Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 26
LISTIR 26 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ TAIZE-MESSA Í FRÍKIRKJUNNI SUNNUDAGINN 12. OKTÓBER KL. 20.30 Kirkjukórar Fríkirkjunnar og Lágafellssóknar leiða sönginn í þessari ljúfu tónlist Taize. Tónlistarmenn heimsækja okkur en þeir eru: Söngvararnir Páll Rósinkranz og Anna Sigríður Helgadóttir og hljóðfæraleikararnir Jónas Þórir á píanó, Gunnar Kv. Hrafnsson á kontrabassa, Erik Qiuk á trommur og Hjörleifur Valsson á fiðlu. Presturinn úr Fríkirkjunni, sr. Hjörtur Magni Jóhannsson og Lágafellssókn, sr. Jón Þorsteinsson, sjá um ritningalestrur, alm. bæn, fyrirbænir og stutta hugleiðingu. Þessi stund er hugsuð sem lofgjörð í húsi Drottins. Allir velkomnir - Fríkirkjan í Reykjavík - Lágafellssókn RITHÖFUNDASAMBAND Ís- lands og kanadíska sendiráðið standa fyrir málþingi um bók- menntir í Iðnó í kvöld og hefst það kl. 20. Málþingið ber yfirskriftina „How geography influences liter- ature“ eða Hvernig landafræði mótar ritlistina, en þátttakendur eru Steinunn Sigurðardóttir, Sjón og Rúnar Helgi Vignisson, auk kanadísku rithöfundanna Wayne Johnston, Wajdi Mouawad og Jane Urquhart. Umræðum stýrir Sigurður A. Magnússon. Málþing um bókmenntir J ANE Urquhart hóf feril sinn sem ljóðskáld og hafði gefið út þrjár ljóðabækur áður en hún sneri sér að skáldsagnaforminu. Raun- ar segist hún ekki hafa viljað skil- greina fyrstu skáldsögu sína sem skáldsögu fyrr en hún kom út á prenti. Spurð hvers vegna það hafi verið svarar Urquhart því til að hún hafi hreinlega ekki ímyndað sér að hún gæti skrifað skáldsögu. „Á þeim tíma var ég raunar farin að skrifa ljóðaseríur og ég veitti því vissulega eftirtekt að ljóðin mín urðu sífellt frá- sagnarkenndari. Persónur og mis- munandi raddir fóru að birtast í ljóð- um mínum og pínulitlar sögur fóru að skjóta upp kollinum. Þótt ég hafi alls ekki verið mér meðvitandi um það á þeim tíma þá sé ég eftir á að ég var greinilega að fikra mig yfir í skáld- sagnaformið. Sjálf leit ég á fyrstu skáldsögu mína á þessum tíma einfaldlega sem röð prósaljóða, en eftir á að hyggja sá ég að það er auðvitað alls ekki rétt. Það var hins vegar mun auðveldara fyrir mig að skilgreina hana sem slíka, því ég var sannfærð um að ég gæti ekki skrifað neitt jafn langt og flókið og skáldsögu,“ segir Jane Ur- quhart og hlær. Fyrsta skáldsaga Ur- quhart, The Whirlpool (1986), var kosin besta erlenda bókin í Frakk- landi árið 1992, fyrst kanadískra bóka, og þriðja bók hennar, Away (1993), var samtals 132 vikur á alþjóð- legum metsölubókalistum. Árið 1997 hlaut hún æðstu viðurkenningu kan- adískra rithöfunda þegar henni voru veitt rithöfundaverðlaun landstjóra Kanada fyrir fjórðu bók sína, The Underpainter (1997). Enn að uppgötva okkur sjálf Hvenær byrjaðir þú að skrifa? „Líklega um leið og ég byrjaði að lesa, sem er mjög langt síðan. En ég fór ekki að taka sjálfa mig alvarlega sem rithöfund fyrr en eftir að ég eignaðist dóttur mína. Þá fyrst vissi ég að ég væri orðin fullorðin mann- eskja og mér fannst tímabært að gera eitthvað fyrir alvöru við skrif mín. Þannig veitti foreldrahlutverkið mér þann styrk og hugrekki sem til þurfti til að reyna að fá verk mín útgefin.“ Hvert sækir þú innblásturinn að bókum þínum? „Það er erfitt að segja og auðvitað er það afar breytilegt eftir hverri bók fyrir sig. Ég fæ einfaldlega áhuga á einhverju og ef ég verð nógu áhuga- söm um viðkomandi viðfangsefni þá fylgir yfirleitt skáldsaga í kjölfarið. Þannig var það t.d. þegar ég skrifaði síðustu bók mína, The Stone Carver (2001). Þá fékk ég mikinn áhuga á kanadísku minningarmerki um fyrri heimsstyrjöldina sem er í Frakk- landi. Þetta er einstaklega stórt og fallegt minnismerki og mig langaði einfaldlega til þess að vita meira um það. Fjórða bók mín, The Underpainter (1997), er hins vegar sprottin af áhuga mínum á málurum á borð við Rockwell Kent og Lauren Harris, sem höfðu mikinn áhuga á hugmynd- inni um norðrið sem yfirnáttúrulegan stað er veitt gæti innblástur. Heim- speki þeirra hreif mig og það þýddi aftur að skáldsaga var í burð- arliðnum. Skáldsagan fer síðan oft á sitt eigið flug út frá upphaflega við- fangsefninu.