Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 44
DAGBÓK 44 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag er Selfoss vænt- anlegur. Hafnarfjarðarhöfn: Á morgun er Selfoss væntanlegt. Mannamót Aflagrandi. Leik- húsferð í Loftkastalann 16. október kl. 20.30 að sjá hið rómaða verk Erling. Pantanir og miðasala í Aflagranda 40, sími 562-2571. Rúta fer frá Aflagranda kl. 19.45. Ath. takmark- aður miðafjöldi. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Dansleikur í kvöld kl. 20. Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Baldvin Tryggvason verður til viðtals fimmtudaginn 16. okt. Panta þarf tíma. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Opið hús fimmtudaginn 16. okt. kl. 14. Kynning á dagvistun aldraðra, frásagnir af ferðalög- um og tónlistaratriði frá Tónlistarskóla. Dansleikur í Hraunseli föstudaginn 17. okt. kl. 20.30-24. Caprí-Tríó leikur fyrir dansi. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Á morgun kl. 9-16.30 vinnustofur opnar. Kl. 9.30 sund- og leikfimiæfingar í Breið- holtslaug. Frá hádegi spilasalur opinn. Kl. 15.15 danskennsla. Veitingar á hádegi og kaffitíma í Kaffi Berg. Sími 575 7720. Vesturgata 7. Fimmtu- daginn 16. okt. kl. 10.30 verður fyrirbænastund í umsjón séra Jakobs Ágústs Hjálmarssonar, dómkirkjuprests. Þor- valdur Halldórsson syngur og leikur á hljómborð. Allir vel- komnir. Kvenfélag Breiðholts heldur fund þriðjudag- inn 14. okt. kl. 20. Ólöf Einarsdóttir flytur er- indi um grasalækn- ingar. Mætum allar. Skátamiðstöðin. End- urfundir skáta halda áfram. Næsta samvera verður mánudaginn 13. október kl. 12 í Skáta- miðstöðinni við Hraunbæ og síðan áfram annan mánudag í hverjum mánuði. Í boði er súpa, brauð og áleggsborð. Verð kr. 750. Sagt verður frá ævintýralegri ferð skáta á mót í Blair At- holl í Skotlandi sum- arið 1946. Bakhóp- urinn. SVDK Hraunprýði heldur fyrsta fund vetrarins þriðjudaginn þriðjudaginn 14. okt. kl. 20 í húsi deild- arinnar, Hjallahrauni 9. Dagskrá: Ferðasaga, kaffi. Konur mætið með myndir úr sum- arferðalaginu. Stjórn- in. Kvenfélag Bústaða- sóknar heldur fund mánudaginn 13. okt. kl. 20 í safnaðarheimilinu. Sagt frá sumarferðinni. Vetrarstarfið kynnt. Skartgripakynning. Kvenfélag Breiðholts heldur fund þriðjudag- inn 14. okt. kl. 20. Ólöf Einarsdóttir flytur er- indi um grasalækn- ingar. Mætum allar. Safnaðarfélag Ás- kirkju. Fundur verður miðvikudaginn 15. okt. nk. kl. 20 í safn- aðarheimili kirkjunnar, neðri sal. Gestur fund- arins verður Ólöf Ein- arsdóttir er flytur er- indi um grasalækningar. Allir velkomnir. Stjórnin. Púttklúbbur Ness. Púttað verður í Sport- húsinu þriðjudaginn 14. okt. kl. 13. TaiChi. Skráning stendur yfir í námskeið í kínverskri leikfimi í Félagsstarfi aldraðra í Garðabæ, sími 525- 8590 og 820-8553. Minningarkort Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna. Minningarkort eru af- greidd í síma 588-7555 og 588-7559 á skrif- stofutíma. Gíró- og kreditkortaþjónusta. Samtök lungnasjúk- linga. Minningarkort eru afgreidd á skrif- stofu félagsins í Suð- urgötu 10 (bakhúsi) 2. hæð, s. 552-2154. Skrif- stofan er opin mið- vikud. og föstud. kl. 16– 18 en utan skrifstofu- tíma er símsvari. Einnig er hægt að hringja í síma 861-6880 og 586-1088. Gíró- og kreditkortaþjónusta. Minningarkort MS fé- lags Íslands eru seld á skrifstofu félagsins, Sléttuvegi 5, 103 Rvk. Skrifstofan er opin mán.