Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 50
LÖGGUR þurfa líka á hjálp að halda eins og aðrir og þá hringja þær í S.W.A.T., ofurlögreglulið í Los Ang- eles, sem fær öll erfiðustu verkefnin. Samnefnd kvikmynd var frumsýnd um helgina en í henni leikur Mich- elle Rodriguez lögreglukonuna Chris Sanchez. Í upphafi mynd- arinnar kemur í ljós að hún er búin að sækja þrisvar sinnum um að kom- ast í S.W.A.T. en fær alltaf neitun vegna þess að hún er kona. Michelle segist geta hafa upplifað svipaða hluti en segir að bar- áttan sé á réttri leið. „Konur eru að standa upp og gera það sem þær vilja og ég er hluti af þeirri byltingu. Ég vil ekki gera lítið úr sjálfri mér og sleikja ein- hvern strák upp bara til þess að fá meira borgað fyrir kvikmyndaleik,“ segir Michelle, sem þegar samtalið átti sér stað var að kaupa nærföt í Los Angeles. Hörð í horn að taka Af Michelle fer það orðspor að hún sé hörð í horn að taka, að minnsta kosti í kvikmynda- hlutverkum sínum. „Julia Roberts hefur sitt yndislega bros, Gwyneth Paltrow getur grátið en ég er góð í að sparka í rassa,“ segir hún. S.W.A.T. er uppfull af has- aratriðum en Michelle gerir ekki mikið úr áreynslunni í kringum þau. „Þetta var allt í lagi. Ef eitthvað, þá leiddist mér frekar, því kvikmynda- leikur er svo öruggur. En við feng- um að skjóta einu sinni af alvöru byssum á æfingu. Það var mjög skemmtilegt. Ég vil meiri hasar.“ Mikil áhersla var lögð á að vinnu- brögð lögreglufólksins í myndinni væru raunveruleg. Lögreglumaður á eftirlaunum, Randy Walker, sem var í S.W.A.T. í sextán ár veitti leik- urunum ráðgjöf. Mich- elle segist aðspurð hafa lært mikið um starf lögreglumanns- ins við gerð mynd- arinnar. „Já, það er mjög leiðinlegt. Þetta snýst allt um aga. Þeir þurfa að bíða stundum klukkutímum saman þótt þeir hafi glæpamanninn í skot- færi. Ef lögreglumennirnir brjóta í bága við S.W.A.T.-tæknina eru þeir reknir. Reglurnar eru mjög strang- ar og mér leiðast reglur,“ segir hún en vill alls ekki gera lítið úr starfi þeirra. „En þessir lögreglumenn eru miklir fagmenn og setja sig í mikla hættu.“ Holdgervingur svalleikans Leikstjóri myndarinnar, Clark Johnson, er líka reyndur leikari og segir Michelle það mjög gott. „Það er auðveldara að vinna með honum því hann var leikari. Honum er ekki sama um hvað maður er að hugsa. Og það er mjög mikilvægt til að leik- urunum komi vel saman. Og okkur kom vel saman. Þetta gekk mjög vel og var mjög gaman,“ segir hún en Samuel L. Jackson fer með eitt aðal- hlutverkanna í myndinni. „Ég trúði því varla að ég væri að leika á móti Sam Jackson, ég hélt það myndi aldrei gerast. Hann er holdgervingur svalleikans. Það er hægt að læra mikið á því að fylgjast með honum. Ég ber mikla virðingu fyrir honum.“ Fleiri töffarar og hjartaknúasarar eru í myndinni eins og Colin Farrell og Olivier Martinez. „Þeir eru báðir mjög jarðbundnir í raun. Maður hefði ekki haldið það fyrirfram.“ Michelle hefur ekki gaman af þeirri bið sem oft einkennir kvik- myndatökur. „Öll biðin er leiðigjörn. Þarna eru átta manns í aðal- hlutverki og það fór mikill tími í nærmyndir af hverjum og einum. Öll þessi bið í kringum tökur er það erf- iðasta finnst mér. Ég er frekar óþol- inmóð.“ En hún fann sér góða leið til að stytta sér stundir. „Ég tefldi við Olivier. Við sátum og tefldum á með- an við vorum að bíða. Það var mjög gaman.“ Michelle Rodriguez leikur ofurlögguna Chris Sanchez í S.W.A.T. Töffari af guðs náð Michelle Rodriguez er eina konan í miklum töffarahópi í S.W.A.T. og gefur strákunum ekkert eftir. ingarun@mbl.is Michelle Rodriguez leiðast reglur, er óþolinmóð og vill meiri hasar. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við hana. 50 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 13.30 Sýnd kl. 10. B.i. 12. Sýnd kl. 2, 4 og 6. með ísl. tali. Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8. Ný vídd í skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Settu upp 3víddar gleraugun og taktu þátt í ævintýrinu! 3D gleraugu fylgja hverjum miða l l j j i kl. 3.30, 6, 8.30 og 11. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 2, 5, 8 og 11. B.i. 16 ára.Sýnd kl. 8 og 10.15. Besta sérsveit sem sett hefur verið saman er að lenda í sínu erfiðasta máli. Mögnuð spennumynd! Frá framleiðanda Fast & the Furious og xXx Beint á toppinn í USA FRUMSÝNING Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 powersýning B.i. 12 ára Powe rsýni ng kl. 1 0.30 . 3D gleraugu fylgja hverjum miða l l j j i Ný vídd í skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Settu upp 3víddar gleraugun og taktu þátt í ævintýrinu! Sýnd kl. 2, 4 og 6. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20. B.i. 12 ára Besta sérsveit sem sett hefur verið saman er að lenda í sínu erfiðasta máli. Mögnuð spennumynd! Frá framleiðanda Fast & the Furious og xXx Löggur þurfa líka hjálp! Beint á toppinn í USA Kl. 8. B.i. 16 ára. Kl. 10. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 4. Sýnd kl. 2. MICHELLE Rodriguez er fædd 12. júlí 1978 í Texas í Bandaríkjunum. Hún bjó í Texas þar til hún var átta ára en þá flutti fjölskyldan til Dóminíska lýðveldisins þar sem hún bjó í tvö ár og svo Puerto Rico en hún á ættir að rekja til beggja þessara staða. Þegar hún var 11 ára flutti fjölskyldan í síðasta sinn, þá til nágrannaborgar New York, Jersey City í New Jersey. Hún hefur síðan búið í kvikmyndaborginni Los Angeles í tæpt ár. Hún hefur leikið í átta myndum. Í fyrstu tveimur var hún aukaleik- ari, Cradle Will Rock (1999) og Summer of Sam (1999). Hún skaust síðan fram á stjörnuhimininn eftir leik sinn í stelpuboxmyndinni Girl- fight (2000). Síðan hefur hún leikið í 3 A.M. (2001), The Fast and the Furious (2001), Resident Evil (2002), brimbrettamyndinni Blue Crush (2002) og nú síðast S.W.A.T. (2003) þar sem hún leikur á móti mörgum töffurum, eins og Samuel L. Jackson, Colin Farrell, LL Cool J og Olivier Martinez. Hver er hún? „Julia Roberts hef- ur sitt yndislega bros, Gwyneth Paltrow getur grát- ið en ég er góð í að sparka í rassa.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.