Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 15
þrefaldaði, og hinsvegar hefur hann heitið því að afnema reglugerð sem Davis undirritaði nýlega og veitir óskráðum innflytjendum rétt til að fá ökuskírteini. Bifreiðaskattur hef- ur verið innheimtur í Kaliforníu síðan 1935 og var lengst af 2%. Ár- ið 1999 lækkaði Pete Wilson skatt- inn um tvo þriðju, en Davis hækk- aði hann aftur í 2% sl. sumar í því skyni að draga úr fjárhagsvanda ríkisins. Ráðstöfunin var mjög óvinsæl meðal íbúa Kaliforníu, sem eru frægir fyrir mikla bifreiðanotk- un, og Schwarzenegger hét því í kosningabaráttunni að það yrði sitt fyrsta verk sem ríkisstjóri að aft- urkalla hækkunina. En það kann þó að reynast honum torvelt í ljósi fjárhagsvandans, því hækkunin átti að skila ríkissjóðnum 4,2 millj- örðum dollara. Matsfyrirtækið Standard & Poor’s hefur varað við því að verði skatturinn lækkaður á ný geti það haft alvarlegar afleið- ingar fyrir fjárhag ríkisins, nema aðrar tekjur komi í staðinn. Þá hafa indíánaleiðtogar lýst andstöðu við hugmyndir Schwarz- eneggers um að innheimta „sann- gjarnan“ hluta af tekjum indíána af rekstri spilavíta í ríkinu. Segjast þeir enga ábyrgð bera á fjárhags- vanda Kaliforníu og hyggjast ekki ganga til viðræðna um breytingar á samningi um rekstur spilavítanna, sem á ekki að renna út fyrr en eftir sextán ár. Valdsvið ríkisstjórans Arnold Schwarzenegger mun sem ríkisstjóri Kaliforníu meðal annars hafa vald til að tefja gild- istöku laga sem ríkisþingið hefur samþykkt, skipa yfirmenn op- inberra stofnana og tilnefna dóm- ara í ríkisdómstóla. ruleg vandamál aith@mbl.is Heimildir: AP, Los Angeles Times, The Washington Post. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2003 15 Í BANDARÍSKUM fjölmiðlum hef- ur skapast mikil umræða und- anfarna daga um það hvort kjör Arnolds Schwarzeneggers í emb- ætti ríkisstjóra Kaliforníu muni hafa einhver áhrif á forsetakosn- ingarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. Eftir að úrslit ríkisstjórakosn- inganna lágu fyrir voru stjórn- málaskýrendur fljótir að leiða get- um að því að sigur Schwarzen- eggers myndi koma sér vel fyrir baráttu George W. Bush fyrir end- urkjöri. Bent er á að staðan í Kali- forníu sé einkar mikilvæg í for- setakosningum, enda ræður ríkið yfir mörgum kjörmönnum, og að það hljóti að boða gott fyrir repúblikana að demókratanum Grey Davis hafi verið velt úr sessi í ríkinu, þar sem demókratar hafa lengi haft yfirhöndina. Með öfl- ugan repúblikana í ríkisstjóra- embættinu muni flokksstarfið í ríkinu að öllum líkindum eflast og fjáröflun ætti að verða auðveld- ari. Þá hafa repúblikanar reynt að gera sér mat úr því að margir demókratar sviku lit í kosningun- um. Samkvæmt útgöngukönn- unum var fjórðungur þeirra sem vanalega kjósa Demókrataflokk- inn bæði fylgjandi því að Davis yrði sviptur embætti og greiddi Schwarzenegger eða hinum helsta frambjóðenda repúblikana atkvæði sitt. Á hinn bóginn hafa komið fram kenningar um að kjör Schwarzen- eggers sé til marks um almenna óánægju í samfélaginu með ríkjandi valdhafa og að sterkur áskorandi úr röðum demókrata ætti því að eiga góðan möguleika á að velta Bush úr sessi. Bent er á að Bush, líkt og Grey Davis, þurfi nú að takast á við vaxandi óánægju með ástand efnahags- lífsins, auk harðrar gagnrýni vegna stríðsins í Írak og með- ferðar utanríkismála almennt. Sumir fréttaskýrendur vilja meina að úrslitin í Kaliforníu gefi vís- bendingar um að óhefðbundnir frambjóðendur, eins og hershöfð- inginn Wesley Clark, gætu átt góðan hljómgrunn. Mörkin milli stjórnmála og afþreyingar að mást út? Aðrir hafa þó fullyrt að erfitt sé að draga almennar ályktanir af kosningunum í Kaliforníu því að- stæður þar hafi verið sérstakar. Sem frambjóðandi hafi kvik- myndastjarnan Arnold Schwarz- enegger algjöra sérstöðu, auk þess sem kringumstæðurnar hafi verið óvenjulegar að því leyti að einnig hafi verið kosið um að velta óvinsælum ríkisstjóra úr embætti. Þá hafa ýmsir lýst þeirri skoð- un að kjör Schwarzeneggers sé til marks um það að mörkin milli raunveruleika og afþreyingar séu að mást út. Ófyrirsjáanlegt sé hvaða áhrif það hafi á þróun stjórnmálaumræðu og lýðræðis í landinu. Vangaveltur um áhrif sigurs Schwarzeneggers Reiki-, heilunar- og sjálfstyrkingarnámskeið Skráning á námskeið í síma 553 3934 kl. 10–12 virka daga. Guðrún Óladóttir, reikimeistari. Hvað fá þátttake ndur út úr slíkum námsk eiðum? Læra að nýta sér orku til að lækna sig (meðfæddur eiginleiki hjá öllum) og/eða koma sér í orkulegt og tilfinningalegt jafnvægi. Læra að beita hugarorkunni á jákvæðan og uppbyggilegan hátt í staðinn fyrir að beita henni til niðurrifs. Læra að hjálpa öðrum til þess sama. Ath.: Þeir, sem hafa áhuga á dagnámskeiði, hafi samband Námskeið í Reykjavík 18. - 19. okt. 1. stig helgarnámskeið 28. - 31. okt. 2. stig kvöldnámskeið 100 HEPPNIR KAUPENDUR FÁ BÓKINA ÓKEYPIS! Ef þú ert viðskiptavinur Íslandsbanka geturðu keypt nýjustu Harry Potter bókina í forsölu í hraðbönkum Íslandsbanka. Tveimur til þremur dögum fyrir útgáfudag verður bókin svo send heim til þín. Hundrað heppnir kaupendur gætu hitt á töfrastund og fengið bókina endurgreidda. Þess vegna getur borgað sig fyrir aðdáendur Harry Potters að freista gæfunnar. Penninn–Eymundsson keyrir bækurnar út á eftirfarandi svæðum: Höfuðborgarsvæðið (nema Kjalarnes), innanbæjar á Akureyri, Akranesi, Keflavík, Ísafirði og Vestmannaeyjum. Bókin er send með pósti á aðra staði. Í S LANDSBANKI Hvar sem þú ert Freistaðu gæfunnar í hraðbankanum! Forsala á Harry Potter og Fönixreglunni í hraðbönkum Íslandsbanka F í t o n F I 0 0 7 9 7 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.