-fim. kl.10-15. Sími 568-8620. Bréfs. 568-8621. Tölvupóstur ms@msfelag.is. FAAS, Félag aðstand- enda alzheim- ersjúklinga. Minning- arkort eru afgreidd alla daga í s. 533-1088 eða í bréfs. 533-1086. Heilavernd. Minning- arkort fást á eft- irtöldum stöðum: í síma 588- 9220 (gíró) Holtsapóteki, Vest- urbæjarapóteki, Hafn- arfjarðarapóteki, Keflavíkurapóteki og hjá Gunnhildi Elías- dóttur, Ísafirði. Minningarkort barna- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Í dag er sunnudagur 12. októ- ber, 285.dagur ársins 2003. Orð dagsins: Sá sem ætlar að finna líf sitt, týnir því, og sá sem týnir lífi sínu mín vegna, finnur það. (Matt. 10, 39.)     Borgar Þór Einarssonskrifar í Deigluna um Arafat forseta Pal- estínu og er mátulega hrifinn af forsetanum. „Á síðustu vikum og mánuðum hefur komið betur og betur í ljós hvaða lykilhlutverki Yasser Arafat gegnir í því að viðhalda ófrið- inum,“ skrifar Borgar Þór. „Ísraelsmenn hafa lengi haldið því fram að Arafat, sem hlaut frið- arverðlaun Nóbels fyrir tíu árum, sé meinsemd sem beri að fjarlægja. Harðlínumenn í Ísrael eiga síst minnstan þátt í því hvernig málum er komið og þeirra ásök- unum í garð friðardúf- unnar Arafats hefur hingað til verið lítinn gaumur gefinn. Sú skoðun hefur verið útbreidd að heimsókn Ariels Sharon, þá þing- manns í stjórnarand- stöðu, í Haram as-Sharif- moskuna, helgan stað Palestínumanna, hinn 28. september árið 2000 hafi verði kveikjan að ófrið- inum sem síðan hefur geisað. Það var hins veg- ar að tilstuðlan palest- ínsku heimastjórn- arinnar, þ.e. Arafats sjálfs, sem ófriðarbálið var kveikt – heimastjórn- in hvatti til uppreisnar. Skömmu áður hafði Ara- fat afþakkað gott frið- arboð Baraks, þáverandi forsætisráðherra Ísrael.“     Borgar Þór segir aðuppreisn Palest- ínumanna hafi ekki skil- að þeim áleiðis í baráttu sinni fyrir sjálfstæði og betra lífi. „Nýlega lét Mohammed Dahlan, sem var yfirmaður öryggis- mála í skammlífri rík- isstjórn Mahmouds Abbas, þau orð falla að uppreisn Palest- ínumanna hafi verið mis- tök. Hann segir að lífs- skilyrði palestínsks almennings séu verri nú en þau voru áður en upp- reisnin braust út. Abbas sagði af sér embætti fyr- ir þremur vikum eftir harðvítuga valdabaráttu við Yasser Arafat, leið- toga Palestínumanna. Miklar vonir voru bundn- ar við að Abbas kæmi friðarferlinu af stað á nýjan leik, en Arafat kom í veg fyrir það. Og Arafat er hvergi nærri hættur. Ahmed Qureia, nýskipaður for- sætisráðherra Palest- ínumanna, tilkynnti Ara- fat eftir stormasaman fund miðstjórnar Fatah- samtakanna, stjórn- málaflokks Arafats, að hann ætlaði að segja af sér. Qureia nýtur líkt og Abbas virðingar út fyrir raðir Palestínumanna og þótti líklegur til að leiða Palestínumenn til betri vegar. Arafat er auðvitað ekki eina hindrunin á veginum til friðar. Harð- línumenn í Ísrael eru einnig farartálmar og illskuöfl í arabaheim- inum kynda undir óróa á svæðinu. Friðarferlið á sér marga óvini. Fæstir þeirra hafa hins vegar verið sæmdir friðar- verðlaunum Nóbels.