Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ARNOLD Schwarzenegg-er hefur þegar hafiðundirbúning að valda-töku sinni sem rík-isstjóri Kaliforníu. Á öðrum fréttamannafundi sínum eft- ir kjörið beindi hann þeim til- mælum til fráfarandi ríkisstjóra, Grey Davis, að hann stillti sig um stöðuveitingar og reglugerðasetn- ingar á síðustu embættisdögunum. Þá hefur Schwarzenegger gefið til kynna að hann muni afnema reglu- gerð sem Davis setti nýlega og skyldar alla stærri atvinnurek- endur í ríkinu til að sjá starfs- mönnum sínum fyrir sjúkratrygg- ingum. „Fyrirtækin hafa ekki efni á því núna,“ sagði hann við frétta- menn. Schwarzenegger mun sverja embættiseið eftir að úrslit kosning- anna hafa verið formlega staðfest, í síðasta lagi í lok næsta mánaðar. Hefur hann skipað hóp manna til að undirbúa valdaskiptin. Fyrir honum fer David Dreier, þingmað- ur Repúblikanaflokksins frá Los Angeles, en meðal annarra helstu ráðgjafa hans eru Pete Wilson, for- veri Davis í ríkisstjóraembættinu, og George Schultz, sem var utan- ríkisráðherra í forsetatíð Ronalds Reagans. Þá hefur Schwarzenegger út- nefnt Donnu Arduin, fjármálastjóra Flórídaríkis, til að fara rækilega of- an í fjármál Kaliforníu. Arduin hef- ur þegar tekið til starfa og kveðst munu ljúka verkinu áður en nýi ríkisstjórinn leggur fram frumvarp til fjárlaga fyrir næsta ár í janúar. „Látum sólina skína inn,“ sagði Schwarzenegger við fréttamenn, og kvaðst þess fullviss að mikil óráðsía kæmi í ljós við rannsóknina. Fjárlagahallinn erfiðasta viðfangsefnið Slæm fjárhagsstaða Kaliforníu- ríkis var helsta ástæða þess að efnt var til kosninganna um að víkja Grey Davis úr embætti og nýi ríkisstjórinn á erfitt verk fyrir höndum við að rétta fjárhaginn af. Í valdatíð Davis jukust útgjöld rík- isins um 40% en tekjurnar einungis um 25%, og hallinn á fjárlögum þessa árs gæti numið allt að 20 milljörðum dollara. Schwarzenegger hét því í kosn- ingabaráttunni að grípa ekki til skattahækkana til að ráða bót á fjárlagahallanum, en hann hefur hins vegar ekki lagt fram ítarlegar tillögur um hvar hann hyggist þá skera niður. Fyrir kosningarnar svaraði hann því jafnan til að fyrst vildi hann sjá niðurstöðu úr óháðri rannsókn á bókhaldi ríkisins, sem hann hefur nú fengið Arduin til að sinna, og ítrekaði þá afstöðu sína á fimmtudag. En fjármálasérfræð- ingar hafa dregið í efa að rann- sóknin muni leiða í ljós stóra og óvænta eyðsluliði sem myndu breyta miklu um fjárhag ríkisins. Það auðveldar ekki málið fyrir nýja ríkisstjórann að hann hefur af- ar nauman tíma til stefnu. Leggja skal fjárlagafrumvarpið fram 10. janúar næstkomandi, en það þarf að vera tilbúið til prentunar strax í desember. Demókratar, sem eru í meiri- hluta á ríkisþingi Kaliforníu, hafa ennfremur varað Schwarzenegger við því að það muni reynast honum erfiðara ef hann ætli að skera fjár- lögin niður, ekki síst í ljósi þess að í síðustu fjárlögum hafi verið dreg- ið úr fjárveitingum til ýmissa helstu verkefna ríkisins. En Schwarzenegger hefur gefið til kynna að hann muni ekki láta andstöðu þingsins hindra sig í því að koma stefnumálum sínum í framkvæmd. „Ef