Friends-þáttunum eru farðaðir
með þessum hætti, líka þeir sem sem leika í
The Practice, Will og Grace, Boston Public og
Star Trek, svo eitthvað sé nefnt.
Ef nefna á nöfn fólks sem notar þessa förð-
unaraðferð má nefna Jay Leno, Jennifer An-
iston, Jennifer Lopez, Hallie Barry, Cate
Blanchett Cameron Diaz, Leonardo DiCaprio
og Catherine Zeta-Jones, sem var í hópi
þeirra sem notuðu þessa aðferð allra fyrst,
Brad Pitt, Bill Clinton, George Bush og
Anold Schwarzenegger, svo örfáir séu taldir.“
Jafnt náttúruleg förðun sem „glamúr“
- Er hægt að farða alla svona?
„Já, þetta er fyrir alla, hvort sem um er að
ræða náttúrlega förðun fyrir fólk sem t.d. er
að fara í afmæli eða á vinnufund upp í algjört
„glamúr“ eins og fyrir brúðkaup, árshátíðir
og þess konar. Förðun dragdrottninga hefur
verið mjög í umfjöllun í fjölmiðlum hér á
landi að undanförnu, þess má geta að við Sól-
veig sáum um að farða Skjöld sem krýndi arf-
taka sinn sem dragdrottningu fyrir nokkru.“
– Er dýrt að láta farða sig á þennan hátt og
tekur það langan tíma?
„Það kostar frá 2.500 krónum upp í 5.000
krónur að farða á þennan hátt, eftir því hve
mikið er borið í förðunina. Fólk velur sér liti
til að láta farða sig með. Airbrush Dinair er
til í nær óteljandi litbrigðum og einnig er
hægt að blanda liti sérstaklega til þess t.d. að
falla vel að einhverjum sérstökum lit á fatnaði
sem viðkomandi ætlar að vera í. Það tekur
sem fyrr sagði mun styttri tíma að fara í
svona förðun heldur en láta farða sig á venju-
legan hátt.“
– Hvernig fer það fram að láta úða sig
brúnan á líkam-
ann?
„Fólk fer í
sturtu og fær
sérstakan ein-
nota hanska til
að skrúbba húð
sína með, svo fær
það pappírsund-
irföt og inniskó,
einnota. Síðan fer
það í sérstakan slopp og velur með okkur
þann lit sem úða á með. Svo úðum við með
loftbyssunni líkamann – það tekur um fimm-
tán mínútur, líkami og andlit. Liturinn nær
hámarks virkni á fimm tímum. Eftir það má
fara í sturtu en liturinn heldur áfram að virka
í 24 tíma og endist í allt að tíu daga.“
– Er þetta hættulaus aðferð bæði í förðun
og til að fá brúnan lit á sig?
„Já, þetta er algjörlega hættulaust, marg-
ofnæmisprófað. Þessi „brúnkulitur“ er við-
urkenndur af húðsjúkdómalæknum enda er
um að ræða vökva sem örvar eigin húðfrumur
fólks eins og fyrr kom fram.“
– Er þetta heppileg aðferð til að hylja lýti?
„Já, hún hylur mjög vel en það tekur
stundum dálítinn tíma að finna út réttan lit.
Ekki síst hefur þetta reynst vel á valbrá,
bruna og öldrunarbletti á húð. Fyrir þá sem
þurfa að hylja lýti að staðaldri er heppilegt að
kaupa svona tæki og læra að nota þau. Til
stendur að flytja þessi tæki inn og selja þau
og þegar fram í sækir munum við opna skóla
til að kenna meðferð þeirra.“
Begga og Solla hafa báðar unnið við leikhús
og sjónvarp í hárgreiðslu og förðun. Einnig
hafa þær farðað fólk fyrir myndatökur.
„Við förðum t.d. alla með þessari aðferð í
sýningunni Motown sem nú verið að sýna á
Broadway,“ segir Begga. En hvernig skyldi
hún hafa komist í kynni við Airbrush Dinair?
„Solla vinkona mín og samstarfskona hefur
verið í förðunarskólum víða um heim. Hún
var í Joe Blasco-skólanum í Orlando og þar
kynntist hún Airbrush-tækninni og lærði að
nota hana í líkamsförðun. Við fórum að leita
frekari upplýsinga á Netinu og fundum í
gegnum Ellisons Academy námskeið þar sem
Airbrush Dinair var kennt. Ég fór til Los
Angeles á eitt svona námskeið og stuttu síðar
fórum við báðar út til að læra þetta betur. Nú
erum við senn á leiðinni út í þriðja sinn til að
öðlast kennararéttindi í þessari aðferð.“
Aðferð kvikmyndastjarnanna!
Airbrush Dinair-
tækið lítur út eins
og „loftbyssa“.
Leikkonan Catherine Zeta-Jones vill ekki nota
neina förðun nema Airbrush Dinair.
Náttúruleg förðun tekur
stuttan tíma.
Skjöldur eftir að Begga og Solla förðuðu hann með Airbrush Dinair-aðferðinni.
Konan sem fór í lýtaaðgerðina eftir að hafa ver-
ið förðuð með Airbrush Dinair-aðferðinni.
Kona sem fór í mikla lýtaaðgerð fyrir förðun,
bólgur og stórir marblettir eru vel sjáanlegir.
Efnið sem úðað er á líkamann örvar húðfrum-
urnar til að mynda brúnan lit.
Morgunblaðið/Ásdís
Nýir möguleikar í förðun. F.v. Sólveig Birna Gísladóttir og Bergþóra Þórsdóttir.
gudrung@mbl.is
Nú getum við öll hér á Íslandi litið
út eins og kvikmyndastjörnur í
Hollywood – í það minnsta er förð-
unaraðferðin sem þær nota komin
hingað. Bergþóra Þórsdóttir hefur
numið þessa aðferð í Los Angeles
og segir hér Guðrúnu Guðlaugs-
dóttur frá henni.