“ STAKSTEINAR Friðardúfan Arafat Víkverji skrifar... VÍKVERJI notar heimabankaBúnaðarbankans mikið. Það eru reyndar margir mánuðir síðan hann borgaði reikninga í bankaútibúi, öll hans viðskipti fara fram í gegnum tölvuna. Víkverji hefur til þessa kunnað þessu ákaflega vel. Þetta sparar dýrmætan tíma og óþægindi enda finnst Víkverja fátt leiðinlegra en að standa í biðröð. x x x VÍKVERJI er samt ótrúlega pirr-aður út í heimabanka Bún- aðarbankans þessa dagana. Þannig er mál með vexti að nýlega þurfti hann að skoða yfirlit yfir greiðslur út af reikningi sínum í heimabank- anum aftur í tímann. Þá kemur í ljós að í mörgum tilfellum fylgir engin skýring á greiðslum sem Víkverji hefur innt af hendi. Hann borgaði t.d. brunatryggingu, fann upphæð- ina eftir dagsetningunni, en hvergi kemur fram, þó að ýtt sé á „i“- valmöguleikann sem á að gefa upp- lýsingar um greiðsluna, hverjum hann var að greiða þessa upphæð. Það sama á við um margt annað. Ef Víkerji greiðir safnaðarlíftrygg- inguna sína sér hann alltaf hverjum hann er að greiða. Það sama á við um t.d. Íbúðalánasjóð. Víkverja finnst hann því svikinn og ekki hafa neitt í höndunum sem sannar að hann greiddi t.d. brunatrygginguna. x x x TIL AÐ komast til botns í þessuhringdi Víkverji í útibúið sitt og vildi vita hvort þjónustufulltrúinn gæti séð hvað óskiljanlegar tölur sem í yfirlitinu standa þýða, hvort í þeim gæti falist nafn viðtakanda greiðslunnar. Víkverji fékk þau svör að það væri heilmikið mál að sjá hver hefði tekið við greiðslunni. Vík- verji ætti að setja nafn viðtakanda eða ástæðu greiðslunnar í „skýr- ingu“ á gíróseðlinum í heimabank- anum er hann greiddi hann. Víkverji hefur hins vegar komist að því að ekki er boðið upp á valmöguleikann „skýringu“ greiðslu þegar gíróseðill kemur sjálfkrafa inn í heimabank- ann. Ef hann er hins vegar að greiða móður sinni skuld, þ.e. millifæra á reikning annars aðila, getur hann sett „skýringu“ á greiðsluna. x x x ÞJÓNUSTUFULLTRÚI Vík-verja sagði honum að hann ætti að prenta út allar greiðslur sem hann gerði í heimabankanum. Vík- verji er afar ósáttur við að þurfa að gera það þar sem hann reynir að spara pappír. Nú er oft verið að bjóða fólki að sleppa við að fá gíró- seðla og yfirlit send heim, heldur geti fólk skoðað þetta í heimabank- anum. Sá sparnaður á pappír er nú farinn fyrir lítið ef þarf að prenta út hverja einustu færslu sem gerð er í gegnum tölvuna. Morgunblaðið/Árni Torfason Heimabankinn hefur leikið Víkverja grátt. LÁRÉTT 1 sperðill, 4 stygg, 7 hald- ast, 8 urg, 9 bólfæri, 11 skrifa, 13 grenja, 14 þrautir, 15 grískur bók- stafur, 17 jörð, 20 aula, 22 renningar, 23 spil, 24 fiskivaða, 25 orasenna. LÓÐRÉTT 1 stúfur, 2 kostnaður, 3 einkenni, 4 lagleg, 5 end- ar, 6 híma, 10 eykta- mörkin, 12 vætla, 13 am- boð, 15 efsti hluti hússtafns, 16 fær af sér, 18 snákum, 19 toga, 20 óska, 21 mjög. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 pakkhúsið, 8 endum, 9 tíran, 10 ana, 11 asnar, 13 kengs, 15 sennu, 18 skaut, 21 ryk, 22 látni, 23 ólatt, 24 brandugla. Lóðrétt: 2 aldin, 3 kamar, 4 úrtak, 5 iðrun, 6 fela, 7 snös, 12 ann, 14 eik, 15 sálm, 16 nætur, 17 urinn, 18 skópu, 19 aðall, 20 tota. