Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 47
AUÐLESIÐ EFNI MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2003 47 hafa verið saman síðan þá. Um 20 þúsund manns fögnuðu krónprinsinum og Donaldson þegar þau komu fram á svalir á Amalíuborg eftir ríkisráðsfundinn á miðvikudag. Veifaði fólkið dönskum og áströlskum fánum. Hjónin tilvonandi voru greinilega hamingjusöm. Donaldson kom mannfjöldanum á óvart er hún flutti ávarp á dönsku. Hún sagðist ekki kunna mikið í tungumálinu en hún væri samt að reyna að læra það. Brúðkaupið verður í Vor Frues Kirke, sem er dómkirkjan í Kaupmannahöfn. Með þessu er brotið gegn langri hefð, en vani er að konungleg brúðkaup fari fram í Holmens Kirke. Sven Norman Svendsen, biskup í Kaupmannahöfn, og Christian Thodberg, prófessor, gefa brúðhjónin saman. FRIÐRIK krónprins Danmerkur ætlar að gifta sig 14. maí næstkomandi. Tilvonandi prinsessa heitir Mary Elizabeth Donaldson og er áströlsk. Margrét Þórhildur Danadrottning færði ríkisráðinu í Amalíuborg í Kaumannahöfn þessi gleðitíðindi á miðvikudaginn var. Donaldson er 31 árs gamall lögfræðingur en Friðrik krónprins er 35 ára. Þau kynntust á Ólympíuleikunum í Sydney í Ástralíu árið 2000 og Danir eru ánægðir með Mary, prinsessuna tilvonandi. Konunglegt brúðkaup í Danmörku í maí Reuters 1961 til 1963. Hann er því kvæntur inn í mikla demókrataætt en Schwarzenegger er repúblíkani eins og George Bush forseti. Sigur Schwarzeneggers er sögulegur. Ferill hans þykir algjörlega einstakur. Hann er sagður ameríski draumurinn holdi klæddur. Hann kom ungur og fátækur til Bandaríkjanna, varð ríkur, kvæntist þekktri konu, varð heimsfrægur og hefur nú komist á spjöld stjórnmálasögunnar. Hans bíða nú erfiðir dagar. Efnahagur Kaliforníu er ekki góður. Leikarinn hefur enga reynslu af stjórnmálum og almenningur vill breytingar strax. ARNOLD Schwarzenegger verður næsti ríkisstjóri Kaliforníu í Bandaríkjunum. Þessi heimsfrægi kvikmyndaleikari sigraði í ríkisstjóra-kosningunum á þriðjudag. Hann hefur störf í næsta mánuði. Kalifornía er stærsta ríki Bandaríkjanna. Þar búa um 35 milljónir manna. Schwarzenegger er þar með orðinn einn valdamesti maður Bandaríkjanna. Schwarzenegger er 56 ára. Hann fæddist í Austurríki en fluttist til Bandaríkjanna. Hann varð þekktur fyrir líkamsrækt áður en hann varð leikari. Hann er kvæntur Maríu Shriver. Móðir hennar var systir Johns F. Kennedy, forseta Bandaríkjanna frá Arnold sigraði Reuters Arnold Schwarzenegger eftir sigurinn í Kaliforníu. matvörunni. „Það er að okkar mati spurning hvort þessar hækkanir frá birgjum séu nauðsynlegar og eðlilegar í stöðunni,“ segir Ingimar. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir að áður en tilkynningar um hækkanir frá birgjum hafi undanfarnar vikur og mánuði. Það eigi í þeirra tilviki aðallega við um sérvöru margs konar sem framleidd er í Evrópu, eins og þvottaefni og barnavörur. Sigurður Árni Sigurðsson, framkvæmdastjóri BÚR, sem bæði flytur inn vörur og kaupir af öðrum birgjum, segir að gengisbreytingar hafi ekki verið miklar, ef horft sé til lengri tíma. Meirihluti innkaupa fari fram í evru og tengdum gjaldmiðlum, sem hafi hækkað í haust. Ingimar Jónsson, forstjóri Kaupáss, sem rekur verslanir 11-11, Krónunnar og Nóatúns, segir verðhækkanirnar hafa verið töluverðar. Þrýstingurinn hafi VERÐ á innfluttum matvörum og sérvörum frá heildsölum og birgjum hefur hækkað til matvöruverslana síðustu vikur. Algengust hefur hækkunin verið frá 4-6%. Dæmi eru um allt að 10% hækkun og hafa þessar hækkanir skilað sér hægt og bítandi inn í verðlag verslana. Hækkun á gengi evrunnar er einkum sögð skýra þessa þróun, auk verðhækkana erlendis. Þá hefur einnig borið á hækkunum frá innlendum iðnfyrirtækjum um allt að 9%. Egill Ágústsson, framkvæmdastjóri Íslensk-ameríska, segir að um þriðjungur þeirra vörumerkja sem fyrirtækið flytur inn hafi hækkað í verði verið mikill en reynt hafi verið að verjast honum eftir megni. Minnir Ingimar á að vísitala matvöruverðs hækkaði um 5,8% frá ársbyrjun 2001 til ágústloka á þessu ári. Á sama tíma hafi neysluvísitalan hækkað um 11,8%. Innflutt matvara skýri ekki minni hækkun á komið inn hafi þessar vörur lítið sem ekkert hækkað á tólf mánaða tímabili. Á sama tíma hafi matvælaverð í heild sinni lækkað verulega. Guðmundur bendir á að síðustu daga hafi dollarinn lækkað og því muni verslanir áreiðanlega fara fram á lækkanir í viðskiptum með þann gjaldmiðil. Morgunblaðið/Þorkell Verð á innfluttum matvörum frá heildsölum til verslana hefur hækkað síðustu vikur. Verðhækkun til verslana Þórs á allar spár fyrir leiktíðina en í árlegri spá forráðamanna liðanna í úrvalsdeildinni var Þórsurum spáð litlu gengi og falli í vor. Snæfell vann einnig óvænt í heimsókn sinni á Sauðárkrók, 92:85. KR lagði Breiðablik, 116:95, og Haukar lögðu KFÍ á Ísafirði, 89:81. Íslandsmeistarar Keflavíkur í körfuknattleik kvenna fóru hressilega af stað í titilvörn sinni þegar þeir unnu nágranna sína í Grindavík með 31 stigs mun, 104:73, á heimavelli í íþróttahúsi Keflavíkur. ÞÓR í Þorlákshöfn vann óvæntan sigur á ÍR þegar keppni hófst í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á fimmtudagskvöldið, 112:106. Þetta er í fyrsta sinn sem lið Þórs leikur í úrvalsdeildinni en það vann þátttökurétt í henni í vor. Mikill áhugi var fyrir leiknum í Þorlákshöfn og var fullt hús áhorfenda á leiknum og skemmtu þeir sér hið besta. En fyrir utan sigur heimamanna þá var leikurinn lengi vel jafn auk þess að vera framlengdur, en jafnt var að loknum hefðbundnum leiktíma, 93:93. Með sigrinum blésu liðsmenn Óvæntur sigur í Þorlákshöfn Morgunblaðið/Þorkell Tilþrif sýnd í leik KR og Breiðabliks í Frostaskjóli.Netfang: auefni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.