“ Nú gerast atburðir fyrstu þriggja skáldsagna þinna að mestu á nítjándu öldinni, heillar það tímabil þig meira en önnur? „Já og að stórum hluta held ég að það megi rekja til þess að þegar ég var að vaxa úr grasi þá var skóla- krökkum kennd saga breska heims- veldisins í stað kanadískrar sögu. Þessa eyðu í eigin söguvitund hafa margir kanadískir rithöfundar síðan reynt að fylla. Forvitnin sem drífur mig til þess að skrifa skáldsögu teng- ist tvímælalaust sögunni sem mér var ekki kennd, sem þýðir að ég verð sjálf að vinna rannsóknarvinnuna til þess að komast að því hvað raunverulega gerðist á öldum áður. En mér finnst mjög gaman að vinna að frumrann- sóknum og komast í skjalasöfnin til að skoða heimildirnar sjálfar, per- sónuleg bréf og því um líkt, til þess að átta mig betur á gangi sögunnar. Við Kanadabúar eigum í raun enga op- inbera sögu, líkt og t.d. Bandaríkin og aðrar þjóðir eiga, og því má segja að við séum miklu leyti enn að uppgötva okkur sjálf.“ Gott að skrifa á Írlandi Myndir þú segja að umhverfið þar sem þú dvelur hafi áhrif á skrif þín? „Já, tvímælalaust. Ég tel að staðir hafi afar mótandi áhrif á alla sem skrifa, sérstaklega staðirnir þar sem maður dvaldist sem barn. Staðurinn þar sem þú fæðist og byrjar fyrst að skilja heiminn er nokkuð sem þú not- ar í skrifum þínum hvort sem það er augljóst eða ekki og hvort sem þú ert þér meðvitandi um það eða ekki. Ég held að þessi meðvitund um staði sé ekki síst einkennandi meðal kan- adískra rithöfunda, því nær allir íbú- ar landsins eru innflytjendur, hvort sem fjölskyldur okkar settust að í landinu fyrir hundrað árum eða fyrir sex mánuðum. Afleiðingin er sú að við höfum flestöll á tilfinningunni að það sé einhver annar staður í heiminum, auk Kanada, sem við ættum að hafa tengsl við. Oft syrgjum við t.d. staði sem við höfum skilið eftir á sama tíma og við tökumst á við staðina þar sem við búum og það skapar afar áhuga- verðar samræður milli staða.“ Lengir þig þannig eftir einhverjum stað? „Já, Írlandi, en forfeður mínir komu þaðan þegar þeir settust að í Kanada. Ég hafði svo mikla heimþrá að ég endaði á því að kaupa mér lítið hús á Írlandi fyrir níu árum og dvel þar við skriftir stóran hluta ársins.“ Finnst þér betra að skrifa á Írlandi en í Kanada? „Að sumu leyti er það auðveldara. Írska sagnahefðin er mér mikil hvatning, auk þess sem ég fæ miklu meiri vinnufrið þar. Meðan ég dvel í Kanada er ég alltaf önnum kafin við t.d. að flytja fyrirlestra og kynna bækur mínar og það getur stundum haft truflandi áhrif á ritstörfin, því mér veitist mun erfiðara að finna bæði tíma og næði til þess að hlusta nægilega á innri röddina svo ég geti skrifað.“ Nú fjalla margar skáldsögur þínar um tvo heima, hvort sem þeir birtast í tveimur löndum líkt og í Away, eða á tveimur tímaskeiðum eins og í Changing Heaven (1990). Heldur þú að það tengist þránni eftir öðrum stað? „Já, vissulega. Ég held að þráin eftir öðrum stöðum eða heimalandi sem er manni glatað sé oft bara þrá eftir breyttu hugarástandi. Hjá fólki sem lifir við öll forréttindi vestræns samfélags felur löngunin eftir öðrum stað ekki endilega í sér þrá eftir betra lífi hvað lífsgæði varðar. Við sem njótum mikilla lífsgæða leitum frem- ur að einhverjum andlegum auði, því við finnum