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 HÉR á landi er staddur Bandaríkjamaður af ís- lenskum ættum, Alden Ol- sen, og vill hann gjarnan komast í samband við ætt- ingja, en hefur takmark- aðar upplýsingar. Faðir hans hét Magnús Olsen, fæddur 17. febrúar 1896, eða fullu nafni: Magnús Harrison Olsen. Alden taldi að hann væri fæddur í Reykjavík en fæð- ing hans finnst ekki skráð í kirkjubókum þar eða í næstu sóknum. Fæðing- ardagurinn mun vera öruggur. Magnús flutti vestur árið 1902 að því er ætla má, með foreldrum sínum, væntanlega Olsen eða Ólafi, en móðir hans hét Jóhanna, eða einhverju líku nafni. Magnús átti tvær systur. Magnús finnst ekki í skrám um vesturfara. For- eldrar hans og systur munu hafa farið aftur til Íslands en Magnús varð eftir og bjó í Bandaríkjunum. Hann lærði rafmagnsverkfræði og starfaði lengi í hernum við fjarskipti og kennslu í þeim greinum. Lengi bjó hann í New York og hafði einhver samskipti við Ís- lendinga sem unnu þar eða dvöldu þar. Alden heldur að faðir sinn hafi e.t.v. verið á Ís- landi í nokkur ár frá 1918/ 1920 til 1923. Það er þó ekki víst. Alden heitir fullu nafni Alden Warren Olsen og býr nú á Fosshótel Lind við Rauðarárstíg. Heimilisfang hans í Bandaríkjunum er: Alden Warren Olsen, 3117 Glenwood Drive, Lexington KY 40509, U.S.A. Sími: 859/263/476. Fax: 859/351-3521. Netfang: aolsen@ashland.com. Lélegur harðfiskur ÉG vil koma á framfæri þeirri skoðun minni að harðfiskur í dag sé ekki nógu góður. Bæði eru flök- in orðin of stór, fiskurinn bragðlítill og svo er hann illa hreinsaður og barinn. Ég var vön að senda fyrir jólin harðfiskpakka til ætt- ingja og vina erlendis en var beðin að sleppa því vegna þess að fiskurinn væri orðinn óætur. Hlíðarbúi. Þýðingar ÞEIM virðist oft vandi á höndum þýðendum kvik- mynda. Í myndinni „Hundakonan“, sem sýnd var fyrir nokkru, kom fyrir atvik í kvikmyndinni þar sem svimi þjáði konu eina. Hún settist á stól og beygði sig fram og lagði höfuðið að fótunum, eða á milli fótanna, eins og sagt er, sem er jú ágætt ráð við svima. Þýðingin var „hún hvolfdi höfðinu á milli fót- anna“. Manni verður á að spyrja; hvernig er hægt að hvolfa höfðinu? Spyr sá sem ekki veit. Einnig er í myndinni „Everybody Loves Reymond“, þeirri bráðskemmtilegu mynd, að fólk fer þar „á“ jarðar- för. Fólk fer í jarðarför, það er jú aðeins almennt mál, að fara í jarðarför. S.E. Tapað/fundið Kápa tekin í misgripum SVÖRT, síð kápa, ein- hneppt með stórum loð- kraga, var tekin í misgrip- um á Veitingastaðnum Caruso í Bankastræti sl. föstudagskvöld, 3. okt. Skil- vís finnandi hafi samband í síma 696 2849. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Ættingja leitað STÚLKURNAR á þessum myndum eru líklega ætt- aðar af Snæfellsnesi eða Dalasýslu, e.t.v. eru þær af Ormsætt. Þeir sem gætu gefið upplýsingar um stúlk- urnar á myndinni eru beðnir að hafa samband við Björgu Gunnarsdóttur í síma 557 4302 eða 866 6101. Kannast þú við fólkið?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.