Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 24
LISTIR 24 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ LISTMUNAUPPBOÐ verður haldið í kvöld kl. 19.00 á Hótel Sögu, Súlnasal. Verið velkomin að skoða verkin í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14-16, í dag kl. 12.00-17.00. Boðin verða upp um 160 verk, þar á meðal fjöldi verka gömlu meistaranna. Hægt er að nálgast uppboðsskrána á netinu: www.myndlist.is Rauðarárstígur 14-16, sími 551 0400.Þorvaldur Skúlason * Koffín Eykur orku og fitubrennslu. * Hýdroxísítrussýra Minnkar framleiðslu fitu. * Sítrusárantíum Breytir fitu í orku. * Króm pikkólínat Jafnar blóðsykur og minnkar nart. * Eplapektín Minnkar lyst. * L-Carnitine Gengur á fituforða. BYLTING Í FITUBRENNSLU! - ÖFLUGAR BRENNSLUTÖFLUR Perfect bu rner töflu r 90 stk. Hagkvæm ustu kaup in! Söluaðilar: Hagkaupsverslanir, Heilsuhúsið, Hreysti, Lyfjuverslanir og helstu líkamsræktarstöðvar. Perfect burner er því lausnin á því að tapa þyngd á árangursríkan, skynsaman og endingagóðan hátt. Þ AÐ er merkilegt að skoða blaða- og tímaritsdóma um yf- irstandandi Tvíæring í Feneyjum, en flest- ir eru þeir neikvæðir svo vægt sé til orða tekið. Klaus Biesenbach, sýning- arstjóri hjá P.S.1 í New York, og listrænn stjórnandi Kunst-Werke í Berlín telur að heildin hafi verið svo slök að hún hafi meir að segja dregið niður þá góðu list sem finna má á svæðinu. Enginn tekur þó eins djúpt í árinni og Kim Levin hjá New York-blaðinu Village Voice, sem kallar við- burðinn „al- gjöra hörm- ung“ og „ósamstæðan hrærigraut“. Hann segir að fyrstu dagana hafi gagn- rýnendur reynt að bera blak af Francesco Bonami, aðalsýning- arstjóra þessa fimmtugasta Fen- eyjatvíærings, en á þriðja degi hafi þeim öllum verið lokið. Hversu göfug sem markmiðin voru telur Levin að þessi stærsti og umfangs- mesti Tvíæringur allra tíma hafi jafnframt verið sá losaralegasti. Vissulega er þetta ekki sterkasti Tvíæringur síðustu tíu ára, öðru nær. En hann er engan veginn eins afleitur og þeir Levin og Biesenbach vilja vera láta. Gagn- rýni þeirra á yfirstjórn aðalsýning- anna, einkum Bonami og helstu meðreiðarsveina hans á að vísu fyllilega rétt á sér. Í þeim hópi eru meðal annarra Hans Ulrich Obrist, Carlos Basualdo, Catherine David, Gabriel Orozco, Molly Nesbit, Daniel Birnbaum og Rikrit Tirav- anija, sem öll höfðu frjálsar hend- ur um að gera það sem þeim sýnd- ist í nafni yfirskriftarinnar, „Draumar og átök: Einræði áhorf- andans“. Ef til vill var það þar sem vand- ræðin hófust. Meðsýningarstjór- arnir ellefu – í þeim hópi eru margfrægir listamenn og sýningar- hönnuðir – létu reka á reiðanum í samræmi við þá undarlegu fullyrð- ingu Bonami að dagar hinna miklu þematísku sýninga væru senn tald- ir og þar með einnig dagar hinna áhrifamiklu sýningarstjóra. Nú væri runnin upp öld áhorfandans sem ætti að fá fullt frelsi til að sjá út úr hlutunum það sem hann kysi. Svo virðist sem þetta hafi ekki ver- ið annað en léleg afsökun komm- issars sem ekki náði utan um verk- efni sitt, því ef dagar sýningar- stjóranna eru taldir, hví tók Bonami og ellefu aðrir þá að sér að skipuleggja sýninguna? Bonami áleit að skipulegþemasýning undir sterkrihandleiðslu eins sýning-arstjóra næði ekki að lýsa margbreytileik þeirrar heims- myndar sem blasir við okkur í samtímanum, þar sem listmenning heimsálfanna fimm tekst á um at- hygli okkar sem aldrei fyrr. Hon- um fannst sem fjölbreytni heims- ins kæmist ekki til skila nema óreiðan fengi að leika lausum hala. Fátt lýsir betur misskilningi þessa víðfræga gagnrýnda en sú trú hans að óreiða í framsetningu verði best tryggð með lélegu skipulagi. Það er ámóta snjallt og það að ætla að hljóðfæraleikari sem leikur af fingrum fram geri það best með því að kasta til höndunum. En hafi Bonami ekki staðið und- ir nafni og dregið niður orðspor sumra meðreiðarsveina sinna – ekki síst þeirra Obrist, Molly Nesbit og Rikrit Tiravanija, sem lentu út í móa með á þriðja hundr- að þekktra listamanna sem þeim tókst engan veginn að höndla und- ir yfirskriftinni „Utopia Station“ eða „Sæluríkisstöð“ – tókst honum ekki að eyðileggja þennan tíma- mótatvíæring eins og þeir Levin og Biesenbach láta að liggja. Trú- lega er Tvíæringurinn í Feneyjum of viðamikil og gamalreynd stofn- un til að stöku slys nái að skekja undirstöður hennar svo nokkru nemi. Því