kannski oft fyrir ein- hverjum tómleika sem við viljum reyna að eyða. Við þyrftum kannski að verja meiri tíma til að horfa inn á við og íhuga, til þess að njóta þessa andlega auðs,“ segir Jane Urquhart sem ætlar að lesa úr verkum sínum í Máli og menningu á Laugaveginum í dag kl. 18. Að sögn Urquhart mun hún m.a. lesa ný ljóð sem tengjast Ír- landi en Ingibjörg Haraldsdóttir mun lesa íslenskar þýðingar sínar á ljóð- um Urquhart. „Þyrftum að verja meiri tíma til íhugunar“ „Ég var sannfærð um að ég gæti ekki skrifað neitt jafn langt og flókið og skáldsögu,“ segir kanadíski rithöfundurinn Jane Urquhart. Kanadíski rithöfundurinn Jane Urquhart er stödd hér á landi í tengslum við opinbera þriggja landa heimsókn landstjóra Kanada. Silja Björk Huldudóttir ræddi við Urquhart sem er meðal frummælenda á málþingi um bókmenntir sem fram fer í Iðnó í kvöld kl. 20. silja@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir ,,KRISTUR á stökkbretti!“ segir Jonathan Gibbs í upphafi leikdóms sem birtist eftir hann í vikuritinu Time Out. Leikdómar um uppfærslu leikhópsins Vesturports á Rómeó og Júlíu í The Young Vic hafa verið einróma og lofað sýninguna í há- stert fyrir kraft, hugrekki og ímyndunarafl. Að margra mati er þessi sýning vítamínsprauta í rass- inn á leikhúslífinu í London. Bæði Time Out og What’s On (In London) mæla eindregið með því við les- endur sína að þeir skelli sér á ís- lensku útgáfuna af Rómeó og Júlíu. ,,Krafturinn og ímyndunaraflið æðir í gegnum þennan undraverða inn- flutning frá Íslandi, og sumt er meira að segja eftir Shakespeare,“ segir Gibbs í Time Out. Hann segir að leikhópurinn skeri texta skálds- ins niður við trog og valti svolítið yf- ir hann með útlenskum framburði sínum og jafnvel gormi eina og aðra setningu á sínu eigin undarlega móðurmáli þegar mikið liggur við en á móti öllu þessu ,,stjórnleys- islega sirkuspönki“ komi atriði sem sýna djúpa virðingu fyrir anda verksins. Gibbs telur að þó að sýn- ingin sé eins og hönnuð fyrir ungt fólk og að fullorðnir ,,muni lyfta augabrún yfir sumum sérviskuleg- ustu uppátækjunum munu þeir verða heillaðir eigi að síður“. What’s On gefur sýningunni fjór- ar af fimm mögulegum stjörnum og segir þetta fjörugustu, skrýtnustu og djörfustu útgáfu af þessu verki síðan West Side Story var sett á fjal- irnar. Af þeim sjö sýningum sem fá leikdóm og stjörnugjöf í What’s On eru bara tvær sem fá fjórar stjörn- ur. Þar er sagt m.a.: „Þetta er leik- hús sem fer sínar eigin leiðir og er frábær sýning fyrir þá sem eru ung- ir í anda, sýningin verður enn róm- antískari þegar bundið mál á ensku er flutt með íslenskum hreim og bút- ar af alvöru íslensku skjóta skyndi- lega upp kollinum þegar leikrænu tilþrifin ná hápunkti.“ Kannski kem- ur mesta hrósið er leikstjóranum er líkt við eina helstu stórstjörnu Bretaveldis: ,,Gísli Örn Garðarsson, sem leikstýrir verkinu af öryggi jafnframt því að leika Rómeó, lítur út eins og svar Reykjavíkur við Dav- id Beckham …“ What’s On endar sinn dóm á því að hvetja lesendur til að flykkjast á sýninguna: ,,Ef lyktin af saginu kemur þér ekki í gott (sirkus) skap þá munu fagnaðar- orgin í lokin örugglega gera það.“ Bæði þessi vikurit skrá alla við- burði, sýningar og skemmtanir sem stórborgin London hefur upp á að bjóða hverju sinni. Time Out er oft kallað biblía Lundúnabúans og What’s On er mikið keypt af ferða- mönnum sem vilja fá góð ráð, þann- ig að það er ljóst að þessi meðmæli eiga örugglega eftir að skila sér í mikilli aðsókn og góðri landkynn- ingu. Fleiri lofsamlegir dómar um Rómeó og Júlíu í London Undraverður innflutningur Björn Hlynur Haraldsson og Gísli Örn Garðarsson í uppsveiflu. London. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.