ég kem ekki mín- um málum í gegn mun ég leita beint til fólksins,“ sagði Schwarze- negger og átti við að hann myndi leggja mál í dóm kjósenda með því að beita sér fyrir almennum at- kvæðagreiðslum um einstakar ráð- stafanir. Átök við ríkisþingið fyrirsjáanleg Víst þykir að til árekstra muni koma milli ríkisþingsins og nýja ríkisstjórans vegna fleiri mála en fjárlaganna. Þegar eru fyr- irsjáanleg átök vegna tveggja mála sem mikið var vísað til í baráttunni fyrir því að koma Davis frá völdum; annarsvegar vill Schwarzenegger lækka skatta á bifreiðar, sem Davis Hasarhetjunnar bíða raunve Reuters Arnold Schwarzenegger á fréttamannafundi á fimmtudag. Bak við hann standa David Dreier, sem mun stjórna valdaskiptunum, og Donna Arduin, sem fengin hefur verið til að rannsaka fjárhag ríkisins. Stjórnmálaskýrendur bíða þess nú með eftirvæntingu að sjá hvernig Arnold Schwarzenegger muni takast að glíma við þau ærnu vandamál sem við blasa í Kaliforníuríki. Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir fjallar um umskiptin í Kaliforníu. MARIA Shriver, eiginkona hins nýkjörna ríkisstjóra, hverfur nú aftur til starfa sem fréttamaður hjá NBC-sjónvarpsstöðinni, en hún var í launalausu leyfi með- an á kosningabaráttunni stóð. Shriver er þekkt sjónvarps- kona í Bandaríkjunum og hefur starfað sem fréttamaður og fréttaþulur hjá NBC síðan 1986. Hefur hún meðal annars verið einn umsjónarmanna fréttaþátt- arins Dateline, sem sýndur hef- ur verið hér á landi. Neal Shap- iro, forstöðumaður fréttadeildar sjónvarpsstöðvarinnar, sagði eftir kjör Schwarzeneggers að hann byggist ekki við að það hefði áhrif á störf Shriver, að öðru leyti en því að hún myndi að sjálfsögðu ekki flytja fréttir af stjórnmálum Kaliforníuríkis eða málum sem ríkisstjórinn gæti þurft að skera úr um. „Hún er reyndur, hæfi- leikaríkur og samviskusamur fréttamaður,“ sagði Shapiro. „Ég fæ ekki séð hvers vegna starfsframi hennar ætti að þurfa að líða fyrir það að eig- inmaður hennar hefur haslað sér völl í stjórnmálum.“ Á þátt í sigrinum Stjórnmálaskýrendur telja að Maria Shriver eigi nokkurn þátt í sigri Schwarzeneggers, eink- um með því að bæta ímynd hans meðal kvenna og sannfæra hefðbundna kjósendur Demó- krataflokksins um að óhætt væri að greiða repúblikananum atkvæði, enda tilheyrir hún sem kunnugt er Kennedy-fjölskyld- unni, sem enn er áhrifamikil innan Demókrataflokksins. Fað- ir hennar, Sargent Shriver, var háttsettur embættismaður í Hvíta húsinu í forsetatíð Johns F. Kennedys á sjöunda áratugn- um og móðir hennar, Eunice Kennedy Shriver, er systir Kennedybræðranna. Sjálfur hóf Schwarzenegger sigurræðu sína á því að þakka eiginkonu sinni stuðninginn og kvaðst gera sér grein fyrir því að hún hefði tryggt sér ófá atkvæði. Schwarzenegger og Shriver kynntust á góðgerðarsamkomu árið 1977 og gengu í hjónaband níu árum síðar. Þau eiga fjögur börn á aldrinum fimm til þrett- án ára og hafa haldið heimili í Los Angeles og Sun Valley í Idaho. Reuters Maria Shriver fær koss frá frambjóðandanum á kosningafundi. Ríkisstjórafrúin aftur á skjáinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.