ræður einnig sýn- ingafjöldinn undir regnhlífinni Tvíæringurinn í Feneyjum. Þótt ĺArsenale, eða Corderia della Tana – Donverska hamp- iðjan, þangað sem Feneyingar fluttu allan hamp til kaðlagerðar fyrir skipaflota sinn frá árósum Donar – sé 315 metra langt og 20 metra hátt pakkhús frá end- urreisnartímanum, með heilum 84 risasúlum, er þessi nær endalausi skáli, sem alltaf er verið að lengja, ekki nema einn hluti Tvíæringsins í Feneyjum. Hin áttskipta sýningin sem þar var að finna fær slæma útreið hjá gagnrýnendum. Á köfl- um gengur hún þó ágætlega upp, einkum þar sem hún er hvað óreiðukenndust og verkin – mörg hver rafræn, hljóðræn og skjá- bundin – æpa á athygli sýning- argesta. Vissulega skortir öll skörp skil milli sýningarhluta, en það er eins og vera ber ef lýsa skal iðandi og ólgandi heimsmenningarflæðinu eins og það blasir við okkur á nýj- um aldatug. Hvergi eru listaverkin eins yf- irþyrmandi og einmitt á mótum þeirra sýningarhluta sem þeir stjórna, kínverski gagnrýnandinn og sýningarstjórinn Hou Hanru – sýning hans kallast „Zone of Urg- ency“, eða „Bráðasvæðið“ – og argentínski listfræðingurinn og kommissarinn Carlos Basualdo, en sýning hans, „The Structure of Survival“ eða „Uppistaða björg- unar“, er óneitanlega allsvartsýn. Í miðju þessu kraðaki má vera að gestum og gagnrýnendum fallist hendur og þeir fari að sakna list- sýninga sem búi yfir meiri friði og ró, svona rétt eins og gerðist með- an listheimurinn var einskorðaður við hinn vestræna heim. En án allrar óreiðunnar sem asískar og suður-amerískar áherslur bera með sér væri sýningin heldur ekki sú mynd af heiminum sem henni er ætlað að vera. Sjálfsagt væri hún markvissari, en hætt er við að hana skorti um leið allt æv- intýralegt áræði. Reyndar er sjöundi hluti sýning- arinnar, „The Everyday Altered“, eða „Umskipti hins hversdags- lega“, sem mexíkanski listamað- urinn Gabriel Orozco stjórnar sá hreinlegasti og gott ef ekki besti. Þar er úthýst öllum tæknibrögð- um, sem og tvívíðum verkum og stólað alfarið á hversdagshluti í raunverulegu rými. Orozco heldur eins vel utan um sína temmilegu sex manna sýningu og Francesco Bonami, sjálfur yfirkommissar þessa viðamikla afmælistvíærings tekur skakkan pól í hæðina með málverkasýningu í Correr-safninu á Markúsartorginu, sem hann kall- ar „Málverk: Frá Rauschenberg til Murakami, 1964–2003“. Trúlega er þetta versta sýningin á öllum Tvíæringnum þetta árið og er þá mikið sagt. Sýninguna prýða fimmtíuverk eftir jafnmarga list-málara, alla heimsþekkta.En það dugar skammt að stilla saman einvalaliði málara þeg- ar aðeins eitt verk eftir hvern er látið duga. Útkoman er eins og forsendulaus salónsýning. Byrjað er á Róbert Rauschenberg (1925–) vegna þess að hann kom, sá og sigraði á Tvíæringnum 1964, og hlaut gullna ljónið fyrstur „ungra“ listamanna. Verk hans „Kite“, frá 1963, nær þó engan veginn að miðla eitt og sér þeirri áru sem stafaði af list hans um það leyti sem hann hreppti gullna ljónið, síst af öllu þar sem það er nú hulið gleri líkt og safngripurinn Móna Lísa. Engin skýring er gefin á vali listamanna eða verka, en í fæstum tilvikum er um mikilvæg tíma- mótaverk að ræða. Oft spyrja gest- ir sig hví þessi málari en ekki hinn varð fyrir valinu. Snöggtum betra hefði verið að velja tíu listamenn með fimm málverk hver, því engin rökræn skýring styður þetta breiða val. Fyrir vikið nær sýn- ingin engu flugi né neinum raun- verulegum tökum á gestum. Að- eins eitt verk dró að sér ómælda athygli, enda bar það af öðrum. Þetta var „Window Pane“, eða „Gluggarúða“, skoska listmálarans Peter Doig (1959– ), frá 1993. Þetta undursamlega verk nær að blása nýju og fersku lífi í hugtakið impressjónismi, og mátti heyra hrifningarandvarp frá áhorfendum. En eitt gott verk er of lítið fyrir fimmtíu verka sýningu og því hlýt- ur sýningarstjórinn Francesco Bonami einnig falleinkunn fyrir þetta framlag sitt til Tvíæringsins í Feneyjum. Misleitur Tvíæringur Málverk Peters Doigs, „Gluggarúða“, 1993, var eina málverkið á sýningu Bonamis, „Málverk frá 1964–2003“, sem dró að sér verðskuldaða athygli. „Cosmic Thing“, 2001, eftir Mexíkanann Damián Ortega, á sérsýningu landa hans Gabriels Orozco, þótti athyglisverð afbygging á ekta Volkswagen-bjöllu. AF LISTUM Eftir Halldór Björn Runólfsson halrun@ismennt.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.